Morgunblaðið - 13.09.2013, Síða 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2013
✝ Bergur Guð-mundsson
fæddist á Borðeyri
við Hrútafjörð 5.
janúar 1928. Hann
lést á heimili sínu
3. september 2013.
Foreldrar hans
voru Guðmundur
Þórðarson, f.
22.11. 1882, d.
29.3. 1962 og
Ragnheiður Guð-
björg Sigurðardóttir, f. 28.10.
1885, d. 2.11. 1946. Systkini
Bergs eru: Jón Stefán, f. 4.7.
1907, d. 15.1. 1980, Ragnar
Axel, f. 17.7. 1911, d. 25.2.
2003, Sigurrós, f. 16.11. 1914,
d. 1.3. 1997, Fanney, f. 28.10.
Bergur og Anna eignuðust
þrjú börn: 1) Eyjólfur, f. 1954,
kvæntur Svölu Helgu Eiríks-
dóttur, f. 1957, þau eiga þrjú
börn og tvö barnabörn. 2)
Ragnar, f. 1956, kvæntur
Ólínu Sigurgeirsdóttur, f.
1954, þau eiga þrjú börn og
þrjú barnabörn. 3) Helga, f.
1958, gift Haraldi Konráðs-
syni, f. 1955, þau eiga fjögur
börn og átta barnabörn.
Bergur gekk í skóla á Borð-
eyri og lauk þaðan fulln-
aðarprófi barna 1942 og
stundaði síðan nám við Hér-
aðsskólann að Reykjum vet-
urna 1943-1945. Ævistarf
Bergs var við bifreiðasmíðar
og stærstan hluta starfsævi
sinnar vann hann við iðn sína
hjá SVR eða frá febrúar 1958
til desember 1998 er hann
hætti störfum vegna aldurs.
Útför Bergs fer fram frá
Áskirkju í dag, 13. september
2013, og hefst athöfnin kl. 13.
1916, d. 5.4. 1981,
Þórður, f. 8.1.
1919, d. 15.8.
1996, Jóhann
Valdimar, f. 22.4.
1921, d. 12.9.
2002, Þórir, f.
13.1. 1926, d. 29.8.
1994, Gunnar, f.
13.1. 1926, Óskar
Hrútfjörð, f. 4.9.
1931.
Hinn 4. desem-
ber 1954 kvæntist Bergur
Önnu Sigríði Eyjólfsdóttur, f.
30. maí 1933. Foreldrar henn-
ar voru Eyjólfur Þorsteinsson,
f. 25.7. 1892, d. 17.9. 1973 og
Helga Ólafsdóttir, f. 11.3.
1901, d. 8.11. 1977.
Fallinn er í valinn faðir
minn, Bergur Guðmundsson
bifreiðasmiður, vinur minn og
félagi, eftir erfið veikindi. Þeir
voru ófáir dagarnir og kvöldin
sem við eyddum í skúrnum
saman í bílastússi okkar. Þar
var beygluðum bílhræjum
breytt í gljáandi bifreiðar, sem
flestir gátu verið stoltir af. Það
var oft sem ég gapti af snilli
pabba hann gat breytt upp-
vöfðu stáli í sína upprunalegu
mynd. Þetta lærði hann í Ræsi
þar sem hann starfaði frá 1947
til 1954. Tæki og tól sem menn
höfðu þá voru logsuða, tin og
handverkfæri. Hann hafði ekki
langt að sækja sinn hagleik því
faðir hans Guðmundur Þórðar-
son var orðlagður hagleiks-
smiður. Nú er hann farinn og
vonandi á betri stað, guð geymi
minningu hans og sefi sorg
okkar, fjölskyldu hans.
Ragnar Bergsson.
Afi okkar er dáinn. Við vor-
um undir þetta búin en þessum
tíðindum fylgdu samt sem áður
blendnar tilfinningar, bæði
mikil sorg og léttir. Sorg yfir
því að við ættum ekki eftir að
eiga fleiri stundir með afa og
léttir þar sem við vissum að nú
þyrfti hann ekki lengur að
þjást.
