Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.10. 2013
Það er hægt að gefa uppskriftir að
ýmsu. Í Sunnudagsblaði Morgun-
blaðsins hefur í gegnum tíðina
verið hægt að fá uppskriftir að
brauðbollum, villibráðarfyll-
ingum, notalegum kvöldlestri,
teygjuæfingum, vönduðu og góðu
heimilisbókhaldi, ullarpeysum og
vítamínkúrum.
Það hefur verið meiri vand-
kvæðum bundið að gefa uppskrift
að því hvernig á að verða ham-
ingjusamur, leysa lífsgátuna og
sannarlega eiga blaðamenn ekki
auðvelt með að ábyrgjast upp-
skriftir að því hvernig eigi að
njóta velgengni.
Þar er líka stór munur á því að
njóta velgengni og því að rembast
eins og rjúpa við staur við að hafa
uppi á henni. Hana rekur þó ekki
bara á fjörur meðan við hendum í
smákökur og bíðum eftir henni.
Það gæti þó ekki verið að
Sunnudagsblað Morgunblaðsins
innihaldi uppskrift að því í dag
hvernig á að njóta velgengni?
Lesendur ættu í það minnsta að
fletta upp á blaðsíðu 46 og heyra
hvað hann Valdimar Geir Hall-
dórsson hefur um hana að segja.
Valdimar er einn af þeim sem hafa
notið velgengni en hann var annar
helmingur tvíeykisins Hemmi og
Valdi og missti vin sinn og við-
skiptafélaga, Hermann Fannar
Valgarðsson, fyrir tveimur árum.
Þessir ungu athafnamenn vöktu
mikla athygli á þeim tíma sem
þeir komu að hinum fjölbreytt-
ustu verkefnum hérlendis. Valdi
ræðir velgengnina í blaðinu í dag.
Hann segir að þeir félagar hafi
alltaf haft fólkið í kringum sig í
huga og reynt að laða það besta
fram í hverjum og einum. „Grunn-
urinn í öllu því sem við gerðum og
ég hef reynt að gera alla tíð er ein-
faldur, það er að vinna í samvinnu
við fólk og finna gleði í því. Þetta
var gagnkvæmt á alla kanta“. Þó
má geta þess að Valdi á litla
svarta bók sem hann krotaði allt
það í sem hann langaði að gera í
lífinu. Það gæti verið eitthvað.
RABBIÐ
Að valda velgengni
Júlía Margrét Alexandersdóttir
Mávi hefur fjölgað gríðarlega í Reykjavíkurborg undanfarin ár. Á fundi sínum fyrir skömmu samþykkti borgin að grípa til aðgerða þar sem þessum frekju-
fugli skyldi markvisst fækkað. Ekki er lengur hægt að gefa öndunum brauð á Reykjavíkurtjörn eins og margir upplifðu þegar fyrsti skólafrídagur flestra
skóla var á föstudag. Mávurinn stekkur til og hirðir allt brauðið sem litlu ungarnir eiga að fá, börnum, foreldrum og öðrum fuglum til ama. Alls hafa
5.400 mávar verið skotnir í Reykjavík það sem af er ári en flestir eru þeir skotnir við sorphaugana.
Snjallsímaeigendur hafa sumir brugðið á það ráð að ná sér í smáforrit sem gefur frá sér hátíðnihljóð en það fælir mávinn burt. Hægt er þá að gefa
öndunum í friði og ró – laus frá mávahlátri og frekju.
AUGNABLIKIÐ
Morgunblaðið/RAX
MÁVAHLÁTUR
AÐ HAUSTI
HAUSTFRÍ OG STARFSDAGAR ERU ÁBERANDI Í MÁNUÐINUM ÞAR SEM FORELDRAR ÞURFA AÐ TAKA BÖRNIN
MEÐ Í VINNUNA EÐA EYÐA TÍMA MEÐ ÞEIM, KANNSKI NIÐRI VIÐ TJÖRN. MÁVARNIR HAFA UNDANFARIÐ HER-
TEKIÐ LITLA POLLINN Í MIÐRI REYKJAVÍKURBORG OG EKKI ER ÞÁ ÆSKILEGT AÐ GEFA ÖNDUNUM BRAUÐ.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Útgefandi Óskar Magnússon
Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hvað? Jesus Christ
Superstar.
Hvar? Akureyrar-
kirkju.
Hvenær? Í dag kl.
15.
Nánar: Eyþór Ingi
og fleiri flytja valin lög úr hinum þekkta
söngleik. Verð: 1.500 kr.
Rokkmessa
Hvað? Fjölskyldu-
söngleikurinn Horn
á Höfði.
Hvar? Tjarnarbíó.
Hvenær? Sunnudag
kl. 13.
Nánar: Björn vaknar með horn á höfði
og fær Jórunni vinkonu sína með sér að
rannsaka málið. Verð: 2.900 kr.
Með horn eins og geit
Í fókus
VIÐBURÐIR HELGARINNAR
Hvað? Flóamarkaður.
Hvar? KEX hostel.
Hvenær? Í dag frá 12-16.
Nánar: Öllum er frjálst að leigja borð
til að selja varning, en sá peningur renn-
ur óskertur til Umhyggju, félags til
stuðnings langveikum börnum og fjöl-
skyldum þeirra.
Umhyggja á KEXinu
Hvað? Tékknesk
barnadagskrá.
Hvar? Borgarbóka-
safni Reykjavíkur.
Hvenær? Sunnudag
kl. 15-17.
Nánar: Sýnd verður
ævintýraleg bíómynd um bangsann Kuky
og lesnar vinningssögur úr smásagna-
keppni eftir tékknesk börn.
Tékkneskir barnadagar
Hvað? Random Hero Festival.
Hvar? Hafnarhúsinu.
Hvenær? Í kvöld kl. 21.00.
Nánar: Jack-Ass stjarna fagnar brúð-
kaupi sínu með veislu og til styrktar
hjólabrettamenningu í Reykjavík. Verð:
3.500 kr. og 18 ára aldurstakmark.
Brúðkaup til bjargar
Hvað? Ungsveit
Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands.
Hvar? Eldborgar-
sal Hörpu.
Hvenær? Sunnu-
dag kl. 17.
Nánar: Ungmenni úr tónlistarskólum
landsins reiða fram fagra tóna. Verð er
mismunandi eftir sætum.
Karnival í Róm
* Forsíðumyndina tók Rósa Braga.