Morgunblaðið - 30.08.2013, Síða 35

Morgunblaðið - 30.08.2013, Síða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2013 ✝ BorghildurSvanlaug Þor- láksdóttir fæddist í Veiðileysu, Strandasýslu 28. júní 1924. Hún lést á deild 3B, Hrafn- istu í Hafnarfirði, 23. ágúst 2013. Foreldrar henn- ar voru Ólöf Sveinsdóttir, f. 20. maí 1892, d. 6. apr- íl 1952, og Þorlákur Guð- brandsson, f. 16. apríl 1893, d. 15. feb. 1977. Systkini Borg- hildar: Annes Svavar, f. 1917, d. 2002, Guðlaug Una, f. 1919, d. 1991, Guðbrandur Sveinn Ingimar, f. 1921, d. 1992, Mar- teinn Guðberg, f. 1923, d. 1984, Þórir, f. 1926, d. 2007, Elínborg Þórdís, f. 1929, Kristján, f. 1931, og Bjarni Marís, f. 1937. Hinn 10. mars 1945 giftist Borghildur Sveinbirni Ólafs- syni frá Syðra-Velli, Gaulverja- bæjarhreppi, f. 17. okt 1916, d. 30. maí 2012. Foreldrar hans Erla, f. 1962, maki Grétar Páll Stefánsson. Börn þeirra eru Arnar, Daníel og Birna, barna- börnin eru tvö. Borghildur ólst upp í Veiði- leysu, Strandasýslu. Hún tók þátt í heimilis- og bústörfunum á bænum ásamt því að vinna ýmis störf í Djúpuvík á síld- arárunum. Þau Svenni trúlof- uðust í júní 1943 og Bogga flutti suður til Hafnarfjarðar, þar sem Svenni var í námi, í mars 1944. Hún vann ýmis störf í Hafnarfirði auk þess að sinna stóru heimili og barnauppeldi. Eftir að börnin voru komin á legg starfaði hún lengst af á Hótel Borg þar sem hún var yf- irþerna. Hún tók þátt í ýmsum félagsstörfum, m.a. leikfélagi Hafnarfjarðar og Kvenfélagi Fríkirkjunnar. Hún var mikil hannyrðakona, saumaði öll föt á börnin þegar þau voru lítil og barnabörnin nutu góðs af prjónaskapnum hennar. Þau Bogga og Svenni byrjuðu bú- skapinn á Suðurgötu 24, en bjuggu lengst af á Álfaskeiði 30 áður en þau fluttu á Boðahlein 1 í Garðabæ. Borghildur verður jarð- sungin frá Fríkirkjunni í Hafn- arfirði í dag, 30. ágúst 2013, og hefst athöfnin kl. 13. voru Margrét Steinsdóttir, f. 17. maí 1890, d. 18. des. 1970, og Ólaf- ur Sveinn Sveins- son, f. 15. jan. 1889, d. 17. júlí 1976. Bogga og Svenni eignuðust sex börn. 1) María, f. 1944, maki Steen Knud Jörgensen. Börn með fyrri maka: Sveinbjörn, Helgi og Ágústa Hildur, barnabörnin eru 11 og barnabarnabörnin þrjú. 2) Trausti Sveinbjörnsson, f. 1946, maki Ingveldur Ein- arsdóttir, f. 1950, d. 2012. Synir þeirra eru Björn, Bjarni Þór og Ólafur Sveinn, barnabörnin eru sjö. 3) Margrét Ólöf, f. 1947, maki Þórir Steingrímsson, f. 1947. Dætur þeirra eru Borg- hildur, Dagmar og Steinþóra, barnabörnin eru sjö. 4) Ásta, f. 1955, sonur Ívar Atli. 5) Ólöf Þóra, f. 1957. Dætur hennar eru Sara og Ásta Eygló. 6) Við kveðjum elskulega móður okkar með söknuði og kærleik, fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Mamma var afar ljúf og frá henni streymdi hlýja sem við nut- um í uppvexti okkar. Mamma var afskaplega gestrisin og var heim- ilið opið öllum þeim sem leituðu til mömmu og pabba að norðan. Heimilið var mjög smekklegt og snyrtilegt þó að oft hafi verið þröngt í búi. Mamma var mikil hannyrðakona og hún saumaði og prjónaði á okkur öll föt. Foreldrar okkar voru einstak- lega samrýnd hjón og þess má geta að við munum ekki eftir að hafa heyrt þau nefnd öðruvísi en Bogga hans Svenna, Svenni hennar Boggu, mamma og pabbi eða amma og afi, alltaf saman, eins og þau líka voru. Mamma var stolt af sveitinni sinni og hélt tryggð við fjörðinn alla ævi og við minnumst allra ferðanna sem við fórum á hverju sumri í Veiði- leysu. Seinna þegar við minnt- umst á Veiðileysu í heimsóknum okkar til mömmu fengum við allt- af yndislegt bros, sem fullvissaði okkur um það