Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Blaðsíða 42
Arnar Sigurðsson er 31 árs kvikmynda- gerðarmaður sem lætur hendur standa fram úr ermum. Til viðbótar við kvik- myndagerðina er Arnar einn af aðstand- endum hópfjármögnunarvefsins Karolina Fund. Hvað eruð þið mörg í heimili? Þrjú. Ég, kærastan mín Arnhildur Lilý og læðan Artemis. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Ost og smjör. Hvar kaupirðu helst inn? Bónus fyrir innkaup, en ég kaupi of mikið af tilbúnum mat, því miður. Hvað freistar helst í mat- vörubúðinni? 10-11 eru með 50% afslátt af heitum mat eftir klukkan 2. Það er bara allt í lagi hjá þeim miðað við svona fjöldaframleiddan heimilismat. Hvað fer fjölskyldan með í mat og hreinlætisvörur á viku? Ég er alls ekki nógu góður í að hafa yfirsýn yfir það. Hvernig sparar þú í heimilishald- inu? Ef ég myndi spara, þá væri það með því að elda eitthvað úr baunum. Á Indlandi vand- ist ég á að borða ofboðslega góðan mat úr baunum, og þær eru mjög ódýrar. Í raun mun betri en kjöt að flestu leyti finnst mér, þó ég sé ekki grænmetisæta. Hvað vantar helst á heimilið? Ég var einu sinni orðinn þreyttur á því að borða dýran og óhollan tilbúinn mat og hugsaði til Kínverjanna sem ég bjó með í London. Í hverri viku báru þeir inn heilan sekk af hrísgrjónum, og svo hafði hver sinn hrísgrjónahraðsuðupott og meðlæti með. Þetta var alltaf mjög fljótlegt og lyst- ugt hjá þeim, og alveg aðdáunarvert hvað það var ódýrt. Er kominn með svona pott núna en ekki enn byrjaður á „kínverska kúrnum“. Eyðir þú í sparnað? Ég legg ekki fyrir. Raunar verð ég svolítið tortrygginn þegar ég heyri svona mark- aðsslagorð sem innihalda þversögn. Skothelt sparnaðarráð? Í stað þess að vinna sér inn peninga til að kaupa það sem manni finnst gaman, er ódýrast að reyna að hafa gaman af því sem maður vinnur við. Það gengur auðvitað ekki alltaf upp. ARNAR SIGURÐSSON MYNDI SPARA MEÐ BAUNAÁTI Arnar segir gott sparnaðarráð að hafa gaman af því sem maður vinnur við. „Það gengur auðvitað ekki alltaf upp.“ Morgunblaðið/Golli Ætlar að prófa „kínverska kúrinn“ *Fjármál heimilannaAurapúkinn spilaði eitt sinn tölvuleik í vel á annað hundrað klukkustundir Það er engin tilviljun að leikja- tölvur hafa breiðst hratt út síð- ustu árin. Tölvur á borð við X- Box og PlayStation kosta ekki lít- ið en eru miklar afþreyingarmiðstöðvar fyrir heimilið. Ekki nóg með það held- ur eru góðir tölvuleikir ein- staklega hagkvæm skemmtun til að stunda. Nýjustu tölvuleikirnir kosta um 12.000 kr. sem halda mætti að væri dýrt, en bestu leikina má spila svo klukkustundum skiptir og vel það. Þegar reiknað er út hversu margar mínútur af afþrey- ingu fást fyrir hverja krónu er fátt sem slær við tölvuleikjum. Aurapúkinn afrekaði það t.d. eitt sinn að spila hátt í 200 klst. í vinsælum skotleik. Það er ekki amaleg fjárfesting þegar einn leikur er svo mikill tímaþjófur að hefði verið hægt að skrifa eins og eina skáldsögu á þeim tíma sem fór í skotbardagann á skján- um. púkinn Aura- Leikir eru ódýr skemmtunE f starfslokin eru á næsta leiti er yfirleitt of seint í rassinn gripið og lítið hægt að gera til að hækka þann mánaðarlega lífeyri sem vænta má. Eru vafalítið margir sem lenda í þeirri