Morgunblaðið - 30.08.2013, Page 37

Morgunblaðið - 30.08.2013, Page 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2013 ✝ SveinbjörgJónatansdóttir fæddist í Reykjavík 23. mars 1923. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 21. ágúst 2013. Foreldrar Svein- bjargar voru Jón- atan Jónsson gull- smíðameistari, f. 1. október 1884 á Stóra-Kálfalæk á Mýrum, d. 24. desember 1952, og Helga Helgadóttir húsfrú, f. 17. nóvember 1883 á Miðfelli, d. 11. nóvember 1951. Systkini Sveinbjargar voru Steingrímur, f. 1908, Jakob, f. 1912, og Rósa, f. 1916, þau eru öll látin. 1973, og stjúpdótturina Herdísi Dögg, f. 1968. Synir Sigrúnar eru Sigurður, f. 1977, og Andr- és, f. 1979. Loftur er kvæntur Kristínu Helgu Björnsdóttur, f. 31. maí 1957, börn þeirra eru Ellen Birna, f. 1978, og Ólafur Björn, f. 1987. Barnabarnabörn Sveinbjargar eru 12 talsins. Sveinbjörg ólst upp í Reykja- vík, bjó mestan hluta ævi sinnar á æskuheimili sínu á Laugavegi 35. Sveinbjörg og Ólafur fluttu í Hvassaleiti 58 árið 1996 og bjuggu þar til æviloka. Eftir að Sveinbjörg lauk gagnfræðaprófi hóf hún störf hjá Sakadómi Reykjavíkur. Hún stofnaði og rak eigin verslanir, fyrst barna- fataverslun og síðar snyrti- vöruverslun á Laugavegi 35. Síðustu 15 ár starfsævi sinnar starfaði hún hjá Seðlabanka Ís- lands. Útför Sveinbjargar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 30. ágúst 2013, kl. 15. Sveinbjörg gift- ist 18. desember 1948 Ólafi Lofts- syni, f. 22. desem- ber 1920, d. 3. júní 2001. Foreldrar hans voru Loftur Loftsson útgerð- armaður, f. 1884, og Ingveldur Ólafs- dóttir húsfrú, f. 1901. Synir Svein- bjargar og Ólafs eru Jónatan, f. 9. desember 1949, og Loftur, f. 1. júní 1954. Jónatan er kvæntur Sigrúnu Sigurðardóttur, f. 30. nóvember 1951, sonur þeirra er Jónatan, f. 1993. Af fyrra hjónabandi á Jón- atan dótturina Auðnu Hödd, f. Ég vil með þessum fátæklegu orðum þakka Sveinu tengdamóð- ur minni fyrir okkar ánægjulegu samveru sem lokið er hér á jörð eftir rúmlega 23 ára kynni. Hún var stórkostleg persóna sem fyllti alla af gleði og hamingju með sinni endalausu og frábæru frásagnarsnilld. Já, það var alltaf mikil gleði og hlátur í kringum Sveinu. Í rúm 20 ár áttum við sam- an góðar útiverustundir sem við nýttum til síðasta dags. Við spjöll- uðum um allt frá barnæsku henn- ar til dagsins í dag, sveitina, borg- arlífið og öll skemmtilegu uppátækin hennar sem áttu engan sinn líka. Það var stundum erfitt að fylgja henni eftir, en þá var hún kannski komin þrjá eða fjóra ætt- liði aftur í tímann, allt aftur til 18. aldar, en ég þekkti ekki mikið af þeirri kynslóð. Elsku tengdamamma, það verður tómlegt hjá okkur litlu fjöl- skyldunni að hafa þig ekki í laug- ardagslærinu í Neðstaleiti. Þú varst trúuð kona og ég kem til með að tala við þig áfram á minn hátt. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Hvíl í friði. Þín tengdadóttir, Sigrún. „Við hverja varstu að tala sem er svona skemmtileg?“ Ég svaraði samstarfskonu minni um hæl að þetta hefði verið tengdamamma mín í símanum. „En hvað þú ert heppin að eiga svona skemmtilega tengdamömmu.