Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Side 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Side 22
G uðrún dregur í efa niðurstöður erlendrar rannsóknar sem kom út á dögunum en þar komu fram vísbendingar um að mikil neysla á omega-3 fitusýrum tengdist aukinni hættu á krabba- meini í blöðruhálskirtli. „Þessi rannsókn hefur verið mikið til umræðu í vísindaheim- inum og margir telja hana vera mjög gallaða af ýmsum ástæðum. Í þessu samhengi er vert að velta því fyrir sér að tíðni blöðruháls- krabbameins er mun lægri í Japan heldur en í Bandaríkjunum þrátt fyrir að Japanir borði átta sinnum meira magn af omega-3 fitusýrum heldur en Bandaríkjamenn.“ Hún leggur áherslu á mikilvægi omega-3 fitusýra og bendir á að til eru margar tegundir af fitu og að þær eru ekki allar slæmar, heldur þvert móti. Mikilvægar frá upphafi lífs „Talið er að ómettaðar omega-3 fitusýrur hafi verið aðalfituefni í frumum sjávarlífvera allt frá því að líf kviknaði í sjónum. Menn geta ekki búið til einstakar ómett- aðar fitusýrur af omega-3 og omega-6 gerð og verða því að fá þær úr fæðu,“ segir Guðrún. Við verðum að fá omega-3 fitu- sýrur og eina gerð af omega-6 fitu- sýrum úr fæðunni því þær eru lífs- nauðsynlegar. Þar sem tvær gerðir omega-3 fitusýra, EPA og DHA, eru aðallega í sjávarfangi þá óttast Íris að ungt fólk á Íslandi fái ekki nægilega mikið af slíkum fitusýr- um. „Unga fólkið er ávallt í lægstu gildunum þegar þetta er rann- sakað og það er í takt við neyslu- mynstur ungs fólks á fiski og lýsi.“ Hún hefur minni áhyggjur af omega-9 fitusýru því hún er ekki lífsnauðsynleg, þar sem líkaminn getur búið hana til sjálfur með auðveldum hætti. Við fáum hina lífsnauðsynlegu omega-3 alfa-línólensýru (ALA) úr jurtum sjávar og lands, nánar til- tekið úr plöntusvifi annars vegar og korni og hnetum hins vegar. ALA fitusýran er svokölluð móðir hinna tveggja omega-3 sýranna EPA og DHA því þær myndast út frá henni. Bæði EPA og DHA má t.d. finna í miklu magni í feitum fiski og lýsi. ALA fitusýrur mynd- ast til að mynda í plöntusvifi með aðstoð sólarljóss og þaðan skilar það sér í fisk sem umbreytir því í EPA og DHA fitusýru. Byggja upp frumur Flestir vísindamenn eru sammála um að ómettaðar fitusýrur af omega-3 gerð hafi verndandi áhrif gegn hjarta- og æðasjúkdómum. Töluvert er af omega-3 fitusýrum í himnum fruma miðtaugakerfisins og þar með talið heila. Því er talið að þessar fitusýrur gegni mikil- vægu hlutverki í að koma boðum milli frumna í taugakerfinu. Þá eru slíkar fitusýrur aðalbyggingarefni himnu sem umlykur frumur lík- amans og því er mjög mikilvægt að fá lífsnauðsynlegar fitusýrur inn í líkamann. „Þú ert bókstaflega það sem þú borðar. Við erum öll gerð úr frum- um og þær þurfa byggingarefni.“ Guðrún og samstarfsfólk hennar komust að því á tíunda áratug síð- ustu aldar að hægt er að hækka magn omega-3 fitusýra í lamba- kjöti með því að gefa kindum á meðgöngu fiskimjöl, fiskiolíu eða síld sem fóðurbæti. Það sama gild- ir um önnur húsdýr á borð við svín og hænsni. „Þessar löngu fitu- sýrur eru að fara inn í kjötið og mjólkina og jafnvel í eggin hjá hænsnum. Með þessum hætti eru bændur sem gefa fiskimjölsbætt fóður að framleiða úrvals heilsu- vöru.