Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Síða 9

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Síða 9
6.10. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9 Ný þáttaröð um Stundina okkar hefstá sunnudaginn og tökur því í full-um gangi. Þátturinn er sá elsti í íslensku sjónvarpi en hann hefur verið á dagskrá síðan 1966. Guðjón Davíð Karlsson og Kristín Þóra Haraldsdóttir fara með að- alhlutverk þáttarins að þessu sinni ásamt brúðunni sem nefnist Atli atburður. „Það var haft samband við mig síðastliðið vor og ég beðinn um að taka þetta að mér. Mér þótti það mikill heiður og spennandi verkefni að takast á við,“ segir Guðjón Dav- íð, oftast kallaður Gói. „Bragi Þór Hinriks- son, kvikmyndagerðarmaður, var ráðinn leikstjóri og framleiðandi en við höfum unn- ið saman áður og það er dásamlegt, ég dýrka Braga sko.“ Nýi söguþráðurinn gerist í eldgömlu leik- húsi sem hefur staðið autt í fleiri ár. Gói er ráðinn þar inn sem leikari til að blása lífi í þetta gamla leikhús. „Ég leik Góa og Krist- ín Þóra leikur Gloríu sem er tæknistjóri, sviðsmaður og smiður, sér um leikmuni og heimasíðu, lagar allt sem er bilað, skúrar, skrúbbar. Já, nefndu það bara. En hún á sér þann draum að verða leikkona. Hver veit nema sá draumur rætist,“ segir Gói. „Atli atburður verður þarna líka með okkur en hann verður á staðnum þegar ýmsir frægir sögulegir atburðir eiga sér stað. Með því reynum við að fræða og kæta. Við fáum svo fleiri leikara í heimsókn svo það verður mikið líf og fjör. Allskonar atriði, tónlist, uppistand og leikrit og við kynnumst öllum þeim furðuverum sem eru í leikhúsinu.“ Verkefnið leggst vel í Góa sem á sér þann draum að fjölskyldur landsins samein- ist fyrir framan skjáinn til að horfa á Stundina okkar. „Það er dýrmætt fyrir börnin að eiga góða stund með fjölskyld- unni, að þeim sé ekki bara stillt fyrir fram- an imbann. Vonandi verður þátturinn líka þannig að hann skilur eftir einhverjar spurningar sem foreldrarnir, eldri systkini og jafnvel afi og amma þurfa að svara. Kannski er þetta til of mikils ætlast en ljúft er að láta sig dreyma,“ segir Gói einlægur að lokum. Morgunblaðið/Eggert STUNDIN OKKAR Gefur gömlu leikhúsi líf GÓI OG GLORÍA ÆTLA AÐ BLÁSA LÍFI Í ELDGAMALT LEIKHÚS Í STUNDINNI OKKAR. ÞAU FÁ TIL LIÐS VIÐ SIG MARGA ÞEKKTA LEIKARA OG FÁ AÐ KYNNAST ÝMSUM FURÐUVERUM SEM BÚA Í LEIKHÚSINU. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Leikstjórinn Bragi spjallar við Atla atburð sem er ansi fróður um sögufræga atburði. Gói bregður sér í gervi gamals manns fyrir tökur á Stundinni okkar með hjálp Rögnu Fossberg. Það eru spennandi tímar fram- undan hjá Góa og Kristínu Þóru enda fá þau að skemmta börnum um allt land.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.