“ Það eru orð að sönnu að ég var lánsöm að eiga hana. Hún var alltaf kölluð Sveina, henni fannst sjálfri að Sveinbjar- garnafnið væri bara nafn á gamla konu sem prjónar sokka. Ég kynntist henni fyrir um 40 árum og man ég hvað hún tók mér með opnum örmum er ég hitti hana fyrst. Með okkur tókst órjúf- anleg vinátta sem aldrei bar skugga á. Hún hafði mikil áhrif á mig alla tíð og var einstaklega gott að leita til hennar. Sveina var mikill húmoristi og tók hvorki sjálfa sig né lífið of há- tíðlega. Hún var mjög hreinskilin og lá ekki á skoðunum sínum, hafði ótrúlega góða frásagnargáfu en stundum var ég aðeins efins hvort hún væri alveg að segja rétt frá. En innihaldið var ekki alltaf aðalmálið heldur hvernig hún sagði frá. Hún var einnig uppá- tækjasöm og alltaf til í að gera eitthvað skemmtilegt í góðra vina hópi. Sveinu var mjög umhugað um ömmubörnin sín og átti stóran þátt í að kenna þeim að takast á við lífið með jákvæðu hugarfari eins og henni var lagið. Hún hafði þann eiginleika að laða til sín jafnt unga sem aldna með kímnigáfu sinni og léttri lund. Það var gaman að hlusta á hana segja sögur af bæjarlífinu, menn- ingu og hefðum frá miðbæ Reykjavíkur á hennar yngri árum. Hún fæddist á Laugavegi 35 og bjó þar um 70 ára skeið. Sveina var einstaklega lánsöm í lífi sínu, átti yndislegan mann, hann Óla, sem var hvers manns hugljúfi en algengustu orðin hans til hennar voru „já, Sveina mín“. Eftir að hann lést bjó hún ein í Hvassaleiti 58. Hún var dugleg að sjá um sig sjálf, átti góða vini og nágranna í Hvassaleitinu þar sem henni leið vel. Minningar um góða vinkonu hrannast upp og sárt að hugsa til þess að hitta hana ekki aftur í lif- anda lífi, en upp úr stendur hvað ég er rík að hafa kynnst henni. Guð blessi Sveinu mína, megi minningin um yndislega konu lifa alla tíð. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Kristín. Amma mín, hún Sveina, var mér afar kær og hennar verður sárt saknað. Við eigum saman að baki óteljanlegar frábærar stund- ir allt frá því ég man fyrst eftir mér og þeim mun ég seint gleyma. Þegar ég hugsa til samverustunda okkar á mínum yngri árum ein- kenna þær fátt annað en gleði og grín. Það var alltaf stutt í fjörið hjá henni ömmu og því þótti mér einstaklega gaman að heimsækja hana í Hvassaleitið, þar sem við áttum auðvelt með að skemmta okkur saman. Bingódagarnir, leikirnir, spila- kvöldin og gistinæturnar þar sem við gátum spjallað út í hið óend- anlega eru góðar stundir sem líða mér seint úr minni og er ég henni mjög þakklátur fyrir þær allar. Amma var frábær manneskja sem ávallt var gott að tala við, enda fór hún létt með að brúa kyn- slóðabilið, en 70 ár voru á milli okkar. Hún hrósaði mér óspart fyrir það sem ég gerði vel og leið- beindi mér í öllu því sem betur mátti fara. Ég lærði heilmikið af henni sem mun nýtast mér vel og ég mun búa að allt mitt líf. Amma var hress og fjörug allt fram á síðasta dag og þannig mun ég minnast hennar. Hvíldu í friði elsku amma mín. Jónatan Jónatansson. Margar minningar koma upp í hugann þegar ég rifja upp allar þær frábæru stundir sem ég átti með ömmu Sveinu. Það var algjör draumur að fá að fara í pössun til ömmu og afa þegar ég var lítill þar sem mörgum klukkutímum var eytt í leiki, spil og skemmtilegheit. Tíminn leið ávallt hratt enda því- líkt dekrað við mig. Á undanförn- um árum hef ég síðan notið þess að spjalla við ömmu um allt milli himins og jarðar. Hún átti auðvelt með að gleðja mig og annað fólk í kringum sig með sögum sem áttu það allar sameiginlegt að vera áhugaverðar þótt stundum skorti trúverðugleikann. Ömmu verður ætíð minnst fyrir góðmennsku, einlægni og gott skap. Hún var gædd frábærri