“ Meðfylgjandi skýringarmynd sýnir í aðalatriðum, hvernig omega-3 fitusýrur berast frá plöntusvifi um fæðukeðju hafsins til húsdýra og mannfólks. Frá móður til barns Guðrún hvetur verðandi mæður til að borða omega-3 fitusýrur því þær berast með blóði til barnsins í gegnum naflastrenginn. „Lengi býr að fyrstu gerð og því er gríðarlega mikilvægt að neyta omega-3 fitu- sýra allt frá upphafi. Ómettaðar omega-6 og omega-3 fitusýrur eru nauðsynlegar einstaklingnum til vaxtar og viðhalds. Þær hafa áhrif á minni, einbeitingu, tal og hreyfi- þroska og margar rannsóknir hafa sýnt fram á skort á ákveðnum fitu- sýrum hjá ofvirkum börnum. Nær- ing á fyrsta æviskeiði barna getur skipt sköpum um þroska og heilsu- far viðkomandi síðar á lífsleiðinni.“ Hún bendir á að ekki þarf mikið af þessum fitusýrum til að full- nægja daglegri þörf. „Þrátt fyrir alla þessa kosti er ekki gott að hafa of mikið af þeim í líkamanum í einu. Allt er gott í hófi og það á einnig við í þessu tilviki. Með einni teskeið af lýsi daglega er maður að viðhalda byggingarefni líkamans.“ OMEGA-3 FITUSÝRUR Valda ekki krabbameini Guðrún V Skúladóttir hefur rannsakað omega fitusýrur í mörg ár. Morgunblaðið/Rósa Braga * Guðrún mun flytja fyrir-lestur um omega -3, -6 og -9 í Salnum í Kópavogi næstkomandi fimmtudag. Fyrirlesturinn er hluti af ráðstefnu sem ber nafnið „Styrkurinn felst í mýktinni“ en þar munu ýmsir sérfræðingar koma fram og fjalla um omega fitusýrur. Ber þar hæst að nefna breska sér- fræðinginn Michael A. Crawford en hann er margverðlaunaður fyrir rannsóknarstörf sín á fitusýrum. „ÞAÐ ER MIKILL MISSKILNINGUR AÐ FÓLK EIGI AÐ FORÐ- AST ALLA FITU Í MATARÆÐI,“ SEGIR DOKTOR GUÐRÚN V. SKÚLADÓTTIR LÍFEFNAFRÆÐINGUR VIÐ LÍFEÐLISFRÆÐI- STOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS. Jón Heiðar Gunnarsson jonheidar@mbl.is 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.10. 2013 Heilsa og hreyfing „Það er nauðsynlegt fyrir alla að gera æfingar á öðrum fæti til að styrkja líkamann,“ segir Silja Úlfarsdóttir, einkaþjálfari og afrekskona í frjáls- um íþróttum. „Hnébeygja á öðrum fæti hentar vel fyrir alla, hvort sem um ræðir byrjendur eða at- vinnufólki í íþróttum. Þessi æfing er einnig auð- veld í framkvæmd hvar og hvenær sem er. Æf- ingin vinnur vel á vöðvunum framan á lærunum ásamt því að virkja flest alla vöðvana í neðri búk. Þá er þetta einnig góð æfing fyrir jafn- vægið,“ segir Silja. Æskilegt er að framkvæma æfinguna 1-2 sinnum í viku, 2-3 sett og 6-8 endurtekningar í senn. „Mikilvægt er að passa að hnén detti ekki inn þegar æfingin er framkvæmd og því er sniðugt að æfa sig fyrir framan spegil til að byrja með.“ ÆFING DAGSINS Hnébeygja á öðrum fæti 1 Stattu fyrir framan stól á öðrum fæti, hafðuhælinn mjög nálægt stólnum. 2 Sestu rólega niður og hallaðu þér fram. Þaðer mjög mikilvægt að spenna kviðvöðva. 3 Ýttu mjöðminni fram og réttu úr hnénu,stattu rólega upp og passaðu upp á hnén. Morgunblaðið/Eggert Það er ekki nauðsynlegt að kaupa rándýrt líkamsræktarkort til að koma sér í form. Oft er hægt að kom- ast langt á einföldum og ódýrum hjálpartækjum. Flestir eiga t.d. sippuband úti í geymslu og fæstir vita að notkun þess er ótrúlega árangursrík leið til að bæta líkamlegt atgervi. Sippubandið býður upp á marga möguleika en með sippubandsæfingum er hægt að brenna fitu ásamt því að auka bæði styrk og þol. Hoppaðu í rétta formið Ferli omega-3 fitusýra í fæðukeðjunni Plöntusvif Fæða Húsdýr Menn Dýrasvif Uppsjávarfiskar (síld, loðna) Botnfiskur (lúða, ýsa, þorskur, ufsi) Sjávarfang Fiskimjöl Saltsíld Lýsi Fiskréttir Nautgripir Sauðfé Hænsn Svín Karl Kona Börn Ungbarn Sólar- orka LÝSI LÝSILÝSI LÝSI Kálfar Lömb Egg, kjúklingar Grísir Heimild/Guðrún V. Skúladóttir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.