Morgunblaðið - 30.10.2013, Side 22
22 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2013
Tökum að okkur trjáklippingar,
trjáfellingar og stubbatætingu.
Vandvirk og snögg þjónusta.
Sími 571 2000
www.hreinirgardar.is
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Dianne Feinstein, formaður leyni-
þjónustunefndar öldungadeildar
Bandaríkjaþings, hefur lofað því að
nefndin taki alla njósnastarfsemi
Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkj-
anna (NSA) til endurskoðunar í
fyrsta skipti í áratugi. Feinstein,
sem er demókrati, kveðst einnig bú-
ast við því að Barack Obama Banda-
ríkjaforseti stöðvi allar njósnir um
leiðtoga vinveittra ríkja.
Feinstein hefur hingað til varið
njósnastarfsemi Þjóðaröryggis-
stofnunar Bandaríkjanna.
The Wall Street Journal segir að
verði öll njósnastarfsemi NSA tekin
til endurskoðunar sé það mikil
stefnubreyting af hálfu bandarískra
stjórnvalda. Blaðið hefur þó eftir
hátt settum embættismanni í Was-
hington að stjórn Obama hyggist
ekki gera neinar allsherjarbreyting-
ar á stefnu sinni hvað varðar njósna-
starfsemina. Hann sagði að verið
væri að gera „einstakar“ breytingar
en vildi ekki lýsa þeim nánar.
Hvað vissi forsetinn?
Feinstein gagnrýndi Þjóðar-
öryggisstofnun Bandaríkjanna fyrir
að njósna um leiðtoga vinveittra
ríkja eftir að skýrt var frá því að
stofnunin hefði hlerað síma leiðtoga
á borð við Angelu Merkel, kanslara
Þýskalands. „Mér skilst að Obama
forseti hafi ekki vitað af því að gögn-
um um fjarskipti Merkel hafi verið
safnað frá árinu 2002. Það er mikið
vandamál,“ sagði Feinstein.
The Wall Street Journal hafði á
mánudag eftir embættismönnum í
Washington að þjóðaröryggisstofn-
unin hefði hætt að njósna um Merkel
og nokkra aðra leiðtoga eftir að at-
hugun, sem Bandaríkjastjórn hóf í
sumar, hefði leitt njósnastarfsemina
í ljós. Embættismennirnir segja að
njósnað hafi verið um erlenda leið-
toga árum saman „án beinnar
vitneskju Obama“.
John McCain, repúblikani í
öldungadeildinni, sagði að þingið
þyrfti að hefja rannsókn á njósna-
starfseminni og leita svara við því
hvort Obama hefði vitað af njósnum
um leiðtoga vinveittra ríkja. „Við
þurfum að fá að vita nákvæmlega
hvað forsetinn vissi og hvenær hann
vissi það,“ sagði McCain.
The Los Angeles Times segir að
embættismenn í NSA og fleiri leyni-
þjónustustofnunum í Bandaríkjun-
um séu reiðir Obama fyrir að neita
því að hann eða aðstoðarmenn hans
hafi vitað af njósnunum um leiðtog-
ana. Blaðið segir að óljóst sé hvernig
njósnunum sé háttað, en hefur eftir
tveimur heimildarmönnum sínum að
þegar ákveðið sé að hlera síma er-
lends leiðtoga fái sendiherra Banda-
ríkjanna í viðkomandi landi og
starfsmaður Þjóðaröryggisráðsins í
Hvíta húsinu reglulega greinargerð-
ir um njósnirnar. Að sögn annars
embættismannanna er hugsanlegt
að Obama hafi ekki verið upplýstur
sérstaklega um að símar erlendra
leiðtoga hafi verið hleraðir og fylgst
hafi verið með tölvusamskiptum
þeirra. „En það er algerlega ljóst að
Þjóðaröryggisráðið og hátt settir
menn í leyniþjónustusamfélaginu
vissu nákvæmlega hvað var í gangi
og að halda öðru fram væri
fáránlegt.“
Þjóðaröryggisráðið (NSC) í Hvíta
húsinu heyrir undir bandaríska for-
setann og er helsti vettvangur hans
fyrir samráð við sérfræðinga sína og
ráðherra í þjóðaröryggis- og utan-
ríkismálum.
Lofar endurskoðun á
allri njósnastarfsemi NSA
Feinstein telur að Obama stöðvi allar njósnir um leiðtoga vinveittra ríkja
AFP
Nýr yfirmaður Obama forseti og nýr yfirmaður alríkislögreglunnar FBI, James Comey (t.h), hlýða á bandaríska
þjóðsönginn í höfuðstöðvum FBI í Washington. Comey tók við embættinu af Robert Mueller sem gegndi því í tólf ár.
Erna Solberg, forsætisráðherra
Noregs, hefur óskað eftir svörum frá
sænskum stjórnvöldum um eftirlit
sænskra yfirvalda með síma- og
tölvusamskiptum
Norðmanna.
Samkvæmt
umdeildum
sænskum lögum
frá árinu 2008
hafa sænsk yfir-
völd víðtæka
heimild til að hafa
eftirlit með fjar-
skiptum til og frá
landinu – tölvu-
pósti, símtölum og sms-skilaboðum.
