Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Page 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.10. 2013 Skyldan til að vernda,“ („Responsibility to pro-tect“), var heiti skýrslu sem út kom á vegumAlþjóðanefndarinnar um íhlutun og fullveldi ríkja (International Commission on Intervention and State Sovereignty), sem Kanadastjórn hafði komið á fót í árslok 2001. Nefndinni var ætlað að svara spurningum sem Kofi Annan, þáverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, setti fram varðandi rétt og skyldur þjóða að skerast í leikinn þegar mannréttindi eru brotin. Skýrsluhöfundar komust að þeirri niðurstöðu að ríki ættu að njóta fullveldisréttar innan eigin landa- mæra, en þau hefðu að sama skapi þær skyldur gagn- vart þegnunum að vernda þá fyrir ofríki og ofbeldi. Gætu ríki ekki eða vildu ekki vernda þegnana færðist ábyrgðin þeim til verndar yfir á alþjóðasamfélagið. Kofi Annan setti spurningar sínar fram á sama tíma og alþjóðasamfélagið hafði ekkert aðhafst þótt ofbeldi og fjöldamorð víðs vegar um heiminn hefðu verið fyrir allra augum. Þrátt fyrir góðan ásetning við stofnun Samein- uðu þjóðanna, rétt fyrir miðja síðustu öld, að taka á stríðsglæpum með tilkomu „Sáttmálans um ráð- stafanir gegn og refsingar fyrir hópmorð“ (Conven- tion on the Prevention and Punishment of the Crime of Genocide), gerðist lengi vel fátt gagnvart stríðsglæpamönnum. Sameinuðu þjóðirnar reynd- ust einskis megnugar í meira en hálfa öld og fram undir þennan dag. Kalda stríðið og samsetning Ör- yggisráðsins sáu til þess að SÞ fékk sig hvergi hreyft þrátt fyrir hryllilega stríðsglæpi og fjölda- morð, allt í skjóli stórveldanna. Nú kunna að vera teikn á lofti um að heimurinn kunni að vera að vakna til vitundar um að við verð- um að finna leið út úr því öngstræti sem við erum í. Árásirnar á Írak, Afganistan og Líbýu færðu lands- mönnum hvorki frið né mannréttindi og hvað Sýr- land áhrærir sjá menn arfleifð stórveldastjórnmála 19. og 20. aldarinnar birtast í varðstöðu Örygg- isráðsins um óbreytt ástand. Aðgerðaleysi er ekki svarið. Kynþáttastjórnin í Suður-Afríku var felld með baráttu innanlands og jafnframt utanaðkomandi viðskiptabanni og dipló- matískum þrýstingi. Þótt John Kerry, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, hafi verið talsmaður hefndarárásar vegna notkunar efnavopna í Sýr- landi talar hann nú um pólitískan þrýsting („the po- wer of diplomacy“). Hér kveður við nýjan tón. Það lofar líka góðu að Obama Bandaríkjaforseti lét af hótunum sínum um árás á Sýrland – a.m.k. um sinn – og ákvað að leita til þings. Sama gerði David Cameron, forsætisráð- herra Bretlands. Þingið þar sagði nei. Og það er vaxandi þrýstingur á François Hollande Frakk- landsforseta að fara fyrir franska þingið með ákvörðun sína um þátttöku í hernaðaraðgerðum. Það er til góðs að lýðræðisvæða ákvarðanir um stríð. Margt hefði farið öðru vísi ef svo hefði verið gert fyrr. Og það sem meira er: Ríki heims hefðu tekið upp löngu tímabæra umræðu um aðrar leiðir til að vernda mannréttindi en með sprengjuregni. Viðbrögð við mannréttindabrotum * Það er til góðs að lýðræðisvæða ákvarð-anir um stríð. Margt hefði farið öðru vísi ef svo hefði verið gert fyrr. