Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2013, Page 60

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2013, Page 60
60 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.8. 2013 N apólí hefur sýnt í verki að þeir ætla sér að keppa um alla stóru titlana með því að kaupa Argent- ínumann frá spænsku risunum. Setning sem hefði verið hægt að skrifa 1984 þegar Napólí keypti Diego Maradona frá Barcelona. Nú, 20 árum síðar, er annar Argentínu- maður kominn í bláa búninginn frá spænskum risum, Real Madríd. Gonzalo Higuain ákvað að velja Napólí í staðinn fyrir Arsenal. Þar með fetar hann ekki aðeins í fótspor Edison Cavani sem gekk í raðir PSG heldur einnig í fótspor sjálfs Diego Maradona. Maradona er sá besti frá upphafi og hans helstu afrek á fót- boltavellinum komu þegar hann var leikmaður Napólí. Sagan mun vænt- anlega dæma Lionel Messi sem þann besta frá upphafi eftir nokkur ár. Maradona sáttur Maradona var sjö ár með Napólí og vann tvo meistaratitla (1987 og 1990), ítalska bikarinn 1987, UEFA- bikarinn 1989, Súperbikarinn 1990 og þá var Maradona markahæstur 1988. En lífið var ekkert bara dans á rós- um eins og flestir þekkja. Kókaín, Diego Maradona er enn goðsögn hjá Napólí. ÍBÚAR NAPÓLÍ BROSA BREITT ÞESSA DAGANA. ÞAÐ ER NEFNILEGA KOMINN ARGENTÍNUMAÐUR Í FRAMLÍNUNA OG LIÐIÐ ER MEÐ STJÓRA SEM KANN AÐ VINNA MEISTARADEILDINA. EFTIR GJALDÞROT FYRIR RÚMUM ÁRATUG ER UPPGANGUR NAPÓLÍ MAGNAÐUR tengsl við Camorra-mafíuna og svo framvegis eyðilögðu ferilinn þó að töfrarnir í skónum héldust. Það breytti ekki ást Napólí á Maradona og ekki ást Maradona á Napólí. Nú er kominn nýr Argentínumaður í framlínuna, allt öðruvísi leikmaður og karakter vonandi. Meiri nía en tía. En það breytir ekki þeirri staðreynd að Higuain verður undir pressu því að hann er Argentínumaður og mun spila í Napólí. Þar með er sam- anburðurinn kominn og hann er næg- ur til að stuðningsmenn Napólí setja upp sparibrosið – þrátt fyrir að hafa misst Edison Cavani. „Ég er virki- lega ánægður með að Higuain sé kominn til Napólí. Ég er ánægður fyrir hans hönd og hönd Napólí. Von- andi gefur hann þeim þann kraft sem þeir þurfa til að verða meistarar á ný. Ég bið að félagið verði meistari aftur. Þetta félag og stuðningsmenn þess verðskulda að vera við toppinn og með Higuain um borð er það auð- veldara,“ sagði Maradona um komu landa síns til síns heittelskaða félags. Hann skaut einnig á annan landa Gonzalo Higuain klæðist bláu í vetur. 50 þúsund manns buðu hann velkom- inn þegar hann skrifaði undir. AFP „Ég sagði við hann. Hermdu eftir Raúl. Lærðu hvernig hann gerir. Þá verður þú besti framherji í heimi. Ég held að hann hafi hlustað á mig.“ Fabio Capello. Boltinn BENEDIKT BÓAS benedikt@mbl.is Blátt tungl í Napólí Stuðningsmenn Napólí styðja liðið í blíðu og stríðu. Íslenska ullin er einstök Sjá sölustaði á istex.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.