Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Blaðsíða 13
6.10. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Það hljóta allir að skilja að þetta kemur niður á einhverjum og oftar en ekki bitnar niðurskurður harð- ast á þeim sem eru veikastir.“ Mikill stuðningur almennings – Hvað áttu við með samkomulagi við heilbrigðisráðuneytið? Gerirðu þér vonir um auknar fjárveitingar? „Við höfum reglulega vakið at- hygli á þessu vandamáli frá hruni og jafnvel lengur. Þeim málflutn- ingi hafa stjórnmálamenn iðulega svarað með spuna og jafnvel hálf- gerðum skætingi. Ekki hefur verið vilji til þess að rökræða þessi mál. Á móti kemur að Vogur hefur alla tíð notið mikils stuðnings meðal al- mennings til að takast á við þessi mál og þannig getað borgað hall- ann. Vonandi verður eitthvað ann- að uppi á teningnum hjá stjórn- völdum núna. Allir verða nefnilega að leggjast á árarnar, fagmenn og stjórnmálamenn. Geri stjórnmála- mennirnir það ekki, gerir almenn- ingur það örugglega. Okkar vanda- mál verða leyst. Ég trúi ekki öðru.“ – Það hlýtur að vera hvetjandi að finna fyrir þessum stuðningi úti í þjóðfélaginu? „Svo sannarlega. Mér er til efs að nokkur samtök í landinu hafi fengið jafn mikinn fjárhagslegan stuðning gegnum tíðina og SÁÁ. Jafnt og þétt.“ – Má ekki líta á það sem vond tíðindi fyrir Landspítalann neyðist Vogur til að draga úr sinni þjón- ustu? „Klárlega. Landspítalinn hefur um langt skeið látið okkur um afeitrun áfengis- og vímuefna- sjúklinga og ef við getum ekki lengur tekið við öllum sjúklingum hlýtur það að þýða meira álag fyr- ir Landspítalann, ekki síst bráða- vaktina. Fíklar með sýkingar eða meðvitundarskertir fíklar leita gjarnan þangað, sérstaklega ef ekki er í önnur hús að venda. Það hljóta allir hugsandi menn að hafa áhyggjur af Landspítalanum við núverandi skilyrði. Ekki er á vanda hans bætandi.“ – Er að þínu mati hægt að sinna öllum sem eiga við áfengis- og fíkniefnavanda að stríða á Íslandi? „Já, ég er þeirrar skoðunar. Og það sem meira er: Það margborgar sig. Samkvæmt bandarískum rann- sóknum græðir samfélagið mun meira á því að senda áfengis- sjúkling í viðeigandi meðferð held- ur en að senda hann í fangelsi, gistiskýli eða heim til sín. Það rennir stoðum undir það sjónarmið að skynsamlegt sé að færa fjár- muni frá löggæslunni og félagslegu þjónustunni yfir til meðferðarstofn- ana á borð við Vog. Það myndi strax skila sparnaði. Því miður deila ekki allir þeirri sýn.“ Þórarinn Tyrfingsson yfirlækn- ir fyrir utan Vog. „Þetta er eina uppbyggingin sem er í gangi í heilbrigðiskerfinu,“ sagði hann við ljósmyndarann og benti á gröfuna. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.