Morgunblaðið - 30.10.2013, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 30.10.2013, Qupperneq 31
ist vel með öllu sem brasað var uppi í heiði, hvort sem um var að ræða framkvæmdir við húsið, sil- ungsveiði eða eitthvað annað. Hann kom nokkuð reglulega í heimsókn í Kiddahús á Fergu- son-tryllitækinu sínu og eru þær heimsóknir minnisstæðar. Valdi var vel upplýstur og fylgdist alla tíð vel með, bæði fjöl- skyldu og frændfólki sem og þjóðfélagsmálum. Það var því vandræðalaust að spjalla við hann um flest milli himins og jarðar. Hann hafði sterkar skoð- anir á mörgum málum, var glett- inn mjög og góðlátlega stríðinn. Hann lagði alúð í þau verk sem hann vann sem kom vel fram í æðarræktinni sem skipaði stóran sess í tilveru hans, ekki síst síð- ustu árin. Valda verður sárt saknað en margt gott starfið ligg- ur eftir hann sem eftirlifendur munu njóta í framtíðinni. Valdi lifði löngu og farsælu jarðlífi en sá tími hans er nú lið- inn. Ég trúi því að nú sitji þeir bræðurnir Valdi og pabbi að spjalli á góðum stað í góðum fé- lagsskap. Elsku Gilla, Steini, Nonni, Jói, Gunni og fjölskyldur, ykkur sendi ég mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Guð geymi Valda frænda og blessuð sé minning hans. Árni Kristmundsson. Rögnvaldur Steinsson, móður- bróðir minn, var fæddur á Hrauni á Skaga og þar stóð hann vaktina í þau 95 ár sem hann lifði. Hann var 3. í aldursröð 12 systk- ina hóps og kom það í hans hlut að verða bóndi á Hrauni og taka við þeim verkefnum sem jörðinni fylgdu, eins og vitavörslu við Skagatáarvita og veðurathuganir fyrir Veðurstofu Íslands. Valdi á Hrauni, eins og hann var oftast kallaður af vinum og vandamönn- um, var af þeirri kynslóð sem ólst upp á erfiðleikatímum í íslensku þjóðfélagi og fólk þurfti þá að hafa fyrir hlutunum til að sjá sér og sínum farboða. Hann hafði í heiðri gömul og góð gildi og lifði eftir þeim. Valdi var lánsamur maður þegar hann náði í hana Gillu sína, yndislega konu sem hefur alla tíð staðið við hlið hans eins og klettur Það er alltaf gam- an að koma að Hrauni, enda var gestrisni mikil hjá þeim hjónum. Alltaf tími til að spjalla við gest- ina um lífið og tilveruna og hús- freyjan töfraði fram veislukaffi, sjálfsagt stundum oft á dag því margra leið liggur að Hrauni. Valdi hafði gaman af að spjalla, hann var vel lesinn og fylgdist vel með fréttum því kom enginn að tómum kofunum þar. Fyrir nokkrum árum var ég í vega- vinnu á Skaga og kom þá daglega að Hrauni. Var þá margt rætt, bæði pólitík og fleira. Þó að við værum sammála í pólitíkinni greindi okkur stundum aðeins á en það var bara til að skerpa um- ræðuna. Eitt sinn man ég eftir að við áttum sameiginlegan and- stæðing, það voru samtök úti í heimi sem börðust á móti sölu á æðardúni og minkaskinnum. Þetta fólk hélt að æðarbændur reyttu dúninn af kollum sínum og minkabændur gerðu eitthvað enn verra við minkinn. Við frændur vönduðum þessu fólki ekki kveðj- urnar og höfðum um þau þung orð sem ekki eru hafandi eftir í minningargrein. Valdi var gleðimaður og mörg eru þorrablótin sem við Sigur- björg höfum verið gestir þeirra Hraunshjóna í Skagaseli á liðn- um árum. Við hjónin minnumst frænda þar á fullu í dansinum þó að aldraður væri. Eftir að fæt- urnir fóru að gefa sig sat hann keikur við sitt borð og skenkti gestum sínum viskí eða koníak þó að hann neytti þess lítið sjálfur. Það er margs að minnast frændi sæll eftir að hafa verið samferða þér í lífsgöngunni undanfarna áratugi. Nú hefur þú lagt í þá langferð, um óravídd fjarlægðar- innar, sem allra bíður og gengur þar um grænar grundir með ætt- ingjum og gömlum vinum sem farnir eru á undan þér. Þar sem er land, þar er líka haf og þar sem land og haf