Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2013, Qupperneq 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2013, Qupperneq 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.8. 2013 Menning Ó lafur er búinn að vera að taka upp í 9 daga og á 25 daga eftir. Hann fer næst í tökur á þriðjudag og verður að fram í lok ágúst. Þessi spennumynd er með sömu persónum og leikendum og sú fyrri. Fyrri myndin fjallar um serbneska bifvélavirkjann Sergej sem dregst inn í glæpaheiminn við það að glæpamaðurinn Gunnar Gunn- arsson sendir óþokka í heimsókn til hans sem verður til þess að ófætt barn hans deyr. Átökin verða með þeim hætti að Sergej, með aðstoð serbneskra vina sinna, brýtur veldi Gunnars á bak aftur og nær völdum í glæpaheiminum. Seinni myndin fjallar síðan um hvernig Gunnar ákveður að reyna að koma lífi sínu í lag og leita hefnda við Sergej. Undirtitill myndarinnar Borgríki 2 er Blóð hraustra manna. Hvað merkir þetta hjá þér? „Ég var á klósettinu á einhverjum skemmtistað, þá var ljóð skrifað á vegginn og þar sá ég þetta og hugsaði með mér að þetta virkaði flott,“ segir Ólafur de Fleur. „Við vilj- um vera hraust, andlega og líkamlega en erum það ekki. Við verðum fyrir blóðtöku í lífinu og missum hreysti okkar vegna eigin bulls. Ég veit það ekki, mér finnst þetta virka. Annars pæli ég ekkert voða mikið í því hvað þetta þýðir, hugsa bara: já, þetta virkar vel.“ Hvaðan er hugmyndin að Borgríkis-myndunum komin? „Hugmyndin kemur upp úr lífspirringi, mann langar til að gera litla mynd fyrir lítinn pening, hóa fólki saman og gera eitthvað. Myndin er skrifuð fyrir þann hóp sem langaði til að gera eitthvað en ekki öfugt. Sagan kom ekki fyrst heldur fólkið. Það vildi gera spennumynd og þá fórum við og gerð- um spennumynd. Þetta er sjálfstætt framhald af fyrri mynd- inni, hún gekk prýðilega. Í nýju myndinni eru þetta í meginatriðum sömu karakter- arnir og í fyrri myndinni og svo bætist einn nýr karakter við. Okkur fannst ekki nógu flókið að hafa fjóra aðal- karaktera í fyrri myndinni og bættum því þeim fimmta við. Eins og í fyrri myndinni leikur Ingvar E. Sigurðsson Gunnar Gunnarsson sem er glæpamaðurinn sem vill hefna sín á Sergej. Sergej er kominn með aðeins stærra glæpaveldi í þessari mynd, en Zlatko Krikic leikur hann sem fyrr. Nýi karakterinn í myndinni er Darri Ingólfsson sem leikur ungan lögreglumann sem fær fyrir fjölskyldutengsl að vera yfirmaður innra eftirlits. Hann er fullur af metnaði og vill sanna sig fyrir föður sínum sem er lögreglumaður á eft- irlaunum og goðsögn hjá löggunni. Þessu fólki sullar öllu saman í þessari mynd með skelfileg- um afleiðingum. Maður yrkir sjaldan með neitt annað í huga en skelfilegar afleiðingar. Handritið er eftir mig og Hrafnkel Stefánsson. Áður en kom að Borgríki hafði ég aldrei verið í spennu- myndum. Þegar maður lítur til baka yfir ferilinn þá finnst manni alltaf vera einhver önnur manneskja sem gerir hverja mynd. Það er enginn þráður á milli þeirra. Ég er ójarðbund- inn bullari að eðlisfari og maður fer bara þá leið sem maður slumpast inn á og ég hef komist upp með það.