Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Side 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Side 13
6.10. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Það hljóta allir að skilja að þetta kemur niður á einhverjum og oftar en ekki bitnar niðurskurður harð- ast á þeim sem eru veikastir.“ Mikill stuðningur almennings – Hvað áttu við með samkomulagi við heilbrigðisráðuneytið? Gerirðu þér vonir um auknar fjárveitingar? „Við höfum reglulega vakið at- hygli á þessu vandamáli frá hruni og jafnvel lengur. Þeim málflutn- ingi hafa stjórnmálamenn iðulega svarað með spuna og jafnvel hálf- gerðum skætingi. Ekki hefur verið vilji til þess að rökræða þessi mál. Á móti kemur að Vogur hefur alla tíð notið mikils stuðnings meðal al- mennings til að takast á við þessi mál og þannig getað borgað hall- ann. Vonandi verður eitthvað ann- að uppi á teningnum hjá stjórn- völdum núna. Allir verða nefnilega að leggjast á árarnar, fagmenn og stjórnmálamenn. Geri stjórnmála- mennirnir það ekki, gerir almenn- ingur það örugglega. Okkar vanda- mál verða leyst. Ég trúi ekki öðru.“ – Það hlýtur að vera hvetjandi að finna fyrir þessum stuðningi úti í þjóðfélaginu? „Svo sannarlega. Mér er til efs að nokkur samtök í landinu hafi fengið jafn mikinn fjárhagslegan stuðning gegnum tíðina og SÁÁ. Jafnt og þétt.“ – Má ekki líta á það sem vond tíðindi fyrir Landspítalann neyðist Vogur til að draga úr sinni þjón- ustu? „Klárlega. Landspítalinn hefur um langt skeið látið okkur um afeitrun áfengis- og vímuefna- sjúklinga og ef við getum ekki lengur tekið við öllum sjúklingum hlýtur það að þýða meira álag fyr- ir Landspítalann, ekki síst bráða- vaktina. Fíklar með sýkingar eða meðvitundarskertir fíklar leita gjarnan þangað, sérstaklega ef ekki er í önnur hús að venda. Það hljóta allir hugsandi menn að hafa áhyggjur af Landspítalanum við núverandi skilyrði. Ekki er á vanda hans bætandi.“ – Er að þínu mati hægt að sinna öllum sem eiga við áfengis- og fíkniefnavanda að stríða á Íslandi? „Já, ég er þeirrar skoðunar. Og það sem meira er: Það margborgar sig. Samkvæmt bandarískum rann- sóknum græðir samfélagið mun meira á því að senda áfengis- sjúkling í viðeigandi meðferð held- ur en að senda hann í fangelsi, gistiskýli eða heim til sín. Það rennir stoðum undir það sjónarmið að skynsamlegt sé að færa fjár- muni frá löggæslunni og félagslegu þjónustunni yfir til meðferðarstofn- ana á borð við Vog. Það myndi strax skila sparnaði. Því miður deila ekki allir þeirri sýn.“ Þórarinn Tyrfingsson yfirlækn- ir fyrir utan Vog. „Þetta er eina uppbyggingin sem er í gangi í heilbrigðiskerfinu,“ sagði hann við ljósmyndarann og benti á gröfuna. Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.