Morgunblaðið - 30.08.2013, Blaðsíða 42
42 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2013
Ég væri til í plötuspilara í afmælisgjöf þar sem minn er bil-aður,“ segir Gunnar Agnarsson, nemi í málmiðn við Iðnskól-ann í Hafnarfirði, um hvers hann óskar sér helst á afmæl-
isdaginn. Gunnar segist vera í náminu aðallega til yndisauka, en
hann er stúdent frá Flensborgarskólanum og starfar samhliða námi
við utanhúsálklæðningu hjá byggingarverktaka. „Ég á nokkuð stórt
plötusafn og hef reynt að sanka að mér plötum héðan og þaðan auk
þess sem að ég fékk mikið af gömlum plötum frá foreldrum mínum.
Ég á til dæmis tvöfalt sett af öllum Dire Straits-plötunum. Það er
mjög gaman að því,“ segir Gunnar sem er fær gítarleikari þó að
hann segist því miður vera að breytast meira og meira í einungis
gítareiganda frekar en gítarleikara.
Gunnar segist ætla að taka afmælisdaginn rólega. „Ég fer í vinn-
una og hugsa að ég hætti um þrjúleytið. Þá fer ég heim og viðra
Simba sem er labrador-hundurinn minn og eftir það geri ég kross-
arann kláran og tek einhvern góðan enduro-hring,“ segir Gunnar
og bætir við að hann muni að öllum líkindum taka góðan vin með sér
í hjólatúrinn og borða góða máltíð eftir á. „Þrátt fyrir að plönin séu
ekki mikil á morgun vona ég að ég komist á gæs um helgina, það
væri algjör draumur. Þá mun ég líklegast halda upp á afmælið á
gæsinni,“ segir Gunnar að lokum. agf@mbl.is
Gunnar Agnarsson er 22 ára í dag
Ljósmynd/Hinrik Þór Ágústsson
Afmælisbarn Gunnar segir að ferðagasgrill sé besta afmælisgjöfin
hans á seinni árum, en grillið notar hann mikið í útilegum.
Vantar plötuspilara
fyrir Dire Straits
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Sigrún Sól og
Nadía Brá voru
með sölubás á
krakkadegi Orm-
steitis á Egils-
stöðum og seldu
þar leikföng sem
þær voru hættar
að nota. Þær söfn-
uðu 5.700 kr. sem
þær færðu Rauða
krossinum.
Söfnun
Selfoss Valdimar Elí fæddist 7. sept-
ember kl. 9.51. Hann vó 4.020 g og 54
cm langur. Foreldrar hans eru Ásta
Ósk Sigurðardóttir og Viðar Valdi-
marsson.
Z-Brautir og gluggatjöld
Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - S. 525 8200 - z.is
Úrval - gæði - þjónusta
Allt fyrir
gluggana
á einum
stað
Mælum,
sérsmíðum
og setjum upp
L
ilja fæddist í Reykja-
vík 30.8. 1973, ólst
upp í Kópavogi, Hafn-
arfirði og Reykjavík,
og síðan á Hvolsvelli
frá tíu ára aldri. Hún hóf skóla-
göngu í Ísaksskóla, fimm ára, var
í Víðistaðaskóla, Kársnesskóla,
Ölduselsskóla, grunnskólanum á
Hvolsvelli og gagnfræðaskólanum
þar.
Hjá ömmu Siggu í Kópavogi
„Þar sem enginn framhaldsskóli
var á Hvolsvelli flutti ég til ömmu
Siggu í Kópavoginn og bjó hjá
Lilja Bjarklind Kjartansdóttir, verkefnastj. hjá Landlækni – 40 ára
Í göngutúr Lilja og synirnir, Kristófer Óli og Ólafur Jóhann, hvíla sig á gömlum klassískum strætóbekk.
Ferðast um eigið land
og tekur ljósmyndir
Ferðarómantík Lilja Bjarklind og eiginmaðurinn, Sigurður Ólafsson.
Reykjavík Apríl Glóa fæddist 15. des-
ember kl. 20.40. Hún vó 3.050 g og
var 48 cm löng. Foreldrar hennar eru
Ásthildur Þorsteinsdóttir og Friðrik
Þór Friðriksson.
Nýir borgarar