Morgunblaðið - 30.10.2013, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2013
Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupsverslunum
(Smáralind og Spönginni) og Fjarðarkaupum.
Er á Facebook
Kvíði, álag eða
orkuleysi?
Burnirótin hefur reynst mér mjög vel við þunglyndi og kvíða. Ég er mun
hressari á morgnana og hef meira úthald og orku allan daginn og mæli
hiklaust með henni. Eftir að ég fór að nota 24 stunda kremið hurfu þurrk-
blettir í andliti alveg og ég er ekki eins viðkvæm fyrir kulda og áður.
Það gengur mjög vel inn í húðina og mér finnst það frábært í alla staði.
– Sigþrúður Jónasdóttir
www.annarosa.is
Burnirótin er talin góð gegn
orkuleysi, kvíða, þunglyndi
og streitu ásamt því að efla
úthald og einbeitingu.
24 stunda kremið þykir einstaklega
rakagefandi og nærandi fyrir þurra
og þroskaða húð. Inniheldur andox-
unarefni og náttúrulega sólarvörn.
STUTTAR FRÉTTIR
● Tekjur Actavis plc, móðurfélags
Actavis á Íslandi, jukust um 57% og
námu 2,01 milljarði Bandaríkjadala
samanborið við 1,29 milljarða dala á
þriðja ársfjórðungi 2012. Félagið birti
afkomu sína fyrir þriðja ársfjórðung
2013 í gærmorgun í Kauphöllinni í New
York í gær.
Hagnaður á hlut hækkaði um 55% í
2,09 dali.
Hagnaður fyrir fjármagnsliði, skatta
og afskriftir (EBITDA) jókst um 61% og
nam 489,2 milljónum Bandaríkjadala á
fjórðungnum samanborið við 304,6
milljónir dala á sama tíma árið 2012.
Tekjur jukust um 57%
● Íslenskir neytendur eru almennt
fremur svartsýnir á stöðu og horfur í
efnahagslífinu en svartsýni jókst að
nýju í október. Þetta sýnir nýbirt mæl-
ing Væntingavísitölu Gallup, sem
greint er frá í morgunkorni Greiningar
Íslandsbanka. Vísitalan mælist nú 67,5
stig, lækkar um rúmlega 6 stig frá sept-
ember og mælist nú 10,5 stigum lægri
en fyrir ári. Þetta er raunar næstlægsta
mæling vísitölunar frá mars 2012.
Svartsýni neytenda
eykst að nýju
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Ótekjutengd gjöld sem lögð eru á fjár-
málafyrirtæki hafa 3,5-faldast frá
árinu 2007 á sama tíma og fjármála-
kerfið er á flesta mælikvarða aðeins
þriðjungur af þeirri stærð sem það var
árið 2007. Áformað er að auka álög-
urnar enn frekar og að sá skattur á að-
ildarfélög Samtaka fjármálafyrir-
tækja muni aukast um tvo milljarða
milli áranna 2013 og 2014.
Þetta kemur fram í umsögn sam-
takanna til efnahags- og viðskipta-
nefndar Alþingis um fjárlagafrum-
varpið. Ótekjutengd gjöld á
fjármálafyrirtæki voru 4,1 milljarður
árið 2007 en á árinu 2012 voru þau 14,1
milljarður króna. Áætlað er að þau
verði um 14,6 milljarðar króna á næsta
ári.
„Óhjákvæmilegt er að slík gjaldtaka
hafi áhrif á kostnað við rekstur fjár-
málakerfisins. Til að gefa vísbendingu
námu hreinar vaxtatekjur stóru bank-
anna þriggja um 94 milljörðum króna
á árinu 2012. Ótekjutengd gjöld á
árinu 2012 voru því um 15% af hrein-
um vaxtatekjum. Mótsagnakennt er
að kalla eftir lægri vaxtamun og lækk-
un kostnaðar í rekstri fjármálafyrir-
tækja á sama tíma og þessi gjöld eru
aukin jafnt og þétt,“ segir í umsögn-
inni.
Þar segir að með frumvarpinu sé
áformað að hækka skatthlutfall sér-
staks skatts á fjármálafyrirtæki í
0,145% úr 0,041%. Þessi breyting hafi í
för með sér að skattlagning á aðild-
arfyrirtæki Samtaka fjármálafyrir-
tækja hækki í 3,9 milljarða úr 1,1 millj-
arði á milli áranna 2013 og 2014. Á
móti þeirri hækkun vegur að lækka á
skatthlutfall fjársýsluskatts úr 6,75% í
4,5%. Það lækki fjársýsluskattinn um
1,1 milljarð. Samanlagt nemur hækk-
unin tveimur milljörðum króna.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Alþingi Umsögn Samtaka fjármála-
fyrirtækja við fjárlagafrumvarpinu.
Álögur á fjármálafyrirtæki aukast
Ótekjutengd gjöld sem lögð eru á fjármálafyrirtæki hafa 3,5-faldast frá árinu
2007 Stefnt er að því að sú skattheimta á aðildarfélög Sff aukist um tvo milljarða
Capital hefur því haldið utan um
bréf í SMS og 365.
„SMS kemur mér ekkert við“
Ingibjörg sagði við Morgunblaðið
sumarið 2012 að hún ætti Moon
Capital og að Apogee kæmi „SMS
ekkert við“.
Samtal Morgunblaðsins við hana,
sem hér hefst á spurningu blaða-
manns, var svohljóðandi: „– Ég hélt
að Apogee hefði verið eigandi að
verslunarfyrirtækinu í Færeyjum
SMS, 50%?
