Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Blaðsíða 64
SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 2013
„Mér fannst vera kominn tími fyrir eitthvað annað í mínu lífi,“
segir fimleikakonan Íris Mist Magnúsdóttir en hún hefur ákveð-
ið að hætta allri fimleikaiðkun á keppnisstigi. Íris er ein fremsta
íþróttakona sem Ísland hefur alið af sér en hún hefur unnið alla
titla sem í boði eru í fimleikum hér á landi með félagsliði sínu,
Gerplu, ásamt því að vinna tvo Evrópumeistaratitla með ís-
lenska landsliðinu í hópfimleikum.
„Ég er búin að æfa fimleika í 19 ár. Það var bara kominn tími
til að eitthvað annað nýtt tæki við. En ég get nú ekki séð fram á
það að maður nái einhvern tímann að hætta alveg. Ég á alltaf
eftir að vera tengd fimleikum á einhvern hátt, hvort sem það er
að þjálfa, dæma eða troða mér í einhverjar nefndir.“Íris ætlar
að einbeita sér að náminu í nánustu framtíð en hún er að læra
sálfræði við Háskólann í Reykjavík.
Íris Mist Magnúsdóttir á æfingu með liðsfélögum sínum í hópfimleikum. Morgunblaðið/Kristinn
EIN FREMSTA FIMLEIKAKONA LANDSINS
Hættir á
toppnum
Tvöfaldir Evrópumeistarar í hópfimleikum.
Morgunblaðið/Eggert
Master Nau er líklega minnsti
maður jarðarinnar. Hann er aðeins
40,64 sentimetra stór eða jafn stór
og sjö punda lax. Nau býr í þorp-
inu Bhairahawa í Nepal, sem er
350 kílómetra frá höfuðborginni
Kathmandu, ásamt bróður sínum
og fjölskyldu hans.
Nau sem er 73 ára er bundinn
hjólastól og myndi keppa í flokki
þeirra sem ekki geta gengið. Hann
flaug í vikunni til höfuðborgar-
innar frá þorpinu sínu þar sem
mælingamenn frá Heimsmetabók
Guinnes tóku á mótu honum og
mældu í bak og fyrir. Sá minnsti
sem skráður er í bókina er frá Ta-
ívan og er 69 sentimetrar.
Seema Sheikh, frænka Master
Nau, segir hann hafa gaman af því
að borða góðan og vel kryddaðan
mat og hlusta á tónlist. „Hann fer
ekki jafn mikið út að borða eins og
hann vildi. Í hvert sinn sem við för-
um út safnast fólk að borðinu okk-
ar og horfir á hann, vill fá að skoða
hann og spyrja hann allskonar
spurninga.“
Chandra Bahadur Dangi, einnig
frá Nepal, er minnsti maður ver-
aldar sem getur gengið en hann
mælist aðeins 54,6 sentimetrar.
FURÐUR VERALDAR
Eins og
sjö punda
lax
Master Nau við hliðina á myndavélalinsu sem mælist 38 sentimetrar.
AFP
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Michelle Williams leikkona.Carey Mulligan leikkona.Aníta Briem leikkona.
Eru snjalltæki þinna
starfsmanna örugg?
Vodafone Secure Device Manager gerir þér
kleift að vernda gögn og stýra notkun.
Hafðu samband við fyrirtækjaþjónustu
Vodafone í síma 599 9500.
Örugg samskipti bæta lífið
vodafone.is/fyrirtaeki