Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.10. 2013 HEIMURINN BANDARÍKIN WASHINGTON nn íOpinberir starfsme Bandaríkjunum mæt nnuekki til vinnu eða u kauplaust vegna þes að afgreiðsla fjárlaga í sjálfheldu. Þingmen repúblik ema demókr löggjafar lu við Bara síðast ko sjálfheld RÓM rlýsing á stjórn Enric var til atkvæðaÍtalíu, var felld. Gengið o Berluscon i forsætisráð-i, fyrrverand rar úr flokki sínuma, krafðist þess að fimm ráðherherr blaðinu þegar ljóstu úr stjórninni. Hann sneri við ndu styðja Letta.að nokkrir þingmenn hans myar ttaman fram dd Í AK DAAG manns létu u-í tylft sprengj ð í Bagda ðborg Íraks, estir úr röðum ta. Á undanförn- annsam tveimur mánuð meira ífallg hef 8 Talsmenn Gullinnar dögunar vísa á bug að um sé að ræða nýnasistahreyfingu. Þegar samtökin voru stofnuð og í nokkur ár þar á eftir var ítrekað lýst yfir aðdáun á Adolf Hitler og Þýskalandi nasismans. Í gömlum áróð- urstexta samtakanna er Hitler sagður „hugsjónamað- ur nýrrar Evrópu“. Dregið hefur verið úr þessum mál- flutningi, en hann er þó ekki horfinn. Forustumaður samtakanna, Níkos Míkalolíakos, afneit- aði helför gyðinga í viðtali í fyrra. „Það voru engir brennslu- ofnar, það er lygi. Eða gasklefar,“ sagði hann. Kærur voru í vikunni lagðarfram á hendur leiðtoga,fjórum þingmönnum og nokkrum fjölda félaga í nýnasista- samtökunum Gullinni dögun í Grikklandi. Þeir voru meðal annars kærðir fyrir morð og að tilheyra glæpasamtökum. Níkos Mikhal- olíakos, leiðtogi flokksins, er sak- aður um að reka glæpasamtök. Hann mun sitja í fangelsi ásamt einum þingmanna sinna og tveimur félögum Gullinnar dögunar til við- bótar á meðan þeir bíða þess að réttað verði í málum þeirra. Verði hann sekur fundinn af öllum ákærum á hann minnst tíu ára fangelsi yfir höfði sér. „Blóð, heiður, Gullin dögun“ Um hundrað stuðningsmenn flokks- ins stóðu fyrir utan réttarsalinn þegar Míkalolíakos kom til að bera vitni á miðvikudag og hrópuðu „Blóð, heiður, Gullin dögun“. Gullin dögun var jaðarflokkur, sem efldist þegar kreppan skall á í Grikk- landi. Í þingkosningunum í fyrra náði flokkurinn 18 mönnum á þing og fékk 6,9% atkvæða. Hljómgrunnur flokks- ins hefur farið vaxandi og á undan- förnum mánuðum hefur hann mælst með allt að 13% fylgi og þriðja stærsta stjórnmálaafl landsins, en eft- ir að nýnasisti og stuðningsmaður flokksins myrti hipphopp-tónlistar- manninn Pavlos Fyssas 18. sept- ember hefur fylgið dvínað og mældist í könnun sem dagblaðið Elefþeros Typos birti 5,8%. Míkalolíakos er stofnandi flokks- ins og hefur leitt hann í rúm 30 ár. Hann er 56 ára gamall stærðfræð- ingur. Míkalolíakos er lærisveinn Georgos Papadopoulos, fyrrverandi einræðisherra í Grikklandi. Þegar hann sat í fangelsi fyrir líkamsárás og sprengjutilræði kynntist hann Papadopoulosi. Kristos Pappas kemur næstur Míkalolíakosi að völdum í Gullinni dögun. Pappas var hnepptur í gæsluvarðhald á fimmtudag og er sakaður um að aðstoða við að reka glæpasamtök. Pappas er 51 árs og sagður hugmyndafræðingur flokks- ins. Hann er sonur herforingja, sem