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Kokkurinn Hrefna Rósa Sætr- an tekur þátt í Bleiku slaufunni og er ein af þeim sem er boðin upp en hægt er að fá hana til að elda heima hjá sér eða á vinnu- staðnum. „Það sem ég sé fyrir mér er að gera hina fullkomnu blöndu af rétt- um frá Fisk- markaðurinn og Grillmark- aðurinn heima í eldhúsinu hjá þeim sem býð- ur best. Annars er ég alveg til í að elda það sem þið óskið ykkur. Væruð þið til í að deila þessu fyrir mig svo að við náum að safna sem mestu fyrir þetta frá- bæra málefni :) Takk kæru vinir“. Hafrún Kristjáns- dóttir íþrótta- sálfræðingur var ekki sátt við hvernig Vigdís Hauks- dóttir túlkaði orðið strax en Vig- dís sagði að orðið strax væri teygjanlegt hugtak. „Þarf að ganga frá ákveðnum málum strax.... gott að strax sé teygjanlegt hugtak. Fer í málin um jólin“. Sveinn Andri Sveinsson lög- fræðingur er mikill stuðnings- maður Man- chester United og lætur oft í sér heyra um ágæti þess fé- lags. Hann sagði eftir meistaradeildarleik liðsins í vik- unni. „Sir Ryan Giggs er kóngur- inn í evrópskri knattspyrnu. Hann hefur leikið flesta leiki allra leikmanna í Meistaradeild Evr- ópu, 145 leiki. Til samanburðar má geta þess að Liverpool hefur leikið 82 leiki í Meistaradeild- inni.“ Logi Bergmann Eiðsson, er hnyttinn á Twitter. „Meist- aramánuður leggst vel í mig: Bú- inn með 15 km í dag. Og hann eyðir bara 6 á hundraðið innan- bæjar. #meistaramánuður.“ AF NETINU Stórmyndin um Þór, Thor: The Dark World, verður frumsýnd eftir tæpan mán- uð í Hollywood. Kynningarstikla úr mynd- inni kom út á veraldarvefinn í vikunni en Ísland skipar stórt hlutverk þar sem stór hluti myndarinnar var tekinn upp hér á landi. Tom Hiddlestone, annar aðalleikarinn, segir í stiklunni að Ísland hafi svo sann- arlega staðið undir væntingum. „Það er ekki hægt að ímynda sér hvað landið er fallegt. Það er stærra en ímyndunaraflið,“ og leikstjórinn Alan Taylor tekur í sama streng. „Myndin heitir svartir heimar og er heimur svartra afla. Við þurftum að finna stað sem gat verið heimilið þeirra og fundum hann á Íslandi.“ Chris Hemsworth leikur Þór. Hér er hann í tökum á Íslandi með hamarinn Mjölni hátt á lofti. Ísland stóð við sitt Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður á RÚV, kom félaga sínum, Ólafi Stefánssyni, til bjargar í vikunni. Ólafur átti að mæta í viðtal hjá 365 í Skaftahlíð þar sem hann var fyrsti gestur Sportspjallsins. Eitthvað hefur Ólafur verið utan við sig þeg- ar hann var boðaður í viðtalið því hann mætti á RÚV í Efstaleiti að tala við Henry Birgi Gunn- arsson íþróttafréttamann. Enginn kannaðist við téðan Henry á RÚV enda vinnur hann á 365. Fór mikil leit af stað innan veggja RÚV af þessum Henry sem enginn kannaðist við. Þeg- ar komið var með Ólaf inn á íþróttadeildina þekktu menn þar nafnið og Einar skutlaði Ólafi á réttan stað svo viðtalið gæti farið fram. Einar er reyndar sjálfur að vinna að þætti um Ólaf sem verður sýndur á RÚV en þar verður farið í gegnum feril hans og spjallað við leik- menn sem spiluðu með honum. Einar til bjargar Einar Örn Jónsson og Ólafur Stefánsson á landsliðsæfingu fyrir sléttum áratug. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vettvangur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.