Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Qupperneq 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Qupperneq 22
G uðrún dregur í efa niðurstöður erlendrar rannsóknar sem kom út á dögunum en þar komu fram vísbendingar um að mikil neysla á omega-3 fitusýrum tengdist aukinni hættu á krabba- meini í blöðruhálskirtli. „Þessi rannsókn hefur verið mikið til umræðu í vísindaheim- inum og margir telja hana vera mjög gallaða af ýmsum ástæðum. Í þessu samhengi er vert að velta því fyrir sér að tíðni blöðruháls- krabbameins er mun lægri í Japan heldur en í Bandaríkjunum þrátt fyrir að Japanir borði átta sinnum meira magn af omega-3 fitusýrum heldur en Bandaríkjamenn.“ Hún leggur áherslu á mikilvægi omega-3 fitusýra og bendir á að til eru margar tegundir af fitu og að þær eru ekki allar slæmar, heldur þvert móti. Mikilvægar frá upphafi lífs „Talið er að ómettaðar omega-3 fitusýrur hafi verið aðalfituefni í frumum sjávarlífvera allt frá því að líf kviknaði í sjónum. Menn geta ekki búið til einstakar ómett- aðar fitusýrur af omega-3 og omega-6 gerð og verða því að fá þær úr fæðu,“ segir Guðrún. Við verðum að fá omega-3 fitu- sýrur og eina gerð af omega-6 fitu- sýrum úr fæðunni því þær eru lífs- nauðsynlegar. Þar sem tvær gerðir omega-3 fitusýra, EPA og DHA, eru aðallega í sjávarfangi þá óttast Íris að ungt fólk á Íslandi fái ekki nægilega mikið af slíkum fitusýr- um. „Unga fólkið er ávallt í lægstu gildunum þegar þetta er rann- sakað og það er í takt við neyslu- mynstur ungs fólks á fiski og lýsi.“ Hún hefur minni áhyggjur af omega-9 fitusýru því hún er ekki lífsnauðsynleg, þar sem líkaminn getur búið hana til sjálfur með auðveldum hætti. Við fáum hina lífsnauðsynlegu omega-3 alfa-línólensýru (ALA) úr jurtum sjávar og lands, nánar til- tekið úr plöntusvifi annars vegar og korni og hnetum hins vegar. ALA fitusýran er svokölluð móðir hinna tveggja omega-3 sýranna EPA og DHA því þær myndast út frá henni. Bæði EPA og DHA má t.d. finna í miklu magni í feitum fiski og lýsi. ALA fitusýrur mynd- ast til að mynda í plöntusvifi með aðstoð sólarljóss og þaðan skilar það sér í fisk sem umbreytir því í EPA og DHA fitusýru. Byggja upp frumur Flestir vísindamenn eru sammála um að ómettaðar fitusýrur af omega-3 gerð hafi verndandi áhrif gegn hjarta- og æðasjúkdómum. Töluvert er af omega-3 fitusýrum í himnum fruma miðtaugakerfisins og þar með talið heila. Því er talið að þessar fitusýrur gegni mikil- vægu hlutverki í að koma boðum milli frumna í taugakerfinu. Þá eru slíkar fitusýrur aðalbyggingarefni himnu sem umlykur frumur lík- amans og því er mjög mikilvægt að fá lífsnauðsynlegar fitusýrur inn í líkamann. „Þú ert bókstaflega það sem þú borðar. Við erum öll gerð úr frum- um og þær þurfa byggingarefni.“ Guðrún og samstarfsfólk hennar komust að því á tíunda áratug síð- ustu aldar að hægt er að hækka magn omega-3 fitusýra í lamba- kjöti með því að gefa kindum á meðgöngu fiskimjöl, fiskiolíu eða síld sem fóðurbæti. Það sama gild- ir um önnur húsdýr á borð við svín og hænsni. „Þessar löngu fitu- sýrur eru að fara inn í kjötið og mjólkina og jafnvel í eggin hjá hænsnum. Með þessum hætti eru bændur sem gefa fiskimjölsbætt fóður að framleiða úrvals heilsu- vöru.