Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2013, Side 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2013, Side 51
4.8. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 Veðrið var slæmt og Englendingarnir tveir lögðu ekki af stað fyrr en 1. ágúst, ásamt leiðsögumanni sínum og bónd- anum. Íslendingunum snerist hugur eftir kalda nótt, neituðu að fara lengra og sneru aftur heim á bóndabæinn. Þannig lauk leiðangrinum yfir Vatnajökul áður en hann hófst en Watts og Milne héldu áfram yfir ár og snjóþekjur til að ná til jökulsins. Þeir áttuðu sig á því að þeir gátu ekki borið tjald sitt og birgðir hjálparlaust svo þeir grófu tjaldið og báru aðeins nægan mat fyrir þrjá daga, reipi, teppi og stang- ir. Landsvæðið við jaðar jökulsins var mjög erfitt yfirferðar og Milne skrifaði: Fyrsta fjórðung mílu var ekkert alvarlegt sem hindraði gengi okkar en eftir það breikkuðu sprungurnar sem við höfðum verið að stíga yfir, í þrjú til fjögur fet á meðan dýpi þeirra var óþekkt stærð x. Þessar sprungur komu fyrir á tíu til tuttuga feta fresti og náðu frá austri til vesturs en við ferðuðumst frá suðri til norðurs. Í nokkurn tíma var þetta í lagi hvað varðaði fram- vindu okkar og erfiðleikarnir voru yfirkomnir með stökki. Enn á uppleið gengum við eftir dalhvilft sem er form jökuls- ins á þessum slóðum norðvestur af Öræfajökli. Þeim mun hærra sem við fórum breikkuðu sprungurnar og brátt vorum við kyrrstæðir. Þar sem ómögulegt var að halda áfram sner- um við aftur, því það hefði verið brjálæði að halda áfram að stökkva yfir sprungurnar þar sem þær höfðu breikkað svo mikið. Þeir héldu áfram aðra leið og um miðjan dag, eftir um 18 klukkustundir á jöklinum, námu mennirnir staðar áður en þeir sneru aftur. Allt var snævi þakið að undanskildum nokkrum stökum svörtum björgum sem lágu til norðausturs. Eðli þeirra varð ljóst eftir að þau voru skoðuð í gegnum sjónaukann. Ekki eldfjall að sjá, eins og búist var við. Við snerum við og horfð- um í allar áttir yfir hvíta breiðuna. Hvítt, hvítt, glýjandi hvítt á allar hliðar, blár himinn að ofan eina tilbreyting augnanna frá hvítum jöklinum. Við snerum baki við landi sem hafði lík- lega aldrei áður verið augum litið af mönnum, aldrei mengað af veru þeirra, við yfirgáfum meyjarhvolf til áframhaldandi djúprar einveru. Eftir annað kalt og hættulegt ferðalag sáu þeir loks niður að Rauðabergi klukkan 18 næsta dag: Afgangi ferðarinnar til Núpsstaðar var léttilega náð og svo mikil var tilhlökkunin við að nálgast það sem við kölluðum heimilið okkar, að við flautuðum og völsuðum yfir hvern læk sem við mættum: eins og tveir sveltandi menn frá sér numd- ir af gleði við hugsunina um þægindi og mat, við náðum til þeirra langþráðu Núpsstaða. Hvílíkur fjöldi mætti okkur! Allt býlið virtist tilbúið fyrir veisluhöld. Og hve hamingju- samir við vorum yfir því að erfðaskráin varð þar með að engu hafandi! Milne og Watts fóru aftur til Reykjavíkur og heimsóttu Heklu, Geysi og Þingvelli á leiðinni. Þeir fóru um borð á Díönu 1. september. Ferð John Milne til Íslands gerði hann ekki afhuga ferða- lögum, það má þó vera að hann hafi fengið óbeit á siglingum eftir reynslu sína á Díönu. Hann var ráðinn af Cyrus Field (1819-1892) til að fara í sumarvettvangsferð til Kanada (1873/ 74) sem var hluti af lagningu fyrsta sæstrengsins yfir Atl- antshafið og veturinn á milli fylgdi hann Charles Tilstone Beke (1800-1874) í ferð til að staðsetja Sinaífjall. Hann var ráðinn sem ráðgjafi og prófessor í námuvinnslu og jarðfræði við Imperial College of Engineering í Tokyo árið 1876 og vegna sjóveiki og andúðar á sjóferðum kaus hann að ferðast yfir landið. Sú ferð tók sjö mánuði og fylgdi svipaðri leið og Trans-Síberíu járnbraut nútímans. Milne vann með hópi erlendra vísindamanna í Tókýó og kenndi einnig upprennandi japönskum jarðskjálftafræð- ingum. Stuttu eftir komu hans vakti jarðskjálfti áhuga hans