Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Blaðsíða 46
Viðtal 46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.10. 2013 V inirnir Hermann Fannar Val- garðsson og Valdimar Geir Hall- dórsson bjuggu til húmanískt og fjörugt viðskiptamódel á þeim árum sem enginn ætlaði að nokkrum myndi ganga vel í viðskiptalífinu. Þeir urðu þekktir sem Hemmi og Valdi og kom þar til að kaffihús sitt og bar nefndu þeir Nýlenduvöruverzlun Hemma og Valda. Þeir völdu árið 2008 til að fara út í rekstur sem gerði þá áberandi í bæjarlífinu allt þar til Hermann varð bráðkvaddur haustið 2011. Í næsta mánuði eru nákvæmlega tvö ár frá því að Hemmi, eins og hann var jafnan kall- aður, lést. Í stuttu máli voru þeir félagar uppá- tækjasamir og ævintýragjarnir. Allt virtist leika í höndunum á þeim. Nýlenduvöruverzl- un Hemma og Valda við Laugaveg varð fljótt vinsæl. Í kjölfarið tóku þeir við rekstri Tíu dropa, gistiheimilið Reykjavík Backpackers var þeirra hugarfóstur, þeir ráku bílaleigu, tölvuþjónustuna Macland og ýmis önnur stærri og minni verkefni. Þeir urðu svokall- aðir athafnamenn og líklega þeir mest áber- andi af yngri kynslóðinni. Hemmi og Valdi voru perluvinir og við- skiptafélagar. Sumir sögðu; hið fullkomna Jin og Jang. Hemmi var yfirleitt á útopnu og gerði ókunnuga fljótt að frænkum og fóst- bræðrum. Valdi var sá sem hélt sig aðeins til hlés og segist yfirleitt hafa neitað að koma í viðtöl. „Hemmi yrði örugglega ánægður með mig núna – að sjá mig sitja hér,“ segir Valdi- mar, sem finnst ekki annað hægt en að hann sé kallaður Valdi í viðtalinu. Hann viðurkennir að kynni hans af Hemma hafi dregið hann aðeins út úr skelinni. „Ég var svo feiminn að ég faldi mig alltaf í öllum veislum. Það var oft hlegið að því að Hemmi sankaði að sér skrítnu fólki sem endaði á því að verða góðir vinir hans. Ég hef alltaf gert ráð fyrir því að ég tilheyri þeim skrítna hópi þar sem ég er mannfælinn með eindæmum. Við vorum samt ekki andstæður að öllu leyti og ég nota auðvitað klisju núna en þetta er samt satt, en við sáum aldrei vandamál í neinu – við hugsuðum í lausnum,“ segir Valdi og brosir. Vildi vera með mínum nánustu Það hefur lítið farið fyrir Valda frá því að Hemmi lést en hann skaut upp kollinum aftur nýverið og um síðustu helgi fór verkefni hans Bestaboð í loftið á vefsíðunni bestabod.is. Við ætlum að spjalla um það á eftir en fyrst er það spurningin: Hvert fór hann? Langaði hann ekki að halda áfram með ævintýrið sem þeir félagar höfðu byrjað með? „Jú, mig langaði að vísu að halda áfram. En þegar þú ert orðinn vanur að vinna eitt- hvað á ákveðinn hátt, í ákveðnu samhengi með svona nánum félaga er undarleg tilfinn- ing að ætla að halda áfram. Það má segja að maður hafi ekki síður verið að vinna í þessu til að vera í nærveru góðs vinar sem Hemmi varð. Umhverfið var svo breytt og mig lang- aði til að stoppa aðeins og vera með mínum nánustu. Þá langaði mig líka frekar að búa til minningar úr þessum tíma eins og hann hafði verið heldur en að halda áfram með eitthvað sem yrði aldrei alveg eins. Hemmi var farinn út úr myndinni og mér þótti tímabært að staldra við.