Morgunblaðið - 30.10.2013, Page 35
starfaði Arthur hjá EJS við innkaup
og birgðahald. Hann starfaði síðan
hjá ISAL í áratug og var þar einnig
við innkaup og birgðahald.
Arthur hefur svo verið fram-
kvæmdastjóri GMR endurvinnsl-
unnar ehf. frá 2011. En hvað er
GMR endurvinnslan?
„GMR er stálendurvinnslu-
fyrirtæki á Grundartanga sem end-
urvinnur brotajárn. GMR endur-
vinnur aðallega stál sem fellur til
hjá álverunum á Íslandi og eftir
endurvinnslu er stálið sent aftur til
álveranna þar sem það er nýtt aftur
í sama tilgangi.“
„Og golan kyssir kinn“
En hver er helstu áhugamálin,
Arthur?
„Hestamennska hefur verið mitt
aðaláhugamál frá því að ég var
krakki. Ég hef haft áhuga á hestum
og skepnum, almennt, frá því ég var
polli í sveitinni, á Gili í gamla daga.
Auk þess hefur pabbi alltaf verið
hestamaður. Ég byrjaði ungur að
huga að hrossum með honum og ég
hef átt hest frá því að ég var átta
ára. Fjölskyldan hefur verið saman
í hestamennskunni í gegnum tíðina,
og það er sömu sögu að segja um
konuna mína. Við erum öll á kafi í
hestamennsku.“
Eigið þið marga hesta?
„Hestamenn svara nú aldrei
svona spurningum nákvæmlega. Jú,
við hjónin erum með 6-7 hross um
þessar mundir og við höfum verið
með aðstöðu hjá Fáki frá því ég
flutti suður.“
Hvað er það sem gerir hesta-
mennsku svona skemmtilega?
„Ja, það er góð spurning. Það er
nú líklega ekkert eitt sem ræður úr-
slitum um það. Þetta er svona eins
og með margt annað, ákveðinn lífs-
stíll sem hefur sinn sjarma í smáu
og stóru.
Auðvitað er það samveran við
þessar yndislegu skepnur og bjástr-
ið í kringum þær. Síðan er það úti-
veran og þessi sérstöku og nánu
tengsl við náttúruna sem maður
skynjar einungis á hestbaki. Og loks
er það svo félagsskapurinn. Það
jafnast ekkert á við það að fara í
góðan útreiðartúr á góðum hesti, í
fallegu veðri og með góðu sam-
ferðafólki.
Fjölskylda
Eiginkona Arthurs er Þuríður
Tryggvadóttir, f. 24.2. 1972, rekstr-
arstjóri, Foreldrar hennar eru
Tryggvi Rafn Valdimarsson, f. 23.4.
1947, húsasmíðameistari, og
Kristjana Sigrún Bjarnadóttir, f.
26.2. 1949, hárgreiðslumeistari.
Börn Arthurs og Þuríðar eru Sig-
rún María Arthursdóttir, f. 1.2.
2000; Vignir Snær Arthursson, f.
8.1. 2004, og Valdís Birna Arth-
ursdóttir, f. 25.6. 2010.
Systur Arthurs eru Katrín Ragn-
heiður Guðmundsdóttir, f. 21.9.
1969, sjúkraþjálfari, búsett á Ak-
ureyri, og Ásta Valdís Guðmunds-
dóttir, f. 4.9. 1970, leikskólakennari,
búsett á Sauðárkróki.
Foreldrar Arthurs eru Guð-
mundur Garðar Arthursson, f.
23.11. 1947, rekstrarráðgjafi hjá Ar-
ion banka, og Katrín Ólöf Ástvalds-
dóttir, f. 21.2. 1949, verkefnastjóri
hjá Starfsmannafélagi ríkisins.