Afi var mikið jólabarn og
hann var ávallt fyrstur til að
skreyta húsið – jafnt að innan
sem utan og margt af þessu fal-
lega skrauti fær að vera uppi
allan ársins hring. Það vantaði
ekki litagleðina í hann afa og
það var næstum ævintýralegt
að koma til ömmu og afa þegar
jólin nálguðust. Jólatréð var
ávallt skreytt ýmsum fallegum
jólakúlum, englahárum og ekki
má gleyma öllum jólamyndun-
um sem afi klippti út úr inn-
kaupapokunum. Já, það var svo
sannarlega mikil gleði að skoða
allt fallega skrautið hans afa.
Afi var líka mikill sögumaður
og þá er sagan um Jólaköttinn
efst í huga okkar. Jólakötturinn
var feikistór og hræðilegur
köttur að sögn afa. Auðvitað
trúðum við hverju einasta orði
um köttinn þann því afi sá hann
sem barn á Borðeyri.
Eins og margur veit þá var
afi mikill prakkari. Honum
fannst mjög gaman að stríða
okkur barnabörnunum og auð-
vitað höfðum við gaman af öll-
um hans prakkarastrikum. Afi
kallaði okkur barnabörnin líka
skemmtilegum nöfnum, en
stelpuskottur fengu oftast við-
urnefnið „litla tófa“ og dreng-
irnir voru kallaðir „refir“. Já,
það var sko viðurkenning að
vera kallaður þessum skemmti-
legu nafnbótum.
Nú er afi búinn að yfirgefa
þennan heim og við munum
sakna hans sárt. Hann skilur
eftir sig stórt skarð sem
ómögulegt er að fylla, en við
munum ávallt minnast hans
með mikilli hlýju. Við fjölskyld-
an munum standa saman og
halda þétt utan um ömmu, því
missir okkar er mikill en þó
mestur hjá elsku ömmu.
Hvíl í friði, afi Bergur.
Anna Sigríður (Anna Sigga)
og Sóley Ósk.
Elsku, hjartans afi. Mikið
var nú gott að þú fékkst neitun
við beiðni þinni um kanadískan
ríkisborgararétt þarna um árið.
Annars hefðirðu ekki hitt hana
frábæru ömmu mína – hjúkket.
Skemmtilegur afi. Skemmti-
legar sögurnar sem þú sagðir
frá nafla alheimsins, Borðeyri.
Eins og t.d. þegar borðin
svignuðu undan jólakræsing-
unum eða þegar þú smakkaðir
tómat í fyrsta skipti. Líka sag-
an af því þegar bresku her-
mennirnir gáfu ykkur krökk-
unum tyggjóplötur. Það var
þvílíkt spennandi en þú vildir
geyma þína, endaðir með að
spara hana svo lengi að þegar
þú ætlaðir loksins að smakka
þá var tyggjóplatan orðin svo
stökk að hún brotnaði í marga
mola og þú varðst fyrir svo
miklum vonbrigðum að ég held
þú hafir aldrei fengið þér
tyggjó aftur.
Amma var að segja mér að
þú hefðir verið skáld þegar þú
varst lítill, staðið uppá stól og
farið með vísur. Það var
skemmtilegt að heyra, enda var
skemmtileg vísan sem þú fórst
alltaf með fyrir okkur, vísan
um Little Henry. Þú vildir líka
sýna okkur hvað þú værir góð-
ur í ensku, enda fórstu í ferða-
lag með Gullfossi þarna einu
sinni. Það var skemmtilegt. Það
var líka gaman að spila við þig
ólsen og uppáhaldsspilið þitt,
lönguvitleysu. Get ekki annað
en minnst á hvað þú skreyttir
alltaf mikið og skemmtilega
fyrir jólin, það er ein kærasta
minning mín um þig.
Klár afi. Þú varst alger
snillingur í þinni iðngrein.
Klárlega besti bifreiðasmiður
landsins á þeim tíma, sá best
faldi líka. Þú varst líka alltaf
að vinna eða úti í bílskúr að
gera upp ónýta bíla. Ekkert
nýtt keypt, allt gert upp og
lagfært. Hæglátur, hógvær,
sparsamur snillingur.