kímnigáfu og það var stutt í skop- skynið og stríðni sem gladdi alla í kringum hana. Hún kvað sér aldr- ei til meina, heldur sá alltaf björtu hliðarnar og jákvæðnin skein af henni. Hún hafði frábæra sýn á líf- ið og er það mitt markmið að taka hennar viðhorf til fyrirmyndar allt mitt líf. Fyrir allmörgum árum tók amma Sveina svo til orða í léttum tón að það tæki því nú ekki að kaupa nýja kápu á sig því hún væri alveg viss um að hún væri að fara að deyja hvað úr hverju. Sem betur fer hafði hún ekki á réttu að standa. Ég kveð hana nú með miklum söknuði og munu minn- ingarnar um elsku ömmu Sveinu ávallt fylgja mér. Hún mun alltaf eiga sérstakan stað í mínu hjarta. Hvíl í friði. Ólafur Björn. Ég er lítil, ljóshærð hnáta og amma fléttar mig. Ég sit á skemli fyrir framan gólfsíðan spegil og sé að henni vöknar um augu þegar hún bindur slaufurnar. „Þarna ertu loksins komin, telpan mín,“ verður henni á orði. Hún segist alltaf hafa vonast eftir telpu til við- bótar við drengina sína tvo. Ég finn hvað ég er elskuð og vellíðan hríslast um mig. Þetta er ein af fyrstu minningunum mínum. Seinna átti ég eftir að þurfa á henni að halda. Ég var mikið hjá henni og kallaði hana óvart mömmu. Aftur og aftur. Að lokum gafst ég upp og amma varð mammamma. Mikið var ég rík að eiga tvær mömmur. Ég naut þess í næstum fjörutíu ár og samt fannst mér því ljúka of fljótt. Við lékum okkur úti og inni, töl- uðum saman, bökuðum og elduð- um, föndruðum dúkkulísur og fín föt á þær allar. Þegar amma þurfti frið sagði hún mér að telja bíla út um eldhúsgluggann. Gula bíla, rauða bíla, bláa bíla. Við fórum í bústaðinn á Laugarvatni, stund- um stórfjölskyldan, stundum bara ég, amma og afi. Á leiðinni í bústað lékum við orðaleiki. Amma sagði mér margar sögur úr æsku sinni og uppvexti, hún fæddist á Laugavegi 35 fyrir rétt rúmum níutíu árum og þá voru hesthús í bakgarðinum. Hestarnir voru elskaðir af allri fjölskyldunni og fengu vínarbrauð úr Sandholts- bakaríi á sunnudögum. Svein- björg litla, sem kölluð var Nenna, var yngst fjögurra systkina og var uppátækjasöm svo eftir var tekið; eftirlæti foreldra sinna og eldri systkina. Amma hennar og nafna, sem bjó á heimilinu, bauð eldri systurinni Rósu iðulega inn í her- bergið sitt en hurðinni var jafn- harðan skellt á nefið á litla óþekkt- arorminum. Skapferlið fylgir manni líkleg- ast ævina alla, í það minnsta var aldrei lognmolla í kringum þessa lífsglöðu og skemmtilegu konu. Hún var örsnögg í tilsvörum og hafði ótrúlega aðlögunarhæfni. Engum gat leiðst í kringum hana, síst af öllu henni sjálfri. „Leiðin- legu fólki leiðist,“ sagði hún. Amma talaði oft um hvað hún hefði verið heppin í lífinu; átt góða foreldra og systkini, ljúfan mann og yndislega syni, tengdadætur, barnabörn og barnabarnabörn. Hún átti sérstakt samband við systurdóttur sína og börn hennar voru sem barnabörn ömmu. Amma átti góða vini og vinnu- félaga og þegar þau afi fluttu í Hvassaleitið eignuðust þau einnig vini í nágrönnum og starfsfólki þar. Raunverulegu mótlæti sagð- ist hún aldrei hafa kynnst af eigin raun. Það virðist ótrúlegt að hún sé öll. Nenna litla af Laugaveginum, „Sveina mín“ hans afa Óla, mamma þeirra Jonna og Lofts – og elsku mammamma mín. Þótt ég sé sorgmædd þarf ég ekki að velta tilgangi lífsins lengi fyrir mér til að finna huggun. Rétt eins og foreldrar hennar lifa áfram í mér, lifir hún áfram í börnum