hvers virði sveitin var í huga hennar. Seinna nutu börnin okkar sömu umhyggju og ástúðar. María, Trausti og Margrét. Fyrir rúmu ári kvaddi ég föður minn og í dag kveð ég móður mína. Þó að það sé erfitt að kveðja þá verð ég að vera þakklát fyrir hvað ég fékk að hafa þau lengi. Ég trúi því að nú séu þau mamma og pabbi sameinuð á ný. Nú geta þau aftur haldist í hend- ur og horft á hvort annað með þeirri ást og virðingu sem þau sýndu hvort öðru alla tíð svo un- un var á að horfa. Þannig var fyr- irmynd okkar systkinanna. Það sem einkenndi heimilið okkar var reglusemi og vinnu- semi. Eftir því sem árin líða verð ég alltaf þakklátari og þakklátari fyrir að hafa notið þeirra forrétt- inda að alast upp við slíkar að- stæður. Ég segi stundum að það sem vantaði í uppeldið var að kenna okkur að rífast. Það var aldrei rifist á heimilinu sem er ótrúlegt í sex systkina hópi en þannig voru þau bæði mamma og pabbi. Málin voru bara rædd á rólegan hátt enda var alltaf auð- velt að tala við þau. Ég sá það best á táningsárun- um á vinkonum mínum sem voru oft horfnar úr mínu herbergi og komnar í eldhúsið til mömmu að rabba við hana. Þá var verið að hvolfa bolla, leggja spil og spá í framtíðina. Þeim fannst þær geta rætt við mömmu um allt, hvort sem það voru strákamál eða önn- ur málefni. Við minnumst þeirra stunda með hlýju og gleði í huga. Mamma var mikil búkona enda uppalin í sveit. Á vorin var farið í eggjaleit og á haustin í berjamó. Þá var sultað, saftað og ber fryst fyrir veturinn. Þau höfðu það fyrir venju mamma og pabbi að fá sér bláber í eftirmat á hverjum sunnudegi. Svo var tek- ið slátur, búin til kæfa og keyptir skrokkar þannig að ekki dugðu minna en tvær frystikistur undir þetta allt saman. Mamma var einnig mikil hann- yrðakona. Lengi vel saumaði hún og prjónaði öll föt á okkur systk- inin. Ég held að ég hafi verið orð- in 12 ára þegar ég eignaðist fyrst buxur sem keyptar voru í búð. Mamma var alltaf með eitt- hvað á prjónunum og naut fjöl- skyldan öll góðs af. Einnig saum- aði hún út myndir, stóla og púða og seinni árin handmálaði hún dúka og svuntur. Mamma og pabbi höfðu mjög gaman af að ferðast. Fyrir utan Veiðileysuferð á hverju ári þar sem dvalið var í lengri eða skemmri tíma fórum við fjöl- skyldan í tjaldútilegu árlega með vinum eða ættingjum. Síðan fóru þau að fara til útlanda og var Ítalía í miklu uppáhaldi hjá þeim. Mamma vildi alltaf hafa mikið líf og fjör í kringum sig. Best leið henni með alla stórfjölskylduna hjá sér. Þannig þjappaði hún hópnum saman og njótum við góðs af því í dag þegar við kveðj- um mömmu, tengdamömmu, ömmu, langömmu og langalang- ömmu. Samheldnin í hópnum er ómetanleg. Það er margs að minnast og margt að þakka fyrir. Þú varst einstaklega ljúf kona, mamma mín, og ég hef oft verið öfunduð af að eiga þig sem móð- ur. Ég vil því, elsku mamma mín, þakka þér fyrir allt og allt. Þín dóttir, Ólöf Þóra. Nú er hún tengdamóðir mín, Borghildur Svanlaug Þorláks- dóttir, fallin frá, og er þar mikið skarð komið í fjölskylduna. Hún fæddist í Veiðileysu á Ströndum og ólst þar upp, en rétt fyrir tví- tugt kynntist hún manni, þ.e. Sveinbirni Ólafssyni, sem seinna varð svo eiginmaður hennar. Þar var hún heppin, því hann var gull af manni. Þau fluttust svo í Hafn- arfjörð og bjuggu þar æ síðan. Það er varla hægt að lýsa kynnum sínum af svona stórkost- legri konu, sem hún Bogga var. Umhyggja hennar fyrir börnum sínum, barnabörnum og barna- barnabörnum var með ólíkind- um. Og árangurinn var eftir því, því samheldnari stórfjölskyldu er vart hægt að finna. Það er allt þeim