Fit og flottur afi. Afi ber að
ofan í sólbaði. Afi að gera arm-
beygjur eða slá sér á brjóst
eins og Tarzan. Hraustur afi,
alltaf úti að ganga, hjóla eða í
sundi. Afi að vinna í garðinum.
Óþolandi krabbamein.
Ég veit þú varst sorgmædd-
ur yfir að fara frá okkur en þú
ert ennþá með okkur, þú lifir
áfram í hjörtum okkar. Ég
sakna þín og það gera Gunn-
steinn minn og stelpurnar okk-
ar líka. Litli rebbatóus kveður í
bili, við sjáumst.
Berglind Ósk.
Bergur
Guðmundsson
✝ Þorsteinn Erl-ingsson fædd-
ist í Reykjavík 20.
september 1962.
Hann lést 15. júlí
2013.
Hann var sonur
hjónanna Erlings
Þorsteinssonar
háls-, nef- og
eyrnalæknis, f.
19.8. 1911, d. 23.7.
2007 og Þórdísar
Toddu Guðmundsdóttur skurð-
stofuhjúkrunarfræðings, f.
28.3. 1928, d. 3.1. 2009. Alsyst-
ir Þorsteins er Guðrún Kristín,
f. 7. nóvember 1966, B.Ed. frá
Kennaraháskóla Íslands. Hún
er förðunarfræðingur og starf-
aði sem þula hjá Ríkissjón-
varpinu um árabil. Hún er gift
Baldri Ármanni Steinarssyni
rafverktaka, þau eiga tví-
burana Steinar Berg og Þór-
Þorsteinn var blaða- og
leiðsögumaður. Hann starfaði
m.a. hjá Samútgáfunni og
skrifaði fjöldann allan af
greinum, um allt milli himins
og jarðar. Tók viðtöl við ótal
margar af þekktustu kvik-
myndastjörnum hvíta tjaldsins.
Gerði þætti um kvikmyndahá-
tíðina í Cannes, sem sýndir
voru á Stöð tvö. Skrifaði
greinar í Læknablaðið og var
ritstjóri blaðs Félags leiðsögu-
manna um tíma. Hann var
mikill áhugamaður um ljós-
myndun og á ferðum sínum
um landið í gegnum árin með
ferðamenn, tók hann mikið af
myndum og vann til verðlauna
fyrir nokkrar þeirra í ljós-
myndasamkeppni blaðamanna.
Hann starfaði um nokkurn
tíma sem framkvæmdastjóri
eigin ferðaskrifstofu, Travel-2.
Þorsteinn var í Frímúrararegl-
unni og var bróðir í St. Jó-
hannesarstúkunni Glitni og
var á IX. gráðu í starfi regl-
unnar.
Útför Þorsteins var gerð frá
Fossvogskirkju 31. júlí 2013 í
kyrrþey.
dísi Toddu, f. 7.
júní 1997. Hálf-
systir Þorsteins og
Guðrúnar, sam-
feðra, var Ásthild-
ur Erna, lektor í
dönsku við KHÍ, f.
17. mars 1938, d.
22. nóvember
1993. Með eig-
inmanni sínum
eignaðist hún
Helgu Guðrúnu og
Erling Elías.
Þorsteinn átti tvær sam-
búðir að baki og eignaðist tvö
börn; a) Erlingur, tölv-
unarfræðingur, f. 6. maí 1986,
í sambúð með Thelmu Björk
Gunnbjörnsdóttur. Móðir hans
er Berglind Sigurðardóttir
snyrtifræðingur, b) Kristín, f.
15. janúar 2002. Móðir hennar
er Erle Enneveer, meistari í
lögum frá HÍ.
Frændi minn, Þorsteinn, er
látinn. Horfinn er á braut
drengur góður, sem ég minnist
með söknuði. Minningarnar eru
margar og ljúfar. Ljúfsárar.
Ég minnist Þorsteins á æsku-
árum okkar í Hlíðunum. Frá-
bærlega klár frændi sem kenndi
mér að stökkva á milli skúra.
Sýndi mér hvar villikettir höfð-
ust við í hitaveitustokki í Öskju-
hlíðinni. Þekkti nöfnin á blóm-
um og grösum sem vöktu
forvitni mína og aðdáun.
