Morgunblaðið - 30.10.2013, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2013
MYNDEFTIRLIT
SKARPARI SÝN
MEÐ MYNDEFTIRLITSKERFI
FRÁ AVIGILON
ÍS
LE
N
SK
A
SI
A.
IS
SE
C
65
44
3
09
/1
3
Tæknileg fullkomnun og notendavænt viðmót hefur skilað
Avigilon forystu á öryggismarkaði.
ÞEGAR NÁNAR ER SKOÐAÐ KEMUR AÐEINS EITT TIL GREINA.
Hafðu samband við öryggisráðgjafa Securitas
í síma 580 7000 og fáðu upplýsingar og ráðgjöf
við myndeftirlit og aðrar öryggislausnir.
Malín Brand
malin@mbl.is
Um þrjátíu manns eru íVélhjólafjelagi gaml-ingja. Þetta er félags-skapur þeirra sem
áhuga hafa á gömlum vélhjólum og
best er að þeir sem óska eftir inn-
göngu í félagið séu, eins og leiðtogi
félagsins orðar það, annað hvort
komnir til vits eða ára, þó ekki sé
verra að uppfylla hvort tveggja.
Elsti félaginn er fæddur árið
1930 og hefur fyrir vikið fengið
heiðursnafnbót. Sir Emil Krist-
jánsson er því heiðursfélagi í þess-
um virðulega félagsskap og sömu-
leiðis leiðtoginn, Dagrún Jóns-
dóttir, sem ber titilinn lafði. Konur
hafa alltaf verið virkar í félaginu
og hafa oft verið fleiri en núna. Í
dag eru þær þrjár.
30 manns en 120 hjól
Það er með eindæmum ótrú-
legt að þessi rúmlega þrjátíu
manna hópur eigi samanlagt um
120 gömul vélhjól. Fjörutíu þeirra
hjóla verða á afmælissýningunni
Meðlimir komnir
til vits eða ára
Það má með sanni segja að dagurinn í dag sé merkilegur hjá meðlimum Vélhjóla-
fjelags gamlingja. Á þessum degi árið 1993 var félagið stofnað og tvítugsafmæli
þess verður fagnað með sérstökum hætti. Annað kvöld hefst yfirgripssýning á hjól-
um félagsmanna í Reykjavík Motor Center og þar eru fá hjól yngri en þrjátíu ára
og mörg mun eldri en það. Sum þeirra eru þau einu sinnar tegundar á landinu.
Ljósmynd/Dagrún Jónsdóttir
Náttúruunnendur Hópurinn á góðum degi. Félagar ferðast hægt um landið
til að njóta þess til fulls. Það er ekkert verið að tæta upp malbikið hér.
Glerfín Þau eru mörg hver eins og ný, hjólin sem meðlimir Vélhjólafjelags
gamlingja hafa gert upp síðastliðin tuttugu ár. Sannkallað augnakonfekt.
Ekki ætti það að hafa farið framhjá
nokkrum manni að tónlistarhátíðin
Icelandic Airwaves er nú skollin á
með allri sinni tónagleði. Ótalmargt
spennandi er á dagskránni og svo-
kölluð „Off venue“ dagskrá sem ekk-
ert kostar inná, er mjög flott þetta
árið. Alltaf er eitthvað um ný bönd og
um að gera að kynna sér þau. Eitt
slíkt áhugavert band ætlar að spila í
dag kl 15.50 í Risinu í Austurbæjar-
skóla, en það er hljómsveitin Was ist
FADE? Þetta er ungt band úr Laug-
ardalnum sem myndaðist í Lang-
holtsskóla og hefur yndi af því að
spila við hin ýmsu tilefni. Þau spila
pop/rock, vagg og veltu, bæði frum-
samin lög og ábreiður. Hljómsveit-
armeðlimir eru Hrafnhildur Magnea
Ingólfsdóttir sem sér um sönginn,
Arnaldur Ingi Jónsson sem spilar á
gítar og er laga- og textasmiður,
Alexis Örn Garcia spilar á trommur,
Birkir Tjörvi Pálsson leikur á bassa
og Logi Ágústsson á hljómborð. Á
fésbókarsíðu hljómsveitarinnar kem-
ur fram að þau séu stöðugt að leita
að tónleikum til að spila á.
Full ástæða er til að minna líka á
að hljómsveitin Nóra spilar á utan-
dagskrártónleikum (off venue) í Ey-
mundsson í Austurstræti í dag kl.
17:30. Af nógu er að taka!
Vefsíðan www.Facebook/Was ist FADE?
Was ist Fade? Hljómsveitarmeðlimir eru ungir en upprennandi.
Band úr Laugardalnum spilar í
risinu í Austurbæjarskóla í dag
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Street dans-einvígi fór fram í
íþróttahúsinu við Seljaskóla sl. laug-
ardag þar sem 50 dansarar tóku
þátt og 200 manns mættu í stúku.
Stemningin var sérlega góð og
gestadómarinn Buddha Stretch gaf
dönsurunum góð ráð, en hann
kemur frá New York.
Sigurvegararnir voru: Anastasiya
Sapegina í Hiphop, Hrafnhildur
Svala Sigurjónsdóttir í Waacking,
Fim Suwit Chotnok í Break, Agnes
Einarsdóttir í Dancehall og Brynjar
Dagur Albertsson í Popping. Í hópa-
flokkum sigraði Cyborgs, en í þeim
hóp voru Hallmann Sigurðarson,
Stefán Halldór og Brynjar Dagur
Albertsson.
Stuð á street dans-einvígi
Morgunblaðið/Golli
Flott Brynja Pétursdóttir, sem stóð fyrir viðburðinum, fór á kostum.