Morgunblaðið - 04.09.2013, Síða 18

Morgunblaðið - 04.09.2013, Síða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2013 STUTTAR FRÉTTIR ● Kolbeinn Frið- riksson hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri fjár- málasviðs hjá Eik fasteignafélagi hf. Undanfarin ár hef- ur Kolbeinn starfað innan markaða Ís- landsbanka, frá árinu 2011 hjá fyr- irtækjaráðgjöf Ís- landsbanka og frá 2007 hjá markaðs- viðskiptum Íslandsbanka/Glitnis banka. Áður starfaði hann hjá Bakkavör Group á fjármálasviði. Kolbeinn ráðinn fram- kvæmdastjóri hjá Eik Kolbeinn Friðriksson ● Stjórnvöld á Spáni segja að botn- inum á tveggja ára samdrætti sé náð, en atvinnuleysi hefur dregist saman síðustu sex mánuði. Heildarfjöldi at- vinnulausra nam í lok ágúst 4,7 millj- ónum og fækkaði þeim um 31 ein- staklinga milli mánaða. Það var þó nóg til að sýna fram á áframhaldandi bætingu á atvinnumarkaðinum og sagði efnahagsráðherrann, Luis de Guindos, að hann teldi að botninum væri náð og að tölurnar væru hvetj- andi. Segja að botninum sé náð í samdrætti á Spáni Finnska fyrirtækið Nokia hefur selt farsímadeild sína til Microsoft fyrir 5,44 milljarða evra, 865 milljarða króna, og er hlutverki Nokia sem símaframleiðanda því að ljúka. Nokia veitir bandaríska tæknifyr- irtækinu einkaleyfi til tíu ára á vöru- merkjum sínum og mun finnska fyr- irtækið einbeita sér að þjónustu og innri lausnum. Í tilkynningu kemur fram að Nokia telji þetta bestu lausnina fyrir fyrirtækið og hluthafa þess. Eins mun forstjóri Nokia, Stephen Elop, láta af störfum strax en hann var ráðinn til Nokia frá Microsoft ár- ið 2010. Hans helsta hlutverk var að reyna að snúa rekstri Nokia við en fyrirtækið hefur átt í verulegum erf- iðleikum undanfarin ár. Stjórnarfor- maður Nokia, Risto Siilasmaa, mun taka við starfi forstjóra Nokia. Verð hlutabréfa í finnska tækni- fyrirtækinu Nokia hækkaði um 45% í kauphöllinni í Helsinki í gærmorgun eftir að salan var tilkynnt Microsoft. AFP Nýr Timo Ihamuotila, nýr forstjóri Nokia, og Risto Siilasmaa, stjórnar- formaður Nokia, á blaðamannafundi í Helsinki í gær. Nokia hækkaði um 45% í gær  Microsoft keypti farsímahluta Nokia BAKSVIÐ Hörður Ægisson hordur@mbl.is Fasteignafélagið Reitir hefur sam- þykkt sáttatillögu Seðlabanka Ís- lands vegna meintra brota félagsins á lögum um gjaldeyrismál árið 2009 í tengslum við viðauka sem gerðir voru við 90 milljóna evra lánasamn- ing, jafnvirði um 15 milljarða ís- lenskra króna, við þýskan banka. Þetta kemur fram í árshlutareikn- ingi fasteignafélagsins, en verið er að vinna í því að fá samþykki Hy- pothekenbank Frankfurt AG fyrir skilyrðum sáttarinnar. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins verður horfið frá styttingu á lánsstíma á fimm milljóna evra láni, sem átti að greiðast upp árið 2014, en nú stendur til að lengja í því láni til ársins 2021. Tvö lán, samtals að and- virði um 85 milljónir evra, eru hins vegar eftir sem áður á gjalddaga í október á næsta ári. Að sögn þeirra sem þekkja vel til stöðu mála hafa þó átt sér stað viðræður við þýska bankann um að lengt verði í endur- greiðslutíma stóru lánanna. Of snemmt sé þó að segja til um hvort þær málaumleitanir skili árangri. Þarf heimild Seðlabankans Reitir er með litlar sem engar tekjur í erlendri mynt. Því er ljóst að fasteignafélagið verður hlutfallslega nokkuð stór kaupandi gjaldeyris á markaði á næstu mánuðum og miss- erum í því skyni að safna í sarpinn fyrir afborgun á um 85 milljóna evra lánum sem eru á gjalddaga haustið 2014. Að óbreyttu munu Reitir óska eftir sérstakri heimild frá Seðla- banka Íslands til að mega