mætast, gerir ég ráð fyrir að séu æðar- kollur. Þar ert þú á heimavelli. Ég minnist þín, er sé ég sjóinn glitra við sjávarhvel. Þegar mánans mildu geislar titra ég man þig vel. (Ók höf.) Elsku Gilla, Steini, Nonni, Jói, Gunni og fjölskyldur. Við bræður á Reynistað og fjölskyldur okkar senda ykkur innilegar samúðar- kveðjur og við kveðjum Valda frænda okkar á Hrauni með virð- ingu og þökk. Jón Sigurðsson. Eins og margir vita er ysta byggðin á Skaga ekki skjólsæl- asti eða hlýjasti staður landsins. Þar er samt gott að vera og þá ekki síst vegna þeirrar hlýju sem stafar frá fólkinu sem býr þar. Við sem komum þangað í heim- sókn og dveljum oftast bara skamma hríð finnum þetta vel. Það er varla hægt að hugsa sér betri nágranna en við eigum þar. Einn þeirra var Rögnvaldur Steinsson, eða Valdi á Hrauni eins og hann var oftast kallaður. Það hefur skipt okkur miklu máli að geta alltaf leitað til Valda um ráð og leiðbeiningar um hvað- eina sem varðar hirðingu æðar- varps og dúntekju, enda fáir sem höfðu lengri reynslu af slíkum störfum en hann. Hann var alltaf boðinn og búinn að ráðleggja okkur, lána okkur tæki og veita alla þá aðstoð sem tök voru á. Við reyndum að endurgjalda það með því að gefa okkur tíma til að spjalla við hann um hitt og þetta því það þótti honum skemmtilegt. Þá sakaði ekki að spjallið væri kannski af léttara taginu inni á milli. Síðustu árin var þetta orðið svolítið erfiðara en áður vegna þess að heyrnin var farin að bila. En þegar maður „náði í gegn“ var auðvelt að finna að allt var við það sama inni fyrir þótt árin væru orðin mörg. Hann fylgdist vel með öllu, hafði ákveðnar skoðanir en vildi líka frétta af mönnum og málefnum. Valdi kom líka til að skoða hvað við værum að gera „í Búð- um“, en það kallaði hann Ásbúðir stundum. „Fuglinn kemur oftast fyrr í Búðum,“ sagði hann þá kannski. Það eru ekki mörg ár síðan hann kom í heimsókn til okkar á fjórhjólinu sínu, en það reyndist honum mikið þarfaþing eftir að fæturnir voru hættir að duga til langra gönguferða. Síð- ast kom hann í fyrra til að líta á endurbætur og lagfæringar á húsakosti í Búðum. Það var auð- fundið á öllu að honum þótti vænt um staðinn og hann átti góðar minningar um þá sem höfðu búið þar áður. Hann talaði vel um það fólk. Nú kveðjum við þennan aldna höfðingja og þökkum honum alla vinsemd, hjálpsemi og hlýju. Um leið sendum við Gillu, strákunum og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Nágrannarnir í Ásbúðum, Sigríður, Höskuldur, Snæbjörn, Ingibjörg, Nína, Björn. Það var árið 1974 að við fé- lagarnir héldum norður að Hrauni á Skaga því við höfðum fregnir af fengsælum veiðivötn- um á þeim slóðum. Minningin um móttökurnar á því menningar- heimili er okkur rík í huga og gleymist ekki. Ókunnugum mönnum var boðið til stofu og bornar fram veitingar sem setið var yfir frameftir degi, krufin pólitíkin í landinu og rædd dæg- urmál í bland við þjóðlegan fróð- leik. Þau Hraunshjón Guðlaug og Rögnvaldur reyndust vera visku- brunnar með kunnugleika og mótaðar skoðanir á flestum mál- um, viðræðugóð og sanngjörn í dómum. Og svo „fjárglögg“ eink- um frúin, að varla var nefndur maður til sögunnar að á honum fyndust ekki deili. Á þessum júl- ídegi fyrir 39 árum var stofnað til vináttu sem aldrei varð brestur á, en vaxið með árunum og aukist af virðingu. Undir Hraun liggja mörg vötn og sum í göngu- eða akstursfæri frá bænum, en Rögnvaldur vildi að við færum inn á Skagaheiði þar sem væru fengsælli vötn, von á stærri fiskum og meiri afla. Járnaðir hestar biðu okkar og við gistum í tjaldi í tvær nætur í heið- inni. Þetta var unaðsveröld og full- komin kyrrð, aðeins við tveir og hrossin og himbriminn á vatninu. Þessar ferðir okkar á