Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2013, Blaðsíða 64
SUNNUDAGUR 4. ÁGÚST 2013Frábær símtækjatilboð fram
yfir verslunarmannahelgina!
Lækkað verð á Nokia Lumia 520,
Samsung Galaxy S II Plus og HTC One.
Komdu við í næstu verslun Vodafone og
kynntu þér málið.
vodafone.is
Góð samskipti bæta lífið
„Það er ekki eins sniðugt að hringja bara á milli,“ segir
Bjarni Sverrisson radíóamatör en hann ætlar að taka þátt í
Útileikum íslenskra radíóamatöra sem fara fram um helgina.
„Þetta er keppni og það eru gefin stig eftir gæði sambands,
hvort menn séu á húsrafmagni eða öðru. Búnaðurinn kemur
líka inn í stigagjöfina auk annara þátta.“
Keppnin hefur verið haldin árlega síðan 1979 en að vera
radíóamatör hefur verið kallað vísindalegt áhugamál. Vil-
hjálmur Kjartansson hefur verið radíóamatör í mörg ár og
ætlar að taka þátt. „Ég hef aldrei misst úr leika. Þetta er
mjög fjölbreytt áhugamál og allt öðruvísi en að hringja. Við
radíóamatörar notum mors-kóðann og ég sofna stundum út
frá spjalli við Nýja-Sjáland með morsi,“ segir
Vilhjálmur en hann á tæki sem er á stærð við
eldspýtustokk. Geri aðrir betur. Hægt er að
fræðast meira um leikana með því að fara inn á
heimsíðuna ira.is
Vilhjálmur Kjartansson úti við Garðskaga að senda boð út í heim.
ÁRLEG KEPPNI RADÍÓAMATÖRA
Skemmtilegra
en að hringja
Kallsvæðið yfir landið. Skipt í nokkur landsvæði.
Hildur Sif Jónsdóttir viðskipta-
fræðinemi og tíkin Mía hafa verið
vinkonur síðan Hildur Sif fékk
hana í arma sína í apríl 2004. Mía
er blanda af chihuahua og Peking
en það sem er sérstakt við hana er
að hún er vægast sagt sterkur per-
sónuleiki. „Hún er ótrúlega sterk-
ur karakter og er besta vinkona í
heimi,“ segir Hildur Sif. „Það sem
er svolítið fyndið er að hún heldur
að hún sé stærri en hún er og ég
hugsa að hún sé ekki alveg viss
hvort hún sé hundur eða mann-
eskja. Hún vill nefnilega helst
borða við matarborðið og sofa í
rúmi með sæng og kodda.“
Nafnið Mía er komið úr finnsku
bókunum um Múmínálfana, en þar
er einmitt ein persónan kölluð
Mía. „Mía í Múmínálfunum var lít-
il, rauðhærð og algjör frekjudolla,
alveg eins og mín Mía. Nafnið átti
því mjög vel við hana,“ segir Hild-
ur Sif og hlær.
Uppáhaldsmaturinn hennar Míu
er fiskur og þá sérstaklega lax.
Hildur Sif segir Míu vera holl-
ustuhund enda er uppáhalds-
nammið hennar avókadó og vínber
en því miður má hún ekki éta það.
„Mía kann allskyns kúnstir og yrði
án efa flottur sirkushundur,“ segir
Hildur Sif.
Þær stöllur eru þó duglegar að
liggja í sólbaði þegar sú gula lætur
sjá sig og er hún mjög kelin við þá
sem hún þekkir best, fjölskylduna.
MÚMÍNHUNDUR
Kelinn
karakter
Hildur Sif og tíkin Mía, sem er nokkuð viss um að hún sé manneskja, eru
orkumiklar útiverur og fara iðulega í langa göngutúra.
Morgunblaðið/Rósa Braga
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Bradley Cooper
leikari
André
Villas-Boas –
knattspyrnustjóri
Ólafur Arnalds
tónlistarmaður