hefja regluleg kaup á gjaldeyri á markaði. Á síðustu tólf mánuðum ársins hefur mánaðarleg velta á millibankamark- aði með gjaldeyri verið um 14,6 millj- arðar króna. Frá því er greint í árshlutareikn- ingi Reita fyrir fyrstu sex mánuði ársins, sem var birtur í síðustu viku, að fasteignafélagið hafi ekki fengið heimild hjá Seðlabankanum til að greiða afborgun í gjaldeyri að fjár- hæð 595 milljónir króna á gjalddaga í mars og júní fyrr á þessu ári. Rétt eins og áður hefur verið sagt frá í fjölmiðlum sendi Seðlabankinn Reit- um bréf hinn 20. desember 2012 þar sem félaginu var tilkynnt að bankinn hefði ákveðið að hefja rannsókn á því hvort Reitir hefðu brotið gegn ákvæðum laga um gjaldeyrismál. Forsaga málsins er sú að viðaukar sem gerðir voru árið 2009 á lána- samningi við þýska bankann höfðu ekki fengið þá undanþágu Seðla- banka Íslands sem tilskilin var sam- kvæmt lögum um gjaldeyrismál. Það er því mat Seðlabankans að viðauk- arnir séu ekki gildir þar sem breyt- ingar í þeim hafi ekki verið í sam- ræmi við þær reglur sem gilda um fjármagnshöft á Íslandi. Endurfjármögnun tafðist Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hafði rannsókn Seðlabank- ans á meintum brotum Reita á lög- um um gjaldeyrismál tafið mjög fyrir því að það tækist að ljúka end- urfjármögnun á skuldum félagsins. Í lok júní á þessu ári – skömmu eftir að Seðlabankinn hafði boðið Reitum og dótturfélögum þess sátt í málinu – var hins vegar undirrituð viljayfir- lýsing um kaup hóps lífeyrissjóða á nýju hlutafé í Reitum að fjárhæð 12 milljónir króna og nýjum 25 millj- arða króna verðtryggðum skulda- bréfaflokki útgefnum af félaginu. Jafnframt hafa Reitir náð samning- um við Íslandsbanka um allt að 14 milljarða króna lánveitingu til fé- lagsins á hagstæðari kjörum en nú- verandi fjármögnun Reita. Bæði hlutafjáraukningin og end- urfjármögnunin eru hins vegar háð- ar því skilyrði að þýski bankinn Hypothekenbank Frankfurt AG muni sömuleiðis fallast á þær breyt- ingar á skilmálum lánasamningsins sem Seðlabanki Íslands hefur lagt til með sáttatilboði sínu. Reitir er á meðal stærstu fast- eignafélaga landsins, en eignasafn félagsins samanstendur af um 130 fasteignum sem eru samtals um 410.000 fermetrar að stærð. Meðal þekktra fasteigna má nefna Kringl- una, Hótel Hilton og Kauphallarhús- ið. Reitir samþykkja sáttatil- boð Seðlabanka Íslands  85 milljónir evra á gjalddaga í október 2014  Viðræður um að lengja í lánum Rannsókn Guðjón Auðunsson er forstjóri Reita, en fasteignafélagið vinnur nú að því að fá samþykki þýsks lánveitanda fyrir sáttatilboði Seðlabankans. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Þungar afborganir » Reitir hafa fallist á sátta- tilboð Seðlabankans vegna meintra brota á lögum um gjaldeyrismál árið 2009. Þýski lánveitandinn Hypo- thekenbank Frankfurt AG þarf einnig að veita sam- þykki sitt. » Reitir þurfa að óbreyttu að greiða um 85 milljónir evra fyrir október 2014. » Mun óska eftir sérstakri heimild frá Seðlabankanum til að hefja regluleg gjaldeyr- iskaup á markaði.                                          !"# $% " &'( )* '$* +,-./ +01.2+ ++/.,/ ,+.,23 +3.0,2 +0.,43 +,0.51 +.,+ +0+.3/ +20.5 +,-.53 +01.31 ++/.21 ,+.4,+ +3.004 +0.,3, +,3.-4 +.,+42 +0,./0 +23.-/ ,-+.4,01 +,-.30 +00./4 ++/.3 ,+.404 +3.3/+ +0.4/2 +,3.4+ +.,+1 +04.-, +23./0 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Frá okkur færðu skyrturnar þínar tandurhreinar og nýstraujaðar Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík www.bjorg.is • Sími 553 1380 ÞVOTTAHÚS EFNALAUG DÚKALEIGA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.