Úr frændgarði Arthurs Garðars Guðmundssonar
Arthur Garðar
Guðmundsson
Ragnheiður Bjarnadóttir
frá Húsavík
Arthur Guðmundsson
innkaupastjóri KEA
Guðmundur
Garðar Arthursson
rekstrarráðgjafi hjá
Arion banka í Rvík
Guðrún Helga Guðmundsd.
húsfr. á Akureyri
Guðmundur Vigfússon
skósm. á Akureyri
Katrín Einarsdóttir
húsfr.í Reykjavík
Ólafur Kristjánsson
bakari í Reykjavík
Katrín Sigurlaug Ólafsdóttir
húsfr. í Keflavík
Ástvaldur Þórðarson
hafnsögum. í Keflavík
Katrín Ólöf Ástvaldsdóttir
við verkefnastjórnun hjá Starfs-
mannafél. ríkisins í Reykjavík
Þuríður Ólafsdóttir
húsfr. í Rvík
Þórður Sigfús Vigfússon
sjóm. í Rvík
Bjarni Benediktsson
kaupm. á Húsavík
Hansína
Benediktsd.
húsfr. á
Sauðárkróki
Ásta
Jónasdóttir
húsfr. í Rvík
Jónas
Bjarnason
efnaverk-
fræðingur og
næringar-
fræðingur
Bryndís Bjarnadóttir
húsfr. í Rvík
Gunnar Bjarnason
hrossaræktarráðunautur
Vernharður Bjarnason
forstjóri á Húsavík
Bjarni Sigtryggsson
sendiráðunautur
Halldór Gunnarsson
pr. í Holti undir Eyjafjöllum
Þórdís Ásgeirsdóttir
húsfr. frá Knarrarnesi
Bjarni Ásgeirsson
alþm. og ráðh.
Jóhannes Bjarnason
verkfr. í Rvík
Ásta Ragnheiður
Jóhannesdóttir
fyrrv. forseti Alþingis
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2013
Hallgrímur Jónasson kennarifæddist í Fremrikotum íSkagafirði 30.10. 1894, son-
ur Jónasar Hallgrímssonar, bónda
þar, og k.h., Þóreyjar Magnúsdóttur
húsfreyju.
Jónas var sonur Hallgríms, b. í
Bólu Jónassonar, b. í Nýjabæ í Aust-
urdal Jóhannessonar. Móðir Jónasar
í Fremrikotum var Vigdís Jóns-
dóttir, b. í Litladal Eiríkssonar, og
Oddnýjar Magnúsdóttur.
Þórey var dóttir Magnúsar, b. í
Bólu Jónssonar, og Guðrúnar Halls-
dóttur.
Hallgrímur var albróðir Frímanns
Jónassonar skólastjóra.
Eiginkona Hallgríms var Elísabet
Valgerður Ingvarsdóttir og eign-
uðust þau þrjá syni, Ingvar fiski-
fræðing, Jónas bifreiðastjóra og Þóri
kennara.
Hallgrímur stundaði nám við Al-
þýðuskólann á Hvítárbakka í Borg-
arfirði, lauk kennaraprófi frá Kenn-
araskólanum í Reykjavík 1920,
stundaði nám við Kennaraháskólann
í Kaupmannahöfn og síðan við skól-
ann í Askov og fór námsferð til Eng-
lands og fjölda slíkra ferða til
Norðurlandanna.
Hallgrímur var kennari við Barna-
skólann í Vestmannaeyjum 1921-31
og bókavörður þar 1926-31 og síðan
kennari við Kennaraskólann 1931-68.
Hallgrímur var einn af vinsælustu
og virtustu kennurum Kennaraskól-
ans um árabil en þegar verið var að
koma upp fjölmennri kennarastétt til
að stórauka almenna barnafræðslu
hér á landi var ævistarf hans einkar
mikilvægt.
Hallgrímur var mikill áhugamaður
um ferðalög hér innanlands, marg-
fróður um landið, sögu og þjóð, og
fararstjóri hjá Ferðafélagi Íslands í
tuttugu sumur frá 1940. Hann sat í
stjórn félagsins 1944-72 og var heið-
ursfélagi þess og Útivistar. Þá hélt
hann fjölda útvarpserinda, var prýði-
legur hagyrðingur og sendi m.a. frá
sér Ferhendur á ferðaleiðum, ljóð og
vísur, 1950. Hann skrifaði mikið í Ár-
bók Ferðafélagsins og samdi ferða-
lýsingar.
Hallgrímur lést 24.10. 1991.
