Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.10. 2013 B réfritari kemst ekki hjá að við- urkenna að hann var lengi vel þeirr- ar skoðunar að mikilvæg rök rétt- lættu áframhaldandi rekstur útvarps- og sjónvarpsstöðvar á veg- um ríkisins. Röksemdirnar hafa raunar ekki alltaf verið hinar sömu, en gátu þó dugað áfram eftir að hafa lagað sig að breyttum að- stæðum. Fáir á fermetra og fátækir að auki Ísland er strjálbýlt og þjóðin ekki mannmörg. Lengi vel töldu menn því ekki á færi neins nema sameig- inlegs sjóðs landsmanna og fyrirtækja á hans veg- um að yfirstíga þau vandamál sem í því fólust. Það var ein af ástæðum ríkisútvarps. En víðátta landsins veldur ekki lengur vandræðum í sama mæli vegna þróunar í tækni og íbúafjöldinn hefur þrefaldast frá því sem hann var þegar til ríkisútvarps var stofnað. Efnahagsleg geta þjóðarinnar er margfalt betri en á stofnári Ríkisútvarpsins, sem var reyndar 1930, en það ár er einskonar táknmynd kreppunnar miklu. En þess er hollt að minnast að lagagrundvöllur Ríkisútvarpsins tók þó ekki aðeins mið af því að ver- ið væri að fela stofnun að annast mikilvægan þátt í þjóðlífinu sem aðrir hefðu ekki burði til að fást við. Löggjafanum þótti beinlínis hættulegt að aðrir en opinberir starfsmenn fengjust við slíka starfsemi og því var Ríkisútvarpinu fengið einkaleyfi á starfsem- inni. Sú einokun stóð í hálfa öld. Furðulengi var lítt sótt á að þetta einkaleyfi yrði afnumið. Starfsmennirnir slökktu En eftir atburði sem tengdust verkfalli opinberra starfsmanna á níunda áratug síðustu aldar þótti meirihluta þingmanna óhjákvæmilegt að afnema einkaleyfið, enda stakk það orðið algjörlega í stúf við það sem tíðkaðist í lýðræðislöndum. Þegar starfsmenn Ríkisútvarpsins ákváðu að loka Ríkis- útvarpinu, hreinlega slökkva á því, þótt engin sam- bærileg stofnun væri til staðar, til þess að styrkja stöðu BSBR í verkfallsbaráttu gegn ríkisvaldinu (ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæð- isflokks) opnuðust augu margra. Það var þá þannig sem starfsmennirnir, með fréttastofuna í broddi fylkingar, litu á „öryggishlutverk“ þeirrar stofn- unar. Reyndar sá fréttastofan fljótlega að hún hafði leikið af sér, því hún hafði áður gert verkfalls- mönnum miklu meira gagn með svívirðilega lit- uðum fréttum sínum og þrýsti á að hún fengi að opna aftur. Þeir sem gættu ríkra almannahags- muna á þeim tíma gleyma því seint, hvernig hún var grímulaust misnotuð í kjölfarið. Menning og öryggisgæsla Eftir að öllum var ljóst orðið að fjárhagslegar ástæður og tæknilegar gátu ekki lengur réttlætt rándýran rekstur Ríkisútvarpsins (5 milljarðar á ári!) hefur á seinustu árum verið vísað til menning- arlegrar forystu stofnunarinnar og ekki síst hins sérstaka „öryggishlutverks“ Ríkisútvarpsins. Fjöl- mörg dæmi eru þó þekkt sem sýna hins vegar að stofnunin sjálf kann ekki með síðartalda hlutverkið að fara eða tekur það ekki alvarlega. Alþekkt eru ótrúleg klúður sem snertu jarðskjálftana miklu árið 2000 og gosið í Eyjafjallajökli tólf árum síðar. Yf- irstjórn stofnunarinnar hefur ekkert gert, svo vitað sé, vegna slíkra afglapa. Engin athugun hefur farið fram og enginn gengist við ábyrgð. Því má auðvitað búast við að þau endurtaki sig. En svo alvarleg sem þessi dæmi og fleiri eru, voru þau smælki þegar horft er til framgöngu Ríkis- útvarpsins þegar árásir voru gerðar á Alþingi, sem ein fárra stofnana skal að stjórnlögum búa við sér- staka friðhelgi, og eins á aðrar opinberar stofnanir og starfsmenn þeirra. Aldrei hefur á síðari tímum mátt jafnlitlu muna að óeirðalýð tækist, í skjóli al- mennra mótmæla, að brjóta fámennt og örþreytt lögreglulið landsins á bak aftur. Ríkisútvarpið, stofnunin með öryggishlutverkið í öndvegi skyldna sinna, dró grímulaust taum aðsúgs- manna, útvarpaði og sjónvarpaði æsingaræðum sem enginn fékk að svara og tilkynningum um hvert skyldi sækja næst. Stofnunin, sem þykist vera með- vituð um að hún hafi sérstöku öryggishlutverki að Fimm manna fjölda- fundur vekur réttmæta eftirtekt öryggisventils almennings * En kann ekki svo að fara, rétteins og 1984, að svo alvarlegmistök ásamt viðvarandi og síversn- andi misnotkun og yfirgangi fámenns hóps, sem kemst upp með að haga sér eins og hann eigi Rík- isútvarpið, ofbjóði langlundargeði landsmanna og opni augu þeirra? Reykjavíkurbréf 04.10.13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.