Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Blaðsíða 9
6.10. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9 Ný þáttaröð um Stundina okkar hefstá sunnudaginn og tökur því í full-um gangi. Þátturinn er sá elsti í íslensku sjónvarpi en hann hefur verið á dagskrá síðan 1966. Guðjón Davíð Karlsson og Kristín Þóra Haraldsdóttir fara með að- alhlutverk þáttarins að þessu sinni ásamt brúðunni sem nefnist Atli atburður. „Það var haft samband við mig síðastliðið vor og ég beðinn um að taka þetta að mér. Mér þótti það mikill heiður og spennandi verkefni að takast á við,“ segir Guðjón Dav- íð, oftast kallaður Gói. „Bragi Þór Hinriks- son, kvikmyndagerðarmaður, var ráðinn leikstjóri og framleiðandi en við höfum unn- ið saman áður og það er dásamlegt, ég dýrka Braga sko.“ Nýi söguþráðurinn gerist í eldgömlu leik- húsi sem hefur staðið autt í fleiri ár. Gói er ráðinn þar inn sem leikari til að blása lífi í þetta gamla leikhús. „Ég leik Góa og Krist- ín Þóra leikur Gloríu sem er tæknistjóri, sviðsmaður og smiður, sér um leikmuni og heimasíðu, lagar allt sem er bilað, skúrar, skrúbbar. Já, nefndu það bara. En hún á sér þann draum að verða leikkona. Hver veit nema sá draumur rætist,“ segir Gói. „Atli atburður verður þarna líka með okkur en hann verður á staðnum þegar ýmsir frægir sögulegir atburðir eiga sér stað. Með því reynum við að fræða og kæta. Við fáum svo fleiri leikara í heimsókn svo það verður mikið líf og fjör. Allskonar atriði, tónlist, uppistand og leikrit og við kynnumst öllum þeim furðuverum sem eru í leikhúsinu.“ Verkefnið leggst vel í Góa sem á sér þann draum að fjölskyldur landsins samein- ist fyrir framan skjáinn til að horfa á Stundina okkar. „Það er dýrmætt fyrir börnin að eiga góða stund með fjölskyld- unni, að þeim sé ekki bara stillt fyrir fram- an imbann. Vonandi verður þátturinn líka þannig að hann skilur eftir einhverjar spurningar sem foreldrarnir, eldri systkini og jafnvel afi og amma þurfa að svara. Kannski er þetta til of mikils ætlast en ljúft er að láta sig dreyma,“ segir Gói einlægur að lokum. Morgunblaðið/Eggert STUNDIN OKKAR Gefur gömlu leikhúsi líf GÓI OG GLORÍA ÆTLA AÐ BLÁSA LÍFI Í ELDGAMALT LEIKHÚS Í STUNDINNI OKKAR. ÞAU FÁ TIL LIÐS VIÐ SIG MARGA ÞEKKTA LEIKARA OG FÁ AÐ KYNNAST ÝMSUM FURÐUVERUM SEM BÚA Í LEIKHÚSINU. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Leikstjórinn Bragi spjallar við Atla atburð sem er ansi fróður um sögufræga atburði. Gói bregður sér í gervi gamals manns fyrir tökur á Stundinni okkar með hjálp Rögnu Fossberg. Það eru spennandi tímar fram- undan hjá Góa og Kristínu Þóru enda fá þau að skemmta börnum um allt land.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.