Skaga- heiði urðu árvissar næstu 25 árin, en þá hafði jeppaöldin tekið völd- in, umferð á heiðinni aukist og heiðaróin sem við áttum í minn- ingunni að baki. Þó að veiðitúrinn hafi verið til- efnið til norðurferða í aldarfjórð- ung, var ekki síður ástæðan og tilhlökkunarefnið að hitta þau hjón og deila með þeim hugðar- efnum dagstund í stofunni á Hrauni. Alltaf fór maður ríkari úr þeirra húsum. Nú hefur óðalsbóndinn á Hrauni lokið langri vegferð á tí- ræðisaldri, lotinn í baki og slitinn eftir vinnusama ævi. Í sumar átti ég símtal við Guðlaugu og þá var hún að koma frá því að styðja Rögnvald út í dúnhús þar sem hann sat og dundaði sér við dún- hreinsun. Þvílík elja hjá 94 ára manni. En þannig eigum við minninguna um þennan góða mann; vinnu- samur, samviskusamur, heiðar- legur og réttsýnn. Við hugsum með þakklátum huga til þeirra hjóna, sonanna og fjölskyldna þeirra og biðjum þeim blessunar í framtíðinni. Kristinn Kristinsson og Skúli Sigurðsson. Í mínu hjarta sorgin sverfur að sannlega ég ætla þig að muna því letra ég á þetta litla blað ljúfar þakkir fyrir vináttuna. (Lýður Ægisson.) Okkur félagana langar að minnast góðs vinar, Rögnvaldar á Hrauni sem nýlega hefur kvatt þennan heim. Það var fyrir 25 árum að okkur félögunum datt í hug að gaman væri að fá leyfi til að veiða í vötn- unum á Skagaheiði. Það varð úr að við hringdum í bóndann á Hrauni og bárum upp erindið. Rögnvaldur tók frekar fálega í erindið og sagði að þetta væri nú bara fyrir fjölskylduna, það var svo sem ekkert við því að gera þannig að samtalið fór út um víð- an völl með spjalli um líðandi stundir hér í Eyjum og við hvað við værum að sýsla, svo í lokin áð- ur en við náðum að kveðja þá sagði bóndinn á Hrauni: „Jæja komið þið bara, greyin mín, ég hola ykkur niður við eitthvert vatnið.“ Þar með var lagður grunnur- inn að langri og einlægri vináttu sem hefur varað allar götur síð- an. Fyrir okkur félagana að koma að Hrauni til þeirra heiðurshjóna Rögnvaldar og Guðlaugar hafa ætíð verið þvílíkar ánægjustund- ir og í eldhúsinu þar á bæ hefur margt verið spjallað bæði í alvöru og glensi og ekki hefur það skemmt fyrir að borðið hefur allt- af „svignað“ undan bakkelsi hús- freyjunnar. Það verður því öðruvísi að heimsækja Hraun á ári komanda, þó svo að það sé nokkuð víst að kökur og kaffi húsfreyjunnar verði á sínum stað, þá verður stóllinn við endann á eldhúsborð- inu auður. Í minninganna sjóð við getum sótt þar sagan þín er geymd við hjartarætur ég býð þér gamli vinur góða nótt guð þig blessi bæði dag og nætur. (Lýður Ægisson.) Við félagarnir vottum Guð- laugu og fjölskyldu okkar dýpstu samúð. „Vestmannaeyingarnir“ Þórarinn, Þórður Rafn, Erlendur, Haukur, Ingjald- ur og fjölskyldur. Við Jørgen höfum nú bráðum þekkt ykkur á Skaganum í 25 ár. Þegar við hittum Valda í fyrsta skipti bauð hann okkur hjartan- lega velkomin með hlýju handa- bandi í notalegu andrúmsloftinu heima á Hrauni. Þegar við sem búsett erum í Danmörku komum í heimsókn spurði Valdi alltaf af miklum áhuga út í aðstæðurnar í Danmörku, danskan landbúnað, ræktun, veðurfar, sykurfram- leiðslu o.fl. Það geislaði út frá honum kátínan og hlýjan og ávallt hefur verið gaman í fé- lagsskap hans og þínum Gilla og fjölskyldunnar með „kaffisopa“ í notalega eldhúsinu ykkar. Við upplifðum Valda með ótrúlegt afl þrátt fyrir hversu slitinn og full- orðinn hann var. Einn daginn fór hann niður að sjó með vél og vagn og hafði fyllt vagninn af rekavið, sem Jørgen átti að taka af heima. Þeir voru býsna þungir drum- barnir, sem Jørgen baksaði við að taka af vagninum, og við veltum vöngum yfir því hvernig í ósköp- unum Valda hefði tekist að koma þeim upp á vagninn. Kynni okkar af Valda voru að hann