mín- um. Þau leika leikina sem amma kenndi mér, fylgja heilræðum Helgu móður hennar og þegar þau eru að gera mig gráhærða fæ ég þau til að telja bíla. Svo segi ég þeim sögur af hestinum Dreka, hundinum Depli og aldargömlum strákapörum. Einhvern tímann mun ég svo flétta litla ljóshærða telpu og vökna um augu þegar ég hugsa til þess sem eitt sinn var og þess sem mun verða. Auðna Hödd Jónatansdóttir. Kæra Sveina. Ég vildi þakka þér fyrir ánægjuleg kynni og vin- skap sem ég hef notið frá þér og fjölskyldunni þau 44 ár sem við höfum þekkst. Þegar ég krækti í systurdóttur þína gerði ég mér ekki grein fyrir hversu mikinn kvenkost ég hafði komist yfir fyrr en í ljós kom að henni fylgdu tvær tengdamæður og tveir tengdafeð- ur. Rósa systir þín og Torfi, þú og Óli. Ekki er hægt að hugsa sér ólíkari systur en samt svo sam- rýmdar og miklar vinkonur. Börn- in ykkar, Helga, Jónatan og Loft- ur, voru nánast alin upp sem systkini. Við skólaslit var haldið austur í Laugardal með krakkana og þar dvalið sumarlangt. Karl- arnir komu um helgar og þegar þeir voru í fríi. Þar nutuð þið dval- arinnar í dalnum og með þeim góðu nágrönnum sem þar voru. Það var ekki leiðinlegt þegar börnin fóru að koma hjá okkur Helgu að eiga þrjár ömmur og þrjá afa, eitt par í föðurætt og tvö pör í móðurætt. Það er ríkidæmi. Þú varst alltaf amma Sveina hjá börnum og barnabörnum. Hafðir tíma til að ræða við þau og gant- ast. Það átti við hvort sem börn eða fullorðnir áttu í hlut. Það var aldrei lognmolla í kringum þig og að halda uppi lífi og fjöri var þér eðlislægt. Jákvætt hugarfar og gott lundarfar fleyttu þér langt og þrátt fyrir áföll hélst þú alltaf þínu stiki. „Elsku Helga mín, mér leið- ist aldrei,“ sagðir þú við hana er hún hafði áhyggjur af líðan þinni. Eitt sinn fóruð þið Óli með okkur til vikudvalar í orlofshúsi við Svignaskarð í Borgarfirði. Dag einn var ákveðið að fara í bíltúr út í óvissuna. Þið Helga með dætur okkar, Rósu og Birnu Maríu í aft- ursætinu, og styttuð þeim stund- irnar með sögum og leik. Við Óli afi í framsætunum, ég við stýrið og Óli las upp úr vegahandbókinni eftir því sem ferðinni miðaði. Um kvöldið var ákveðið að gista í Flókalundi. Hótelstýran bauð okkur tvö fyrir eitt, en ekki kom annað til greina en að allir gistu í sama herbergi. Þið Helga með stelpurnar í sitthvoru rúminu og við Óli á dýnum á gólfinu. Svona vildum við hafa það, öll saman. Þegar okkur Helgu auðnaðist þriðja dóttirin, kom ekki annað til greina en að skíra hana eftir þér. Helga bar þetta upp við þig og þú spurðir hvort þú mættir ráða nafninu. Það var auðsótt og lagðir þú til Helga í höfuð á móður þinni og Björg þar sem þér fannst Sveinbjörg of þungt nafn á lítið stúlkubarn. Helga Björg var hún látin heita og sækir hún nokkuð í bæði nöfnin, staðföst en ærslafull. Hreinskilin varstu og sagðir alltaf umbúðalaust álit þitt á mönnum og málefnum. Komst vel frá því, þó að stundum hafir þú farið út á ystu nöf, en hafðir lag á því að segja það sem þér bjó í brjósti án þess að særa nokkurn. Eitt sinn var sagt að Óli væri ríkur, hann ætti milljón, þar sem hann ætti þig, þú værir algjör milljón. Nú er hann Óli aftur orðinn ríkur, búinn að endurheimta „milljónina“ sína og Rósa tengdamamma búin að taka á móti bestu vinkonu sinni. Enn og aftur hafðu þökk fyrir allt og allt, vinskap og trúnað. Megi hinn hæsti höfuðsmiður blessa ferð þína til nýrra