Morgunblaðið - 30.10.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.10.2013, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2013 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Mun færri íbúðir eru í smíðum á höfuðborgarsvæðinu en Samtök leigj- enda á Íslandi telja þörf á. Þetta leiðir lausleg athugun Morgunblaðsins í ljós en haft er eftir Jóhanni Má Sigurbjörnssyni, formanni Samtaka leigjenda á Íslandi, í Morg- unblaðinu í gær, að reisa þurfi 3.500 íbúðir á næstu sex mánuðum til að stemma stigu við „bráðavanda“ á leigumarkaðnum. Samtökin leggi í því efni til að sett verði upp bráðabirgða- húsnæði til að taka á brýnasta vand- anum á höfuðborgarsvæðinu, samhliða uppbyggingu til frambúðar. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, kallar eftir sameiginlegu átaki ríkisstjórnarinnar, Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, fjármálastofn- ana og fulltrúa verktaka til að finna lausnir á þeim vanda sem uppi sé á leigumarkaði. Hann segir svarið við mikilli eftirspurn á leigumarkaði ekki liggja í því að sveitarfélagið skuldsetji sig með því að byggja leiguíbúðir fyrir almennan markað heldur þurfi að leita leiða til að lækka byggingarkostnað og gera fólki kleift að eignast eigið hús- næði. Þá lækki leiguverð um leið. „Til þess þarf að breyta byggingar- reglugerð þannig að það sé hægt að byggja ódýrari íbúðir. Kaupendur verða einnig að fá hagstæðari kjör. Það má að mínu mati lækka vexti á verðtryggðum lánum enda engin rök fyrir þessu háa vaxtastigi á meðan fjármagnshöft eru. Krónan fer ekki neitt. Þá geta sveitarfélögin komið til móts við húsnæðismarkaðinn með því að lækka lóðaverðið, en það yrði að vera tryggt að það skilaði sér í lægra verði til kaupenda,“ segir Ármann sem leggur einnig til skattaívilnanir frá ríki vegna íbúðakaupa. Hann segir mögu- legt að flutt verði inn í 500 nýjar íbúðir í Kópavogi fram til ársloka 2015. Þúsundir íbúða á teikniborðinu Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs Reykjavíkur, segir að á næstu þremur til fimm árum sé stefnt að því að hefja byggingu 2.500 til 3.000 nýrra íbúða fyrir leigumarkað og Bú- seta í Reykjavík, til viðbótar við 2.500 nýjar íbúðir sem byggðar verði í borg- inni fyrir almennan markað. Framkvæmdir við hundruð nýrra íbúða séu þegar hafnar. Stefnt sé að því að þétta byggð og nefnir Dagur í því efni ýmis svæði sem verið hafa til umfjöllunar, t.d. 550 íbúðir við Hlemm. Þá sé verið að leggja lokahönd á 300 íbúðir fyrir námsmenn í Vatnsmýri. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjar- stjóri Seltjarnarness, segir bæjar- félagið ekki eiga neinar lóðir undir leiguíbúðir. Nú standi yfir fram- kvæmdir við 60 íbúðir á Hrólfsskála- mel og á næstu árum standi til að reisa hverfið Bygggarða. Íbúðir á þessum lóðum fari í almenna sölu. Að þessum framkvæmdum loknum verði öll svæði í bæjarfélaginu fullbyggð. Sveitarfélögin fari yfir stöðuna „Að mínu mati ættu sveitarfélögin innan Samtaka sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu (SSH) að skoða nýjar leiðir til lausnar á húsnæðisvandanum, einkum hjá ungu fólki. Það kom fram á aðalfundi SSH í síðustu viku að það er vilji hjá sveitarfélögunum á höfuð- borgarsvæðinu til að vinna saman. Það þyrfti að skoða allt húsnæðiskerfið og þá aðstoð sem sveitarfélögin bjóða upp á. Þetta þyrfti að gera í samráði við rík- isvaldið og Íbúðalánasjóð. Hlutverk Íbúðalánasjóðs gæti breyst verulega að mínu mati og þá þyrfti einnig að skoða útfærslu á húsaleigubótum og sérstökum húsaleigubótum. Skoða þarf vel danska módelið [fyrir félags- legt húsnæði] sem ASÍ talar fyrir.“ Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir bæjarfélagið gjarnan vilja stuðla að því að þar rísi íbúðir sem henti fyrir leigumarkað og ungt fólk. Skortur sé á minni íbúðum í Mosfellsbæ. Hann segir bæjarfélagið ekki hafa selt lóðir undir íbúðarhús- næði nema í litlu magni síðan á ár- unum 2004-2005. Hins vegar hafi lóðir í Helgafellslandi og Leirvogstungu farið í sölu síðastliðið sumar eftir að hafa staðið lengi óseldar vegna hruns- ins. Síðan þá hafi lóðasala tekið tals- vert við sér. Síðustu vikur hafi selst fimm fjölbýlishúsalóðir í Helgafells- landi undir um 150 íbúðir sem búast megi við að fari í byggingu innan skamms. Leirvogstungan sé eingöngu ætluð fyrir sérbýli. Spurður um þá tillögu hagfræðings Samtaka iðnaðarins að sveitarfélögin lækki tímabundið lóðaverð og stuðli þannig að lægra íbúðarverði segir Haraldur að í Mosfellsbæ hafi verð á lóðum þegar lækkað talsvert. Það sé nú mun lægra en fyrir hrun og „líklega það raunhæfasta“ á höfuðborgar- svæðinu“. Þá bendir hann á að lítill hluti lóða undir íbúðir í Mosfellsbæ sé í eigu sveitarfélagsins. Uppbygging í Urriðaholti Að sögn Gunnars Einarssonar, bæjarstjóra Garðabæjar, er félagið Urriðaholt ehf. að úthluta lóðum undir fjölbýlishús í Urriðaholti. Um hundrað íbúðir séu nú í farvatninu í hverfinu og verður hluti þeirra tilbúinn næsta sumar og haust. Áform séu um frekari uppbyggingu í Urriðaholti. Þá sé að fara af stað uppbygging í Akrahverfinu í Garðabæ á lóðum í eigu banka, auk þess sem ólokið sé byggingu 119 íbúða á svonefndum Friggjarreit. Að auki sé verktakafyrir- tækið Gunnar & Gylfi að byggja um hundrað íbúðir í Sjálandshverfinu. Ennfremur séu áform um byggingu 45-50 íbúðaeininga á Álftanesi. Gunnar segir ekki liggja fyrir hversu stór hluti ofangreindra íbúða fari í leigu. Þá sé einkaaðila að ákveða söluverð lóða í þeirra eigu. Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri félagsþjónustunnar í Hafnarfirði, varð til svara fyrir Guðrúnu Ágústu Guð- mundsdóttur bæjarstjóra. Að sögn Rannveigar eru fjögur ný fjölbýlishús í Hafnarfirði langt komin, jafnmörg eru í burðarliðnum og 4-5 á teikniborðinu. Spurð hvort bæjar- stjórnin hafi í hyggju að lækka lóða- verð eða stuðla á annan hátt að lægri byggingarkostnaði segir Rannveig að lóðaverð í Hafnarfirði hafi verið end- urskoðað í maí 2012. Bæjarstjórn hafi þá samþykkt um 20% lækkun á lóða- verði að jafnaði en hlutfallslega meiri á fjölbýlishúsalóðum eða 45%. Minna byggt en þörf er á  Hundruð íbúða eru í byggingu á höfuðborgarsvæðinu  Samtök leigjenda telja þörfina mun meiri  Bæjarstjóri Kópavogs vill sjá samstillt átak  Bæjarstjóri Seltjarnarness vill skoða tillögu ASÍ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Grafarholt í Reykjavík Mikil eftirspurn hefur myndast eftir leiguíbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Hjörtur J. Guðmundsson hjortur@mbl.is „Það stendur upp á ríkisstjórnina að skýra það með hvaða hætti hún sjái fyrir sér stjórn efnahagsmála fram í tímann og hvað menn ætli að gera varðandi stjórn peningamála, hvern- ig þeir ætla að ná tökum á geng- issveiflum, hvernig menn ætla að ná tökum á verðbólgunni,“ segir Ólafur Darri Andrason, deildarstjóri hag- deildar Alþýðusambands Íslands, en deildin kynnti nýja hagspá sína á blaðamannafundi í gær. Ólafur sagði að óvissa væri enn- fremur tengd fyrirhuguðum aðgerð- um ríkisstjórnarinnar í málefnum skuldsettra heimila en útfærsla þeirra ætti eftir að koma í ljós. Það skýrðist væntanlega í næsta mánuði þegar tillögur sérfræðinganefndar í þeim efnum yrðu lagðar fram. Það skipti hins vegar miklu máli að rík- isstjórnin eyddi óvissu eins fljótt og hægt væri enda væri svo margt háð því að það væri gert. Óvissa torveldar samninga „Hvað varðar kjarasamninga þá hafa aðilar vinnumarkaðarins verið að kalla eftir því að ríkisstjórnin eyði óvissu enda auðveldar það gerð allra kjarasamninga. Það eru þarna ákveðnir lykilþættir sem ríkisstjórn- in