Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.10. 2013 Skyldan til að vernda,“ („Responsibility to pro-tect“), var heiti skýrslu sem út kom á vegumAlþjóðanefndarinnar um íhlutun og fullveldi ríkja (International Commission on Intervention and State Sovereignty), sem Kanadastjórn hafði komið á fót í árslok 2001. Nefndinni var ætlað að svara spurningum sem Kofi Annan, þáverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, setti fram varðandi rétt og skyldur þjóða að skerast í leikinn þegar mannréttindi eru brotin. Skýrsluhöfundar komust að þeirri niðurstöðu að ríki ættu að njóta fullveldisréttar innan eigin landa- mæra, en þau hefðu að sama skapi þær skyldur gagn- vart þegnunum að vernda þá fyrir ofríki og ofbeldi. Gætu ríki ekki eða vildu ekki vernda þegnana færðist ábyrgðin þeim til verndar yfir á alþjóðasamfélagið. Kofi Annan setti spurningar sínar fram á sama tíma og alþjóðasamfélagið hafði ekkert aðhafst þótt ofbeldi og fjöldamorð víðs vegar um heiminn hefðu verið fyrir allra augum. Þrátt fyrir góðan ásetning við stofnun Samein- uðu þjóðanna, rétt fyrir miðja síðustu öld, að taka á stríðsglæpum með tilkomu „Sáttmálans um ráð- stafanir gegn og refsingar fyrir hópmorð“ (Conven- tion on the Prevention and Punishment of the Crime of Genocide), gerðist lengi vel fátt gagnvart stríðsglæpamönnum. Sameinuðu þjóðirnar reynd- ust einskis megnugar í meira en hálfa öld og fram undir þennan dag. Kalda stríðið og samsetning Ör- yggisráðsins sáu til þess að SÞ fékk sig hvergi hreyft þrátt fyrir hryllilega stríðsglæpi og fjölda- morð, allt í skjóli stórveldanna. Nú kunna að vera teikn á lofti um að heimurinn kunni að vera að vakna til vitundar um að við verð- um að finna leið út úr því öngstræti sem við erum í. Árásirnar á Írak, Afganistan og Líbýu færðu lands- mönnum hvorki frið né mannréttindi og hvað Sýr- land áhrærir sjá menn arfleifð stórveldastjórnmála 19. og 20. aldarinnar birtast í varðstöðu Örygg- isráðsins um óbreytt ástand. Aðgerðaleysi er ekki svarið. Kynþáttastjórnin í Suður-Afríku var felld með baráttu innanlands og jafnframt utanaðkomandi viðskiptabanni og dipló- matískum þrýstingi. Þótt John Kerry, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, hafi verið talsmaður hefndarárásar vegna notkunar efnavopna í Sýr- landi talar hann nú um pólitískan þrýsting („the po- wer of diplomacy“). Hér kveður við nýjan tón. Það lofar líka góðu að Obama Bandaríkjaforseti lét af hótunum sínum um árás á Sýrland – a.m.k. um sinn – og ákvað að leita til þings. Sama gerði David Cameron, forsætisráð- herra Bretlands. Þingið þar sagði nei. Og það er vaxandi þrýstingur á François Hollande Frakk- landsforseta að fara fyrir franska þingið með ákvörðun sína um þátttöku í hernaðaraðgerðum. Það er til góðs að lýðræðisvæða ákvarðanir um stríð. Margt hefði farið öðru vísi ef svo hefði verið gert fyrr. Og það sem meira er: Ríki heims hefðu tekið upp löngu tímabæra umræðu um aðrar leiðir til að vernda mannréttindi en með sprengjuregni. Viðbrögð við mannréttindabrotum * Það er til góðs að lýðræðisvæða ákvarð-anir um stríð. Margt hefði farið öðru vísi ef svo hefði verið gert fyrr. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Kokkurinn Hrefna Rósa Sætr- an tekur þátt í Bleiku slaufunni og er ein af þeim sem er boðin upp en hægt er að fá hana til að elda heima hjá sér eða á vinnu- staðnum. „Það sem ég sé fyrir mér er að gera hina fullkomnu blöndu af rétt- um frá Fisk- markaðurinn og Grillmark- aðurinn heima í eldhúsinu hjá þeim sem býð- ur best. Annars er ég alveg til í að elda það sem þið óskið ykkur. Væruð þið til í að deila þessu fyrir mig svo að við náum að safna sem mestu fyrir þetta frá- bæra málefni :) Takk kæru vinir“. Hafrún Kristjáns- dóttir íþrótta- sálfræðingur var ekki sátt við hvernig Vigdís Hauks- dóttir túlkaði orðið strax en Vig- dís sagði að orðið strax væri teygjanlegt hugtak. „Þarf að ganga frá ákveðnum málum strax.... gott að strax sé teygjanlegt hugtak. Fer í málin um jólin“. Sveinn Andri Sveinsson lög- fræðingur er mikill stuðnings- maður Man- chester United og lætur oft í sér heyra um ágæti þess fé- lags. Hann sagði eftir meistaradeildarleik liðsins í vik- unni. „Sir Ryan Giggs er kóngur- inn í evrópskri knattspyrnu. Hann hefur leikið flesta leiki allra leikmanna í Meistaradeild Evr- ópu, 145 leiki. Til samanburðar má geta þess að Liverpool hefur leikið 82 leiki í Meistaradeild- inni.“ Logi Bergmann Eiðsson, er hnyttinn á Twitter. „Meist- aramánuður leggst vel í mig: Bú- inn með 15 km í dag. Og hann eyðir bara 6 á hundraðið innan- bæjar. #meistaramánuður.“ AF NETINU Stórmyndin um Þór, Thor: The Dark World, verður frumsýnd eftir tæpan mán- uð í Hollywood. Kynningarstikla úr mynd- inni kom út á veraldarvefinn í vikunni en Ísland skipar stórt hlutverk þar sem stór hluti myndarinnar var tekinn upp hér á landi. Tom Hiddlestone, annar aðalleikarinn, segir í stiklunni að Ísland hafi svo sann- arlega staðið undir væntingum. „Það er ekki hægt að ímynda sér hvað landið er fallegt. Það er stærra en ímyndunaraflið,“ og leikstjórinn Alan Taylor tekur í sama streng. „Myndin heitir svartir heimar og er heimur svartra afla. Við þurftum að finna stað sem gat verið heimilið þeirra og fundum hann á Íslandi.“ Chris Hemsworth leikur Þór. Hér er hann í tökum á Íslandi með hamarinn Mjölni hátt á lofti. Ísland stóð við sitt Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður á RÚV, kom félaga sínum, Ólafi Stefánssyni, til bjargar í vikunni. Ólafur átti að mæta í viðtal hjá 365 í Skaftahlíð þar sem hann var fyrsti gestur Sportspjallsins. Eitthvað hefur Ólafur verið utan við sig þeg- ar hann var boðaður í viðtalið því hann mætti á RÚV í Efstaleiti að tala við Henry Birgi Gunn- arsson íþróttafréttamann. Enginn kannaðist við téðan Henry á RÚV enda vinnur hann á 365. Fór mikil leit af stað innan veggja RÚV af þessum Henry sem enginn kannaðist við. Þeg- ar komið var með Ólaf inn á íþróttadeildina þekktu menn þar nafnið og Einar skutlaði Ólafi á réttan stað svo viðtalið gæti farið fram. Einar er reyndar sjálfur að vinna að þætti um Ólaf sem verður sýndur á RÚV en þar verður farið í gegnum feril hans og spjallað við leik- menn sem spiluðu með honum. Einar til bjargar Einar Örn Jónsson og Ólafur Stefánsson á landsliðsæfingu fyrir sléttum áratug. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vettvangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.