væri viljasterkur dugnaðar- forkur. Eitt sumarkvöld nálægt miðnætti sáum við hann fara ásamt dreng sem var þar í sveit út í girðingarvinnu. Hvenær þeir komu heim vitum við ekki. Valdi hafði mjög náin tengsl við náttúr- una. Einu sinni þegar við fórum í veiðiferð var fugl fastur í netinu. Hann losaði fuglinn varlega úr, strauk honum um bakið og sleppti honum í frelsið á ný. Valdi var virkur og í takt við tímann. Fyrir nokkrum árum keypti hann sér lítinn og lipran traktor, sem hann komst auðveldlega upp í og rúmaði tvo. Með þér, Gilla, sér við hlið fór hann víða. Við sáum ykkur fara út í varp með eitthvað með ykkur og enn meira heim. Á traktornum fór Valdi líka upp í heiði í berjamó. Með hækju í ann- arri hendi og fötu í hinni tíndi hann bláber fyrir níræðisafmæl- isveislu sína. Hugmyndin var að í eftirrétt ætti að bjóða upp á blá- ber, og höfum við heyrt að svo hefði verið raunin. Valdi var áhugasamur um það sem gerðist í kringum hann. Á seinni árum þegar líkaminn fór að láta undan fann hann sér stað í stofunni þar sem hann gat fylgst með þrennu: Horft á sjónvarpið, séð vestur í fjárhús og hreyfing- unni við næstu hús. Honum þótti vænt um að fá heimsókn daglega af yngri kynslóðinni, sem gátu sagt frá atburðum líðandi stund- ar. Valdi var allt þar til í lokin ákaflega iðjusamur. Í sumar var hann nánast á hverjum degi í sínu fasta sæti úti í dúnskúr að hreinsa dún. Þó að kraftarnir væru þverrandi kom hann sér niður í skúrinn bæði fyrir og eftir hádegi þrátt fyrir verki. Hann lét sig hafa það og hreinsaði dúninn fram að því síðasta og sýndi okk- ur hvernig við ættum að bera okkur að. Við minnumst Valda með virð- ingu og hugsum um ykkur sem eftir eru, sem hafa misst náinn ættingja. Við vottum Gillu og fjöl- skyldunni okkar dýpstu samúðar. Hlýjar kveðjur frá, Jørgen og Karen í Danmörku. MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2013 ✝ Útför æskuvinar míns og elskulegs eiginmanns, VIGGÓS EINARS MAACK skipaverkfræðings, Þorragötu 7, Reykjavík, verður í Dómkirkjunni föstudaginn 1. nóvember kl. 13.00. Látið slysavarnafélagið Landsbjörgu njóta hlýhugar. F.h. fjölskyldunnar, Ásta Þorsteinsdóttir Maack. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR ÓLAFUR GUÐMUNDSSON bifreiðastjóri, Rauðalæk 36, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum þriðjudaginn 22. október verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 1. nóvember kl. 13.00. Gyða Sigrún Stefánsdóttir, Guðný Ólafsdóttir, Aðalsteinn Jón Símonarson, Ingibjörg Ólafsdóttir, Stefán Aadnegard, Ágúst Ólafsson, Eva Matthildur Steingrímsdóttir, Stefán Ólafsson, Guðrún Finnbjarnardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JAKOB ÞÓR ÓSKARSSON, sem lést miðvikudaginn 23. október, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn 1. nóvember kl. 15.00. Hulda S. Knudsen, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Alúðarþakkir til allra sem sýndu okkur vinarhug og heiðruðu minningu ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og tengdasonar, JÓNS RÚNARS GUNNARSSONAR samanburðarmálfræðings. Margrét Jónsdóttir, Þóra Jónsdóttir, Sveinbjörn Gröndal, Bergljót Jónsdóttir, Arnaldur Sigurðsson, Ásgrímur Karl Gröndal, Jón S. Einarsson. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞORBJÖRG HANSDÓTTIR, Obba, verslunarmaður, Ægissíðu 4, Rangárþingi, sem varð bráðkvödd í Bandaríkjunum hinn 15. október, verður jarðsungin frá Oddakirkju laugardaginn 2. nóvember kl. 14.00 Þórhallur Ægir Þorgilsson, Baldur Þórhallsson, Felix Bergsson, Ólöf Þórhallsdóttir, Guðmundur Óskar Hjaltalín, Bjarki Þórhallsson, Guðmundur, Álfrún Perla, Kristín Ósk, Ægir og Freyja

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.