Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Blaðsíða 27
6.10. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27
Þ
egar hjónin Íris og Lucas fengu fokelt húsnæði afhent í vor gerðu þau
sér litla grein fyrir því stóra verkefni sem var fyrir höndum. „Það er
svo ótrúlega gefandi að sjá þetta allt vera smella núna á síðustu dög-
unum fyrir opnun. Á staðnum höfum við reynt að vera umhverfisvæn
og endurnýtt mikið af gömlum við og gefið gömlum munum nýtt líf,“ segir
Íris og bætir við að þau hafi sótt innblástur til ferðalaga. Írisi og Lucas hafði
lengi dreymt um að opna skemmtilegan og fjölþjóðlegan vinnustað eða allt
frá því að þau kynntust á Ítalíu fyrir átta árum. Hugmyndin að veitinga-
staðnum kviknaði þegar hjónin voru í heimsreisu, með lítilli dagbók sem þau
glósuðu í á ferðalaginu. „Þegar við fréttum að það væri laust pláss í gömlu
verðbúðunum úti á Granda hljómaði það mjög spennandi. Bæði það að geta
nýtt gamalt húsnæði og líka það að fá að taka þátt í uppbyggingu á nýju
svæði,“ segir Íris en á sama tíma og þau voru að sækjast eftir húsnæðinu
fæddist frumburður hjónanna Óðinn Sky og því sumarið búið að vera ansi
fjörugt hjá litlu fjölskyldunni.
Matseldin á The Cooco’s Nest er innblásin frá heimabæ Lucasar í Kali-
forníu og Ítalíu og lögð er áhersla á hádegisverð virka daga en um helgar
verður boðið upp á einstakan „brunch“ í anda San Francisco. Einnig verður
boðið upp á ítalskt „Happy- hour“ eða Aperativo. Morgunblaðið/Ómar
Innblástur var fenginn frá
öllum þeim löndum sem
hjónin hafa ferðast til.
Lucas Keller, Íris Ann eig-
endur The Coocoo’s Nest
ásamt syni sínum Óðni Sky.
Markmiðið var að skapa af-
slappað og þægilegt umhverfi
með mat sem kemur á óvart.
Persónulegir munir
hjálpuðu til við að móta
notalega stemningu.
Gaukshreiðrið á Granda
ÍRIS ANN OG LUCAS KELLER ERU UNGT LISTAFÓLK SEM
LENGI HAFÐI DREYMT UM AÐ OPNA EIGIN VEITINGASTAÐ.
NÚ, ÁTTA ÁRUM SÍÐAR, ER DRAUMURINN ORÐINN AÐ
VERULEIKA EN Í SUMAR HAFA HJÓNIN UNNIÐ SJÁLF AÐ
HÖNNUN VEITINGASTAÐARINS THE COOCOO’S NEST SEM
ER EINSKONAR DELÍ MEÐ ÍTÖLSKU ÍVAFI.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Við hönnun staðarins reyndu
hjónin að vera umhverfisvæn og
endurnýttu mikið af við og gáfu
gömlum munum nýtt líf.
SJARMERANDI VEITINGASTAÐUR Í NOTALEGU OG PERSÓNULEGU UMHVERFI
– fyrir lifandi heimili –
G D a l s b r a u t 1 • A k u r e y r i O P I Ð V i r k a d a g a k l 1 0 – 1 8 o g l a u g a r d a g a 1 1 - 1 6 E I T T S Í M A N Ú M E R 5 5 8 1 1 0 0
AVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI I | REYKJAVÍK
179.990
FULLTVERÐ: 199.990
CARDINAL La-z-boy stóll.
Svart leður. B:96 D:100 H:107 cm.
TILBOÐÁ
STÓLUM FRÁ
LA-Z-BOY
«
«
FULL BÚÐAF NÝJUM STÓLUM FRÁ
og