Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2013, Side 57
4.8. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57
Í bókinni Í spor Jóns lærða sem
Hjörleifur Guttormsson rit-
stýrir skrifar hópur sérfróðra
og leikmanna um þennan
merka Íslending. Bókin er
prýdd fjölda mynda og upp-
drátta meðal annars af hand-
ritum og teikningum eftir Jón
og útskurði sem honum er
eignaður.
Hljómdiskur er hluti af verk-
inu. Þar er meðal annars sung-
ið og leikið á forn hljóðfæri,
lesin ljóð, flutt brot úr leikrit-
inu Sönn frásögn eftir Ásdísi
Thoroddsen, auk þess sem
Berglind Häsler á viðtöl um ævi
Jóns og Sjón flytur kafla úr
erindi.
Hér er komið hið veglegasta
verk og afar fróðlegt.
Veglegt verk
um Jón lærða
Ástin, fyrsta bókin í sannsögulegum og
margverðlaunuðum þríleik Þerraðu
aldrei tár án hanska, eftir Jonas
Gardell kemur út hjá Draumsýn í næstu
viku, nánar tiltekið 7. ágúst. Hér er á ferð
átakanleg saga um líf og baráttu samkyn-
hneigðra í Stokkhólmi.
Jonas Gardell, fæddur 1963, er sænsk-
ur rithöfundur, grínisti og leikskáld. Hann
er samkynhneigður og skrifar sannsögulega
þríleikinn Þerraðu aldrei tár án hanska
í minningu þeirra fjölmörgu samkyn-
hneigðu vina sem hann hefur misst. Manna
sem dóu í einangrun, einsemd og skömm af
því samfélagið hafnaði þeim.
Í tilefni útgáfunnar er útgáfuhóf í Nor-
ræna húsinu 7. ágúst klukkan 18. Útgáfu-
hófið er liður í dagskrá Hinsegin daga og
er í samstarfi við Alnæmissamtökin og
Bókmenntaborgina Reykjavík.
ÁTAKANLEG
SAGA UM ERFIÐA
BARÁTTU Ballið, ein þekktasta skáld-
saga Irene Némirovsky,
kemur út seinna í þessum
mánuði í þýðingu Friðriks
Rafnssonar sem skrifar einn-
ig eftirmála. Bókmenntaunn-
endur muna vel eftir
Franskri svítu eftir Ném-
irovsky sem kom út í íslenskri
þýðingu Friðriks árið 2011. Sú
bók er talin meistaraverk.
Ballið er ásamt Franskri
svítu sú bók Némirovsky
sem mestum vinsældum hefur náð. Í bókinni segir frá
átökum fjórtán ára stúlku og sjálfhverfrar móður hennar
sem þolir ekki að eldast. Móðirin á sér greinilega fyrirmynd í móður Némirovsky sem var
kaldlynd og hégómleg en samskipti þeirra mæðgna voru afar stirð.
Némirovsky, sem var þekkt skáldkona á sinni tíð, lést í Auschwitz 39 ára gömul. Verk
hennar féllu í gleymsku en svo uppgötvaðist að hún hafi skilið eftir sig handrit að bók. Sú bók
er Frönsk svíta sem var gefin út árið 2004 og hlaut frábærar viðtökur gagnrýnenda. Síðan
hafa bækur Némirovsky, verið endurútgefnar víða um heim og hlotið mikið lof. Þessi merka
skáldkona hefur nú öðlast veglegan og verðskuldaðan sess í bókmenntasögunni.
FRIÐRIK
ÞÝÐIR BALLIÐ
Friðrik Rafnsson þýðir hina
stórgóðu skáldsögu Ballið.
Hinir fjölmörgu aðdáendur
norska metsöluhöfundarins Jo
Nesbø geta fagnað því fyrsta
bók hans um Harry Hole er
komin út í íslenskri þýðingu.
Leðurblakan heitir hún og
segja má að með lestri á henni
dýpki skilningur lesandans á
persónuleika Harry Hole. Þessi
ágæta bók, sem kom út árið
1997, hlaut Norrænu glæpa-
sagnaverðlaunin á sínum tíma
og var auk þess valin besta
norska glæpasagan.
Fyrsta bókin
um Harry Hole
á íslensku
Jón lærði,
Harry Hole og
Hugleikur
NÝJAR BÆKUR
ÞEIR SEM HAFA ÁHUGA Á SÖGU OG MENNINGU
FÁ SÉR BÓKINA UM JÓN LÆRÐA OG NÁ SÉR
EINNIG Í HANDRITAKORT. UNNENDUR SPENNU-
SAGNA MEGA EKKI MISSA AF FYRSTU BÓKINNI
UM HARRY HOLE. EF ÞIÐ VILJIÐ SVO GLEÐJA ER-
LENDA VINI ÞÁ ER UPPLAGT AÐ SENDA ÞEIM
BÓK EFTIR HUGLEIK DAGSSON Á ENSKU.
Kaldhæðinn
Hugleikur
Handritakort Íslands lýsir á skýran og aðgengilegan hátt 43 völdum
handritum og tengslum þeirra við ákveðna staði á landinu. Hand-
rit tengjast öllum landshlutum og lögð er áhersla á fjölbreytni
þeirra í efni og útliti. Mynd er af handritunum og þeim lýst stutt-
lega, auk þess sem heimkynni þeirra eru merkt inn á kort.
Handritakort Íslands ætti að vera nauðsynlegt öllum þeim sem
unna sögu og menningu þjóðarinnar.
Handritakort fyrir
unnendur menningar
* Það er samdráttur þegar nágranniþinn missir vinnuna; það er kreppaþegar þú missir vinnuna. Harry S. Truman BÓKSALA 14.-22. JÚLÍ
Allar bækur
Listinn er byggður á upplýsingum frá Rannsóknasetri verslunarinnar
1 Maður sem heitir OveFredrik Backman
2 Iceland Small WorldSigurgeir Sigurjónsson
3 Áður en ég sofnaS.J.Watson
4 Lág kolvetna lífsstíllinnGunnar Már Sigfússon
5 RósablaðaströndinDorothy Koomson
6 Ærlegi lærlingurinnVikas Swarup
7 Hún er horfinGillian Flynn
8 I was hereKristján Ingi Einarsson
9 Kortabók. með þéttbýliskortum1:300.000
10 Ekki þessi týpaBjörg Magnúsdóttir
Kiljur
1 Maður sem heitir OveFredrik Backman
2 Áður en ég sofnaS.J.Watson
3 RósablaðaströndinDorothy Koomson
4 Ærlegi lærlingurinnVikas Swarup
5 Hún er horfinGillian Flynn
6 Ekki þessi týpaBjörg Magnúsdóttir
7 DauðaengillinnSara Blædel
8 Skýrsla 64Jussi Alder-Olsson
9 Anna Frá StóruborgJón Trausti
10 BrynhjartaJo Nesbo
MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR
Sinn er siður í landi hverju.
I Hate Dolphins er safn myndasagna
eftir Hugleik Dagsson. Safnritið er á
ensku en bækur Hugleiks hafa þegar
komið út í yfir 10 löndum og tveim-
ur heimsálfum. Nýjustu fréttir
herma að leikkonan Susan Sarand-
on sé í hópi aðdáenda hans. Í þess-
ari bók er meðal annars fjallað á
kaldhæðin hátt um áfengissýki,
firringu, rassskellingar, sifjaspell og
hatur.