Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Blaðsíða 4
Endurnýjun í kennarastétt-inni er ekki nægilega mikilenda hefur kennaranemum verið að fækka á síðustu árum. Eflaust kemur þar fleira til en veigamesta skýringin er án efa launakjörin,“ segir Þórður Hjaltested, formaður Kenn- arasambands Íslands. Fyrir liggur, að sögn Þórðar, að meðalaldur kennara í leik-, grunn- og framhaldsskólum er að hækka ár frá ári. „Upp úr 1970 brautskráðust mjög stórir ár- gangar og hafa haldist í kennslu öll þessi ár. Þessir hópar eru nú smám saman að detta út sem er áhyggjuefni. Við höldum ennþá í horfinu en því er ekki að neita að við óttumst að það fari að myndast göt í grunn- og fram- haldsskólum. Eins og fram hefur komið í umræðunni er þegar mikil vöntun á leikskólastiginu en lögin kveða á um að lágmark tveir þriðju hlutar starfsmanna í leikskólum skuli vera með leik- skólakennaramenntun. Töluvert vantar upp á það.“ Bjartsýn á að aðsókn aukist á öllum stigum Dr. Gunnhildur Óskarsdóttir, deildarforseti kennaradeildar HÍ, tekur undir þetta. „Á síðustu áratugum hefur náðst að hafa menntaða kennara í grunnskólum landsins en það hefur vantað upp á það í leikskólum að fylla í stöður. Það er verulegt áhyggju- efni að það sé skortur á leik- skólakennurum, á þessu mik- ilvæga skólastigi. Ég er samt bjartsýn á að aðsókn um kenn- aranám á öllum skólastigum muni aukast á ný.“ Hækkun umfram aðra Þórður segir það enn sem komið er heyra til undantekninga ef ráðnir eru leiðbeinendur til starfa í grunn- og framhalds- skólum á höfuðborgarsvæðinu. Sama eigi við um Eyjafjarð- arsvæðið þar sem Háskólinn á Akureyri hafi séð til þess að svæðið mettist af kennurum. Þórður bendir á að í skýrslu sem Efnahags- og framfarastofn- unin, OECD, lét vinna á síðasta ári sé því haldið fram fullum fet- um að laun kennara séu of lág á Íslandi til þess að eðlileg end- urnýjun megi eiga sér stað. Skýrslan var unnin í tengslum við árlega samráðsráðstefnu al- þjóðasamtaka kennara og OECD. Að sögn Þórðar eru laun kenn- ara á Íslandi talsvert lægri en í samanburðarlöndunum. „Sýnt hefur verið fram á að laun kennara á Íslandi séu að meðaltali 60% af því sem þekkist hjá öðrum stéttum með sambæri- lega menntun. Sú staðreynd hlýt- ur að hafa áhrif á fólk þegar það velur sér ævistarf,“ segir Þórður. Besta lausnin á vanda kenn- arastéttarinnar væri, að áliti Þórðar, að ná þjóðarsátt um að hækka laun kennara umfram aðra. Hann gerir sér þó grein fyrir því að erfitt verði að ná slíkum kröfum í gegn við núver- andi skilyrði í þjóðfélaginu. Eitt af þremur meginverk- efnum OECD-skýrslunnar var að meta hvernig fjölga ætti fólki sem velur sér kennslu sem ævi- starf. Huga þarf betur að starfsumhverfinu Spurður hver meginniðurstaðan hafi verið segir Þórður að huga þurfi betur að starfsumhverfi kennara og þá er hann ekki bara að tala um launin. „Það er lykilatriði að starfið sé fjölbreytt og bjóði upp á eðlilega þróun. Við vitum að þróunin er sú að fólk er frekar tilbúið að færa sig til í starfi á lífsleiðinni nú en áð- ur. Sú var tíðin að fólk menntaði sig til ákveðinna starfa sem það entist svo í alla ævi,“ segir Þórð- ur. Hann segir símenntun spila inn í þetta líka en kennarar standa í auknum mæli frammi fyrir slíkum kröfum. „Í því sam- bandi þarf að byggja upp kerfi sem hentar kennurum vegna þess að samfélagið breytist svo hratt.