heiðurshjónum Boggu og Svenna að þakka. Og svo eftir að börnin hennar sex voru flogin úr hreiðrinu og barnabörnin fóru að koma í heim- inn, þá sýndi hún þeim sömu um- hyggju eða jafnvel meiri, því tím- inn var náttúrlega orðinn rýmri hjá henni eftir að mesta brauð- stritinu lauk. Og ekki hafa tengdabörnin svo farið varhluta af þessari um- hyggju og hlýju, sem samt þó furðulegt sé leiddist aldrei út í það sem kallast mætti afskipta- semi. Hvernig hægt er að komast hjá því, það veit ég ekki en það var hennar snilld. Vegna alls þessa þótti öllum afkomendum þeirra hjónanna og tengdabörn- um svo óskaplega vænt um þau og vildu allt fyrir þau gera sem í þeirra valdi stóð. En allt tekur enda, því er nú verr, og þau hjón- in féllu frá með hálfs annars árs millibili, hann 95 ára og Bogga nærri níræð. En ég get ekki annað en þakk- að henni fyrir móttökurnar þegar ég kvæntist henni Margréti dótt- ur hennar og umhyggju hennar alla tíð fyrir dætrum okkar þremur og börnum þeirra. Og svo líka fyrir þær stundir sem við sátum saman á spjalli og grín- uðumst aðeins. Ég tala nú ekki um það þegar við Grétar Páll, tengdasynir hennar, vorum þar. En að lokum, Bogga, þakka þér innilega fyrir allt og fyrir- gefðu hvað þetta er aum kveðja til þín. Þinn tengdasonur, Þórir Steingrímsson. Yndislega amma mín, núna ertu komin til hans afa sem ég trúi að sé á góðum stað. Ég mun alltaf sakna þess að koma inn í hlýjuna til ykkar og vera með ykkur. Þið höfðuð svo góða nær- veru því þið hugsuðuð svo fallega hvort um annað. Þú kenndir mér svo margt eins og t.d. að prjóna og sauma. Þú sjálf varst alltaf með eitthvað í höndunum og ég passa vel upp á kirkjuna sem þú saumaðir og gafst mér með þeim orðum að hún ætti ávallt að minna mig á þig. Ég var oft í pössun hjá ykkur og man eftir því þegar þú baðst afa um að fara inn í gestaherbergi og sofa þar og leyfðir mér að sofa uppi í hjá þér. Þú þuldir fyrir mig bænir og sálma alveg þangað til ég sofnaði. Fyrir það verð ég þakklát alla ævi, þú styrktir mig í trúnni og gafst mér svo miklu meira en orð geta sagt. Þú varst svo ótrúlega sterk kona og er ég svo stolt af þér fyrir það. Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, æ breið þú blessun þína á barnæskuna mína. Mér gott barn gef að vera og góðan ávöxt bera, en forðast allt hið illa, svo ei mér nái’ að spilla. Það ætíð sé mín iðja að elska þig og biðja, þín lífsins orð að læra og lofgjörð þér að færa. (Páll Jónsson) Hvíldu í friði, elsku besta amma mín, þín dótturdóttir, Birna. Elsku amma Bogga, þakkir til þín fyrir árin sem við fengum að njóta með þér. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er bros, hlátur, jákvæðni og mikil hlýja. Amma Bogga var einstök fyrirmynd allra sem til hennar þekktu og jafnmikla lífs- gleði er erfitt að finna en hún ásamt afa eignaðist sex börn og síðar fjölmörg barna- og barna- barnabörn. Sú ást og væntum- þykja sem þau afi sýndu hvort öðru gerði fjölskyldu þeirra mjög samheldna og er vandfundin önn- ur eins samheldni og býr í þess- ari fjölskyldu. Amma var mjög trúuð, hvort sem var á kristna trú eða lækningamátt ýmissa jurta sem hún hafði óbilandi trú á og var líklegast uppalið í þeim systkinum frá Veiðileysu. Ef ein- hver veikindi komu upp var amma sú fyrsta til að biðja fyrir viðkomandi, hvort sem það voru hennar allra nánustu eða aðrir nærri, þetta viðhorf kenndi hún sínu fólki hversu mikilvægt væri. Við trúum því að nú séu þau sam- einuð á ný amma og afi og hún hefur vonandi fundið faðm for- eldra sinna og systkina sem og mömmu (tengdadóttur sinnar). Megi góður guð taka á móti þér og hafðu þakkir fyrir allt það góða sem þú lést af þér leiða. