Morgunblaðið - 13.09.2013, Síða 2

Morgunblaðið - 13.09.2013, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Landssöfnunin „Á allra vörum“ hófst í gær í sjötta sinn. Nú verður safnað fyrir geðgjör- gæsludeild á Landspítalanum. Þar mun mjög veikt fólk á öllum aldri sem tekst á við alvarlega geðræna kvilla fá bestu mögulega aðhlynningu. Söfnuninni var hleypt af stokkunum við athöfn í Hörpu í gær. Þær f.v. á myndinni Guðný Páls- dóttir, Gróa Ásgeirsdóttir og Elísabet Sveins- dóttir, sem eru í forsvari fyrir söfnuninni, af- hentu þremur ráðherrum, þeim Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, Ragnheiði Elínu Árnadóttur og Kristjáni Þór Júlíussyni, sem er í ræðustól, fyrst- um allra gloss. Sem fyrr verða seld „Á allra vörum“ varagloss frá Dior sem fæst hjá viðurkenndum Dior- snyrtivöruverslunum um land allt. Einnig er hægt að panta gloss á vefnum www.aallravor- um.is. Söfnunarsímanúmerin 903 1000, 903 3000 og 903 5000 verða opin til 1. október nk. Í dag verður útvarpsmaraþon á Rás 2 í tilefni söfnunarinnar. gudni@mbl.is Safna fyrir geðgjörgæslu við Landspítalann Morgunblaðið/Styrmir Kári Landssöfnunin „Á allra vörum“ hófst í gær í sjötta skipti Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is „Ég er vitaskuld hæstánægður með þessa viðurkenningu frá Spáni og hún hvetur mig til dáða,“ segir Arn- aldur Indriðason, sem hlaut hin kunnu og virtu spænsku RBA Novela Negra-verðlaun, en það eru alþjóðleg glæpasagnaverðlaun sem veitt eru árlega fyrir óútgefna bók. Forseti Katalóníu, Artur Mas, afhenti verð- launin með viðhöfn í gærkvöldi að viðstöddum borgarstjóra Barcelona, Xavier Trias, og fjölda annarra gesta Arnaldur hlýtur verðlaunin fyrir nýja skáldsögu sína, Skuggasund en hún er vænt- anleg samtímis á íslensku og spænsku síðar í haust. Verðlaunabók Arnaldar var valin úr tugum hand- rita frá ýmsum löndum sem send voru inn undir dulnefni. Verðlaunaféð er rúmlega 20 milljónir íslenskra króna. „Þetta er langt frá öllu sem ég hef áður kynnst í sambandi við verð- laun, en ég veit ekki hvort hægt er verðleggja viðurkenningar eins og þessa,“ segir Arnaldur. „Ég lít á þessi verðlaun sem bókmenntalega við- urkenningu fremur en nokkuð annað. Þetta er viðurkenning á íslenskum glæpasögum og íslenskum bók- menntum almennt og því sem ís- lenskir höfundar eru að fást við.“ Lögreglumaðurinn Erlendur og fé- lagar eru víðs fjarri í nýju bókinni, en um efni hennar segir Arnaldur: „Skuggasund gerist í stríðinu. Árið 1944 finnst stúlka kyrkt á bak við Þjóðleikhúsið sem þá var birgðastöð fyrir herinn. Sagan gerist síðan í samtímanum þar sem lögreglumaður sem kominn er á eftirlaun kannast við þetta gamla mál og byrjar að garfa í því þar sem það virðist aldrei hafa verið leyst.“ Lokaspurningin til Arnaldar er sú sem margir aðdáendur hans spyrja sig: Koma út fleiri bækur um Erlend eða er lögreglumaðurinn dáinn? Svar Arnaldar er hæfilega órætt: „Furðu- strandir er andlega skyld Harðskafa en báðar skáldsögurnar fjalla um dauðdaga af völdum kulda. Þar er kuldinn morðinginn. Það getur tekið langan tíma fyrir mann að deyja úr kulda. Annað veit ég ekki.