Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2013, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2013, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.10. 2013 Nýtt vegglistaverk eftir Theresu Himmer verður afhjúpað á útvegg Jórufells 2-12 í Breiðholti á laugardag kl. 14. Verkið kallar listakonan „Birtingarmynd“ og mun borg- arstjóri afhjúpa það við athöfnina. Í tilkynn- ingu segir að verkefnið komi til af áhuga hans á að gefa borgarbúum tækifæri til að njóta myndlistar í daglegu lífi. Ákveðið var að láta gera tvær stórar vegg- myndir á gafla tveggja hárra fjölbýlishúsa í Efra-Breiðholti. Listasafn Reykjavíkur hefur umsjón með verkefninu og efndi til lokaðrar samkeppni um val á listamönnum. Dóm- nefndin var skipuð fulltrúum frá hagsmuna- aðilum og var Theresa fengin til að gera þetta verk og Sara Riel annað í Asparfelli. ÚTIVERK THERESU AFHJÚPAÐ STÓRT VEGGVERK Theresa Himmer hefur skapað stórt veggverk á Jórufell 2-12. Verkið verður afhjúpað í dag. Morgunblaðið/Ómar Eitt verka Errós á sýningunni, Paysage de la Ré- volution. Alls eru 28 verk til sýnis í Hofi. Sýning á tuttugu og átta grafíkverkum eftir Erró opnar í menningarhúsinu Hofi á Ak- ureyi í dag, laugardag, klukkan 16. Munu verkin prýða veggi hússins í vetur. Um er að ræða bæði litógrafíur og silkiþrykk. Verkin eru öll i eigu Listasafns Reykjavíkur en stofnað var til hins mikla safns þess á verkum Errós árið 1989 er listamaðurinn gaf safninu um 2000 verk sem spanna allan hans feril. Hefur hann síðan haldið áfram að færa safninu verk eftir sig. Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, framkvæmd- arstjóri Hofs, segir það mikinn heiður að fá að sýna verk Errós í Hofi og vonar að sem flestir njóti sýningarinnar. SÝNING Á GRAFÍKVERKUM ERRÓ Í HOFI Í tilefni sjötugsafmælis Ei- ríks Árna Sigtryggssonar tónskálds verða tónleikar í Hljómahöllinni í Reykja- nesbæ á sunnudag klukkan 14. Dagný Jónsdóttir sópr- an og Richard Simm píanó- leikari flytja þá tuttugu ný einsöngslög tónskáldsins. Eiríkur Árni fæddist í Keflavík og nam píanóleik hjá Ragnari Björnssyni í Tónlistarskólanum í Keflavík. Þá lá leiðin í söngkennaradeild Tón- listarskólans í Reykjavík og útskrifaðist hann sem söngkennari árið 1963. Síðan hefur Ei- ríkur Árni stundað tónlistarkennslu og önn- ur tónlistarstörf. Árið 1983 fór hann til framhaldsnáms í Bandaríkjunum. Eiríkur Árni nam einnig myndlist og hefur haldið margar einkasýningar. Aðgangur er ókeypis að tón- leikunum og allir velkomnir. FLYTJA LÖG EIRÍKS ÁRNA AFMÆLISSÖNGUR Eiríkur Árni Sigtryggsson Verkið fjallar um það hvernig fólk bregst við yfirvofandi ham-förum. Kannski má segja að kveikjan að verkinu hafi veriðótti margra í samfélaginu í aðdraganda hrunsins, sem menn reiknuðu ekki með að yrði en samt helltist það yfir okkur,“ segir Gunnar Gunnarsson, rithöfundur og fréttamaður, um leikrit sitt Árshátíð Vatnsveitunnar sem Útvarpsleikhúsið frumflytur á morgun, sunnudag, kl. 13. Leikstjóri er Guðmundur Ingi Þorvaldsson, en Hjalti Rögnvaldsson og Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir fara með aðal- hlutverkin. „Í húsi þeirra Hreiðars og Magneu eru gamlar pakkningar farnar að gefa sig. Og það er sama hve fast Hreiðar herðir að samskeytum með rörtönginni, það er engu líkara en að allt kerfið muni láta undan þá og þegar. Hreiðar er mjög áhyggjufullur. Magnea reynir að leiða vandann hjá sér enda stendur árshátíð Vatnsveitunnar fyrir dyrum og hún vill að þau hjón taki þátt í gleðskapnum,“ segir í tilkynningu frá Útvarpsleikhúsinu, en þar er verkinu lýst