Morgunblaðið - 30.08.2013, Side 47
MENNING 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2013
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Sem starfandi arkitekt finnst mér
söfn mjög áhugaverður vettvangur
til þess að raungera ákveðnar til-
raunir á mótum myndlistar og arki-
tektúrs,“ segir Anna María Boga-
dóttir, sýningarstjóri haustsýningar
Hafnarborgar sem nefnist Vísar –
húsin í húsinu og verður opnuð í
kvöld kl. 20. Sýningin er sú þriðja í
haustsýningaröð Hafnarborgar þar
sem hugmynd sýningarstjóra er val-
in úr innsendum tillögum.
Anna María sem er menntaður
menningarfræðingur og arkitekt
fæst við hönnun, ráðgjöf og rann-
sóknir á borgarumhverfinu auk
kennslu við Listaháskólann og Há-
skóla Íslands. Aðspurð segir hún
hugmyndina að baki sýningunni vera
ákveðna afhjúpun. „Þar á ég bæði við
afhjúpun rýmisins, sögunnar og
stofnunarinnar í samhengi við nær-
umhverfið,“ segir Anna María og
tekur fram að hún hafi verið inn-
blásin af verkum bandaríska lista-
mannsins Gordons Matta-Clarks.
„Hann var menntaður arkitekt, en
sneri sér að myndlist. Verkin hans
fást við hið manngerða umhverfi.
Hann útvíkkaði mörk arkitektúrsins
um leið og hann skapaði sér sess
meðal merkustu listamannanna sem
voru starfandi á áttunda áratug sein-
ustu aldar. Við vorum svo heppin að
fá leyfi til að sýna ljósmyndir og
kvikmynd úr verki hans Conical Int-
ersect frá árinu 1975,“ segir Anna
María og tekur fram að þetta sé í
fyrsta sinn sem verk listamannsins
eru sýnd hérlendis. „Í raun má segja
að á sýningunni kallist ný verk ann-
arra þátttakenda á við verk hans,“
segir Anna María og vísar þar til
myndlistarmannanna og arkitekt-
anna Elínar Hansdóttur, Ilmar Stef-
ánsdóttur, Marcos Zotes og Theresu
Himmer. Aðspurð hvernig hún hafi
valið ofangreinda listamenn bendir
Anna María á að þau eigi það öll sam-
eiginlegt að vinna á mörkum mynd-
listar og arkitektúrs þótt þau eigi að
öðru leyti að baki ólíkan feril. „Þann-
ig skapast áhugavert samspil milli
verka Matta-Clarks og nýrra mynd-
listarverka, sem eiga það sameig-
inlegt að velta upp spurningum um
mörk og áhrif hins byggða umhverf-
is, upplifun okkar á því og hlutverk
okkar í mótun þess.“
Umræður um list Matta-Clarks
Að sögn Önnu Maríu nýtti hóp-
urinn sem að sýningunni stendur
rými Hafnarborgar sér til innblást-
urs. „Titill sýningarinnar vísar ekki
endilega til húsa sem öll hafa verið
byggð, heldur líka til vísa að húsum,
þ.e. hugmynda, teikninga og mód-
ela,“ segir Anna María og bendir á að
segja megi að staður og rými fái nýja
merkingu á sýningunni þar sem
hægt sé að stökkva fram og aftur í
tíma gegnum birtingarmyndir af
húsinu í húsinu.
Við opnun sýningarinnar í kvöld
flytur Ilmur gjörninginn Konan í
húsinu í húsinu ásamt Davíð Þór
Jónssyni tónlistarmanni. Á morgun
kl. 14 verður sýnd kvikmynd um
verkið Conical Intersect og í kjölfar-
ið boðið upp á umræður um list
Matta-Clarks með þátttöku sýning-
arstjóra Vísa, Önnu Maríu Bogadótt-
ur, og Jessamyn Fiore, sýning-
arstjóra hjá Estate of Gordon
Matta-Clark.
Vinna með mörk greina
Ljósmynd/Jón Páll Eyjólfsson
Skapandi Úr gjörningi Ilmar Stefánsdóttur Konan í húsinu í húsinu.
Haustsýning Hafnarborgar verður opnuð í kvöld kl. 20
Stangarhyl 4, 110 Reykjavík, Sími: 520 7700
raestivorur.is
Rétt magn af hreinlætisvörum
sparar pening
– láttu okkur sjá um það
Hafðu samband og fáðu tilboð
sími 520 7700 eða sendu línu á
raestivorur@raestivorur.is
Heildarlausnir í hreinlætisvörum
Sjáum um að birgðastaða hreinlætis-
og ræstingarvara sé rétt í þínu fyrirtæki.
Hagræðing og þægindi fyrir stór og lítil
fyrirtæki, skóla og stofnanir.
Hafðu samband og fáðu tilboð
MÁ BJÓÐA ÞÉR
SÆTI Á BESTA STAÐ?
