Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2013, Side 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2013, Side 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.8. 2013 Myndlistasýning Brynju Harðardóttur, Píku- blóm, verður opnuð í dag í Listagilinu á Ak- ureyri. Með sýningunni vill Brynja vekja fólk til umhugsunar um fegurðarviðmið í sam- félaginu í dag sem leiðir oft til þess að konur láti breyta kynfærum sínum með lýtaaðgerð. Sýningin er einnig lofgjörð til konunnar, lífs og vaxtar og í fréttatilkynningu segir Brynja að hér sé á ferðinni verðugt málefni sem þarf til þess að skapa ábyrga umræðu um við- fangsefnið og nauðsynlegt sé að hvetja fólk til gagnrýninnar hugsunar á skilaboð fjölmiðla og tískuiðnaðarins. Opnunin stendur yfir milli 14 og 19 og er um að ræða málverk og innsetningu á píku- blómum. LOFGJÖRÐ TIL KONUNNAR PÍKUBLÓM Morgunblaðið/Ómar Á tónlistarhátíðinni Englar og menn í Strand- arkirkju syngja þau Anna Sigríður Helgadótt- ir mezzósópran og Kristinn Ágúst Friðfinns- son sóknarprestur á Selfossi Englamessuna eða Messa de Angelis. Einnig mun Anna Sig- ríður flytja Maríubænir og söngva er tengjast englum. Viðburðurinn er sá fjórði í röðinni á hátíð- inni Englar og menn en hún stendur yfir sjö sunnudaga í sumar í Strandarkirkju eða fram til 25. ágúst. Á hátíðinni er boðið upp á lif- andi viðburði á þessum sögufræga stað sem kirkjan stendur á og er markmiðið um leið að auðga tónlistar- og trúarlíf á Suðurlandi. SJÖ SUNNUDAGAR Í SUMAR ENGLASÖNGUR Í Safnahúsinu í Borgarfirði standa nú yfir tvær spenn- andi sýningar. Önn- ur sýningin nefnist Börn í 100 ár þar sem viðfangsefni sýningarinnar er saga þjóðarinnar á 20. öld þar sem horft er sérstaklega til lífs og umhverfis barna, og ganga gestir inn í risavaxið myndaalbúm. Hin sýningin nefnist Ævintýri fuglanna og er meginþema sýning- arinnar hið mikla ævintýri farflugsins þar sem þeir vinna ótrúleg afrek. Safnahúsið er til húsa á Bjarnarbraut 4-6 í Borgarnesi. Aðgangseyrir er 800 kr. en ókeypis fyrir börn að 16 ára aldri. Þá borga eldri borgarar, nemendur og öryrkjar 600 krónur. Opið alla daga frá kl. 13-17. BÖRN OG FUGLALÍF ÆVINTÝRALEGUR HEIMUR FUGLA Íslensk náttúra í sínum margbreytileika, veðurfar og brimrót eru efniHrafnhildar í olíumálverkum sem nú eru til sýnis í Ormi í Sögu-setrinu á Hvolsvelli. Sýningin „Útsýni“ opnar laugardaginn 3. ágúst kl 15 og stendur langt fram í september. Hrafnhildur, sem er mikið náttúrubarn, sækir myndefnið allt í kring, en hún er fædd og uppalin á Vestur-Sámsstöðum í Fljótshlíð og býr í dag á Sámsstaðabakka. Hún fangar oft augnablik skýjafars, öldurót strandarinnnar eða íslensku sól- ina sem brýst fram úr skýjunum við sjóndeildarhringinn. Hrafnhildur stundaði myndlistarnám við Myndlistaskóla Reykjavíkur 1978 og 1979, Myndlista og handíðaskóla Íslands, nú Listaháskóla Ís- lands, 1980-1984 og lauk þaðan prófi í grafískri hönnun. Árin 1999 og 2000 bætti hún við sig námi í olíumálun í Myndlistarskóla Kópavogs. Hún hefur haldið þrettán einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum bæði hér á Íslandi og í útlöndum. Gallerí Ormur er lista- og sýningarsalur í Sögusetrinu sem settur var upp árið 2001 til að halda í heiðri menningararfleifð sveitarfélagsins og er helst nýttur til sýningarhalds á verkum ýmissa listamanna sem tengjast sveitarfé- laginu á einn eða annan hátt. NÁTTÚRAN Í OLÍU Á STRIGA Útsýni til hafs og himins Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir myndlistarmaður. HRAFNHILDUR INGA SIGURÐARDÓTTIR OPNAR MÁLVERKASÝNINGUNA ÚTSÝNI Í SÖGUSETRINU Á HVOLSVELLI UM HELGINA. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Menning T ilgangurinn með stofnun fræðslu- deildar Borgarleikhússins er að opna leikhúsið enn frekar fyrir ungu fólki. Ástrós Elísdóttir hef- ur verið ráðin í nýtt starf fræðslufulltrúa en hún mun stýra deildinni ásamt því að njóta krafta fjölda annarra starfsmanna leikhússins. Hún segir mik- ilvægt að koma leikhúsinu til fólksins snemma. „Leikhús skiptir máli og ungu fólki á að líða eins og það eigi stað í leikhúsinu, að leik- húsið sé líka þeirra,“ segir Ástrós í samtali. „Reynt hefur verið að hafa einhvern vísi að fræðslustarfi síðustu ár og til dæmis hefur verið tekið á móti hópum sem þess óska að fá að koma og skoða leikhúsið. Þetta verður aukið og lögð meiri áhersla á fræðslustarf.