“ Meðfylgjandi skýringarmynd sýnir í aðalatriðum, hvernig omega-3 fitusýrur berast frá plöntusvifi um fæðukeðju hafsins til húsdýra og mannfólks. Frá móður til barns Guðrún hvetur verðandi mæður til að borða omega-3 fitusýrur því þær berast með blóði til barnsins í gegnum naflastrenginn. „Lengi býr að fyrstu gerð og því er gríðarlega mikilvægt að neyta omega-3 fitu- sýra allt frá upphafi. Ómettaðar omega-6 og omega-3 fitusýrur eru nauðsynlegar einstaklingnum til vaxtar og viðhalds. Þær hafa áhrif á minni, einbeitingu, tal og hreyfi- þroska og margar rannsóknir hafa sýnt fram á skort á ákveðnum fitu- sýrum hjá ofvirkum börnum. Nær- ing á fyrsta æviskeiði barna getur skipt sköpum um þroska og heilsu- far viðkomandi síðar á lífsleiðinni.“ Hún bendir á að ekki þarf mikið af þessum fitusýrum til að full- nægja daglegri þörf. „Þrátt fyrir alla þessa kosti er ekki gott að hafa of mikið af þeim í líkamanum í einu. Allt er gott í hófi og það á einnig við í þessu tilviki. Með einni teskeið af lýsi daglega er maður að viðhalda byggingarefni líkamans.“ OMEGA-3 FITUSÝRUR Valda ekki krabbameini Guðrún V Skúladóttir hefur rannsakað omega fitusýrur í mörg ár. Morgunblaðið/Rósa Braga * Guðrún mun flytja fyrir-lestur um omega -3, -6 og -9 í Salnum í Kópavogi næstkomandi fimmtudag. Fyrirlesturinn er hluti af ráðstefnu sem ber nafnið „Styrkurinn felst í mýktinni“ en þar munu ýmsir sérfræðingar koma fram og fjalla um omega fitusýrur. Ber þar hæst að nefna breska sér- fræðinginn Michael A. Crawford en hann er margverðlaunaður fyrir rannsóknarstörf sín á fitusýrum. „ÞAÐ ER MIKILL MISSKILNINGUR AÐ FÓLK EIGI AÐ FORÐ- AST ALLA FITU Í MATARÆÐI,“ SEGIR DOKTOR GUÐRÚN V. SKÚLADÓTTIR LÍFEFNAFRÆÐINGUR VIÐ LÍFEÐLISFRÆÐI- STOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS. Jón Heiðar Gunnarsson jonheidar@mbl.is 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.10. 2013 Heilsa og hreyfing „Það er nauðsynlegt fyrir alla að gera æfingar á öðrum fæti til að styrkja líkamann,“ segir Silja Úlfarsdóttir, einkaþjálfari og afrekskona í frjáls- um íþróttum. „Hnébeygja á öðrum fæti hentar vel fyrir alla, hvort sem um ræðir byrjendur eða at- vinnufólki í íþróttum. Þessi æfing er einnig auð- veld í framkvæmd hvar og hvenær sem er. Æf- ingin vinnur vel á vöðvunum framan á lærunum ásamt því að virkja flest alla vöðvana í neðri búk. Þá er þetta einnig góð æfing fyrir jafn- vægið,“ segir Silja. Æskilegt er að framkvæma æfinguna 1-2 sinnum í viku, 2-3 sett og 6-8 endurtekningar í senn. „Mikilvægt er að passa að hnén detti ekki inn þegar æfingin er framkvæmd og því er sniðugt að æfa sig fyrir framan spegil til að byrja með.“ ÆFING DAGSINS Hnébeygja á öðrum fæti 1 Stattu fyrir framan stól á öðrum fæti, hafðuhælinn mjög nálægt stólnum. 2 Sestu rólega niður og hallaðu þér fram. Þaðer mjög mikilvægt að spenna kviðvöðva. 3 Ýttu mjöðminni fram og réttu úr hnénu,stattu rólega upp og passaðu upp á hnén. Morgunblaðið/Eggert Það er ekki nauðsynlegt að kaupa rándýrt líkamsræktarkort til að koma sér í form. Oft er hægt að kom- ast langt á einföldum og ódýrum hjálpartækjum. Flestir eiga t.d. sippuband úti í geymslu og fæstir vita að notkun þess er ótrúlega árangursrík leið til að bæta líkamlegt atgervi. Sippubandið býður upp á marga möguleika en með sippubandsæfingum er hægt að brenna fitu ásamt því að auka bæði styrk og þol. Hoppaðu í rétta formið Ferli omega-3 fitusýra í fæðukeðjunni Plöntusvif Fæða Húsdýr Menn Dýrasvif Uppsjávarfiskar (síld, loðna) Botnfiskur (lúða, ýsa, þorskur, ufsi) Sjávarfang Fiskimjöl Saltsíld Lýsi Fiskréttir Nautgripir Sauðfé Hænsn Svín Karl Kona Börn Ungbarn Sólar- orka LÝSI LÝSILÝSI LÝSI Kálfar Lömb Egg, kjúklingar Grísir Heimild/Guðrún V. Skúladóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.