Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.10. 2013
HEIMURINN
BANDARÍKIN
WASHINGTON
nn íOpinberir starfsme
Bandaríkjunum mæt
nnuekki til vinnu eða u
kauplaust vegna þes
að afgreiðsla fjárlaga
í sjálfheldu. Þingmen
repúblik ema
demókr
löggjafar lu
við Bara
síðast ko
sjálfheld
RÓM rlýsing á stjórn Enric
var til atkvæðaÍtalíu, var felld. Gengið
o Berluscon i forsætisráð-i, fyrrverand
rar úr flokki sínuma, krafðist þess að fimm ráðherherr
blaðinu þegar ljóstu úr stjórninni. Hann sneri við
ndu styðja Letta.að nokkrir þingmenn hans myar
ttaman
fram
dd
Í AK
DAAG
manns létu
u-í tylft sprengj
ð í Bagda
ðborg Íraks,
estir úr röðum
ta. Á undanförn-
annsam tveimur mánuð
meira ífallg hef
8
Talsmenn Gullinnar dögunar
vísa á bug að um sé að ræða
nýnasistahreyfingu. Þegar
samtökin voru stofnuð og í
nokkur ár þar á eftir var
ítrekað lýst yfir aðdáun á
Adolf Hitler og Þýskalandi
nasismans. Í gömlum áróð-
urstexta samtakanna er
Hitler sagður „hugsjónamað-
ur nýrrar Evrópu“. Dregið
hefur verið úr þessum mál-
flutningi, en hann er þó ekki
horfinn. Forustumaður
samtakanna, Níkos
Míkalolíakos, afneit-
aði helför gyðinga í
viðtali í fyrra.
„Það voru
engir
brennslu-
ofnar, það
er lygi. Eða
gasklefar,“
sagði hann.
Kærur voru í vikunni lagðarfram á hendur leiðtoga,fjórum þingmönnum og
nokkrum fjölda félaga í nýnasista-
samtökunum Gullinni dögun í
Grikklandi. Þeir voru meðal annars
kærðir fyrir morð og að tilheyra
glæpasamtökum. Níkos Mikhal-
olíakos, leiðtogi flokksins, er sak-
aður um að reka glæpasamtök.
Hann mun sitja í fangelsi ásamt
einum þingmanna sinna og tveimur
félögum Gullinnar dögunar til við-
bótar á meðan þeir bíða þess að
réttað verði í málum þeirra. Verði
hann sekur fundinn af öllum
ákærum á hann minnst tíu ára
fangelsi yfir höfði sér.
„Blóð, heiður,
Gullin dögun“
Um hundrað stuðningsmenn flokks-
ins stóðu fyrir utan réttarsalinn
þegar Míkalolíakos kom til að bera
vitni á miðvikudag og hrópuðu
„Blóð, heiður, Gullin dögun“.
Gullin dögun var jaðarflokkur, sem
efldist þegar kreppan skall á í Grikk-
landi. Í þingkosningunum í fyrra náði
flokkurinn 18 mönnum á þing og fékk
6,9% atkvæða. Hljómgrunnur flokks-
ins hefur farið vaxandi og á undan-
förnum mánuðum hefur hann mælst
með allt að 13% fylgi og þriðja
stærsta stjórnmálaafl landsins, en eft-
ir að nýnasisti og stuðningsmaður
flokksins myrti hipphopp-tónlistar-
manninn Pavlos Fyssas 18. sept-
ember hefur fylgið dvínað og mældist
í könnun sem dagblaðið Elefþeros
Typos birti 5,8%.
Míkalolíakos er stofnandi flokks-
ins og hefur leitt hann í rúm 30 ár.
Hann er 56 ára gamall stærðfræð-
ingur. Míkalolíakos er lærisveinn
Georgos Papadopoulos, fyrrverandi
einræðisherra í Grikklandi. Þegar
hann sat í fangelsi fyrir líkamsárás
og sprengjutilræði kynntist hann
Papadopoulosi.