“ Með starfinu verða bæði skipulagðar heim- sóknir grunnskólabarna og leikskólabarna í leikhúsið auknar. Þá verður skipulögð fyrir- lestraröð í framhaldsskólum ásamt fram- leiðslu á ýmisskonar fræðsluefni með sýn- ingum og framleiðslu á fræðslumyndböndum um starfið í leikhúsinu. Einnig verða opnar skoðunarferðir fyrir almenning sem nefnast Að tjaldabaki. Vilja auka áhuga á góðri list „Þetta er liður í því að opna leikhúsið enn frekar og þá fyrst og fremst fyrir ungt fólk á grunnskólaaldri,“ segir Ástrós sem vill auka hlut unga fólksins í leikhúsinu og auka að- sókn og áhuga þeirra á góðri list. Ár hvert verður öllum börnum í 5. bekkjum grunn- skóla Reykjavíkur boðið í heimsókn í Borg- arleikhúsið og að dvelja þar heilan morgun og gefst þeim þar tækifæri til þess að skoða leikhúsið, sjá leiksýningu og taka þátt í leik- smiðju. „Þetta verður viðamikil heimsókn fyrir börnin. Þarna verður farið í skoðunar- ferð um leikhúsið og þá getur verið ýmislegt spennandi í gangi. Þau fá síðan að sjá leik- sýningu og enda í leiksmiðju sem er unnin í samstarfi við kennarana. Við komum síðan til með að hafa einhverja eftirfylgni með þessu sem verður vonandi skemmtilegt.“ Leiksýningin sem boðið verður upp á fyrir 5. bekkinga næsta vetur er Hamlet litli sem byggist á sjálfum Hamlet eftir Shakespeare en er útfærð sérstaklega fyrir ungt fólk. Bergur Þór Ingólfsson mun leikstýra verkinu en hans síðasta uppfærsla er leiksýningin Mary Poppins sem er vinsælasta sýning árs- ins. Leiklist í námskrá Hún segir að leiklist sé stöðugt að ryðja sér frekar til rúms enda er leiklist nú orðin nýr liður í námskrá í grunnskólum og ljóst að fólk geri sér betur og betur grein fyrir því hversu mikilvægt það er að kynna börn fyrir leikhúsi. Ástrós hefur starfað hjá Borgarleikhúsinu síðastliðin tvö ár. Hún er leikhúsfræðingur að mennt sem og leiðsögumaður en hún hef- ur verið að lóðsa fólk um bygginguna og kynna þeim leikhússtarfið. „Þá var ég að leggja grunn að þessu starfi,“ segir hún. „Fræðsludeildin fbyrjar í haust af fullum krafti og verður þá líka kom- ið að verkefnavali og ýmsu öðru.“ Ýmsar listir koma saman í einni Í leikhúsi er mikið unnið með fólk og sam- skipti sem snertir alla og segir Ástrós það mikilvægt fyrir börn fyrir utan hvað leik- húsið sé auðvitað skemmtilegt. „Þarna koma saman hinar ýmsu listir í eina heildstæða list og þetta er gott tækifæri til að verða læs á listformin snemma,“ segir Ástrós. Sjálf segist Ástrós vera mikil leikhúsmann- eskja. „Já, það hef ég alltaf verið, alla tíð,“ segir hún og hlær en hún segist hafa sótt öll leiklistarnámskeið sem hún komst í kynni við á unglingsaldri. Hún tók þátt í leiksýningu Menntaskólans í Reykjavík, Herranótt, en einnig tók hún þátt í samstarfsverkefni fimm framhaldsskóla árið 2002. „Leikfélagið Þrándur setti upp Fullkomið brúðkaup og voru það nokkrir krakkar úr fimm mennta- skólum sem komu saman og stofnuðu leik- félag, fengu styrk og settu upp sýningu.“ Í framhaldi af því flutti hún til Ítalíu og lærði þar leikhúsfræði. „Ég veit að ég hefði haft mjög gaman af þessu þegar ég var yngri, að fá meiri innsýn í leikhúsið. Ég er ekki búin að gleyma því hvernig það var að vera lítil og hafa mikinn áhuga á leikhúsi,“ segir Ástrós. LEIKHÚS ER FYRIR ALLA Leikhúsið breiðir út faðminn fyrir börnin FRÆÐSLUDEILD BORGARLEIKHÚSSINS BYRJAR STARFSEMI Í HAUST MEÐ ÞAÐ AÐ MARKMIÐI AÐ EFLA FRÆÐSLU UM LEIKHÚS OG AUKA ÁHUGA UNGS FÓLKS Á LEIKLIST. ÁSTRÓS ELÍSDÓTTIR KEMUR TIL MEÐ AÐ LEIÐA FRÆÐSLUSTARFIÐ EN HÚN TELUR MIKILVÆGT AÐ KYNNA BÖRN SNEMMA FYRIR LEIKHÚSI OG STARFI ÞESS. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Ungir leikarar og leikkonur sem leika í vinsælu sýningunni um Mary Poppins. Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.