“ Fór oft til Hollywood í ár Serbarnir eru aðalglæpamennirnir í undirheimunum, ættu þeir ekki að vera litháískir til að þetta sé raunverulegt? „Ég kæri mig ekki um að vita mikið um þennan heim. Geri ekki mikla rannsóknarvinnu. Ég er bara með góða ráð- gjafa og treysti á þá. Svo er þetta bara bíó. Uppspunninn heimur sem passar inn í sögu á bíótjaldinu. Svo er að sjá hvort þetta virkar. Í glæpasögum eru þetta alltaf einhverjar frumþarfir sem fólk er að reyna að seðja. Spurningin er hvort maður hafi eitthvað meira að segja en bara bang, bang. Menn að píra augun og sigla í gegnum einhverja sögu. Þetta veltur á sam- bandi leikstjórans við allar deildir kvikmyndateymisins og þá sérstaklega leikarana. Það er alltaf munurinn á þessum myndum. Hefurðu eitthvað að segja, er eitthvað í textanum sem er eitthvað meira, eitthvað í myndframsetningunni? Svo eru töfrar mögulegir sem eru ekki undir þér komnir. Ein- hver svona X-faktor sem lyftir henni upp eða dregur hana niður. Eitthvað sem maður hefur ekki stjórn á. Það er ekkert þyngdarlögmál sem virkar í þessum heimi. Það eina sem maður getur gert er að toga fram það sem býr manni í brjósti og fólk getur annaðhvort hrósað manni eða híað á mann. Það er kannski híað helling á mann en svo fílar þetta einhver úti og þá hættir fólk að hía. Maður verður bara að halda áfram. Svo fer mikil orka í að þykjast vita hvað þú ert að gera. Þetta er svolítil ágiskunarkeppni.“ Eftir að upp kom áhugi á endurgerð fyrri myndarinnar hefur þú ferðast mikið til Los Angeles, hvernig er að kynn- ast heiminum þar? „Já, ég seldi réttinn á endurgerð Borgríkis til Hollywood og svo sendi ég handrit að geimvísindasögu í eitthvað stúdíó þarna úti sem hefur áhuga á að gera mynd eftir handritinu. Ég er ekki að fá neinn pening, en þeir eru komnir í samstarf við mig og ég hef ferðast oft til þeirra og þeir koma til móts við mig varðandi ferðakostnað. Það er líka búið að setja mig á tvö verkefni þarna sem leikstjóra en það á eftir að fjár- magna það. Þetta hljómar stórfenglega, en stórfenglegt er það ekki, frekar svona áhugavert. Því það eru afskaplega litl- ar líkur á að af þessum bíómyndum verði. Þannig er þessi heimur. Ég myndi giska á 3-5% líkur án þess að geta sagt nákvæmlega til um það. En maður er svona að kynnast þess- um heimi í Hollywood og það er áhugavert og gæti verið gagnlegt ef eitthvað gæfulegt myndi henda í framtíðinni.“ Umboðsmaðurinn þinn úti í Bandaríkjunum virðist vera að vinna sína vinnu, hvernig valdirðu hann? „Maður hvorki velur né fær sér umboðsmann, þeir velja þig. Þeir þurfa að þefa mann uppi. Þessi þefaði mig uppi í gegnum sameiginlegan vin. Hann seldi endurgerðina á Borg- ríki. Myndin var sýnd í nokkrum kvikmyndahúsum í Banda- ríkjunum og síðan sett á DVD. Ekkert stórt í neinu þessu, en það er gaman að þessu. En á endanum er það eitthvað mun einfaldara sem full- nægir þér heldur en að komast í að leikstýra bandarískri bíómynd, hvort sem það er að skora mark í fótbolta eða bara faðma ástvini sína.“ Morgunblaðið/Kristinn NÝ ÍSLENSK SPENNUMYND EFTIR ÓLAF DE FLEUR ER Í TÖKUM Blóð hraustra manna út um allt KVIKMYNDALEIKSTJÓRINN ÓLAFUR DE FLEUR HEFUR LEIKSTÝRT FJÓRUM MYNDUM OG ER NÚ Í TÖKUM Á SINNI FIMMTU MYND. HÚN NEFNIST BORGRÍKI 2 – BLÓÐ HRAUSTRA MANNA OG ER SJÁLFSTÆTT FRAM- HALD Á BÍÓMYNDINNI BORGRÍKI SEM FRUMSÝND VAR FYRIR TVEIMUR ÁRUM OG FÉKK FÍNAR VIÐTÖKUR. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.