heima. Anton Bjarnason. Sveinbjörg Jónatansdóttir Elsku Selma mín. Ég sakna þín svo því lífið er svo miklu fá- tæklegra án þín. Ég varð fyrir svo mikilli gæfu að kynnast þér enda sagði ég þér oft að enginn hefði gefið mér stærri gjöf. Sú gjöf var að opna augu mín fyrir Selma Jónsdóttir ✝ Selma PollyJónsdóttir fæddist í Reykja- vík 30. desember 1940. Hún and- aðist á Landspít- alanum við Hring- braut 2. ágúst 2013. Útför Selmu fór fram frá Bústaða- kirkju 13. ágúst 2013. rúmlega tuttugu ár- um um að ég gæti málað og þá var ég orðin sextug. Ég hafði aldrei tækifæri í uppvexti mínum að láta reyna á það. Við unnum saman á geð- deild Borgarspítal- ans í átta ár og þú manst að ég greip hvert tækifæri sem gafst til að skoða það sem þú varst að kenna sjúkling- unum og ég var svo full af áhuga. Þú fórst að kenna mér undirstöð- urnar, ljós og skugga. Mér fannst allt flatt en þú kenndir mér að nota skuggana til að ná dýpt í myndirnar. Það var ynd- islegur tími er þú kenndir mér í nokkra vetur á Hlíðargarði, kenndir mér að halda á pensli. Ég tel mig engan listamann en hef mikla ánægju af að geta mál- að fyrir sjálfa mig. Það var alltaf svo gaman á Hlíðargarði og þar áttir þú stærsta þáttinn með þín- um góða húmor og góða skapi. Selma mín, ég hef aldrei kynnst eins góðum kennara og hvað þú varst þolinmóð við okkur gamla fólkið og hvattir okkur áfram, hældir okkur svo okkur fannst við vera listamenn. Þú varst svo sérstök að í mínum huga finnst mér að ég hafi aldrei þekkt eins góða manneskju og þig. Mér finnst það mikil gæfa að okkar vinátta varð meiri en á milli kennara og nemanda. Það var alltaf eins og veisla að heim- sækja ykkur Baldur. Ég gat oft dáðst að því hvað þið voruð sér- staklega fallegt par, bæði svo kærleiksrík. Síðast þegar ég tal- aði við þig, mig minnir að það hafi verið fjórum dögum áður en þú dóst, þá var sólskin og mér skildist að þú værir úti í garði og þú sagðir hlæjandi: „Mikið er þetta yndislegur dagur, ég nýt hvers augnabliks, það er stjanað við mig af manninum mínum og mér finnst ég eiga besta mann í heimi og hvað get ég beðið um meira.“ Þetta sýndi þína hetju- lund. Nú ætla ég að kveðja þig, elsku Selma mín. Þú hefur fengið dásamlega heimkomu með þín- um kærleika á þinni jarðlífs- göngu. Ég vona að þú takir á móti mér þegar minn tími er kominn. Ég veit að þú sérð til þess að Baldur þinn, sem er í svo sárri sorg, og börn og barnabörn fái verndarengla til að styrkja þau. Þín vinkona til eilífðar, Guðrún Anna Thorlacius. ✝ Faðir okkar og bróðir, JAKOB ÁGÚSTSSON loftskeytamaður, Háleitisbraut 49, Reykjavík, lést sunnudaginn 18. ágúst á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir til starfsfólks heimahlynningar í Háaleitishverfi, starfsfólks Hlíðabæjar og starfsfólks á dvalar- og hjúkrunar- heimili Grundar. María Franklín Jakobsdóttir, Ágúst Jakobsson, Kristín Ágústsdóttir, Sigurður Ágústsson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, INGÓLFUR ARNARSON BENEDIKTSSON, Tungumel 15, Reyðarfirði, lést að heimili sínu mánudaginn 26. ágúst. Útför hans fer fram í Reyðarfjarðarkirkju þriðjudaginn 3. sept. kl. 11.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Austfjarða. Ólöf Guðbjörg Pálsdóttir, Viðar Júlí Ingólfsson, Anna Sigríður Karlsdóttir, Páll Heimir Ingólfsson, Ingi Jóhann Ingólfsson og barnabörn hins látna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.