“ Viðurkenningin hvetur til dáða  Arnaldur Indriðason hlaut RBA-bókmenntaverðlaunin fyrir nýja bók sína  Verðlaunabókin Skuggasund kemur út á Íslandi í haust  Send undir dulnefni Arnaldur Indriðason Guðni Einarsson gudni@mbl.is Hvorki hefur verið staðið við kaup- tilboð sem gert var í hús Orkuveitu Reykjavíkur (OR) við Bæjarháls, né heldur við kauptilboð sem gert var í svonefnt Magma-skuldabréf í eigu OR fyrr á þessu ári. Kjartan Magnússon, borgar- fulltrúi og stjórnarmaður í OR, lagði fram fyrirspurnir á stjórnarfundi OR í gær, fyrir hönd sjálfstæðis- manna, um hvort staðið hefði verið við tilboðin. Í ljós kom að við hvorugt tilboðið hafði verið staðið. Meirihluti stjórnar OR ákvað 22. mars sl. að selja Orkuveituhúsið og taka það síðan á leigu af kaupand- anum. Fram kom í fréttum að kaup- andi væri Straumur fjárfestingar- banki og að söluverðið væri um fimm milljarðar króna. Hinn 21. júní sl. ákvað meirihluti stjórnar OR að taka tilboði fjármála- fyrirtækisins Landsbréfa í svonefnt Magma-skuldabréf upp á samtals 8,6 milljarða króna. Samkvæmt tilboð- inu ætlaði tilboðsgjafinn að ganga frá fjármögnun kaupanna fyrir 30. ágúst síðastliðinn og inna útborgun af hendi. „Þetta er óeðlilega langur tími, öðru tilboðinu var tekið í mars og hinu í júní,“ sagði Kjartan. Sem kunnugt er var sala þessara eigna liður í því að bæta lausafjár- stöðu OR. Því vaknar sú spurning hvaða áhrif þessi töf á sölu eignanna mun hafa á fjárhag fyrirtækisins. Hvorki náðist í forstjóra né heldur stjórnarformann OR við vinnslu fréttarinnar í gærkvöldi. Höfuðstöðvar OR og Magma-bréfið enn óseld Morgunblaðið/Styrmir Kári OR Höfuðstöðvarnar enn óseldar.  Ekki hefur verið staðið við tilboðin Í gærkvöldi var búið að selja vel yfir 7.000 miða af 9.768 miðum í boði á landsleik Íslands og Kýpur í und- ankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu, sem verður á Laug- ardalsvelli föstudaginn 11. október næstkomandi. „Miðarnir seljast örugglega fljót- lega upp,“ sagði Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnu- sambands Íslands, við Morgunblaðið í gærkvöldi. Byrjað var að selja miða á lands- leikinn á midi.is í gær. Uppselt var á heimaleikinn við Albaníu sl. þriðju- dag og eftir 2:1 sigur er Ísland í 2. sæti riðilsins, en haldi landsliðið sæt- inu fer það í umspil um að komast í lokakeppnina í Brasilíu næsta sumar. Ferðir til Noregs Síðasti leikurinn verður við Norð- menn í Osló þriðjudaginn 15. október. Tvær ferðaskrifstofur, VITA Sport og ÍT ferðir, bjóða upp á dagsferðir og tveggja nátta ferðir frá Íslandi á leikinn. „Viðbrögð hafa verið mjög góð og þó að enn sé hægt að bóka sig í ferð er betra fyrir menn að drífa sig því tilboðið stendur ekki lengi,“ segir Hörður Hilmarsson, framkvæmda- stjóri ÍT ferða. steinthor@mbl.is Nær uppselt á leikinn  Yfir 7.000 miðar seldir á fáum tímum Morgunblaðið/Golli Uppselt Leikmenn Íslands kunna vel við sig á fullum Laugardalsvelli. Í sumar var samið um áframhald- andi rekstur Evrópustofu, upplýs- ingamiðstöðvar Evrópusambands- ins á Íslandi, fram á mitt ár 2014. Upphaflegur samningur gilti frá miðju ári 2011 til miðs árs 2013. Það er almannatengslafyrirtækið Athygli sem sér um rekstur stof- unnar en Evrópusambandið ber kostnaðinn. Evrópustofa í rekstri fram á mitt ár 2014 ORKA SEM ENDIST Weetabix er frábær leið til að byrja daginn. Veldu næringar- ríkan morgunverð sem heldur þér gangandi fram að hádegi. Heilkorna 95% heilkorna Allir kostir kornsins nýttir. Hvert lag kornsins inniheldur næringarefni sem eru líkamanum nauðsynleg. • • PIPA R\TBW A • SÍA • 120578

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.