Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Blaðsíða 12
Viðtal
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.10. 2013
S
amtök áhugafólks um
áfengis- og vímuefna-
vandann, SÁÁ, fagna
því um þessar mundir
að þrjátíu ár eru liðin
frá því að sjúkrahúsið Vogur var
tekið í notkun. Allt frá upphafi
hefur Vogur verið þungamiðjan í
starfi samtakanna og þar byrja
flestir vímuefnasjúklingarnir sína
meðferð og nær allir vímuefna-
sjúklingar sem leita sér meðferðar
á Íslandi koma þar fyrr eða síðar.
Þórarinn Tyrfingsson hefur
gegnt starfi yfirlæknis á Vogi allt
frá upphafi og við blasir að spyrja
hann fyrst hvort viðhorf þjóð-
arinnar til alkóhólisma hafi breyst
mikið á þessum þremur áratugum?
„Já, það hefur breyst gríðarlega
mikið,“ svarar Þórarinn. „Eftir að
Vogur var tekinn í notkun hefur
sjúkrahúsið verið táknmynd þess
að áfengis- og vímuefnafíkn sé sér-
stakur sjúkdómur og eigi að vera
meðhöndluð í samræmi við það.
Fram að því voru þeir sem stund-
uðu þessar lækningar sannfærðir
um að áfengisfíkn væri einkenni
um annað. Litið var á áfengissýki
sem félagslegan vanda og mark-
visst reynt að stemma stigu við
honum með lögum og reglugerð-
um. Hlunnindi voru tekin af áfeng-
issjúkum, svo sem umgengn-
isréttur við börn, til þess að freista
þess að leysa vandann. Það eimir
raunar enn eftir af þessu viðhorfi
með tilheyrandi kostnaði fyrir lög-
reglu og ríkið. Það er blettur á
okkar samfélagi. Það er skelfilegt
að beita lögum og félagslegum að-
gerðum gegn sjúkdómseinkenn-
um.“
Fíklar hætti neyslunni
– Líturðu svo á að afstaða ykkar á
Vogi hafi orðið ofan á?
„Ég geri það. Við erum alla
vega á réttri leið. Við vorum ekki
mörg sem komum með þessa sýn
inn í landið á sínum tíma og höfum
haldið henni á lofti. Lengst af höf-
um við verið fjórir læknarnir á
Vogi og í kringum tíu hjúkr-
unarfræðingar og annað eins af
sjúkraliðum, auk um tuttugu ráð-
gjafa. Þetta fólk hefur lagt mikið á
sig.
Annað sem Vogur hefur barist
fyrir er að þeir sem haldnir eru
áfengisfíkn hætti neyslunni. Þetta
sé ekki undirliggjandi sjúkdómur
sem hægt sé að laga með þeim
hætti að sjúklingurinn geti fram-
vegis drukkið hóflega.
Í þriðja lagi hefur Vogur sinnt
fjölskyldum, það er að segja mök-
um og börnum drykkjufólks. Það
þekktist ekki áður.
Í fjórða lagi hefur okkur tekist
að koma ýmsum hugtökum inn í
þjóðfélagsumræðuna, svo sem
„meðvirkni“ sem allir kunna skil á
í dag.
Þegar allt er saman tekið hefur
orðið þjóðarvakning á þessum
þrjátíu árum. Það fer ekkert á
milli mála. Vogur er löngu orðinn
hluti af þjóðfélaginu og heilbrigð-
iskerfinu, við erum engar hornkerl-
ingar.“
Fleiri konur en áður
– Hefur sjúklingahópurinn breyst
mikið á þessum þrjátíu árum?
„Já, mikið. Það kemur mun veik-
ara fólk til okkar í dag. Munar þar
mest um sprautufíklana með alla
fylgikvilla harðrar fíkniefnaneyslu.
Eins kemur eldra fólk í auknum
mæli. Konur fóru líka mjög sjaldan
í áfengismeðferð áður en SÁÁ kom
til skjalanna. Voru innan við 10%
sjúklinga, samanborið við 30% nú.“
– Hvernig stendur reksturinn?
„Við stöndum á tímamótum. Það
hefur verið átakatími í rúm tutt-
ugu ár í heilbrigðiskerfinu eða eft-
ir að menn komust að þeirri nið-
urstöðu að þeir gætu ekki látið alla
sína peninga í heilbrigðisþjónustu.
Þá var farið að sporna við því með
tilheyrandi átökum milli fagfólks
og stjórnenda um það hvernig
eyða ætti peningunum sem til ráð-
stöfunar voru. Í dag eru átökin um
allt annað, þau snúast um sjálfa
grunnþjónustuna en ekki það að
vera fremst í flokki í heiminum á
sviði heilbrigðismála. Átökin eru
með öðrum orðum mun alvarlegri
en áður. Stjórnmálamenn virðast
ekki alveg skynja þetta. Vogur er
hluti af heilbrigðisþjónustunni, þótt
það fari ekki hátt, og til okkar eru
gerðar miklar væntingar. Bæði af
sjúklingum og öðrum stofnunum.“
– Hvað þýðir þetta fyrir rekst-
urinn á Vogi?
