Morgunblaðið - 13.09.2013, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 13.09.2013, Qupperneq 26
FRÉTTASKÝRING Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur verið gagnrýndur fyrir hringl- andahátt í Sýrlandsmálinu og nokkr- ir stjórnmálaskýrendur vestra hafa látið í ljósi áhyggjur af því að óljós og hikandi stefna hans geti grafið undan áhrifum Bandaríkjanna á alþjóða- vettvangi. Framganga forsetans í málinu hef- ur einkennst af hiki, einkum eftir að tillaga Rússa um eyðingu sýrlenskra efnavopna undir alþjóðlegu eftirliti varð til þess að Obama bað þingið um að fresta atkvæðagreiðslum um beiðni hans um heimild til að fyrir- skipa loftárásir á skotmörk í Sýr- landi. Obama vakti fleiri spurningar en hann svaraði þegar hann reyndi að útskýra stefnu sína í sjónvarps- ávarpi fyrr í vikunni með röksemdum sem þóttu stundum mótsagnakennd- ar. Hann reyndi þá að réttlæta í senn lofthernað í Sýrlandi og samninga- umleitanir til að fá Sýrlandsstjórn til að láta efnavopn sín af hendi. Áður hafði utanríkisráðherra hans gefið til kynna að hann hefði enga trú á því að slíkar umleitanir bæru árangur. Líklegt er að hikandi framganga Obama og misvísandi skilaboð dragi stórlega úr trúverðugleika Banda- ríkjastjórnar í utanríkismálum, að mati Ians Bremmer, forstjóra Eur- asia Group, ráðgjafar- og greiningar- fyrirtækis sem sérhæfir sig í rann- sóknum á pólitískri áhættu. Hann spáir því að bandamenn stjórnarinn- ar í Washington fari að hugsa sinn gang og efast um að hægt sé að reiða sig á skuldbindingar hennar gagn- vart þeim. Áhrif Bandaríkjastjórnar hafa minnkað í Mið-Austurlöndum eftir að arabíska vorið svonefnda hófst árið 2011 og vandræðagangur hennar í málefnum heimshlutans gæti einnig orðið til þess að áhrif Bandaríkjanna minnkuðu í allri Asíu, á sama tíma og hernaðarmáttur Kína eykst, að mati Bremmers. Financial Times hefur eftir honum að gamlir bandamenn Bandaríkjanna í Asíu, ríki á borð við Indónesíu, Filippseyjar og Singapúr, kynnu að „byrja að baktryggja sig og styrkja langtímatengsl sín við Kína vegna þess sem þeir hafa séð síðustu daga“. Óttast aukin áhrif Írana Blaðamaðurinn Loveday Morris, sem hefur sérhæft sig í málefnum Mið-Austurlanda, telur að hikandi framganga Obama geti einnig skaðað tengsl Bandaríkjanna við konungs- ríki við Persaflóa þar sem súnní- múslímar eru í meirihluta. Morris segir í grein í The Washington Post að valdhafarnir í Persaflóaríkjunum óttist að ef Obama hætti alveg við loftárásir á Sýrland styrki það stöðu Bashars al-Assads, forseta landsins, og auki jafnframt áhrif bandamanna hans, Írana, í Mið-Austurlöndum. Stjórnvöld í Sádi-Arabíu eru hlynnt loftárásum og hafa stutt upp- reisnarmenn úr röðum súnníta í Sýr- landi en stjórn landsins hefur notið stuðnings Írans, þar sem sjítar eru í miklum meirihluta, og Hizbollah, samtaka sjíta í Líbanon. Sádi-Arabar líta á uppreisnina í Sýrlandi sem þátt í baráttunni gegn auknum áhrifum íranska klerkaveldisins í Mið-Aust- urlöndum. Fjölmiðlar í Íran hafa lýst þeirri ákvörðun Obama að slá loftárásum á frest sem „auðmýkjandi áfalli“ fyrir Bandaríkin. Nokkrir fréttaskýrend- ur hafa sagt að með því að taka til- lögur Rússa alvarlega sendi Obama Írönum þau skilaboð