óskemmtilegu stöðu að þurfa að dvelja lengur á vinnu- markaði til að láta enda ná saman eða aðlagast mun fábreyttari og ódýrari lífsstíl í ellinni í takt við skarpa lækkun í ráðstöfunar- tekjum. En ein leið er þó fær: að flytja úr landi. Er verðlag víða um heim mun geðslegra og þeir sem koma sér rétt fyrir á góðum stað geta drýgt krónurnar sínar töluvert. Að mörgu þarf þó að huga, gæta vandlega að ýmsum tækni- legum atriðum og ekki missa fyrir slysni réttindi sem gætu skipt miklu síðar á lífsleiðinni. Skerðast greiðslurnar? Sumar lífeyrisgreiðslur og -bætur eru háðar ströngum búsetuskil- yrðum og geta reglurnar verið misjafnar eftir því hvort flutt er til lands á EES-svæðinu eða til ann- arra heimshluta. Á heimasíðu TR kemur t.d. fram að elli- og örorku- lífeyrisþegar sem setjast að í öðru EES-landi haldi rétti sínum til líf- eyrisgreiðslna en geti þó misst ýmsar uppbætur og greiðslur. Kerfið er flókið og aðstæður fólks misjafnar svo vissara er að hver og einn fari vandlega yfir mál sín hjá TR áður en hugað er að flutn- ingum úr landi. Öðru gegnir um inneignir í líf- eyrissjóðum. Hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna fengust þær upp- lýsingar að réttindi haldast óbreytt sama hvar lífeyrisþeginn býr. Verður þó að muna að greiða þarf skatt af lífeyrinum á Íslandi. Eins er vissara að huga að rétt- indum í sjúkratryggingakerfinu og tryggingum í nýja landinu. Kann að vera þörf á að kaupa víðtækar sjúkratryggingar þegar flutt er úr landi en á móti getur komið að heilbrigðisþjónusta er á mörgum stöðum mjög ódýr en samt af miklum gæðum. Þeir sem dottið hafa út úr íslenska sjúkratrygg- ingakerfinu komast svo ekki inn í kerfið aftur fyrr en eftir 6 mánaða búsetu í landinu. Heimþrá eða hamingja Áður en stokkið er af stað þarf líka að muna að flutningar út í heim, jafnvel milli heimsálfa, eru ekki fyrir alla. Mörgum reynist erfitt að vera fjarri vinum og ætt- ingjum og að aðlagast nýju um- hverfi. Hagræðingin er ekki mikil ef heimþráin kallar á tíðar flug- ferðir aftur til Íslands. Verður líka að huga að búsetuleyfum og ýmiss konar formsatriðum, en kröfur landa eru misstrangar þó víða séu sérstakar leiðir í boði fyrir lífeyr- isþega. Þeir sem ráða við og hafa gam- an af að búa í framandi landi geta staðið með pálmann í höndunum, því uppihaldið er víða mun ódýr- ara en á Íslandi og hægt að lifa í þægindum fyrir peninga sem rétt duga til að skrimta á Íslandi. Gott tæki í leitinni að áfanga- stað er vefurinn Numbeo.com en þar er safnað saman upplýsingum um framfærslukostnað í fjölda borga. Fær reiknivél Numbeo það t.d. út að lífið í Lissabon sé rösk- lega 30% ódýrara en í Reykjavík. Bangkok er nærri helmingi ódýr- ari, og Höfðaborg enn ódýrari en það. MATARKARFAN ER EKKI DÝR Í LISSABON Betra líf í útlöndum? EF LÍFEYRISGREIÐSLUR ERU AF SKORNUM SKAMMTI GETUR VERIÐ RÁÐLEGAST FYRIR SUMA AÐ FLYTJA ÚR LANDI OG SETJAST AÐ Á ÓDÝRARI SLÓÐUM. FLUTNINGAR GETA ÞÓ VERIÐ FLÓKNIR OG KREFJANDI. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Vel er þess virði að skoða þann mögleika að setjast að í ódýru landi svo að lífeyrisgreiðslur dugi fyrir ríkulegra uppihaldi en þær gera hér heima. Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.