Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Blaðsíða 24
S kiltamálun Reykjavíkur er alíslenskt fyrirtæki með þau markmið að leiðarljósi að brúa bilið milli list- ar og iðnaðar. Fyrirtækið sérhæfir sig í að mála veggmyndir og taka að sér verk eftir ýmsa lista- menn og hönnuði sem vilja persónulega nálgun á verk sín. Fyrirtækið samanstendur af málurum, grafískum hönnuðum, myndlistarmönnum og verkfræðingi. „Oft vilja þessar greinar skarast en þá nýtur skiltamálunin góðs af þessu þverfaglega teymi og þannig getum við vissulega hannað jafnvel og við getum málað, það fer í raun allt eftir eðli hvers verkefnis,“ segja mennirnir á bak við Skiltamálun Reykjavíkur, þeir Daníel Þorkelsson, Narfi Þorsteinsson, Ingi Kristján Sigurmarsson, Brynjar Andrésson, Stefán Óli Baldursson, Björn Loki Björnsson, Jón Páll Halldórsson og Adrian Rodriguez, sem allir kynntust í gegnum vegglistina. Skiltamálun Reykjavíkur var stofnuð í því augnamiði að koma á skiltamálun sem jafnaðist á við þá iðngrein er- lendis. Persónulegt samband við viðskiptavininn skiptir miklu máli og að hann bæði fylgist með og skilji ferlið. Markaðurinn fer sífellt vaxandi. Skiltamálun var þekkt iðngrein hér á árum áður en þá var mun meiri áhersla lög á praktíkina en fagurfræðina. Skiltamálararnir leggja upp úr að vinna verk sín af tilfinningu, en fínhreyfingarnar og alúðin sem þeir sýna hverri línu hafa miklu sterkari útgeislun og sál en stafrænt dúkaprent sem hverfur í fjöldann. Verkin taka yfirleitt nokkra daga og segja þeir félagar hjá skiltamáluninni vinnuna sjálfa ein- kennast af löngum nóttum, kuldagöllum og mikilli kaffidrykkju. Ferlið veki þó ekki síður athygli en lokaútkoman. Skiltamálun Reykjavíkur hefur unnið meðal annars með listamönnunum Sigga Eggertssyni fyrir Hönnunarmiðstöð, Söru Riel, Rán Flygenring, Munda og að matvagni fyrir Prikið. Eftir að hafa málað sameiginlega veggi í mörg ár þar sem að allir máluðu sitt eigið, byrjuðu stofnendur Skiltamálunar Reykjavíkur að vinna að því að sameina stílbragðið og setja meiri heild í veggverkin. Verkin urðu þar af leiðandi stærri og skemmtilegri fyrir vikið. Prikið Matvagn var málaður af Skiltamálun Reykjavíkur. Veggverk Ránar Flyering við Óðinstorg var partur af verkefni Reykjavíkurborgar „Biðsvæði“. MANNLEGT HANDBRAGÐ LJÆR VERKINU SÁL OG PERSÓNULEIKA Brúa bilið milli listar og iðnaðar SKIPULÖGÐ VEGGJALIST, SEM PRÝÐIR HÚSGAFLA HÉR OG HVAR Í REYKJAVÍK, HEFUR RUTT SÉR TIL RÚMS UNDANFARIÐ. FYRIRTÆKIÐ SKILTAMÁLUN REYKJAVÍKUR VAR SETT Á LAGGIRNAR MEÐ ÞAÐ MARKMIÐ AÐ SETJA UPP VEGGVERK LISTAMANNA MEÐ PERSÓNULEGRI NÁLGUN OG FALLEGU HANDBRAGÐI. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Narfi Þorsteinson hannaði útlit fyrirtækisins, en það var partur af útskriftarverkefni hans úr Grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Verk í vinnslu. Siggi Eggerts hannaði verkið sem prýðir húsgafl Hönnunarmiðstöðvar Íslands. *Heimili og hönnunGlæsilegur nýr veitingastaður The Coocoo’s Nest var opnaður fyrr í vikunni »26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.