Hundasúra, baldursbrá, geld-
ingahnappur. Nei, hættu nú al-
veg, er til blóm sem heitir geld-
ingahnappur?
Ég minnist góðs félaga, sem
var alltaf til staðar og gott að
dunda sér með. Kynnast hvers-
dagslegum hlutum upp á nýtt í
smásjá sem hann átti. Hár af
höfði, laufblaði af tré, væng af
flugu. Vá, ég vissi ekki að
smásjá væri svona æðisleg.
Sniglast um læknastofuna hans
afa við Miklubraut. Stelast í
brjóstsykursbaukinn sem ætl-
aður var litlu krökkunum, skoða
lækningatæki og -tól. Sumt
minnti á leikmuni utan úr
geimnum, eins og heyrnarmæl-
irinn. Gaman að slæpast. Nappa
rabbbara úr einhverjum garð-
inum. Hrikalega súrum á bragð-
ið. Alltaf sól. Alltaf gaman. Allt-
af nægur tími, tími til að gera
eitthvað nýtt, eitthvað skemmti-
legt.
Ég minnist glaðværs ung-
lings með sposkan svip og bros í
augum. Ekki einn af þessum
hrókum alls fagnaðar, heldur
sérfræðingur í spaugi og bros-
legum hliðum. Kitlaði hlátur-
taugar á hlýjan og hlédrægan
hátt. Píanóleikari spilar út.
Trommuleikari slær í gegn og
ótal fleira. Hittir í mark. Hnytt-
ið. Smá fimmaur fær jafnvel
verstu fýlupúka til að slaka að-
eins á. Þannig leið Þorsteini
best. Allir slakir. Ást og friður.
Dálítill prakkari inn við beinið.
Teikaði bíla. Stakk mann stund-
um af og alveg ferlega stríðinn.
Bara græskulaust gaman. Aldr-
ei grátt.
Ég minnist viðkvæms manns
og hreinlynds, sem átti ekkert
illt til. Lagði öðrum lið, bóngóð-
ur og greiðvikinn. Átök eða
undirmál áttu ekki við hann.
Ekki Þorstein frænda, sem tróð
aldrei illsakir, ekki við nokkurn
mann og hefði aldrei gert, jafn-
vel þótt lífið lægi við. Væri því
að skipta, hvarf hann inn í skel.
Ósýnilega og veikbyggða.
Fallinn er frá langt fyrir
aldur fram, hálfbróðir móður
minnar, frændinn sem ég
deildi æskuárunum með, sem
ég þekkti svo vel en samt svo
lítið.
Ég vildi að ég gæti horfið aft-
ur í tímann. Hitt þig aftur á
gamla rólónum í Engihlíðinni.
Deilt með þér bazooka tyggjós-
tönginni, af henni vil engum
fremur gefa en þér. Snúið
klukkunni við. Gruflað með þér,
skemmt mér með þér, faðmað
þig og fundið hlýjuna streyma
frá þér. Friður og ást. Takk,
elsku frændi, fyrir allar góðu
minningar sem ég á og geymi.
Bróðir minn Erlingur og ég
vottum ástvinum Þorsteins okk-
ar einlægu samúð.
Blessuð sé minning hans.
Helga Guðrún Jónasdóttir.
Kær vinur minn, Þorsteinn
Erlingsson, er látinn langt fyrir
aldur fram. Við Steini kynnt-
umst í MH í kringum 1980 en
urðum fyrst vinir þegar við lás-
um saman einn langan vetur á
lesstofu læknanema við Tjarn-
argötu. Alltaf var bjart yfir
Steina, alltaf glaður, alltaf já-
kvæður. Fyrir vikið var hann
mér mikill stuðningur á þessum
tíma en námið og lesturinn
hvíldi þungt á okkur sem lásum
undir samkeppnispróf í læknis-
fræði.
Útlit og framkoma voru að-
alsmerki Steina. Glæsimenni.
Alltaf best klæddur, Lacoste-
bolir, vel straujaðar buxur og
glansandi burstaðar mokkasín-
ur. Ljóst hárið vel klippt. Há-
vaxinn og samsvaraði sér vel.