að hann sé tilbúinn að taka áhættu og fallast á tilslakanir í þágu friðar. Það geti orð- ið til þess að Íranar færi sig upp á skaftið í deilunni um kjarnavopna- áætlun þeirra. Mark Fitzpatrick, sérfræðingur hugveitunnar IISS í afvopnunarmál- um, sagði í gær að áætlun Rússa um að eyða efnavopnunum undir alþjóð- legu eftirliti væri „óhemjuerfið í framkvæmd“ og tæki mörg ár. Hann bendir á að bandaríska varnar- málaráðuneytið áætlar að senda þyrfti 75.000 hermenn til að vernda eftirlitsmennina. Óttast að áhrif landsins minnki  Barack Obama gagnrýndur fyrir hringlandahátt og óljósa stefnu í Sýrlandsmálinu  Talið geta grafið undan áhrifum Bandaríkjastjórnar í Asíu og dregið úr trúverðugleika hennar í utanríkismálum Efnavopnumeytt Efnin eru brennd í þar til gerðu brennsluhólfi Vopnahlutar eru brenndir við 800 °C hita Vökvinn úr brennsluhólfinu er sendur í hvarfarými og næsta stig eyðingarinnar hefst Vopn Vopn Eiturefni látin renna úr vopnunum Eiturefnin eru látin renna úr vopnunum Eiturgas er hlutleyst með efnum á borð við slökkt kalk eða leysiefni Úrganginum breytt í fast efni Gasúrgangur og leysiefni unnin. Eftir að hafa verið breytt í fast efni er úrganginum komið í geymslu Gasið og úrgangs- vatnið hreinsað Brennsla Hlutleysing Heimildir: DTRA, EOD, Eisenmann 2 1 Vopnahlutar eru brenndir og endurunnir AFP Hataður og elskaður Kona í Damaskus heldur á mynd af Bashar al-Assad Sýrlandsforseta sem hélt upp á 48 ára afmæli sitt í fyrradag, 11. september. 26 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2013 Fréttavefur VG í Noregi sagði í gær að norrænir leiðtogar kynnu að hafa átt hugmyndina að áætlun Rússa um eyðingu sýrlensku efna- vopnanna undir alþjóðlegu eftirliti. Fréttavefurinn kvaðst hafa heimildir fyrir því að utanríkis- ráðherrar Svíþjóðar og Noregs, Carl Bildt og Espen Barth Eide, hefðu fyrst viðrað þessa hugmynd og forsætisráðherrar landanna síðan rætt hana við Barack Obama Bandaríkjaforseta á fundi þeirra í Stokkhólmi í vikunni sem leið. VG hefur eftir Espen Barth Eide að Obama hafi tekið vel í hugmynd- ina. „Ég get ekki sagt að lausnin hafi verið okkar. En við höfðum örugglega áhrif á þetta,“ sagði utanríkisráðherrann. Fregnir rúss- neskra fjölmiðla herma að sam- kvæmt áætlun Rússa eigi Sýr- land að gerast aðili að OPCW, alþjóðlegum samtökum um bann við efna- vopnum, gera grein fyrir öllum efnavopnum sínum, veita eftirlits- mönnum samtakanna aðgang að þeim og aðstoða við að eyða vopn- unum. Bashar al-Assad, forseti Sýr- lands, sagði í viðtali við rússneska sjónvarpsstöð í gær að Sýrlend- ingar væru tilbúnir til að láta efna- vopn sín af hendi. Byggt á norrænni hugmynd? VAR RÆDD Á FUNDI MEÐ OBAMA Í STOKKHÓLMI Espen Barth Eide • Okkar leið við þvottinn Með nýju „ActiveDrum“ tromlunni færðu bestu þvottaeiginleikana ásamt því að fara sérstaklega vel með þvottinn. Með þvottagetu upp á 8kg og mikið af nýjum þvotta forritum gerir hún líf þitt mun auðveldara. • „ActiveDrum“ tromla – eitt af sérkennum Asko • Ryðfrítt stál • Enginn gúmmíbelgur gefur minni viðhaldskostnað • Hljóðlátari • Kolalaus mótor • Sænsk gæða hönnun í 60 ár e n d i s t l e n g u r Þvottavélar sem endast

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.