Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Blaðsíða 50
G
uðrún Helgadóttir á stóran
þátt í því hvernig barnabók-
menntir hafa verið hafnar til
vegs og virðingar hérlendis.
Fyrir margt löngu, þegar hún
fór að leita að lestrarefni fyrir börnin sín,
áttaði hún sig á því að yngstu lesendurnir
voru fremur sniðgengnir. Nú, nærri fjörutíu
árum síðar, hefur Guðrún heldur betur lagt
sitt af mörkum til barnabókmennta og það
yrði langur listi að telja upp þær skáldsögur,
þýðingar, verðlaun og viðurkenningar sem
hún hefur sópað að sér.
Barnabækur hennar eru orðnar 25 talsins
og um þessar mundir er verið að leggja loka-
hönd á uppsetningu á leikriti hennar Óvitum
sem frumsýnt verður 13. október næstkom-
andi í Þjóðleikhúsinu. Er það þriðja upp-
færslan á verkinu síðan það var fyrst sett á
fjalirnar þar. Hún skrifaði það á aðeins einni
viku árið 1979, nánar tiltekið í sumarbústað í
Munaðarnesi og lék það jafnóðum upphátt –
barni í næsta bústað sem lá í leyni til
ómældrar skemmtunar. Þótt það hafi eflaust
líka furðað sig á þessari konu sem talaði við
sjálfa sig, hló og skemmti sér.
Rithöfundurinn og alþingismaðurinn fyrr-
verandi er 78 ára og segir að hún hafi aðeins
verið úr leik síðustu misserin en hún bæði
fót- og handleggsbrotnaði á útidyratröpp-
unum hjá sér fyrir nokkrum árum er hún var
að koma heim með innkaupapoka. Það tekur
á þegar bein gróa og ónæmiskerfið veikist.
Guðrún er ekki orðin algóð en eins og jafnan
er viðmótið hressilegt: „Ég neita því ekki að
það eru ansi mikil viðbrigði að vera ekki góð
til heilsunnar, ég neita því ekki. En ég er
ekki illa haldin, ég geri flest af því sem mig
langar til að gera þótt ég sé enginn göngu-
garpur.“
Blaðamaður á ættir að rekja til Hafnar-
fjarðar þar sem Guðrún ólst upp í 10 systk-
ina hópi og Guðrún er ekki lengi að tengja
allt saman og þylja upp nöfn þvers og kruss,
störf og heimilisföng. Hafnarfjörður var auð-
vitað lítið þorp og samheldið. Hún ólst upp
við aðstæður sem fólk þekkir lítt til í dag
nema af afspurn. Fátækt og þrengsli. Hvern-
ig mótaði það hana?
„Þetta er nú dálítið erfið spurning. Það var
enginn vondur við mig í æsku en ég var ekki
hamingjusamt barn, það væri synd að segja
það. Ég hataðist við fátækt, fannst hún vond
og ljót og gera fólk óhamingjusamt í alla
staði. Á þessum tíma þegar ég er krakki er
Hafnarfjörður náttúrlega óttalega óyndis-
legur staður. Það var ekkert hugsað um lóðir
og lítið ræktað. Þetta var bara njóli og melar
og malargötur. Við gátum svo sem siglt í
skurðunum stundum en þetta var heimur
sem mér líkaði afar illa, alveg frá því að ég
var smákrakki. Ég var mjög ung þegar ég
fór að basla við að rækta upp lóðina í kring-
um húsið okkar og það vildi mér til happs að
systurnar í klaustrinu tóku eftir þessu basli
mínu og fóru að gefa mér plöntur. Mér hlýn-
ar um hjartarætur þegar ég keyri upp Jófríð-
arstaðaveginn í dag því ég sé að sumt af
þessu lifir ennþá.“
Pínulítil og skrýtin
Fjölskyldan bjó í pínulitlu húsi. „Hvor hæð
var 30 fermetrar og þarna bjuggum við 14
manns. Amma og afi bjuggu alla tíð í húsinu,
mamma og pabbi og börnin. Það var alltaf
einhver heima, það var nógur matur, við vor-
um aldrei illa klædd og á þeirra tíma vísu
vorum við ekki illa haldin. En mér fannst
þetta óskaplega óspennandi líf. Ég hef alltaf
verið svolítil hofróða og vildi bara að lífið
væri betra en þetta. Ég fann þá leið til að
reisa mig við að vera dugleg í skóla og var
óskaplega ung þegar ég varð læs. Ég var
dregin upp á svið á samkomum, pínulítil og
skrýtin til að lesa upp. Ég held að þetta hafi
ekki haft góð áhrif á mig því þar með hélt ég
og var sannfærð um að ég væri eitthvað al-
veg sérstakt. Það tók mig langt líf að komast
að því að svo væri líklega bara ekki.“
Í götunni hennar Guðrúnar bjó fjölskylda
sem hún segir að hafi bjargað sér en það var
fjölskylda Eyjólfs Kristjánssonar, afa sam-
nefnds söngvara. „Móðir hans, Guðný Eyj-
ólfsdóttir, tók einhverju ástfóstri við mig og
ég var mikið þar á heimilinu. Það umhverfi
var meira í stíl við það sem mér þóknaðist.
