Morgunblaðið - 30.10.2013, Síða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2013
Við færum þér
nýtt heyrnartæki
ALTAerþróaðastaheyrnartækið fráOticonframtil þessa.
Öflugörflaga íALTAsérumaðþúheyrir ávallt semskýrast,
í hvaðaaðstæðumsemer. ALTAerhannaðtil aðuppfylla
þínarþarfir ogeralgjörlegasjálfvirkt.
MeðALTAheyrirþúbetur.Alltaf.Alls staðar.
Bókaðutímaífríaheyrnarmælingu
ogfáðuAltatilprufu ívikutíma
Sími5686880
Upplifðuþaðbesta
- prófaðuALTA
Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Þjónusta á landsbyggðinni | Sími 568 6880
| www.heyrnartækni.is |
STUTT
Margrét Friðriks-
dóttir gefur kost á
sér í 2.-4. sæti í
prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins
fyrir komandi
borgarstjórn-
arkosningar.
„Ég hef mikinn áhuga á að leggja
mitt af mörkum til uppbyggingar
fyrir Reykjavíkurborg. Sérstaklega
þarf að hlúa að málefnum eldri
borgara, öryrkja og þeirra sem
minna mega sín í þjóðfélaginu eins
og útigangsmanna, slíkt á ekki að
þekkjast í borginni,“ segir Margrét
m.a. í tilkynningu.
Margrét er 35 ára. Hún er m.a.
með diplomu í frumkvöðlafræðum
frá Keili og lauk námi í prentsmíð
og grafískri miðlun frá Iðnskól-
anum í Reykjavík.
Framboð í 2.-4. sæti
Stjórnmálaflokkarnir munu á næstunni velja frambjóðendur á lista fyrir
komandi sveitarstjórnakosningar. Morgunblaðið mun birta fréttir af þeim
sem gefa kost á sér.
Prófkjör árið 2013
Herdís Þorvalds-
dóttir, fram-
kvæmdastjóri
Þyrluþjónust-
unnar, býður sig
fram í 5. sæti í
prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins í
Reykjavík 16. nóvember.
Í tilkynningu segir Herdís, að
hennar hugsjón sé að Reykjavík sé
hrein og aðlaðandi borg með fjöl-
breytta þjónustu og frelsi til vals
þar sem hvatt sé til frumkvæðis ein-
staklinga og fyrirtækja. Hún leggi
áherslu á að rétta af rekstur borg-
arinnar og skýra forgangsröðun
verkefna þannig að þau þjóni betur
hagsmunum heildarinnar.
Herdís er með meistaragráðu í
viðskiptastjórnun frá Háskólanum í
Reykjavík árið 2011.
Framboð í 5. sæti
Örn Þórðarson
býður sig fram í
5.-7. sæti á lista
Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjavík.
„Ég hef fengið
víðtæka, fjöl-
breytta og yf-
irgripsmikla reynslu af málefnum
og viðfangsefnum sveitarfélaga,
sem ég vil núna nýta til framtíðar
fyrir Reykjavík, enda fæddur þar
og uppalinn,“ segir Örn m.a. í til-
kynningu.
Örn hefur rekið Byggða-Ráðgjöf
ehf. um árabil. Hann hefur m.a.
starfað sem sveitarstjóri í Rang-
árþingi ytra og unnið sem ráðgjafi.
Örn lauk meistaranámi í stjórnun í
sumar, er stjórnmálafræðingur og
er með menntun í rekstrar- og
markaðsmálum.
Framboð í 5.-7. sæti
Ólafur Kristinn
Guðmundsson býð-
ur sig fram í 4.
sæti í prófkjöri
Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjavík.
Í tilkynningu
segir Ólafur, að-
helstu baráttumál hans verði sam-
göngu- og skipulagsmál allra teg-
unda umferðar. „Umferðaröryggi,
hagkvæmni og uppbygging sam-
göngumannvirkja verða efst á
baugi, ásamt umhverfismálum sem
tengjast samgöngum og umferð.
Reykjavík hefur liðið mjög und-
anfarin ár vegna stefnuleysis í þess-
um málaflokki.“
Ólafur er 57 ára Reykvíkingur.
Undanfarin 35 ár hefur Ólafur ver-
ið í forsvari fyrir akstursíþróttir á
Íslandi.
Framboð í 4. sæti
Miklar framkvæmdir hafa verið á
Hverfisgötu milli Klapparstígs og
Vitastígs í sumar og haust. Verið
er að endurnýja allt yfirborð göt-
unnar og gangstétta auk þess sem
verið er að leggja snjóbræðslurör í
gönguleiðir og hjólareinar. Þá
verða settar upphækkanir við
gatnamót og verið er að endurnýja
hitaveitu- og vatnslagnir í götunni.
Jón Halldór Jónasson, upplýs-
ingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg,
segir verkið hafa gengið vel þó
komið hafi í ljós að flóknara og
tímafrekara hafi verið að skipta
um lagnir en áætlanir gerðu ráð
fyrir í upphafi. „Víða voru lagna-
flækjurnar meiri en við áætluðum
og það tók okkur því aðeins lengri
tíma að skipta þeim út . Ég á ekki
von á því að þetta hafi nein áhrif á
verklok heildarverksins.“
Framkvæmdir af þessu tagi
valda alltaf einhverjum óþægind-
um fyrir vegfarendur en Jón Hall-
dór segir að borgin reyni að
bregðast við ábendingum sem hún
fær frá fólki vegna fram-
kvæmdanna.
Brugðist við óþægindum
„Skiljanlega finnst einhverjum
verkið taka of langan tíma eða
óþægindin vera mikil. Breytingin á
Hverfisgötu er viðamikil fram-
kvæmd og við reynum að haga
henni með þeim hætti að sem
minnst truflun verði fyrir borg-
arbúa en auðvitað er óhjákvæmi-
legt að einhver óþægindi verði
þegar um svona stóra framkvæmd
er að ræða,“ segir Jón en m.a. hef-
ur verið ákveðið að bíða með fram-
kvæmdir við gatnamót Hverfis-
götu og Frakkastígs til að draga
úr truflunum fyrir umferð. Líklega
hefst þó vinna við gatnamótin um
miðjan nóvember.
Framkvæmdum við Hverfisgötu
ætti að ljúka um mánaðamót nóv-
ember og desember.
vilhjalmur@mbl.is
Styttist í verklok við Hverfisgötu
Lagnaflækjur voru meiri en áætlað
var og tímafrekt að skipta þeim út
Morgunblaðið/Golli
Hverfisgatan Vinnuvélar hafa sett svip sinn á þessa sögufrægu götur undanfarna mánuði.
Sveinn P. Jakobsson, jarðfræðingur
hjá Náttúrufræðistofnun Íslands,
flytur erindi sitt, „Jarðfræðirann-
sóknir í Surtsey: Myndun móbergs
og sjávarrof“, á Hrafnaþingi mið-
vikudaginn 30. október 2013.
Fjallað verður um niðurstöður
rannsókna í Surtsey á myndun mó-
bergs úr gjósku annars vegar, og
sjávarrofi eyjarinnar hins vegar.
Um er að ræða samstarfsverkefni
jarðvísindamanna af sex þjóð-
ernum, sem staðið hefur í rúma
fjóra áratugi.
Hrafnaþing er haldið í húsakynn-
um Náttúrufræðistofnunar að Urr-
iðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ. Allir
eru velkomnir.
Rætt um Surtsey á Hrafnaþingi