hefur á sínu valdi. Síðan eru auð- vitað aðrir óvissuþættir sem eru meira utanaðkomandi og það er auð- vitað eitthvað sem við búum alltaf við þegar við erum að gera svona spár. En fyrst og fremst er mik- ilvægt að ríkisstjórnin geri það sem í hennar valdi stendur til þess að draga úr óvissu,“ segir Ólafur. Samkvæmt hagspánni er dauft yf- ir íslensku efnahagslífi um þessar mundir og þannig gert ráð fyrir að hagvöxtur verði lítill næstu árin og dugi ekki til þess að vinna bug á at- vinnuleysinu í landinu eða byggja upp þann kaupmátt sem launafólk hafi tapað í hruninu. Helsta ástæðan fyrir því hversu illa gangi að auka verðmætasköpun séu litlar fjárfest- ingar sem ætla megi að verði tæp- lega 13% af landsframleiðslu í ár sem sé næst lægsta hlutfall frá lýð- veldisstofnun. Þau fjárfestingar- verkefni sem þó standi til að fara í hafi verið ákveðin af síðustu stjórn. „Ríkisstjórnin verður því að sýna með trúverðugum hætti hvernig hún sér fyrir sér stjórn peningamála til framtíðar, hvernig hún ætlar að losa um gjaldeyrishöftin og hvernig hún sér fyrir sér þróun gengis og verð- lags,“ segir í hagspánni. Eftir því bíði aðilar vinnumarkaðarins en áhugi sé fyrir hendi bæði hjá verka- lýðshreyfingunni og atvinnurekend- um að sjá kjara- og efnahagsþró- unina hér með hliðstæðum hætti og á hinum Norðurlöndunum þar sem áhersla sé lögð á gengis- og verð- stöðugleika og að byggja upp kaup- mátt í hægum en öruggum skrefum án þess að valda samkeppnisstöðu útflutningsatvinnuveganna skaða. „Takist nýrri ríkisstjórn að leggja fram trúverðuga efnahagsstefnu sem tekur á þessum þáttum og ná um hana breiðri sátt eru líkur á að við getum byggt kjarasamninga á Íslandi á svipuðum gildum og frændur okkar á Norðurlöndunum. Slíkt yrði mikill ávinningur fyrir alla.“ Brýnt að ríkisstjórnin dragi úr óvissu  Dauft er yfir íslensku efnahagslífi samkvæmt nýrri hagspá ASÍ Morgunblaðið/RAX Hagspá Ólafur Darri Andrason, deildarstjóri hagdeildar Alþýðusambands Íslands, kynnti nýja hagspá hennar á blaðamannafundi sem fram fór í gær. Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, segir mikið hafa verið byggt fyrir hrun en að gengið hafi á þann stafla og sé hann nánast uppurinn. Nú séu að- eins í byggingu um 1.700 íbúðir á öllum byggingarstigum á landinu öllu, en lýðfræðileg þörf sé fyrir 1.500-1.800 nýjar íbúðir á ári. Þar sem byggingartími fjölbýlis- húss sé um tvö ár þyrftu um 3.000 íbúðir að vera í byggingu til að mæta þessari þörf. Spurður hvaða hindranir séu einkum í vegi fyrir því að ungt fólk fari á fasteignamarkaðinn nefnir Bjarni Már að vegna hárrar leigu hafi leigjendur lítið svigrúm til að safna sparifé. Þá sé aðgengi að lánsfé takmarkað og ríkar kröfur gerðar um eigin fé. Hann telur lausnina einkum tvíþætta. Annars vegar þurfi að slá af ýtr- ustu kröfum nýrrar byggingar- reglugerðar og lækka þannig bygg- ingarkostnað. Hins vegar þurfi að lækka lóðaverð. Spurður hvort síðarnefndi kost- urinn sé raun- hæfur, í ljósi þess að bygg- ingarlóðir eru bókfærðar sem eignir hjá sveit- arfélögum, á móti miklum skuldum, segir Bjarni Már að horfa þurfi á heildarmyndina. „Mörg sveitarfélög eru með til- búnar lóðir sem er búið að hanna og skipuleggja, jafnvel fyrir hrun, með allt aðrar þarfir og hugmyndir um hvað þurfi að byggja en nú eru uppi á borðinu. Þau standa frammi fyrir þeirri spurningu hvort koma eigi svæðum í not eða ekki. Þau hafa engar tekjur af því að láta svæðin liggja óhreyfð og óbyggð. Sveitarfélögin þurfa hugs- anlega að horfast í augu við að af- skrifa útlagðan kostnað og breyta skipulagi og lóðaverði í takt við breyttar þarfir,“ segir Bjarni Már Gylfason. Sveitarfélög lækki lóðaverð HAGFRÆÐINGUR SI METUR STÖÐUNA Bjarni Már Gylfason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.