Þar voru djúpir stólar, málverk og píanó.
Einhverjir myndu segja að ég hafi verið
dauðans snobb en mér er bara alveg sama
um það. Ég hef alltaf haft þá kenningu að
maður eigi að snobba upp á við en ekki niður
á við. Það er ekki gott að sækjast eftir því
sem ekki er eftirsóknarvert.“
Fólk botnaði lítið í pjattinu í Guðrúnu þeg-
ar hún kom inn með blómvönd úr garðinum
eða vildi kveikja á kerti. „Það kostar ekkert
að kveikja á kertum og tína blómvönd en það
gerir lífið fallegra. Ég var í ósætti við líf mitt
sem krakki. Þótt blessunin hún amma mín
talaði um að það gerði ekki svo mikið til þótt
manni liði illa í lífinu, maður fengi uppbót
annars staðar. Ég var ekki tilbúin að greiða
fyrir þann aðgöngumiða að himnaríki.“
Fyrir þó pínulítinn hégómaskap móður
sinnar að því er Guðrún telur var hún látin
fara í einkabarnaskóla, St. Jósefsskóla. Þar
átti hún yndislega daga hjá systrunum og
lærði margt sem hefur gagnast henni í lífinu
– bóklegt og verklegt.
Sagan af því hvernig Guðrún nálgaðist bók-
menntirnar sem krakki er skemmtileg. Bóka-
vörður Bókasafns Hafnarfjarðar, skáldið
Magnús Ásgeirsson, skammtaði Guðrúnu
lestrarefni þegar hún var krakki og sú útdeil-
ing spilaði stóran þátt í því hve mikið, fjöl-
breytt og jafnvel tormelt efni hún las. „Hann
var einhverra hluta vegna velviljaður í minn
garð en annars þótti hann fremur hrjúfur
maður. Hann fór í það að láta mig lesa erfiðar
bækur og þegar ég var 10 ára fór ég heim
með ljóðabálk Byrons, Manfreð. Hann hló
mikið þegar hann komst að því að ég hafði
látið mig hafa það að lesa þetta en hann
spurði mig jafnan út úr því sem ég las og yf-
irheyrði mig. Þetta var oft fremur spaugilegt
oft.“
Fleiri urðu á vegi Guðrúnar sem hjálpuðu
til við að leiða hana inn á menntaveginn og á
kaf ofan í bækur. Hún minnist á konung ís-
lenskra fræða á sínum tíma; Bjarna Að-
albjarnarson sem kenndi í Flensborgarskóla.
Hann átti stóran þátt í því að hún tók lands-
próf og innritaðist svo í Menntaskólann í
Reykjavík. „Ég er ekki viss um að ég hefði
farið í menntaskóla ef ekki hefði komið til
þess að hann hvatti foreldra mína til að láta
mig fara í menntaskóla. Þá hafði ég ekkert
hugsað út í það og því síður foreldrar mínir
en þau tóku auðvitað mark á þessum merka
manni. Hann gaf mér einnig þá bók sem ég
GUÐRÚN HELGADÓTTIR HEFUR NÝSTÁRLEGAR HUGMYNDIR UM HVERN-
IG BÆTI MEGI LÆSI BARNA OG VILL FÁ ÍÞRÓTTAFÓLK
ÞAR TIL LIÐS VIÐ SIG. GUÐRÚN SEGIST JAFNFRAMT HLAKKA TIL AÐ NÝ
KYNSLÓÐ FÁI FLJÓTLEGA AÐ SJÁ LEIKRIT HENNAR ÓVITA.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Skorar á
íþróttahetjur
landsins
Viðtal
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.10. 2013
Vinur við veginn
Olís hefur opnað metanafgreiðslu á þjónustustöð
Olís í Mjóddinni, á mótum Reykjanesbrautar og
Álfabakka. Metanið er vistvænt íslenskt eldsneyti,
unnið úr hauggasi frá lífrænum úrgangi.
Taktu grænu skrefin með Olís!
PI
PA
R\
TB
W
A
·
SÍ
A
·
13
18
24
Metan í Mjódd