Fjórar sýningar
á 13.900 kr.
HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS
Englar alheimsins (Stóra sviðið)
Fös 30/8 kl. 19:30 20.sýn Sun 1/9 kl. 19:30 22.sýn Lau 7/9 kl. 19:30 24.sýn
Lau 31/8 kl. 19:30 21.sýn Fös 6/9 kl. 19:30 23.sýn Sun 8/9 kl. 19:30 25.sýn
Leikrit ársins 2013 - fullkomið leikhús!
Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið)
Sun 1/9 kl. 14:00 Aukas. Sun 15/9 kl. 13:00 Aukas.
Sun 8/9 kl. 14:00 Aukas. Sun 15/9 kl. 16:00 Lokas.
Aðeins þessar þrjár sýningar!
Maður að mínu skapi (Stóra sviðið)
Lau 14/9 kl. 19:30 Frums. Lau 21/9 kl. 19:30 4.sýn Lau 5/10 kl. 19:30 7.sýn
Fim 19/9 kl. 19:30 2.sýn Fös 27/9 kl. 19:30 5.sýn
Fös 20/9 kl. 19:30 3.sýn Lau 28/9 kl. 19:30 6.sýn
Nýtt íslenskt leikrit eftir Braga Ólafsson!
Harmsaga (Kassinn)
Fös 20/9 kl. 19:30 Frums. Fim 26/9 kl. 19:30 3.sýn Lau 5/10 kl. 19:30 6.sýn
Lau 21/9 kl. 19:30 2.sýn Fös 27/9 kl. 19:30 4.sýn Sun 6/10 kl. 19:30 7.sýn
Mið 25/9 kl. 19:30 Aukas. Lau 28/9 kl. 19:30 5.sýn
Ofsafengin ástarsaga byggð á sönnu íslensku sakamáli!
Karíus og Baktus (Kúlan)
Lau 5/10 kl. 13:30 Lau 12/10 kl. 19:30
Lau 5/10 kl. 15:00 Lau 12/10 kl. 19:30
Karíus og Baktus mæta aftur í október!
Hættuför í Huliðsdal (Kúlan)
Sun 8/9 kl. 16:00 Frums. Lau 14/9 kl. 16:00 3.sýn
Lau 14/9 kl. 13:00 2.sýn Sun 15/9 kl. 13:00 4.sýn
SÝNINGAR HEFJAST
AFTUR 7. SEPTEMBER!
EINLEIKIN GAMANSEMI Í HÖRPU
„Sprenghlægileg sýning
fyrir allan aldur!“
- Sirrý, Rás 2
Mary Poppins (Stóra sviðið)
Fös 6/9 kl. 19:00 1.k Fim 19/9 kl. 19:00 8.k Sun 29/9 kl. 13:00 aukas
Lau 7/9 kl. 19:00 2.k Fös 20/9 kl. 19:00 9.k Fim 3/10 kl. 19:00 16.k
Sun 8/9 kl. 15:00 3.k Lau 21/9 kl. 19:00 10.k Fös 4/10 kl. 19:00 17.k
Fim 12/9 kl. 19:00 4.k Sun 22/9 kl. 13:00 11.k Lau 5/10 kl. 19:00 18.k
Fös 13/9 kl. 19:00 5.k Fim 26/9 kl. 19:00 13.k Fim 10/10 kl. 19:00 19.k
Lau 14/9 kl. 19:00 6.k Fös 27/9 kl. 19:00 14.k Mið 16/10 kl. 19:00 20.k
Sun 15/9 kl. 15:00 7.k Lau 28/9 kl. 19:00 15.k Mið 23/10 kl. 19:00 21.k
Súperkallifragilistikexpíallídósum! Leiksýning á nýjum skala.
Rautt (Litla sviðið)
Fim 5/9 kl. 20:00 1.k Fim 12/9 kl. 20:00 3.k Fös 20/9 kl. 20:00 5.k
Sun 8/9 kl. 20:00 2.k Sun 15/9 kl. 20:00 4.k Lau 21/9 kl. 20:00 6.k
Margverðlaunað meistaraverk sem hreyfir við, spyr og afhjúpar.
Jeppi á Fjalli (Nýja sviðið)
Fös 4/10 kl. 20:00 frums Fös 11/10 kl. 20:00 5.k Fim 17/10 kl. 20:00 9.k
Lau 5/10 kl. 20:00 2.k Lau 12/10 kl. 20:00 6.k Fös 18/10 kl. 20:00 10.k
Sun 6/10 kl. 20:00 3.k Sun 13/10 kl. 20:00 7.k Lau 19/10 kl. 20:00 11.k
Fim 10/10 kl. 20:00 4.k Mið 16/10 kl. 20:00 8.k Sun 20/10 kl. 20:00 12.k
Benni Erlings, Bragi Valdimar og Megas seiða epískan tón - sjónleik
Opið hús á morgun kl 13 – 16!