Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Blaðsíða 20
*Heilsa og hreyfingÓmega 3 fitusýrur valda ekki blöðruhálskrabbameini segir sérfræðingur við Háskóla Íslands »22 Þær upplifa oft miklar útlitsbreytingar sem geta haft neikvæð áhrif á sjálfsmyndina og líðanina. Á námskeiðinu fá konurnar gagnlegar leiðbeiningar t.d. um umhirðu húðar og förðun. námskeiðið hefur mælst vel til hjá þátttakendum. svæðafélög Krabbameinsfélagsins eru víðsvegar um landið og einnig eru stuðn- ingshóparnir víða. Tíu stuðningshópar eru á höfuðborgarsvæðinu sem flestir hafa fasta fundi í hverjum mánuði ásamt viðtalstímum. Þá hefur félagið íbúðir til umráða ásamt öðrum félagasamtökum fyrir krabbameins- sjúklinga sem nýtast þeim og aðstandendum er koma af landsbyggðinni á meðan á með- ferð stendur. Gunnar og Qi-Gong Nú er að hefjast sjötti veturinn sem Gunn- ar Eyjólfsson, leikari, leiðir Qi-Gong ástund- un í Ráðgjafarþjónustunni. Sigrún segir að hann hafi sýnt félaginu einstaka tryggð og velvilja og mætt tvisvar í viku til að leiða Qi-Gong hugleiðslu sem margir hafa nýtt sér og notið góðs af.Gunnar er einn af stofnfélögum Krabbameinsfélags Reykjavík- ur sem var fyrsta Krabbameinsfélagið á Ís- landi. Hann missti móður sína úr krabba- meini ungur að aldri. „Það er birta á sjóndeildarhringnum, ég trúi því. Meðan þessi sjúkdómur sækir á fólk á öllum aldri þá á þjóðin virkilega að taka þátt í því. Það eru allir tengdir fólki sem hefur orðið fyrir því að veikjast af þessum sjúkdómi. En við erum líka bjartsýn vegna þess að það er verið að sigrast á mörgum sjúkdómunum og það er stórkostlegt að sjá árangurinn af því,“ segir Gunnar. „Við skulum öll leggja Krabbameinsfélagi Íslands lið með því að kaupa bleiku slaufuna. Ég er stoltur af því að þetta félag skuli sinna þessum sjúkdómi eins og þeir gera.“ Ráðgjafarþjónustan bíður upp á faglega símaráðgjöf alla virka daga milli kl. 13-15 í síma 800-4040, en Sigrún hvetur fólk til að nýta sér þá þjónustu. Í húsi félagsins í Skógarhlíð 8, er oftar en ekki þétt dagskrá og fjölbreytt nám- skeið, fyrirlestrar og örráðstefnur sem eru opin öllum. Eitt af námskeiðunum er, Gott útlit... betri líðan og er fyrir konur í krabbameinsmeðferð. Á takið Bleika slaufan er tákn Krabbameinsfélagsins í barátt- unni gegn krabbameini í konum en það fór í gang að nýju 1. október síðastliðinn og stendur yfir út októ- ber. Samhliða sölu á slaufunni fer fram ákveðin nýjung. Uppboð á ýmsu skemmti- legu hefur verið bætt við og verður til 11. október. Sigrún Lillie Magnúsdóttir leiðir Ráðgjaf- arþjónustu Krabbameinsfélagsins en áður starf-aði hún hjá Heimahlynningu frá árinu 1993 og í líknarráðgjafarteymi landspítala. Markmið ráðgjafarþjónustunnar er að að- stoða fólk við að ná janfvægi í lífinu eftir það áfall að greinast með krabbamein. Veikindin hafa áhrif á alla þá er standa næstir hinum veika. Ráðgjafarþjónustan bíður upp á marg- þætta þjónustu sem snýr að þörfum krabba- meinssjúklinga og aðstandenda þeirra. Sálfélagslegur stuðningur í formi samtals, slökunar, sálgæslu og hvatningar er í boði fyrir einstaklinga, fjölskyldur og minni hópa. Ráðgjöf um forvarnir, helstu einkenni krabbameins og ýmis úrræði er tengjast réttindamálum. Nánari upplýsingar um þjónustuna er á vef krabbameinsfélagsins, www.krabb.is. „Það geta allir leitað til okkar og eru vel- komnir,“ segir Sigrún. Morgunblaðið/Kristinn KRABBAMEINSFÉLAG ÍSLANDS Birtir yfir með bleiku slaufunni KRABBAMEIN ER EKKI EINKAMÁL EINSTAKLINGSINS, SEGIR RÁÐGJAFI KRABBAMEINSFÉLAGSINS. ÖLL FJÖLSKYLDAN KEMUR AÐ OG SAMVINNA ER AÐALMÁLIÐ. EINN AF STOFNFÉLÖGUM FÉLAGSINS SEGIR ÞAÐ MIKILVÆGT AÐ ALLIR LEGGI STARFSEMINNI LIÐ ÞVÍ ALLIR ERU Á EINHVERN HÁTT TENGDIR FÓLKI SEM HEFUR VEIKST AF SJÚKDÓMNUM. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Gunnar Eyjólfsson er reglulega með Qi Gong-æfingu í Krabbameinsfélaginu. Morgunblaðið/Kristinn Gunnar Eyjólfsson og Sigrún Lillie eru ánægð með átakið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.