Alltaf á litlum, vel bónuðum
BMV. Steini var mikill kvenna-
ljómi. Hann bar af sem gull af
eir innan um okkur hina, misvel
klædda og iðulega illa hirta
bekkjarfélaga hans. Hann var
góðum gáfum gæddur og það
var maður viss um að framtíðin
brosti við Steina. Hann var
læknissonur vel þekkts læknis
hér í bæ og sonarsonur alnafna
síns, þjóðskáldsins. Skynjaði ég
alltaf hinar miklu væntingar
sem voru gerðar til Steina. Ekki
kom annað til greina en að hann
myndi feta í fótspor föður síns.
Svo fór nú ekki. Sökum útlits og
framgöngu fór Steini ekki var-
hluta af umtali bæði góðu og
slæmu. Steini hafði einfaldlega
mikil áhrif á fólk hvar sem hann
fór. Þeir sem hann þekktu
kynntust þó ekki öðru en mann-
gæsku, góðsemi og mikilli hlýju.
Steini var alltaf stríðinn, en
aldrei á slæman hátt og aldrei
hallaði á neinn þegar hann
ræddi menn og málefni. Ég er
viss um að Steini hefði orðið
frábær læknir því mannleg
samskipti, næmi og hlýja voru
hans aðalsmerki. Mér þykir
leitt að við fylgdumst ekki að í
náminu. Leiðir okkar skildu
smám saman. Við héldum hvor
okkar leið, ég erlendis í frekara
nám og hann í blaða- og leið-
sögumennsku.
Við vorum alltaf vinir þrátt
fyrir að hafa ekkert samband í
mörg ár. Töluðum saman öðru
hverju eftir að ég sneri heim
eins og ekkert væri sjálfsagð-
ara. Sakna ég þess að hafa ekki
haft meira samband við Steina,
þar sem ég veit að lífið fór ekki
á þann veg sem hann ætlaði sér.
Það er mikil huggun harmi
gegn að hann skilur eftir sig tvö
mjög svo mannvænleg börn, Er-
ling tölvunarfræðing og Krist-
ínu á tólfta aldursári. Þau voru,
og eru sólargeislarnir hans.
Ég veit að Steini var við-
kvæm sál undir yfirborðinu. Ég
gæti best trúað að hann hafi
fengið þann arf frá afa sínum,
skáldinu sem tileinkaði mörg af
sínum bestu ljóðum lítilmagn-
anum í samfélagi 19. aldar.
Ég kveð þig gamli, góði vinur
minn.
En hamingjan geymir þeim
gullkransinn sinn,
sem gengur með brosið til síðustu
stundar
fær síðan kvöldroða á koddann sinn
inn,
kveður þar heiminn í sólskini og
blundar.
(Þorsteinn Erlingsson)
Ófeigur Tryggvi
Þorgeirsson.
Þorsteinn
Erlingsson
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
MARSIBIL ÞÓRÐARDÓTTIR,
Hólavegi 9,
Sauðárkróki,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 29. ágúst.
Útför hennar fer fram frá Sauðárkrókskirkju
laugardaginn 14. september kl. 14.00.
Kristín Guðmannsdóttir, Eiríkur Ingi Björnsson,
Guðbjörg Guðmannsdóttir, Böðvar Hreinn Finnbogason,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra
föður, tengdaföður, afa og langafa,
SIGURÐS J. SIGURÐARSONAR,
Þangbakka 10,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
Droplaugarstaða fyrir umhyggju og hlýju.
Sigurður Sigurðsson, Lilja Elsa Sörladóttir,
Þórdís Sigurðardóttir, Gunnar Pétur Pétursson,
Ólafur Jóhann Sigurðsson, Ólöf Ragnarsdóttir,
Þuríður Ragna Sigurðardóttir, Kristján A. Ólason,
Margrét Sigurðardóttir, Guðmundur Arason,
Hrafnhildur Sigurðardóttir, Barclay Anderson,
Berglind Sigurðardóttir
og afabörnin.
Að skrifa minningagrein
Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina.
Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar.
Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum
dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til
birtingar á mánudag og þriðjudag.
Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins
hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt
sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000
tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum,
þar sem þær eru öllum opnar.