Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Blaðsíða 60
A
aron Ramsey er nánast orðinn fyrsti maður á blað hjá
Arsene Wenger á miðjunni. Svona nánast. Ætli Mezut
Özil sé ekki enn fyrsti kostur Wengers þegar hann krot-
ar liðið niður á blað. Stjarna hans skín skært þessa dag-
ana og fótboltaspekúlantar víða um heim keppast nú við
að bera á hann lof. En þannig hefur það ekki alltaf verið.
Ramsey var alltaf talinn mjög efnilegur og góður ungur leikmaður
en hann fótbrotnaði illa í leik gegn Stoke 2010 eftir tæklingu Ryans
Shawcross. Leikmenn Arsenal brugðust ókvæða við tæklingunni og
mikið var rætt og ritað um heiðarleika Shawcross í kjölfarið. Ramsey
engdist um af kvölum á vellinum með fótinn nánast í 90 gráðum og
ljóst var að hann yrði lengi frá. Hann sneri aftur á völlinn níu mán-
uðum síðar en það tók hann langan tíma að yfirstíga hræðsluna við að
vera inni á vellinum. „Það tók mig langan tíma að koma meiðslunum
úr huganum. Það tekur langan tíma að koma svona úr hausnum á sér
og þótt ég hafi verið frá líkamlega í níu mánuði var ég lengur frá and-
lega,“ sagði Ramsey fyrir leikinn gegn Stoke í september sem Arsenal
vann 3:1. Ramsey tók í höndina á Shawcross en margir höfðu spáð því
að hann myndi sleppa því. „Við erum engir vinir en við spilum báðir
fótbolta. Lífið heldur áfram,“ sagði Walesmaðurinn ennfremur.
Hræddur inni á vellinum
Þegar Ramsey sneri aftur var hann lánaður til Nottingham Forest og
fór einnig aftur til Cardiff en Arsenal keypti hann einmitt þaðan fyrir
tímabilið 2008, þá 18 ára ungling. Hann var ekki í neinu leikformi en
sýndi þó lipra takta. Tímabilið 2011-2012 var hann kominn í hóp Ars-
enal á ný en það sást langar leiðir að eitthvað vantaði upp á. Einhvern
neista. Eitthvað hafði farið í meiðslunum. En Wenger hafði alltaf trú á
sínum manni þrátt fyrir að stormur frá stuðningsmönnum segði hon-
um að velja Ramsey ekki í liðið. Skilaboð þeirra voru skýr: Hann er
ekki nógu góður fyrir Arsenal. Síðasta tímabil var eins.
Nokkrir liprir taktar, nokkur mörk en engir afburðaleikir.
Sendingar voru slakar, hlaupin vitlaust tímasett og krafturinn
ekki sá sami. Það var eins og hann væri enn hræddur inni á
vellinum. Stuðningsmaður Arsenal nánast númer eitt, Piers
Morgan, fór oft hamförum á Twitter þar sem hann jarðaði Ram-
sey hvenær sem tækifæri gafst.
Wenger trúði á hann
Þrátt fyrir allt hélt hann áfram. Æfði vel og datt ekki í neitt volæði.
Skrokkurinn var í fínu standi en hugurinn var alltaf við meiðslin.
Hann gerði í raun eins og Ross Barkley, leikmaður Everton, og Eiður
Smári. Þrátt fyrir gífurlegt áfall gafst hann ekki upp og Arsenal verð-
launaði hann með nýjum samningi 2012. Wenger hafði trú á honum og
franski þjálfarinn kann sitthvað fyrir sér í fótboltafræðum. Hann veit
yfirleitt hvenær leikmenn eru útbrunnir og selur þá á hárréttum tíma.
En hann seldi ekki Ramsey heldur stóð með honum. Þrátt fyrir að
frammistaða Mezuts Özils hafi fangað flestar fyrirsagnir er það Aaron
Ramsey sem hefur verið þeirra jafnbesti maður. Hann á það líka skil-
ið.
Skyggir á Wilshere
Ramsey er kominn aftur og jafnvel farinn að skyggja á annan gull-
dreng Arsenal, Jack Wilshere, sem hefur ekki náð að fylgja eftir byrj-
un sinni í ensku deildinni. Wilshere átti að verða nánast Messías fyrir
Arsenal en hann er fallinn af þeim stalli. Niðursveiflan í leik hans er
svo mikil að Ross Barkley er frekar álitinn framtíðarstjarna Englands
á miðjunni. Ramsey er hins vegar tekinn við og púið sem heyrðist oft
þegar hann gekk af velli er þagnað. Böðullinn frá Cardiff er svo sann-
arlega upprisinn.
Leikmenn Arsenal trúa vart sínum eigin augum enda fótur Ramsey mölbrotinn eftir tæklingu frá Ryan Shawcross. Ramsey var frá í níu
mánuði en segir að andlega hafi hann verið enn lengur frá. Hann var lengi að losna við meiðslin úr kollinum.
Ramsey var gerður af fyr-
irliða Wales aðeins tvítug-
ur af Gary Speed sem þá
stýrði landsliðinu. Ashely
Williams, leikmaður
Swansea, ber fyrir-
liðabandið í dag.
AFP
Böðullinn
frá Cardiff upprisinn
AARON RAMSEY HEFUR VERIÐ Í FEIKNAFORMI MEÐ ARSENAL Í UPPHAFI MÓTS.
EFTIR ERFIÐAN TÍMA FRÁ ÞVÍ AÐ HANN FÓTBROTNAÐI ILLA – ÞAR SEM MEIRA VAR RÆTT UM
AÐ Í HVERT SKIPTI SEM HANN SKORAÐI LÉTIST EINHVER FRÆGUR –
ER NÚNA TALAÐ UM FÓTBOLTAMANNINN AARON RAMSEY.
60 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.10. 2013
„Það eru einhverjir farnir að líkja honum við Steven
Gerrard, Frank Lampard eða Paul Gascoigne.
En fyrir mér er hann bara Aaron Ramsey.“
Arsene Wenger, framkvæmdarstjóri Arsenal
Boltinn
BENEDIKT BÓAS
benedikt@mbl.is
AFP