Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2013, Side 19
4.8. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19
Dúðar sig fyrir morgungönguna
Blaðamanni leikur forvitni á að vita
hvernig hefðbundinn dagur sé á
þessu kalda og norðlæga svæði.
,,Hann byrjar með sturtu og morg-
unverði áður en ég dúða mig upp
fyrir gönguna í skólann sem tekur
u.þ.b. 30 mínútur. Þegar fyrirlestr-
um er lokið í skólanum göngum við
heim með stoppi í búðinni til að
kaupa í matinn. Við erum dugleg að
hafa sameiginlega kvöldverði í
bröggunum. Í frítímum erum við
dugleg að fara í fjallgöngur, skíða-
og vélsleðaferðir. Á hverjum föstu-
degi eftir skóla er svo samkoma þar
sem nemendur og kennarar safnast
saman við arineldinn í matsalnum á
háskólasetrinu og eiga notalega
stund saman.“
Ísbirnir og jöklabjörgun
Hvernig metur Linda þá reynslu að
búa á svona afskekktum stað? ,,Það
er mikil upplifun,“ segir hún.
„Fyrstu vikuna tóku allir nemend-
urnir björgunar- og öryggis-
námskeið. Þar lærðum við um hætt-
urnar sem við gætum lent í á
Svalbarða og hvernig á að bregðast
við ef eitthvað kemur upp á. Við
lærðum meðal annars að nota riffil
og blysbyssu ef svo óheppilega vildi
til að ísbjörn yrði á vegi okkar. Við
lærðum líka jöklabjörgun og hvern-
ig við gætum komið okkur upp úr
ísköldum sjónum ef ísinn brygðist.
Þá lærðum við fyrstu hjálp, rötun
og snjóflóðaleit.“
Það þarf því greinilega að fara í
gegnum heljarinnar aðlögun þegar
flust er til svo norðlægra slóða.
Linda segir að það hafi verið sér-
stök reynsla að koma þangað fyrst
um miðjan janúar í kolniðamyrkri.
Allan daginn hafi hún þurft að nota
höfuðljós þegar farið var út fyrir
bæjarmörkin. Einnig hafi verið sér-
stakt að sjá ekki fjöllin handan
fjarðarins eða hvernig húsin væru á
litinn. Núna sé hinsvegar miðnæt-
ursól. Síðasta sólarlagið hafi verið
fyrir stuttu og nú sé bjart allan sól-
arhringinn og þá megi gleðjast yfir
því að vera með góðar gardínur.
Með riffil út fyrir bæjarmörkin
En það er ekki fyrir alla að búa á
Svalbarða. „Ætli það sé nokkuð fyr-
ir kuldaskræfur að búa hér,“ segir
hún glaðhlakkalega. „Síðan ég kom
hingað hefur verið 15 til 20 stiga
frost og vindkæling að auki. Það er
samt ótrúlegt hvað það kemst fljótt
upp í vana að klæða sig eftir veðri,
troða sér í ullarföt undir öll hin lög-
in af fötum.“
Linda segist vera umkringd fal-
legu landslagi og flestir nemend-
urnir séu útivistarfólk svo þau séu
dugleg að ferðast á nálægar slóðir
við Longyearbyen eða í lengri ferð-
ir. Nemendurnir komi hvaðanæva
úr heiminum og tveir bestu vinir
hennar alla leið frá Ástralíu. ,,Stúd-
entabraggarnir eru á milli tveggja
jökla og stutt er að komast í góðar
skíða- og fjallgönguaðstæður.
Ef farið er út fyrir bæinn þarf þó
að skipuleggja sig vel eins og nærri
má geta og vera með réttan útbún-
að. Það þurfi meðal annars að hafa
riffil og blysbyssu í farteskinu í fjall-
göngum ef svo óheppilega vilji til að
ísbjörn verði á vegi manns. „Sjálf
hef ég bara séð einn ísbjörn með tvo
húna í mýflugumynd. Ég sá þá með
kíki í órafjarlægð. Ég get allavega
sagst hafa verið í sama firði og ís-
björn. Ég myndi heldur ekki vilja
mæta ísbirni,“ segir Linda og kímir.
Það er þó ekkert alltof fjarlægt,
enda kom ísbjörn í bæinn fyrir
nokkrum árum og var beint fyrir ut-
an braggana.
Bátsferð og vélsleðaferð
Linda hefur farið í tvær feltferðir
með skólanum. Önnur ferðin var
bátsferð í 20 stiga frosti til að taka
sýni og hin ferðin var tveggja daga
vélsleðaferð til Barentsburg sem er
rússneskur námuverkabær. Þar
gistu þau á eina hótelinu í bænum
og segir Linda að það hafa verið
eins og að koma til Rússlands. Bar-
entsburg er næstfjölmennasti bær-
inn á eftir Longyearbyen. Í Bar-
tentsburg búa um 500 manns,
aðallega frá Rússlandi og Úkraínu.
Leið Lindu liggur svo aftur heim til
Íslands í sumar eftir ævintýralega
dvöl á Svalbarða. Það hafi verið
gríðarmikil reynsla að búa þarna og
ómetanlegt að kynnast fólki víðs
vegar að úr heiminum á einum
nyrsta byggða hjara veraldar.
Tveggja daga sleðaferð til Coalsbay var farin með skólanum.
* Á Svalbarðastarfar senni-lega minnsta og
nyrsta Íslendinga-
félagið.
Svalbarði
* 1596: Willem Barentsz uppgötvar Svalbarða.
* 1600-1750: Alþjóðlegar hvalveiðar á Svalbarða.
* 1800-1900: Norsk vetrar-veiði.
* 1906: John M. Longyear hefur fyrstu námuvinnsluna.
* 1920: Svalbarðasamningurinnundirritaður.
* 1925: Noregur fær yfirráðyfir Svalbarða.
Heimild: www.visitnorway.com
Það er nauðsynlegt
að klæða sig vel. Linda
gengur í hálftíma til að
komast í skólann.
Miðnætursólin á Svalbarða er tilkomumikil sjón.
A81
Hönnuðir: Atli Jensen og
Kristinn Guðmundsson
Verð frá: 27.800,-
Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is
Íslensk hönnun og framleiðsla