Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2013, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2013, Blaðsíða 9
27.10. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9 Mæður með stíl Glæsilegar skiptitöskur Hamraborg 9 | Sími 564 1451 | www.modurast.is | Opið 10-18 virka daga og 12-16 laugardaga Margir litir og gerðir N orðmenn hafa verið dug- legir að sópa til sín fyrsta vinningi í Vík- ingalottóinu það sem af er ári. Norsku víkingarnir hafa unn- ið hvorki meira né minna en 27 sinnum af 43 vikum á þessu ári. Næst á eftir þeim koma Danir, en þeir hafa unnið sex sinnum, Íslend- ingar tvisvar. Eru þeir almennt heppnari en við Íslendingar eða hvað ætli liggi þar að baki? Stefán Konráðsson, framkvæmda- stjóri Íslenskrar getspár, segir Norðmenn mjög áhugasama í Vík- ingalottóinu. „Miðað við íbúafjölda spila Norðmenn mest af öllum nor- rænu þjóðunum og hafa gert það frá upphafi þegar við fórum í þetta samstarf árið 1993. Þeir hafa verið ofboðslega öflugir,“ segir Stefán. Norðmenn spila mikið og algengt er hjá þeim að vera í áskrift og með margar raðir. Þeir hafa unnið sam- tals tæpa sex milljarða í vinninga enda eru þeir efst á lista yfir þátt- takendur af þjóðunum átta sem taka þátt í þessu lottósamstarfi. Næst á eftir Norðmönnum koma Danir og Finnar og Íslendingar fylgja fast á eftir. Stefán er sannfærður um að Norðmenn séu ekki endilega heppn- ari en Íslendingar, þeir spili bara þeim mun meira en við. „Við erum ekki óvenjuleg spilaþjóð og Íslend- ingar eru mjög margir í áskrift. Við erum mjög stórpottasækin þjóð og þegar það er stór pottur í húfi vakn- ar áhuginn,“ segir hann. „Lottó er bara lottó og við höfum ekkert um það að segja hvernig tölurnar raðast saman, það er bara verið að keppa í heppni. En við höfum náð frábærum árangri á undanförnum árum miðað við höfðatölu og erum búin að koma með ansi mikið af peningum inn í ís- lenskt þjóðfélag. Við getum því hald- ið því fram að við séum heppin.“ NORÐMENN VINNA LANGOFTAST Keppni í heppni Í TILKYNNINGUM FRÁ ÍSLENSKRI GETSPÁ UNDANFARNA MÁNUÐI HEFUR VAKIÐ ATHYGLI AÐ NORÐMENN HREPPA ANSI OFT FYRSTA VINNING Í VÍKINGALOTTÓINU. NORÐMENN ERU EKKI ENDILEGA HEPPNARI EN AÐRIR HELDUR KAUPA FLEIRI MIÐA Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Íslendingar 2 Finnar2 Danir 6 Norðmenn 27 Svíar 0 Eistar 1 Litháar1 Lettar 0 Vinningar á þessu ári til og með 43. viku Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Nú geta allir fengið iPad-áskrift Færir þér fréttirnar mbl.is Víkingalottó er samspil átta þjóða, Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Lettlands, Litháen, Noregs, Íslands og Svíþjóðar en það hófst hér á landi árið 1993. Á miðvikudögum er dregið í lottóinu. Í Víkingalottói eru þrjár algengustu tölurnar frá upphafi 2, 41 og 27. Kannski einhver velji sér þær næst? Enginn hefur neitt um það að segja hvernig töl- urnar eru valdar og hvernig þær raðast saman enda er lottó í raun aðeins tölfræði og keppni í heppni. Hæsti vinningur sem Íslend- ingur hefur hlotið í Víkingalottói eru 107,5 milljónir króna. AlgengustuVíkingalottótölurnar 213237443634227412 180 160 140 120 100 80 60 40 20 0 163 162 153 150 149 147 146 144 144 143 Frá 1993, árinu sem Íslendingar tóku fyrst þátt VINSÆLUSTU TÖLURNAR Við ætlum að reyna að veradálítið gagnvirk, þannig aðþað verði auðvelt fyrir fólk að hafa samband við þáttinn, jafnvel í beinni útsendingu,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, umsjón- armaður nýs sjónvarpsþáttar á RÚV sem kallast einfaldlega Sunnudagsmorgunn. Fyrsti þátt- urinn fer í loftið kl. 11 á sunnudag en þættirnir verða helgaðir stjórn- málum, menningu, fréttum vik- unnar og samfélaginu almennt. „Ég hlakka til að fara „í loftið“ aftur í beinni útsendingu,“ segir Gísli Mar- teinn en hann hætti með þátt sinn Laugardagskvöld með Gísla Mar- teini vorið 2005. „Undirbúningurinn er búinn að ganga vel og vera mjög skemmtilegur. Það er heilmikið mál að koma nýjum þætti í loftið, því auk þess að búa til nýja sviðsmynd, ákveða áherslur og stefnu þarf að velja allt frá kaffibollum til leturgerðar sem passa inn í svona þátt. Þetta er því mjög skapandi og skemmtilegt.“ Áhorfendur geta sent spurningar og ábendingar inn í gegn- um facebooksíðu þáttarins sem og á Twitter og einnig má senda tölvu- póst á sunnudagsmorgunn@ruv.is. Bestu spurningarnar verða valdar úr en þau fyrstu til leiks sem hægt er að beina spurningum til verða menntamálaráðherrarnir fyrrver- andi og núverandi; Illugi Gunn- arsson og Katrín Jakobsdóttir. Þau eru þó síður en svo einu gestir þátt- arins því góðir gestir munu fletta helgarblöðunum í líflegu kaffispjalli. Gestir í þeim hluta verða Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablað sins, Kolbrún Bergþórsdóttir blaða- maður og rapparinn og uppistand- arinn Dóri DNA. Þau fara yfir fréttir vikunnar, bæði þær skemmtilegu og forvitnilegu sem og þær sem þeim þykja hafa fengið of mikla eða of litla athygli. Helgarblöðin verða þá á borð- inu hjá þeim og farið yfir það sem hæst ber í þeim. Silfur Egils naut mik- illa vinsælda þau 13 ár sem Egill Helgason hafði umsjón með þætt- inum og verður for- vitnilegt að sjá hvernig fer um þjóðfélags- umræðuna á nýjum vett- vangi. Gísli Marteinn Baldursson lofar gagnvirkni í nýjum þáttum sínum og býður les- endum upp á að senda spurningar í gegnum Facebook og Twitter. ÞÁTTURINN SEM TEKUR VIÐ AF SILFRI EGILS Gagnvirkur Gísli Marteinn Halldór Halldórsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.