Yfirvöldin geta skannað öll símtöl,
sms-skilaboð og tölvupósta til og frá
landinu í leit að sérstökum orðum.
Erna Solberg kveðst hafa áhyggj-
ur af fjarskiptaeftirliti sænskra yfir-
valda með Norðmönnum og rætt
málið við Fredrik Reinfeldt, for-
sætisráðherra Svíþjóðar, sem var í
Noregi vegna þings Norðurlanda-
ráðs. „Við ræddum þetta í gær og ég
sagði að við vildum frekari upplýs-
ingar,“ hafði fréttavefur norska
ríkisútvarpsins eftir Solberg í gær.
„Við höfum áhyggjur vegna þess að
netumferð okkar Norðmanna fer að
miklu leyti í gegnum Svíþjóð.“
Njóti sama réttar og Svíar
Þegar sænsku lögin voru sett árið
2008 fékk FRA, fjarskiptastofnun á
vegum varnarmálaráðuneytisins,
heimild til að hafa eftirlit með fjar-
skiptunum. Fyrir ári var lögunum
breytt og sænska öryggislögreglan,
Säpo, og sænska ríkislögreglan
fengu sömu heimild.
Í sænsku lögunum er ákvæði um
að ekki megi hafa eftirlit með fjar-
skiptum sænskra ríkisborgara
innanlands en það ákvæði nær ekki
til Norðmanna, að sögn norska ríkis-
útvarpsins. Bård Hoksrud, sem fer
með fjarskiptamál í norsku stjórn-
inni, hefur sagt að Norðmenn eigi að
njóta sömu réttinda og Svíar hvað
varðar persónuvernd og netöryggi.
Reinfeldt sagði að Norðmenn
þyrftu ekki að hafa áhyggjur af
heimildinni vegna þess að sænsk lög
takmörkuðu upplýsingaöflunina.
„Næstum öll ríki hafa slíkt eftirlit
með fjarskiptum,“ hefur norska
ríkisútvarpið eftir sænska forsætis-
ráðherranum. „Markmiðið er ekki
að hafa eftirlit með ákveðnu landi,
heldur að verjast hryðjuverka-
starfsemi og fyrirbyggja stríð og
átök.“
Kveðst hafa
áhyggjur af
eftirliti Svía
Erna Solberg
Solberg óskar
eftir upplýsingum
Ósló. AFP. | 29
ára gamall Norð-
maður, Krist-
offer Koch, sem
keypti bitcoin-
peninga fyrir
jafnvirði tæpra
3.000 króna fyrir
fjórum árum en
gleymdi þeim
síðan, gat keypt
íbúð í miðborg Óslóar fyrir rafpen-
ingana þegar hann mundi loks eftir
kaupunum.
Norðmaðurinn segist ekki hafa
munað eftir rafpeningunum, sem
hann keypti, fyrr en í apríl þegar
hann las grein í blaði um að rafræni
gjaldmiðillinn hefði hækkað mjög í
verði. Hann komst að því að verð-
mæti peninganna, sem kostuðu
hann tæpar 3.000 krónur, er nú um
83 milljónir króna. „Mig hefði aldr-
ei getað órað fyrir því að þeir
myndu hækka svona mikið í verði,“
sagði hann.
NOREGUR
Keypti íbúð fyrir
gleymda rafpeninga
Leyniþjónusta danska hersins
(FE) beitir að miklu leyti sömu
aðferðum og Þjóðaröryggis-
stofnun Bandaríkjanna (NSA)
hvað varðar njósnir um erlenda
ráðamenn ef þær eru taldar geta
haft þýðingu fyrir þjóðarhags-
muni Dana, að sögn danska dag-
blaðsins Politiken í gær.
Í frétt á vef blaðsins kemur
fram að í síðustu ársskýrslu
leyniþjónustunnar segi að hún
áskilji sér rétt til að hlera síma
erlendra ráðamanna ef það hafi
þýðingu fyrir hagsmuni Danmerk-
ur. „Það gæti verið ákveðið sam-
tal eða tiltekið samkomulag milli
hátt settra ráðamanna frá einu
eða fleiri löndum, sem geta haft
þýðingu fyrir danska hagsmuni
nú eða til lengri tíma litið,“ segir
í skýrslunni.
Flemming Splidsboel Hansen,
lektor við Kaupmannahafnar-
háskóla og fyrrverandi starfs-
maður leyniþjónustu hersins, tel-
ur að gagnrýnin á Þjóðaröryggis-
stofnunina einkennist að miklu
leyti af hræsni. „Allar leyniþjón-
ustustofnanir stunda hleranir og
það ber okkur líka að gera í
ákveðnum mæli, vegna þess að
þetta er tæki til að afla mikil-
vægra upplýsinga,“ hefur Politik-
en eftir Hansen. „Eftirlit er nauð-
synlegt til að afla nauðsynlegra
upplýsinga. En hvar eiga mörkin
að vera – er nauðsynlegt að
fylgjast með tölvum venjulegs
fólks? Ef til vill næst ekki sam-
komulag við Bandaríkjamenn en
við getum rætt frekar hvaða
mörk FE og fleiri evrópskar leyni-
þjónustur eiga að hafa.“
Danir njósna líka um valdhafa
GAGNRÝNIN SÖGÐ EINKENNAST AF HRÆSNI