Morgunblaðið - 30.08.2013, Blaðsíða 29
FRÉTTIR 29Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2013
FRÉTTASKÝRING
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Rana, sem býr ásamt manni sínum í
Damaskus, höfuðborg Sýrlands, hef-
ur ákveðið að yfirgefa heimili sitt og
flytja til foreldra sinna í miðborginni.
Hjónin búa í Qudsaya, í norðurhluta
borgarinnar, nærri fjallinu Qassioun,
þar sem nokkrar herstöðvar eru stað-
settar. „Að vera áfram heima væri of
hættulegt. Ég fer til foreldra minna,
ásamt manninum mínum, og verð þar
um tíma, þar til allt er yfirstaðið,“
sagði hún í samtali við AFP í gær.
Íbúar Damaskus búa sig nú undir
það óumflýjanlega: að erlend ríki geri
árásir á skotmörk í Sýrlandi, til að
refsa stjórnvöldum fyrir notkun efna-
vopna. Hin þrítuga Lana, sem starfar
að mannúðarmálum, segir marga
kollega sína hafa tekið sér leyfi frá
störfum og hyggjast ferðast um Evr-
ópu og Ayssar, kona hans og tvö börn,
hafa pakkað í töskur og ætla að dvelja
í Beirút í Líbanon, þar sem foreldrar
hans hafa tekið hús á leigu.
Íhlutun muni enda með sigri
Í höfuðborginni má víða sjá lög-
reglumenn á ferli, mörgum götum
hefur verið lokað og opinberar bygg-
ingar styrktar með sekkjum af sandi.
Hermálayfirvöld undirbúa sig undir
hvað sem koma skal.
„Við, líkt og allir herir heims, und-
irbúum okkur fyrir verstu mögulegu
aðstæður. Við höfum gripið til að-
gerða til að vernda landið fyrir árás
og leggjum grundvöll að fullnægjandi
viðbrögðum,“ sagði sýrlenskur emb-
ættismaður við AFP.
Undirbúningur fyrir yfirvofandi
aðgerðir Vesturveldanna hefur staðið
yfir í landinu síðustu sólarhringa og
hafa hersveitir m.a. rýmt líkleg skot-
mörk í Damaskus, Hama og Homs.
Sýrlenska ríkissjónvarpið hafði eftir
forsetanum, Bashar al-Assad, í gær
að hvers kyns íhlutun myndi enda
með sigri sýrlensku þjóðarinnar.
Stjórnvöld þeirra ríkja sem ræða
nú aðgerðir í Sýrlandi hafa einnig ver-
ið að setja sig í stellingar, þótt engar
ákvarðanir hafi enn verið teknar um
til hvers konar aðgerða verður gripið
né hvenær látið verður til skarar
skríða. Samkvæmt bandarískum yf-
irvöldum er fimmta herskip banda-
ríska flotans á leið til Miðjarðarhafs-
ins og Bretar hafa tilkynnt að þeir
hafi sent herþotur til Kýpur. Þá eru
tvö rússnesk herskip væntanleg á
svæðið, líklega til að gæta hagsmuna
sýrlensku stjórnarinnar.
Tillaga Camerons felld
Barack Obama Bandaríkjaforseti
sagði á miðvikudag að varla nokkur
efaðist lengur um að efnavopn hefðu
verið notuð með stórtækum hætti
gegn sýrlensku þjóðinni og sagði
stjórnarandstæðinga ekki hafa burði
til að standa að slíkum árásum.
Spurður að því hverju hernaðarað-
gerðir myndu skila, sagði hann að
stjórn Assads hefði þá fengið afger-
andi skilaboð um að hún ætti ekki að
endurtaka leikinn.
Illa hefur gengið að ná alþjóðlegri
samstöðu um aðgerðir en breska
þingið felldi í gær tillögu forsætisráð-
herrans, Davids Camerons, um hern-
aðaríhlutun af hálfu Breta með 285 at-
kvæðum gegn 272. Cameron sagði að
ljóst væri að þingið vildi ekki að Bret-
ar tækju þátt í hernaði í Sýrlandi.
Ed Miliband, leiðtogi Verkamanna-
flokksins, sagðist ekki útiloka hernað
en að fara þyrfti vandlega yfir málið
og m.a. gefa Sameinuðu þjóðunum
tíma til að fara yfir niðurstöður
vopnaeftirlitsins. Hann sagði að
breska þingið ætti ekki að taka
skyndiákvörðun til að mæta tíma-
mörkum annarra og að minnugur inn-
rásarinnar í Írak væri hann staðráð-
inn í að draga lærdóm af sögunni.
Breska leyniþjónustan segir afar
líklegt að sýrlensk stjórnvöld hafi
staðið að baki árásinni í síðustu viku
og að þau hafi beitt efnavopnum í að
minnsta kosti 14 önnur skipti.