“ Valdi tók þá ákvörðun með eiginkonu sinni og í samráði við Söru Óskarsdóttur, ekkju Hemma, að ganga eins vel frá rekstrinum og hægt væri í hendurnar á öðrum. „Þetta hafði verið stíf uppbygging. Ég var með góðan samstarfsaðila fyrir norðan sem tók við mínu hlutverki þar í uppbyggingu Akureyri Back- packers en hitt settum við á sölu og gengum þannig frá öllu að við gætum gert það sem við vildum. Þegar því var lokið skipti ég bíln- um okkar Sigrúnar út fyrir tröllajeppa, sem kom henni nokkuð á óvart þegar ég renndi í hlaðið. Ég pakkaði dótinu okkar inn í bílinn og saman héldum við upp á hálendið og dvöldum þar í viku í tímaleysi og þögn. Svo ókum við bara eitthvað. Lögðum af stað án þess að vita hvert við værum að fara, sýndum börnunum landið og nutum líðandi stundar.“ Þegar heim var komið lögðu þau bílnum og fluttu út til Danmerkur með ekkert nema bakpoka. Húsið þeirra var leigt út og þau kvöddu veraldlegar eigur sínar á Íslandi í bili. Þegar út var komið beið þeirra hús með vind- sængum og engu öðru. Valdi hlær og segist að vísu dauðsakna hlutanna sinna í dag en þarna hafi orðið tímamót og þau viljað skoða hvað skipti þau raunverulega máli í lífinu. „Við lögðum upp með að vera úti í um 11 mánuði en konan mín fór í skiptinám. Svo er- um við búin að vera þarna lengur en við ætl- uðum og vitum ekki hvenær við komum heim. Dóttir okkar var að byrja í sex ára bekk og við viljum í það minnsta leyfa henni að klára fyrsta árið og Sigrún Baldursdóttir eiginkona mín er fatahönnuður og er farin að selja vörur sínar úti sem gengur mjög vel. Þá er- um við búin að kaupa okkur æðislegt rúg- brauð frá árinu 1988. Ekta bifreið til að nota í ferðalög á meginlandinu. Fórstu strax að vinna þegar þú komst út? „Nei, það liðu nokkrar mánuðir þangað til ég fór að leita mér að nýrri vinnu. Fyrstu mán- uðirnir fóru í að bíða eftir að krakkarnir kæmust inn í leikskóla og mamma þeirra var upptekin í skólanum þannig að við börnin átt- um dýrmætan tíma saman. Á hverjum morgni smurði ég nesti og kom þeim svo fyr- ir á Kristjaníuhjólinu og svo gerðum við allt það sem okkur datt í hug. Við eyddum kannski heilu dögunum í að prófa allar rólur og rennibrautir sem við sáum, fara á íþrótta- velli og í klifurgrindur og við borðuðum mik- inn ís. Þetta var frábær tími en ég var lengi að komast að því, og ég fattaði það ekki fyrr en ég var kominn út, að ég hafði geymt til- finningar til að vinna úr síðar. Ég hafði bitið það í mig að ganga frá hlutunum heima eins vel og ég gæti. Þegar ég fór að pæla í sorg- inni komst ég tiltölulega fljótt að þeirri nið- urstöðu að ég ætti að eyða meiri tíma í að vera þakklátur fyrir að hafa kynnst Hemma svona vel heldur en að gráta að hann væri farinn. Það var held ég mjög góð ákvörðun og gerði það að verkum að ég sá þetta með öðrum augum. Þetta var náttúrlega orðinn hlutur og ekkert við því að gera. Nema að finna einhverja leið til að eiga góðar minn- ingar.“ Smíðar leikmyndir fyrir danska sjónvarpið Valdi ól manninn í Kópavogi og Reykjavík og aðspurður hvort það séu einhver viðskiptagen í fjölskyldunni segir hann reyndar svo vera. „Faðir minn var nokkuð séður í því sem hann var að gera hér áður fyrr. Hann stofnaði hug- búnaðarfyrirtækið Þróun sem var annað hug- búnaðarfyrirtækið sem stofnað var á Íslandi. Í dag hefur það sameinast nokkrum fyr- irtækjum og heitir nú Landsteinar Strengur. Hann á líka heiðurinn að einum fyrsta ís- lenska hugbúnaðinum sem hét Birki. Hann hætti sínum rekstri í kringum árið 2000 og ræktar nú hnúðkál í Borgarnesi.