“ Það er leikur að læra. Alþjóðadagur kennara er í dag, 5. október. Morgunblaðið/Eggert Hverju er um að kenna? FORMAÐUR KENNARASAMBANDS ÍSLANDS SEGIR ÁSTÆÐU TIL AÐ HAFA ÁHYGGJUR AF ENDURNÝJUN Í KENNARA- STÉTTINNI TIL LENGRI TÍMA. JAFNVEL TIL SKEMMRI TÍMA LÍKA AÐ ÞVÍ GEFNU AÐ LAUNAKJÖR BATNI EKKI TIL MUNA. 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.10. 2013 Dr. Gunnhildur Óskarsdóttir, deild- arforseti kennaradeildar Háskóla Íslands, segir umsóknum um nám við deildina hafa fækkað á heildina litið á síðustu árum. „Flestir komu inn 2006 bæði í leik- og grunn- skólanám og nemendum hefur fækk- að töluvert síðan þá. Það er þó já- kvætt að í ár fjölgaði umsóknum og innritunum í leikskólakennaranám miðað við síðustu tvö ár,“ segir Gunnhildur. Skýringin er að hennar mati margþætt. „Ein er lenging kenn- aranámsins úr þremur í fimm ár sem ég tel að hafi verið rétt ákvörðun í þá átt að bæta íslenskt menntakerfi. Í löndunum í kringum okkur er kenn- aranámið fjögur til fimm ár og í Finnlandi er krafist meistaragráðu en gjarnan er litið til Finnlands til eftirbreytni þar sem finnska menntakerfið stendur framarlega í alþjóðlegum samanburði. Önnur skýring er sjálfsagt launin. Þau eru of lág hér á landi. Kennsla er mjög fjölbreytt starf en einnig flókið og því fylgir oft mikið álag. Það þarf að leiðrétta kjör kennara og bera aukna virðingu fyrir fagmennsku og því mikilvæga starfi sem þeir sinna.“ Mikilvægt og fjölbreytt – Hvað er hægt að gera til að auka áhuga ungs fólks á kennaranámi? „Það þarf að vekja athygli á því hversu mikilvægt og fjölbreytt kennaranámið er. Við þurfum að fá inn fleiri nemendur. Kennarastarfið er samfélagslega mikilvægt þar sem kennarar sinna einni af mikilvæg- ustu grunnstoðum samfélagsins og það er mikið í húfi. Allir vilja að börnin þeirra hafi góða kennara og að þeim líði vel í skólanum, áhrif kennarans á nám, þroska og vellíðan barna og ungmenna eru óumdeil- anleg að mínu mati. Ég trúi því að lenging námsins bæti skólastarf þegar til lengri tíma er litið. Með lengingu námsins gefst aukið svigrúm til fræðilegrar dýpk- unar, aukinna tengsla við vettvang auk ríkari kröfu um rannsóknar- hæfni kennara. Ég tel að kennara- námið sé ennþá áhugaverðara núna eftir lenginguna og þetta sé bara tímabundin fækkun. Í okkar sam- félagi þurfum hins vegar öll að taka höndum saman um að hefja þetta starf til vegs og virðingar.“ Leikskólabörn bregða á leik. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Lengra en áhugaverð- ara nám Þórður Hjaltested segir alltaf einhverja kenn- ara halda áfram að kenna eftir að þeir öðlast líf- eyrisrétt en telur það frekar tengjast launa- kjörum en þörf skólanna. „Kennarar geta starfað til sjötugs enda þótt sumir öðlist lífeyrisrétt jafnvel þegar um sex- tugt. Flestir lækka bara það mikið í launum við þetta að þeir kjósa að seinka þessu,“ segir Þórður. Hann segir auðvitað samt ekki hægt að úti- loka að skólastjórnendur meti reynsluna og leggi að eldri kennurum að halda áfram. „Það eru líka dæmi um að sumir kennarahópar í skólum hafi hald- ist lengi saman og fari fyrir vikið á svipuðum tíma á eftirlaun. Það skapar eðli málsins samkvæmt vandamál. Best er þegar á kenn- arastofunni er hæfileg blanda af reynslumiklu fólki og yngra fólki,“ segir Þórður. AÐ VERA EÐA EKKI VERA Þórður Hjaltested * Kennsla gæti mögulega verið mest allra lista þar semmiðillinn er mannshugurinn og -andinn. Bandaríski rithöfundurinn John Steinbeck.ÞjóðmálORRI PÁLL ORMARSSON orri@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.