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Björn, Bjarni Þór, Ólafur Sveinn og fjölskyldur. Þegar maður var blautur og kaldur á höndunum var notalegt að setjast hjá ömmu og leyfa henni að halda utan um litlar hendur og hita þær. Það voru ófá skipti sem þessar aðstæður komu upp. Hún var ekki bara handheit, heldur hafði hún stórt og hlýtt hjarta, létta lund og aldrei sat hún iðjulaus. Það eru ófáir vett- lingar, sokkar og peysur sem hafa ratað í jólapakka fjölskyld- unnar, viðtakendum til mikillar ánægju. Heimilið var griðastaður margra ættingja og vina. Sjaldan kom maður í heimsókn án þess að fjöldi gesta sæti í kringum eld- húsborðið. Ættingjar og vinir sem droppuðu inn til að fá sér kaffitár eða einhverjir sem ætl- uðu bara að gista nokkrar nætur vegna erinda sem þeir áttu til Reykjavíkur. Allir voru velkomn- ir og alltaf var boðið upp á kaffi og meðlæti, jafnvel þótt lítið væri til. Sérstaklega eru börnunum minnisstæðar kleinurnar og vöfflurnar hjá langömmu og langafa og að alltaf mátti leika sér í kringum þau, milli þess sem hlaupið var í fangið á þeim til að fá knús, áður en leiknum var haldið áfram. Heimilið þeirra Borghildar ömmu (Boggu ömmu) og Svein- björns afa varð miðpunktur fjöl- skyldunnar. Þar hittust allir til að ræða málin og ef ekkert tilefni var til staðar, þá var bara kíkt í kaffi eða mat. Fjölskyldan sam- einaðist í kringum fjölmörg verk- efni eins og að taka slátur á haustin, taka upp kartöflur og fara í berjamó, enda hefur mynd- ast mikill vinskapur og sam- heldni milli allra innan fjölskyld- unnar, eitthvað sem maður er þakklátur fyrir að hafa fengið að upplifa og vera þátttakandi í. Ekki man ég til þess að amma reiddist eða talaði illa um náung- ann. Hún vildi öllum vel og lagði mikið á sig fyrir fjölskylduna. Hún sagði aldrei nei við því að passa barnabörnin eða lang- ömmubörnin sín og alltaf var pláss fyrir einn í viðbót. Á stundu sem nú er þakklæti efst í huga okkar. Eitt af því sem fjölskyldan varð vitni að, var að sjá hvernig vonlausar aðstæður gátu snúist við. Fyrir nokkrum árum fór amma í alvarlegt hjartastopp og eftir að öll úrræði höfðu verið reynd var ákveðið að slökkva á þeim tækjum sem héldu í henni lífinu. Þá samein- aðist fjölskyldan í bæn. Ekki stóð á bænasvarinu, því næstu daga umbreyttist líf hennar og hún náði ótrúlegum og góðum bata. Við fjölskyldan erum því óend- anlega þakklát Drottni fyrir þessi viðbótarár sem við fengum að ganga með henni og njóta samvista við hana. Við fengum að sjá og upplifa kraft bænarinnar og kærleika Guðs. Megi Guð blessa minningu hennar. Sveinbjörn, Linda, Guðlaug María, Benjamín Ragnar, Davíð Örn, Fjóla Dögg og Salómon Blær. Í dag kveðjum við ömmu okk- ar, Boggu ömmu. Þegar við hugs- um til baka þá munum við eftir henni í eldhúsinu að baka, hún bakaði heilu staflana af flatkök- um, pönnukökum, kleinum og alls konar bakkelsi sem okkur fannst hið mesta lostæti. Þegar hún sat fyrir framan sjónvarpið prjónaði hún eða var með aðra handavinnu til taks. Amma var mjög gestrisin og lagði mikið upp úr því að fá alla til sín, hún hélt góðu sambandi við börnin sín, barnabörnin og barnabarnabörn- in. Það er stór hópur sem átti mikið í ömmu og þannig vildi hún líka hafa það. Það er ekki hægt að minnast ömmu án þess að minnast afa líka, en hann lést í maí 2012. Afi hugsaði vel um ömmu og var hennar stoð og stytta í lífinu. Ein fallegasta minning sem við eigum um ömmu og afa er að hann hélt alltaf í höndina á henni og sérstaklega eftir að hún