“ Hvernig fer maður úr hugbúnaði í það að rækta hnúðkál? „Ég veit það ekki. Ætli maður finni ekki stundum ró í einhverju allt öðru en maður er vanur,“ segir Valdi sem virðist þekkja það vel sjálfur. Valdi er með diplómapróf í viðskiptum frá Danmörku en á menntaskólaárunum fór hann að vinna sem lærlingur í smíðum og hefur smíðað allt sitt líf með hléum. Það hefur jafn- an verið mál manna að hann sé sérlega flink- ur í þeim efnum. Úti í Danmörku hefur hann meðal annars verið að smíða leikmyndir fyrir danska ríkissjónvarpið og TV 2. Annarsvegar leikmynd fyrir þáttaröðina Baðhúsið sem er nýfarið að sýna úti og verkstæði jólasveinsins í Jóladagatalinu á DR 1 sem sýnt verður nú um jólin. Það gekk ekki smurt að finna vinnu til að byrja með úti í Danmörku. Gat hann ekki bara vinsamlegast bent fólki á að hann væri hinn helmingurinn af Hemma og Valda? Dan- ir höfðu greinilega ekki fylgst nógu vel með viðskiptalífinu hér heima. „Ég endaði á því að ráða mig sem húsvörð hjá aðila sem hefur umsjón með yfir fjörutíu byggingum í Kaup- mannahöfn og ég flakkaði því á milli og skipti um glugga og gerði annað sem þurfti að gera. Þetta kann ég auðvitað hvað best við – að vinna með höndunum. Ég vinn þó aðallega sem verktaki í dag, tek að mér mismunandi verkefni í trésmíði og dett svo í annað eins og smíðarnar fyrir DR 1. Ég fékk þær smíðar í gegnum tvo skemmtilega stráka sem ég kynntist og urðu algjörir meistarar í að að- stoða mig í daglegu lífi. Þá vantaði þriðja manninn sér til aðstoðar. Núna er ég svo auð- vitað kominn á kaf í Bestaboð ásamt góðum samstarfsaðilum og vinum.“ Vefsíðan hefur vakið þónokkra athygli þótt aðeins sé vika liðin frá því að hún fór í loftið og en hún byggist á bráðsniðugu viðskipta- módeli í frásögn Valda. Um hvað snýst síðan í stuttu máli? „Á vefsíðunni getur fagfólk, listamenn, píp- arar, rafvirkjar, smiðir, garðyrkjufólk, forrit- arar, svo eitthvað sé nefnt, gerst áskrifendur á síðunni og búið þar til eigin svæði til kynn- ingar á sér og sínum verkum, með ljós- myndum af því sem það hefur gert áður sem og jafnvel birt meðmæli frá fyrri við- skiptavinum. Þetta fagfólk sjáum við um að flokka í viðeigandi þjónustuflokka hjá okkur. Á móti fara svo bara allir þarna inn sem vilja og eru í leit að fagfólki í minni eða stærri verkefni. Á síðunni er hægt að fylla út stutta verklýsingu sem er mjög einfaldur rammi – hvort sem þarf að láta helluleggja, reisa millivegg, smíða eitthvað, vinna bókhald, láta þrífa hjá sér eða hvað svo sem er og vöntun er á fagfólki í verkið. Loks geta fag- aðilarnir komið með tilboð í verkið. Við send- um sem sagt verkið á þá fagaðila sem verkið gæti átt heima hjá og þeir ákveða hvort þeir vilji bjóða í verkið. Verksalinn getur loks samþykkt verktilboðið ef honum líst vel á prófíl viðkomandi inni á Bestaboð sem og auðvitað verðtilboðið. Þetta er hugsað til að tengja saman fólk og verk.“ Valdi segir að sér hafi einkum þótt þetta sniðugt þar sem hann þekki bæði hvernig það getur verið erfitt fyrir fagfólk að rata á verk- Þetta hefði aldrei orðið eins ATHAFNAMAÐURINN VALDIMAR GEIR HALLDÓRSSON EÐA VALDI EINS OG HANN ER JAFNAN KALLAÐUR VAR HINN HELMINGUR TVÍEYKISINS HEMMI OG VALDI. ÞEGAR HERMANN FANNAR FÉLL FRÁ FLUTTI VALDIMAR ÚT OG BYRJAÐI NÝTT LÍF. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is „Hjá mér byrjaði þetta með svartri, þykkri bók sem ég hafði einkum krotað í á ferðalögum, hugmyndir og annað sem mig langaði til að framkvæma,“ segir athafnamaðurinn Valdimar Geir Halldórsson. Sonur hans Emil Kjartan er þriggja ára. * Þegar ég þarf aðvelta einhverju al-varlega fyrir mér fer ég stundum út að hlaupa. Ég er þá kannski ekki í beinu samtali við Hemma en ég hugsa samt hvernig hann hefði gert þetta og tekið á einhverju. Alveg eins og þegar við vorum að kasta hugmyndum á milli okkar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.