Kristos Pappas kemur næstur
Míkalolíakosi að völdum í Gullinni
dögun. Pappas var hnepptur í
gæsluvarðhald á fimmtudag og er
sakaður um að aðstoða við að reka
glæpasamtök. Pappas er 51 árs og
sagður hugmyndafræðingur flokks-
ins. Hann er sonur herforingja, sem
var náinn samstarfsmaður Papado-
poulosar. Pappas rak húsgagna-
verslun áður en hann varð þing-
maður í fyrra. Hann hefur viður-
kennt að hafa skrifað lofgjörðir um
Adolf Hitler. Lögregla fann mikið
af munum frá nasistum og fasistum
þegar leit var gerð á heimili hans
að sönnunargögnum um glæp-
samlega starfsemi Gullinnar dög-
unar.
Eftir að herforingjastjórnin féll
1974 var Míkalolíakos fenginn til
þess að leiða hægri ungliðahreyf-
inguna EPEN. Síðar stofnaði hann
Gullna dögun. Hreyfingin lýtur her-
aga. Félagar í henni fara um fylktu
liði, klæddir svörtum skyrtum og
hermannabuxum og ber skylda til að
sýna hærra settum félögum virð-
ingu.
Náin tengsl við lögreglu
Stjórnvöld hafa til þessa stigið var-
lega til jarðar gagnvart Gullinni
dögun, en morðið á Fyssas olli slíku
uppnámi að látið var til skarar
skríða gegn flokknum.
Einn þingmaður samtakanna,
Yiannis Lagos, er í varðhaldi
vegna þess að lögregla komst að
sögn að því að hann hefði rætt við
félaga í gengi, sem sat um Fyssas,
kvöldið sem hann var myrtur.
Simos Kedioglos, talsmaður
ríkisstjórnarinnar, sagði í sjón-
varpsviðtali að „allt boðvalds-
kerfi Gullinnar dögunar hefði
verið virkjað“ þegar Fyssas
var myrtur.
Rannsókn yfirvalda á samtök-
unum hefur leitt í ljós að þau hafi
reglulega skipulagt „árásarsveitir“. Í
þeim voru tugir félaga, sem fóru um
götur og börðu innflytjendur með
kylfum. Einnig hafa vinstrimenn orð-
ið fyrir barðinu á þeim. Árásir
flokksins munu hafa byrjað 1987.
Nokkrum lögreglumönnum hefur
verið vikið frá störfum vegna
meintra tengsla við flokkinn, þar á
meðal eru tveir háttsettir yfirmenn.
Lögreglumenn í Grikklandi greiða
atkvæði á sérstökum kjörstöðum
og því er hægt að greina kosninga-
hegðun þeirra nákvæmlega. Mun
hærra hlutfall lögreglumanna
greiddi atkvæði með Gullinni dög-
un, en meðal kjósenda almennt.
Hermt er að fyrrverandi og nú-
verandi lögreglumenn hafi þjálfað
árásarsveitir Gullinnar dögunar.
Gríska stjórnin hefur lýst yfir
því að markmiðið sé að ganga á
milli bols og höfuðs á Gullinni dög-
un. Fram hafa þó komið áhyggju-
raddir um að aðferðirnar standist
ef til vill ekki lög og brjóti jafnvel í
bága við stjórnarskrá. Atlagan gæti
því snúist í höndum stjórnvalda.
Til atlögu
við Gullna
dögun
SAMTÖKIN GULLIN DÖGUN HAFA FÆRT SÉR ÓFREMDAR-
ÁSTANDIÐ Í GRIKKLANDI Í NYT OG NÁÐ HYLLI KJÓSENDA
MEÐ ÁRÓÐRI GEGN INNFLYTJENDUM. NÚ HAFA STJÓRN-
VÖLD RÁÐIST TIL ATLÖGU VIÐ HREYFINGUNA OG SEGJA
HANA SKIPULÖGÐ GLÆPASAMTÖK.
Nikos Míkal-
olíakos í lög-
reglufylgd.
NÝNASISMI
Stuðningsmenn Gullinnar dögunar
veifa fána flokksins ásamt gríska fán-
anum í mótmælum fyrir utan dómsal í
Aþenu á miðvikudag þegar fjórir þing-
menn flokksins voru ákærðir fyrir að
tilheyra glæpasamtökum.
AFP
*Hatur er heilbrigð tilfinning þegar hún beinist gegnþeim sem ekki geta flokkast til manna.Ilias Panagiotaros, þingmaður Gullinnar dögunar, í samtali fyrir áratug þegar
hann leiddi fótboltabullur sem réðust á innflytjendur. Hann sætir nú ákæru.
Alþjóðamál
KARL BLÖNDAL
kbl@mbl.is