veiktist. Hann sat ávallt við hlið hennar og héldust þau í hendur eins og ástfangnir unglingar. En það var augljóst að ástin skein úr augum þeirra allt fram á síðasta dag. Núna eru þau sameinuð á ný og afi getur haldið í höndina á ömmu aftur. Lengst af bjuggu amma og afi á Álfaskeiðinu en þaðan eru okk- ar helstu minningar um þau. Þau sátu sjaldnast auðum höndum, voru alltaf að en gáfu sér alltaf tíma fyrir okkur. Betri fyrir- myndir er ekki hægt að hugsa sér. Amma og afi voru mjög sam- heldin hjón og sýndu hvort öðru mikla virðingu. Þegar við hugs- um til baka er minningin um ömmu og afa, ótrúlegt stolt, við erum svo stoltar af því að hafa átt þau fyrir ömmu og afa. Þau voru mörg ferðalögin sem farin voru með þeim og þá sér- staklega þegar farið var norður á Strandir í fjörðinn hennar ömmu, Veiðileysufjörðinn. Fjörðurinn skipar stóran sess í hjarta okkar. Þangað förum við til að hlaða batteríin. Við munum eftir ömmu í eldhúsinu í Veiðileysu, að útbúa eitthvað gott með kaffinu. Oftar en ekki var veiddur silungur í firðinum og var hann ansi oft í matinn, kannski of oft að okkar mati. Fjöruferðirnar með ömmu að tína sprek og ýmislegt í eld- inn, alltaf fundum við eitthvað svakalega sniðugt í þessum fjöru- ferðum, gönguferðirnar út á Kamb og út að heilsulæk (allra meina bót), ekki má gleyma gönguferðunum sem farnar voru til að tína fjallagrös. Við minn- umst allra ferðanna í berjamó og tjaldferðalaganna, sérstaklega munum við ferðalögin með tjald- vagninn þeirra í seinni tíð. Ferðin í Skaftafell er þar ofarlega í huga, göngutúr upp að jökli og fyrstu harðsperrurnar. Mikið söknum við þín og ykkar beggja en við verðum ævinlega stoltar og þakklátar að hafa átt ykkur að. Með kæru þakklæti kveðjum við þig í dag, elsku amma, og hugsum til ykkar beggja hönd í hönd. Borghildur, Dagmar og Steinþóra. Sárt er að kveðja þig elsku amma en það lætur okkur þó líða betur að vita að þú sért komin í fangið á þínum heittelskaða eig- inmanni aftur. Við héldum að við hefðum misst þig árið 2005 en þökk sé kraftaverki fengum við að hafa þig lengur í lífi okkar. Þetta var óskiljanlegt en greini- legt var að þú varst ekki tilbúin að yfirgefa þennan heim strax. Þú ert sterkasta kona sem við vitum um. Kraftaverkið okkar allra. Við erum svo þakklátar fyrir þann tíma sem við fengum með þér. Öll jólin okkar saman, heim- sóknirnar á Álfaskeiðið, Veiði- leysuferðirnar, ferðirnar á Þing- velli í berjamó og bara það að vera hjá þér og horfa á þig prjóna. Það var alltaf jafngott að koma til þín og fá bros og faðm- lag um leið og við löbbuðum inn. Það er ykkur afa að þakka að allir í fjölskyldunni eru svona nánir og umhyggjusamir og sést það ein- staklega vel á svona stundu. Þú varst yndisleg, elsku amma, og allt til dauðadags sá maður hlýjuna í augunum þínum. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyr- ir okkur. Mest af öllu: takk fyrir að hafa alið upp bestu mömmu í heiminum, því verðum við þér ævinlega þakklátar. Sofðu rótt, elsku amma okkar, þín er sárt saknað. Sara og Ásta Eygló. Borghildur Svan- laug Þorláksdóttir Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um inn- sendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðs- lógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birt- ingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virk- um dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minning- argreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær út- förin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um for- eldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.