var náinn samstarfsmaður Papado- poulosar. Pappas rak húsgagna- verslun áður en hann varð þing- maður í fyrra. Hann hefur viður- kennt að hafa skrifað lofgjörðir um Adolf Hitler. Lögregla fann mikið af munum frá nasistum og fasistum þegar leit var gerð á heimili hans að sönnunargögnum um glæp- samlega starfsemi Gullinnar dög- unar. Eftir að herforingjastjórnin féll 1974 var Míkalolíakos fenginn til þess að leiða hægri ungliðahreyf- inguna EPEN. Síðar stofnaði hann Gullna dögun. Hreyfingin lýtur her- aga. Félagar í henni fara um fylktu liði, klæddir svörtum skyrtum og hermannabuxum og ber skylda til að sýna hærra settum félögum virð- ingu. Náin tengsl við lögreglu Stjórnvöld hafa til þessa stigið var- lega til jarðar gagnvart Gullinni dögun, en morðið á Fyssas olli slíku uppnámi að látið var til skarar skríða gegn flokknum. Einn þingmaður samtakanna, Yiannis Lagos, er í varðhaldi vegna þess að lögregla komst að sögn að því að hann hefði rætt við félaga í gengi, sem sat um Fyssas, kvöldið sem hann var myrtur. Simos Kedioglos, talsmaður ríkisstjórnarinnar, sagði í sjón- varpsviðtali að „allt boðvalds- kerfi Gullinnar dögunar hefði verið virkjað“ þegar Fyssas var myrtur. Rannsókn yfirvalda á samtök- unum hefur leitt í ljós að þau hafi reglulega skipulagt „árásarsveitir“. Í þeim voru tugir félaga, sem fóru um götur og börðu innflytjendur með kylfum. Einnig hafa vinstrimenn orð- ið fyrir barðinu á þeim. Árásir flokksins munu hafa byrjað 1987. Nokkrum lögreglumönnum hefur verið vikið frá störfum vegna meintra tengsla við flokkinn, þar á meðal eru tveir háttsettir yfirmenn. Lögreglumenn í Grikklandi greiða atkvæði á sérstökum kjörstöðum og því er hægt að greina kosninga- hegðun þeirra nákvæmlega. Mun hærra hlutfall lögreglumanna greiddi atkvæði með Gullinni dög- un, en meðal kjósenda almennt. Hermt er að fyrrverandi og nú- verandi lögreglumenn hafi þjálfað árásarsveitir Gullinnar dögunar. Gríska stjórnin hefur lýst yfir því að markmiðið sé að ganga á milli bols og höfuðs á Gullinni dög- un. Fram hafa þó komið áhyggju- raddir um að aðferðirnar standist ef til vill ekki lög og brjóti jafnvel í bága við stjórnarskrá. Atlagan gæti því snúist í höndum stjórnvalda. Til atlögu við Gullna dögun SAMTÖKIN GULLIN DÖGUN HAFA FÆRT SÉR ÓFREMDAR- ÁSTANDIÐ Í GRIKKLANDI Í NYT OG NÁÐ HYLLI KJÓSENDA MEÐ ÁRÓÐRI GEGN INNFLYTJENDUM. NÚ HAFA STJÓRN- VÖLD RÁÐIST TIL ATLÖGU VIÐ HREYFINGUNA OG SEGJA HANA SKIPULÖGÐ GLÆPASAMTÖK. Nikos Míkal- olíakos í lög- reglufylgd. NÝNASISMI Stuðningsmenn Gullinnar dögunar veifa fána flokksins ásamt gríska fán- anum í mótmælum fyrir utan dómsal í Aþenu á miðvikudag þegar fjórir þing- menn flokksins voru ákærðir fyrir að tilheyra glæpasamtökum. AFP *Hatur er heilbrigð tilfinning þegar hún beinist gegnþeim sem ekki geta flokkast til manna.Ilias Panagiotaros, þingmaður Gullinnar dögunar, í samtali fyrir áratug þegar hann leiddi fótboltabullur sem réðust á innflytjendur. Hann sætir nú ákæru. Alþjóðamál KARL BLÖNDAL kbl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.