Undirbúa sig fyrir aðgerðir
Íbúar Damaskus flýja borgina af ótta við hernaðaraðgerðir Vesturveldanna Sýrlenskar hersveitir
rýma líkleg skotmörk Obama segir stjórnvöld ábyrg Tillaga um hernað felld á breska þinginu
SÁDI ARABÍA
ÍTALÍA
ALBANÍA
DJÍBÚTÍ
ÍRANÍRAK
TYRKLAND
SAF
KÝPUR
GRIKKLAND
JÓRDANÍSRAEL
EGYPTALAND
LÍBANON
MIÐJARÐARHAF
ARABÍUHAF
RAUÐA-
HAF
KASPÍAHAF
SVARTAHAF
KÚVÆT
KATAR
BAHREIN
SÝRLAND
500 km
herskip BNA
Sýrlenski stjórnarherinn
USS Mahan
USS Ramage
USS Barry
USS Gravely USS Truman
á leið til Omanflóa
Napólí
Sikiley Sigonella
Incirlik
Izmir
Suda Krít
Heimild : Pentagon, IISS, NATO
Gaziantep
BNA
5. floti
7 Mirage 2000
6
Rafale
700
650 loftvarnastöðvar
1,000
F-16
Kahramanmaras
Adana
Akrotiri
Herstöð
NATO
Patriot
flugskeyti
Herlið
BNA
6. floti
4
4
2 freigátur
365 orrustuflugvélar
Þúsundir rússneskra
flugskeyta
Erlendur herafli og herstöðvar
við Miðjarðarhafið og í Mið-
Austurlöndum og valinn
hernaðarviðbúnaður Sýrlands
Sýrland undirbýr
sig fyrir viðbrögð
Vesturveldanna
Kafbátar
staðsetningar óþekktar
Öryggisráð SÞ
Ríki með fastafulltrúa
og neitunarvald
BNA Rússland KínaBretland Frakkland
Fylgjandi Á mótiHernaðaraðgerðir
Ólík viðhorf
» Stjórnvöld í Kanada hafa lýst
yfir stuðningi við íhlutun Vest-
urveldanna í Sýrlandi en hyggj-
ast ekki taka þátt.
» Forseti Rússlands, Vladimir
Pútín, og Angela Merkel, kansl-
ari Þýskalands, töluðu saman í
síma í gær og voru sammála um
nauðsyn þess að öryggisráðið
tæki til skoðunar skýrslu vopna-
eftirlitsmanna.
» Meirihluti Þjóðverja, 58%, er
á móti hernaðaríhlutun í Sýr-
landi, samkvæmt þýska
ríkissjónvarpinu.
» Vatíkanið sendi út tilkynn-
ingu í gær, eftir fund Frans páfa
og Abdullah II Jórdaníukon-
ungs, þar sem m.a. sagði að
viðræður væru eina leiðin til að
binda enda á átökin í landinu.
» Donald Rumsfeld, fyrrver-
andi varnarmálaráðherra
Bandaríkjanna og einn af arki-
tektum hernaðaraðgerðanna í
Írak og Afganistan, sagði á mið-
vikudag að Hvíta húsið hefði
enn ekki réttlætt árásir á Sýr-
land.
AFP
Á móti íhlutun Mótmælendur í Bretlandi, Frakklandi, Tyrklandi og á Vest-
urbakkanum mótmæltu í gær hernaðaríhlutun Vesturveldanna í Sýrlandi.
Laugavegi 174 | Sími 590 5040
Opið virka daga frá kl. 10-18
og laugardaga kl. 12-16
Komdu og skoðaðu úrvalið!
VW Passat Highline
EcoFuel at
Árgerð 2012, bensín, metan
Ekinn 2.400 km, sjálfsk.
Ásett verð:
4.450.000 kr,-
VW Passat Comfort
Árgerð 2005, bensín
Ekinn 95.000 km, beinsk.
Ásett verð:
1.850.000 kr,-
TILBOÐ:
1.490.000,-
vw Touareg 3,2 V6
Árgerð 2004, bensín
Ekinn 133.000 km, sjálfsk.
Ásett verð:
2.490.000 kr,-
TILBOÐ:
1.890.000,-Hyundai IX35
GLS
Árgerð 2011, bensín
Ekinn 38.500 km, sjálfsk.
Ásett verð:
4.190.000 kr,-
FERÐAFÉLAGAR AF
ÖLLUM STÆRÐUM OG
GERÐUM HJÁ HEKLU
NOTUÐUM BÍLUM
MM Pajero
3,2 Gls
Árgerð 2006, dísil
Ekinn 133.400 km, sjálfsk.
Ásett verð:
2.990.000 kr,-