„Horfurnar með reksturinn á
Vogi eru dökkar, svo ég tali bara
hreint út. Útlitið hefur aldrei verið
svona svart. Við stefnum í 181
milljónar króna halla á þessu ári
sem er mun meira en áður hefur
gerst. Framlagið frá ríkinu er 529
milljónir, þannig að tapið er hlut-
fallslega gríðarlega mikið. Svona
getum við ekki haldið áfram og
þess vegna þurfum við að grípa til
ráðstafana. Fjárlögin fyrir næsta
ár liggja nú fyrir og þar er fram-
lagið til Vogs lækkað um 20 millj-
ónir.“
Ekki að gefast upp
– Hvað áttu við með að grípa til
ráðstafana? Draga úr þjónustu?
„Já, við þurfum að draga úr
þjónustunni, það blasir við. Hugs-
anlega hverfa aftur til ástandsins
eins og það var á Vogi fyrir alda-
mótin, þegar við byggðum við spít-
alann. Okkur er enginn annar
kostur búinn. Eftir hrun fórum við
bara að vinna meira, eins og aðrir,
og vonuðumst til að ástandið
myndi lagast. Höfum haldið uppi
ákveðnu þjónustustigi síðan en nú
höfum við ekki efni á því lengur.
Hitt er annað mál að við erum
ekkert að gefast upp. Við munum
halda áfram að vinna eins og hægt
er. Við erum að byggja við spít-
alann og þurfum styrk til þess.
Húsinu hefur ekkert verið breytt
frá árinu 2000, þegar byggð var
aðstaða fyrir starfsfólk, sem upp-
haflega gleymdist, og um leið var
byggt yfir unglinga sem leita til
okkar í auknum mæli.“
– Með hvaða hætti munuð þið
draga úr þjónustunni?
„Það liggur ekki fyrir en mér
þykir einsýnt að dregið verði al-
mennt úr starfseminni. Það þýðir
að fækka innritunum á spítalannn.
Síðan bíðum við bara átekta og
vonum það besta enda bjartsýnir
að eðlisfari.“
– Hvað mun innlögnum fækka
um mörg prósent?
„Ég skal ekki segja enda of
snemmt að tala um hvað verði.
Það er óábyrgt gagnvart okkar
sjúklingum. Við munum áfram
sinna okkar skjólstæðingum. Von-
andi komumst við svo að sam-
komulagi við heilbrigðisráðuneytið.
Við erum engar
hornkerlingar
REKSTRARFÉ ER AF SKORNUM SKAMMTI Á VOGI OG ALLT STEFNIR Í AÐ DRAGA
ÞURFI ÚR ÞJÓNUSTU. „ÚTLITIÐ HEFUR ALDREI VERIÐ SVONA SVART,“ SEGIR ÞÓRARINN
TYRFINGSSON YFIRLÆKNIR EN Í DESEMBER VERÐA LIÐIN ÞRJÁTÍU ÁR FRÁ ÞVÍ AÐ SJÚKRA-
HÚSIÐ VAR TEKIÐ Í NOTKUN. ENGAN BILBUG ER ÞÓ Á ÞÓRARNI AÐ FINNA. „VOGUR
VERÐUR ÁFRAM VOGUR. OKKAR VANDAMÁL VERÐA LEYST. ÉG TRÚI EKKI ÖÐRU.“
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Skútuvogi 1h | 104 Reykjavík | Sími: 585 8900 | jarngler.is
Rennihurða-
brautir
Mögluleiki á mjúklokun
Sjálfvirkir
hurðaopnarar
fyrir húsfélög og
fyrirtæki, ásamt
uppsetningu og viðhaldi
Hurðapumpur
Möguleiki á léttopnun
Fyrir hurðir og glugga
Rafdrifnir
glugga-
opnarar
ÁFRAM VOGUR!
SÁÁ byrjar nú með lands-
söfnunina Áfram Vogur. Sam-
tökin hafa hafið framkvæmdir
á viðbyggingu við sjúkrahúsið
Vog, sem mun sinna allra
veikustu sjúklingunum. Ríkið
kemur ekki að neinu leyti að
fjármögnun þessarar fram-
kvæmdar og því biðlar SÁÁ
til fólks um að sýna stuðning
sinn í verki.
Símanúmer söfnunarinnar
eru sem hér segir: 903-1001
fyrir 1.000 króna styrk, 903-
1003 fyrir 3.000 króna styrk
og 903-1005 fyrir 5.000
króna styrk.