„Það er ekkert sem kemur mér
við. SMS kemur mér ekkert við.
Ekki neitt,“ segir Ingibjörg.
– En af hverju átti Moon í Apogee
sem átti SMS? „Það kemur 365 ekk-
ert við,“ segir Ingibjörg.“
Skiptastjóri Baugs kannast
ekki við Apogee
Erlendur Gíslason, skiptastjóri
Baugs, segist í samtali við Morg-
unblaðið ekki þekkja til félagsins
Apogee eða hvort það tengist fyrr-
verandi hluthöfum Baugs. Það hafi
ekki komið á borð til sín í tengslum
við vinnu við uppgjör þrotabús
Baugs.
Rétt er að rifja upp að Jóhannes
og Ingibjörg áttu í Baugi ásamt Jóni
Ásgeiri og fleirum í gegnum félög.
Erlendur dró til baka skaðabóta-
mál sem höfðað var gegn Jóni Ás-
geiri Jóhannessyni, fyrrverandi
stjórnarformanni fyrirtækisins, í
sumar. Málið var höfðað til að sækja
15 milljarða króna skaðabætur
vegna sölu Baugs á Högum til hlut-
hafa sinna skömmu fyrir hrun. Mál-
ið var dregið til baka vegna þess að í
nóvember síðastliðnum var máli
þrotabúsins gegn þremur erlendum
tryggingafélögum vísað frá dómi.
Þau félög höfðu selt Baugi stjórn-
endatryggingar sem áttu að bæta
hugsanlegt tjón sem stjórnendur
kynnu að vera ábyrgir fyrir. Ekki
þótti fært að höfða mál í Bretlandi
gegn félögunum, og ljóst þótti að
litlar bætur yrðu sóttar til Jóns Ás-
geirs, sagði í frétt RÚV um málið.
Helmingshlutur í SMS í
Færeyjum seldur á milljarð
Jóhannes Jónsson kaupmaður seldi helmingshlut í SMS árið 2012
Eignir Hjónin Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Á. Jóhannsson. Bæði Ingibjörg
og faðir Jóns Ásgeirs, Jóhannes Jónsson, hafa verið sögð eigendur Apogee.
Morgunblaðið/Sverrir
Eigið fé 578 milljónir
» Eignir Apogee, sem sagt eig-
ið fé og skuldir, námu sam-
kvæmt ársreikningi 2012 922
milljónum króna og eigið fé var
578 milljónir króna.
» Árið áður námu eignirnar 1,1
milljarði króna og eigið fé var
758 milljónir króna.
» Apogee tapaði 180 millj-
ónum króna árið 2012 en
hagnaðist um 268 milljónir ár-
ið áður.
BAKSVIÐ
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Apogee, sem sagt var undir forystu
Jóhannesar Jónssonar, stofnanda
Bónuss, og viðskiptafélaga seldi
hlutabréf fyrir 937 milljónir króna
árið 2012. Ætla má að um sé að
ræða söluandvirðið af sölu á helm-
ingshlut í hinu færeyska SMS sem
rekur tíu verslanir þar í landi. Jó-
hannes, sem lést í sumar, sagði við
Morgunblaðið árið 2012 að hluturinn
í SMS hefði að mestu verið skuld-
settur. Ekki er vitað hverjir fyrr-
nefndir viðskiptafélagar eru.
Apogee, sem skráð er á Íslandi,
er í eigu Moon Capital sem skráð er
í Lúxemborg. Eignarhald þessara
félaga er óljóst og hafa þau ýmist
verið sögð lúta stjórn Jóhannesar
eða Ingibjargar Pálmadóttur, eig-
inkonu Jóns Ásgeirs, sonar Jóhann-
esar.
„Einkahlutafélagið Apogee, sem
er í eigu Jóhannesar Jónssonar og
viðskiptafélaga, hefur selt 50% hlut
sinn í hlutafélaginu SMS í Færeyj-
um,“ segir í frétt á mbl.is í mars
2012.
Ingibjörg, aðaleigandi 365 miðla,
hefur aftur á móti nýtt móðurfélag
Apogee, þ.e. Moon Capital, um
nokkurt skeið til að halda utan um
bréf í fjölmiðlafyrirtækinu. Moon
!"# $% " &'( )* '$*
+,-.-/
+01.+1
++2.-+
,,.+32
,-.1,+
+4.411
+11./1
+.,,44
+42.15
+52.,
+,-.15
+01.5
++2.12
,,.,+
,-.14+
+4.444
+13.+
+.,1,3
+42.0+
+52.55
,,-.33-5
+,-.52
+03.-/
++2.50
,,.,/2
,-.33+
+4.031
+13.3/
+.,15
+45.35
+55.+,
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Finnski farsíma-
framleiðandinn
Nokia tapaði 91
milljón evra á
þriðja fjórðungi
þessa árs, jafnvirði
ríflega 15 milljarða
íslenskra króna.
Verulegur sam-
dráttur hefur orðið
í tekjum fyrirtæk-
isins á síðustu
misserum. Afkoman var undir vænt-
ingum greinenda.
Þrátt fyrir að tapið í ár sé mikið er
það aðeins einn tíundi af því sem varð
hjá fyrirtækinu á 3. ársfjórðungi síðasta
árs. Hins vegar hefur velta Nokia dreg-
ist saman um 22% á milli ára.
Nokia enn á niðurleið
Nokia Á undir
högg að sækja.