Merkir Íslendingar
Hallgrímur
Jónasson
90 ára
Lilja Þorleifsdóttir
85 ára
Bjarni Hansson
Björgvin Oddgeirsson
Þórólfur S. Ármannsson
80 ára
Anna Þorsteinsdóttir
Erna Hallgrímsdóttir
Guðjón Ársæll Tómasson
Jakobína Þorgeirsdóttir
Kristinn Þórir Jóhannsson
Þóra Þorsteinsdóttir
75 ára
Annmar Arnald Reykdal
Guðjón Karlsson
Hörður Ragnar Ragnarsson
Jón F. Sigurðsson
Lárus Helgason
Nikola Racunica
Sigurður Fossan
Þorleifsson
70 ára
Aðalsteinn B. Ísaksson
Grétar Guðjónsson
Jón Helgi Gestsson
Steinunn Jóhannsdóttir
Þórarinn B. Þórarinsson
60 ára
Dóra María Elíasdóttir
Enok Sveinbjörnsson
Flosi Sigurvin Valgarðsson
Guðrún Bryndís
Harðardóttir
Halldóra Jónsdóttir
Hrönn Bergþórsdóttir
Ingiríður B. Kristjánsdóttir
Jónas B. Sigurþórsson
Magnús Þorvaldsson
Mörður Árnason
Sigrún Anna Guðnadóttir
Sævar Eiríksson
Þórdís Arngrímsdóttir
50 ára
Adolf Friðriksson
Ásgeir Hinrik Ingólfsson
Ásmundur Einar
Ásmundsson
Ásmundur Orri
Guðmundsson
Birna Matthíasdóttir
Böðvar Guðmundsson
Egill V. Benediktsson
Guðrún Gauksdóttir
Hanna Íris Guðmundsdóttir
Magnús Þórarinn
Magnússon
Maribel Morden Rigos
Ólafur Jósefsson
Sigurður Þór Hafsteinsson
40 ára
Darius Eidukonis
Guðmundur Þórðarson
Hulda Karen Auðunsdóttir
Jakob Einarsson
Jóhann Helgi Konráðsson
Margret Vignisdóttir
Nino Laperashvili
Ólafur Jón Aðalsteinsson
Ragnheiður Jónsdóttir
Selma Karlsdóttir
Þór Viðar Jónsson
30 ára
Dagbjört Jónsdóttir
Ewelina Kacprzycka
Guðrún Guðmundsdóttir
Gunnar Örn Sigfússon
Til hamingju með daginn
30 ára Ægir ólst upp á
Hofsósi, er búsettur í
Reykjavík og er forritari
hjá Netheimi.
Systur: Bylgja Finns-
dóttir, f. 1988, kenn-
aranemi; Sjöfn Finns-
dóttir, f. 1993, nemi, og
Sonja Finnsdóttir, f. 1999,
grunnskólanemi.
Foreldrar: Finnur Sig-
urbjörnsson, f. 1958, sjó-
maður frá Hofsósi, og
Sólveig Pétursdóttir, f.
1963, stuðningsfulltrúi.
Ægir
Finnsson
30 ára Silja ólst upp á
Ytra-Felli, lauk MSc.-prófi
í fjárfestingastjórnun frá
HR og er verkefnastjóri
fjárfestinga hjá ISAVIA.
Maki: Þröstur Hrafnkels-
son, f. 1978, verkfr. og
framhaldsskólakennari.
Börn: Kamilla Klara, f.
2008, og Valdemar Kató,
f. 2011.
Foreldrar: Ragnhildur
Jónsdóttir, f. 1954, og
Valdemar Jónsson, f.
1956, d. 2008.
Silja
Valdemarsdóttir
30 ára Þórunn ólst upp í
Hafnarfirði, er nú búsett í
Kópavogi. Hún lauk próf-
um frá Húsmæðraskól-
anum á Hallormsstað og
stundar nú húsmóð-
urstörf.
Maki: Þorsteinn Pétur
Hlífarsson, f. 1980, sjó-
maður.
Börn: Daníel Þór, f. 2011,
og Inga Fanney, f. 2013.
Fósturforeldrar: Þórunn
Ásgeirsdóttir, f. 1946, og
Gylfi Jónsson, f. 1944.
Þórunn Helga
Jóhannsdóttir
mbl.is/islendingar
islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
NÝ LÍNA AF
BAÐINNRÉTTINGUM FRÁ IFÖ
Baðinnréttingar eru fáanlegar: hvítar háglans – hvítar mattar – ljósgráar – dökkgráar – svört eik
Allt í baðherbergið frá A til IFÖ.
Opið virka daga kl. 8–18 og laugardaga kl. 10–15
Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is
Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is