Morgunblaðið - 30.10.2013, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 30.10.2013, Qupperneq 21
FRÉTTIR 21Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2013 Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Vanskilalán evrópskra banka hafa tvöfaldast í virði á fjórum árum og námu 1,2 billjónum evra í lok árs 2012. Búist er við að þau haldi áfram að aukast á næstu misserum. Í nýrri skýrslu PwC kemur fram að vanskilalán banka í Evrópu hafi hækkað úr 514 milljörðum evra árið 2008 í 1,2 billjónir evra í fyrra. Richard Thompson, yfirmaður hjá PwC, segir að bankarnir eigi enn eft- ir að taka til á efnahagsreikningi sín- um og gefa þurfi þeim nokkur ár í viðbót til þess. Fram kemur í skýrslunni að Þjóð- verjar sitji uppi með hæstu fjárhæð- ina í vanskilalánum, 179 milljarða evra. Vanskilalán á Spáni nema 167 milljörðum evra en í Bretlandi nema þau 164 milljörðum evra. Athygli vekur að vanskilalánum hefur fækk- að í Bretlandi á milli ára, en þau námu 172 milljörðum evra árið 2011. Skýrslan kemur út skömmu eftir að Seðlabanki Evrópu boðaði álags- próf fyrir um 130 bankastofnanir á evrusvæðinu en áætlað er að prófinu ljúki í nóvembermánuði á næsta ári. Í samtali við Financial Times segir Lee Tyrrell-Hendry, greinandi hjá Royal Bank of Scotland, að bankar muni líklega auka varúðarfærslur sínar á næstu mánuðum og selja hluta af vanskilalánunum. Þeir muni kappkosta að standast álagspróf seðlabankans. „Ég býst við því að bankar muni nú flýta fyrir því að minnka gírun efnahagsreiknings- ins,“ sagði Tyrrell-Hendry. Thompson segist finna fyrir vax- andi áhuga erlendra fjárfesta á því að eignast sum lánasafna evrópskra banka. „Við vitum um yfir 150 ólík fjárfestingafélög sem hafa sýnt markaðinum mikinn áhuga,“ sagði hann við FT. Þá lýsti framkvæmdastjóri hjá Piraeus-bankanum í Grikklandi áhyggjum sínum yfir auknum van- skilum evrópskra banka, sér í lagi síns eigin banka. „Ástandið er, í hreinskilni sagt, afar slæmt. Við sjáum aukin vanskil mánuð eftir mánuð,“ sagði hann í viðtali við CNBC. Ólík þróun á Íslandi Þrátt fyrir að hlutfall lána í van- skilum hafi yfirleitt verið hærra hjá íslensku bönkunum en bönkum í ná- grannaríkjum hefur hlutfallið farið lækkandi á Íslandi, ólíkt því sem gerst hefur í Evrópu. Í desember ár- ið 2012 var bókfært virði útlána í vanskilum umfram 90 daga rúmlega sex prósent hér á landi en sem dæmi var hlutfallið ríflega 18% í desember 2010, að því er segir í úttekt hag- fræðideildar Landsbankans. Vanskil aukast hjá evrópskum bönkum  Vanskilalán evrópskra banka nema 1,2 billjónum evra AFP Bankar Evrópskir bankir þurfa að færa mikla fjármuni í varúðarfærslu á næstu misserum. Þá þurfa þeir að að undirbúa sig undir álagspróf. Bankar í Evrópu » Í síðustu viku boðaði Seðla- banki Evrópu álagspróf í um 130 bönkum á evrusvæðinu. » Meta á gæði og styrk eigna- safna bankanna. » Álagsprófið verður gert að bandarískri fyrirmynd. » Bandaríska fjármálaeftirlitið lagði próf fyrir 19 stærstu bankana í Bandaríkjunum fyrir fjórum árum. » Þá stóðust tíu bankar ekki prófið. Í gær tók WOW air formlega við flugrekstrarleyfi frá Samgöngu- stofu en um 30 ár eru liðin síðan flugrekstrarleyfi var síðast veitt til handa félagi sem stundar áætl- unarflug til og frá Íslandi. Það að fá leyfið hefur margvísleg áhrif á reksturinn að sögn Skúla Mogensen, forstjóra WOW air. „Fyrst og fremst erum við núna orðin flugfélag og gilt sem slíkt um allan heim,“ sagði hann í samtali við mbl.is í gær. Með leyfinu fær fé- lagið stjórn yfir öllum rekstri og er ekki lengur háð öðrum flugrekstr- araðila. Félagið tilkynnti í gær að það ætlaði að hefja áætlunarflug til Boston í Bandaríkjunum í maí á næsta ári. Skúli segir að félagið ætli í samkeppni við Icelandair í Ameríkuflugi og að áform félagsins séu að fjölga áfangastöðum þar til- tölulega fljótt. Hann bætir því við að leyfið hafi verið forsendan fyrir Ameríkufluginu. Flogið verður næstum daglega til Boston. „Við teljum því mikil tækifæri á þessum markaði til að gera betur og hlökkum til að bjóða Íslend- ingum og íbúum Norður-Ameríku upp á ódýrt flug á þessari leið,“ sagði Skúli. thorsteinn@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Á flug Skúli segir flugrekstrarleyfið vera forsendu fyrir Ameríkuflugi. WOW air með fyrsta flugrekstrarleyfið í 30 ár Þessi vara er laus við: Mjólk Glúten Sykur Soja Rotvarn- arefni 10 0% NÁ TTÚRULEGT •100% NÁTTÚRUL EG T • Fáanlegt í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna www.gengurvel.is P R E N T U N . I S UPPLIFÐUMUNINN! Áhrifaríkur ASÍDÓFÍLUS ásamt öðrum öflugum góðgerlum Oft spurt? Af hverju virka PRÓGASTRÓ DDS PLÚS 3 góð- gerlarnir svona vel og fljótt á marga meltinga- erfiðleika eins og hægðatregðu, niðurgang, uppþembu, kandíta, sveppasýkingu ofl. Svar? Lykillinn er að allir góðgerlarnir í PRÓGASTRÓ DDS PÚS 3 eru gall- og sýruþolnir og ná að lifa ferðina af í gegnum magann niður í smáþarmana. Auk þess er ASÍDÓFÍLUSINN DDS 1, sem hefur þann hæfileika að fjölga sér og dvelja í þörmunum, vinnusamur og stöðugur. Notkun 2 hylki á morgnana á fastandi maga geta gert kraftaverk fyrir meltinguna! Margir fullyrða að þeir sem hafa góða meltingu séu hamingjusamari. - Prófaðu og upplifðu muninn The Science of Thicker Hair™ Ofur-fínar trefjar sem bindast þínu eigin hári og skapa náttúrulega þykkt og þéttleika sem þú finnur um leið. Hylur viðkvæm svæði á náttúrulegan hátt Fáðu þykkara hár í dag margir af stílistum stjarnanna mæla með þessum vörum NÁTTÚRULEGAR Þ Y K K I N G A T R E F J A R

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.