á jarðskjálftafræði og árið 1880 leiddi hann hóp sem stofnaði Jarðskjálftafélag Japans. Hann kvæntist Toré Horikawa árið 1881 og meðfram vinnunni safnaði hann handritum um jarð- skjálftafræði og var virkur í mannfræðirannsóknum. Árið 1895 varð einkasafn hans eldi að bráð. Þetta atvik gæti hafa haft áhrif á þá ákvörðun hans að flytja til Englands. Hann valdi Isle of Wight, að því er virðist, vegna þess að jarð- fræðin gerði eyna hentuga fyrir rannsóknarstofu í jarð- skjálftafræði. Hann var heiðraður af keisara Japans sem sæmdi hann orðu hinnar rísandi sólar og lífeyri upp á 1000 yen. Náttúrufræðisafnið í Tókýó heiðrar lífsstarf Milnes með sérstakri sýningu. Þau kalla hann „föður japönsku jarð- skjálftafræðinnar“. Þorvaldur Thoroddsen (1855-1891) heimsótti Milne á Isle of Wight og skrifaði: Við íbúðarhús sitt i Shide hefir John Milne bygt rann- sóknahús með mörgum merkilegum verkfærum, sem hann sýndi okkur; það yrði langt og örðugt að lýsa þeim, en svo mikið má segja, að verkfærin sjálf finna og rita upp hvern lítinn jarðskjálftatitring, sem verður á staðnum og í nálægum löndum, og eins hina harðari kippi, sem verða um heim allan; meðal annars sýndu verkfærin nákvæmlega landskjálftakippi þá, sem urðu á Íslandi í fyrra. John Milne er þrekinn maður og fremur lágvaxinn, vingjarnlegur, ræðinn og skemtilegur, enda hefir hann frá mörgu að segja. (Skírnir, ferðaþættir frá Bretlandi, 80. árgangur 1906). John Milne lést af völdum nýrnasjúkdóms (Brights- sjúkdóms) 31. júlí 1913 og greint var frá láti hans, þó nafn hans væri rangt, í Vestra 4. október sama ár: Látinn er nýlega enski vísindamaðurinn Edward Milne, uppgötvari jarðskjálftamælanna, eru slíkar stöðvar nú um 1000, víðsvegar um heim (ein hér á landi í Rvík). Lengst æfi sinnar dvaldi hann í Japan og var háskólakennari í Tokio, en var síðast á eyjunni Wight og andaðist þar. Margir 19. aldar vísindamenn heimsóttu Ísland, ýmist sem ferðamenn eða sendimenn fyrir þjóðir sínar. John Milne er einn af minna þekktum Íslandsvinum en líf hans og verk eru í sviðsljósinu þetta ár, hundrað árum eftir andlát hans. Helstu heimildir: Paul Kabrna: John Milne: the man who mapped the shaking earth. Craven & Pendle Geological Society (2007). John Milne: Wanderings in known and unknown Iceland. Óbirt handrit, Isle of Wight County Record Office. http://www.isleofwightsociety.org.uk/jmilne.aspx http://www.kahaku.go.jp/english/event/2013/06johnMilne Höfundur er breskur jarðfræðingur og þýðandi, sem starfað hefur og búið á Íslandi um langt árabil. Hún er mikill áhuga- maður um ferðir erlendra vísindamanna til Íslands á 19. öldinni. Bærinn Núpsstaður. John Milne og Williams Watts gistu hjá Eyjólfi Stefánssyni bónda í nokkra daga sumarið 1871. Veggspjald breska dagblaðsins Daily Mirror daginn eftir að John Milne lést fyrir sléttri öld, sumarið 1913. Myndin er fengin úr safni ættingja Milnes, Twycrosse fjölskyldunnar í Ástralíu gistu í bænhúsinu áður en þeir fóru upp „Vatna“. Að beiðni Eyjólfs Stefánsonar (1837-1885), bónda á Núpsstað, skrifuðu þeir erfðaskrá sem hljóðaði þannig: Ef svo skyldi fara, að við Mr Watts, Mr Milne og Einar Sæmundsen sem ætlum að ganga upp á Vatna- jökul, eigi skyldum aftur koma, þá er yður heimilt að hirða sem yðar eign dót það sem við skiljum eftir, bæði hesta, koffort og það sem í þeim er. Núpstað, 1.d. ágústmánaðar 1871, Einar Sæmundsson John Milne W L Watts Til óðalsbónda Eyjólfs Steffánssonar, Núpstað. Til að safna Vildarpunktum Icelandair með Olís-lyklinum þarf að hafa hann tengdan Visa Icelandair korti, American Express vildarkorti eða Einstaklingskorti Olís. Nánari upplýsingar um vildarkerfi Olís eru á olis.is/vidskiptakort/vildarkerfi 4 FAL DIR FJÓRFALDIR VILDARPUNKTAR ICELANDAIR ALLAHELGINA! (1.–5. ÁGÚST) Dæmi: 10.000 kr. áfylling gefur 600 Vildarpunkta. PIPA R\TBW A • SÍA • 132198

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.