sem gamanleik. „Það má segja að þetta sé örvæntingargleði,“ segir Gunnar og tekur fram að húmorinn sé besta meðalið. Að sögn Gunnars er nýjasta leikrit hans sennilega tíunda leikritið sem hann skrifar fyrir útvarp á sl. þrjátíu árum. En auk þess hefur hann samið skáldsögur, ævisögu, barnabók og sviðsverk. Inntur eftir því hvort mikill munur sé á því að skrifa fyrir útvarpsmiðilinn sam- anborið við prentmiðilinn svarar Gunnar því játandi. „Það er miklu skemmtilegra að skrifa fyrir útvarpið, því þetta er svo lifandi miðill sem býr yfir svo miklum möguleikum. Þetta er upplagður miðill fyrir höfunda til að læra á leiktexta,“ segir Gunnar og bætir við: „Fólk ætti að hlusta meira á útvarp heldur en ég held að það geri.“ Að- spurður ber Gunnar leikstjóra verksins, Guðmundi Inga, vel söguna en þeir hafa ekki unnið saman áður. „Það var frábært að fá hann til samstarfs. Hann er hugmyndaríkur og þekkir þennan miðil orðið mjög vel.“ silja@mbl.is ÁRSHÁTÍÐ VATNSVEITUNNAR Þetta er „ör- væntingargleði“ Óttinn við hrunið veitti Gunnari Gunnarssyni innblástur að nýju verki. Ljósmynd/Dagur Gunnarsson ÚTVARPSLEIKHÚSIÐ FRUMFLYTUR NÝTT LEIKRIT EFTIR GUNNAR GUNNARSSON Á MORGUN, SUNNUDAG. Menning V ídeólistin hefur farið í allar áttir,“ segir Margrét Elísabet Ólafs- dóttir, sýningarstjóri sýning- arinnar Íslensk vídeólist 1975- 1990 í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur. Markmiðið er að draga fram verk sem sýna fyrstu tilraunir íslenskra lista- manna til að nota vídeó til listsköpunar. Verk- in eiga það sameiginlegt að hafa verið sýnd fyrst hér á landi milli 1980 og 1990 en síðan hafa aðeins fáein þeirra sést á sýningum. Sýningarstjórinn, Margrét Elísabet, hefur sérhæft sig í nýmiðlum á borð við stafræna list og vídeólist, er með bakgrunn í fagurfræði frá Frakklandi og er doktor á þessu sviði. Í opinni úrklippubók á sýningunni er grein úr Morgunblaðinu frá árinu 1983, þar sem rætt er við Þór Elís Pálsson, sem er einn þeirra sem eiga verk á sýningunni, og spurt í fyr- irsögn hvort vídeólist sé list framtíðarinnar? Varð sú raunin? Margrét brosir þegar hún er spurð og segir að vissulega hafi fleiri listamenn en færri af þeim sem síðan hafa lokið námi unnið á ein- hvern hátt innan vídeólistarinnar. Enda sé þetta tækni sem standi nánast öllum til boða í dag. „Þegar Þór Elís, sem hafði numið í Hol- landi og þekkti tæknina vel, velti þessum spurningum um framtíðina fyrir sér þá var vídeóbylgjan nýskollin á Íslandi,“ segir hún. „Vídeótæki voru komin á heimilin og víd- eóleigur stóðu í blóma. Þá voru menn með miklar hugmyndir um að framleiða menning- ar- og afþreyingarefni fyrir leigurnar, enda Ríkissjónvarpið ennþá með einokunarstöðu sem ljósvakamiðill.“ Sýningin er helguð upphafsárum vídeó- tækninnar í sjálfstæðri sköpun hér á landi. Eðlilega eru elstu verkin eftir Steinu Vasulka og Woody eiginmann hennar, en þau voru í hópi frumkvöðla vídeólistar í Bandaríkjunum á seinni hluta sjöunda áratugarins. „Ég stoppa síðan við árið 1990. Það var of um- fangsmikið að setja upp heildstætt yfirlit ís- lenskrar vídeólistar en þetta er líka tími frumkvöðla sem vert er að skoða. Elsta verkið er frá 1975, All Vision eftir Steinu Vasulku. Það hefur ekki verið sýnt hér áður, ólíkt hinum verkunum, en Listasafn Reykjavíkur hefur eignast það og það er mjög merkilegt í vídeólistasögunni. Það er nú sýnt hér í fyrsta skipti.“ Tíu ár eru síðan Margrét gerði fyrstu at- löguna að því að rannsaka sögu vídeólistar hér á landi og þá komst hún að því að erfitt var að átta sig á því hvað hafði verið gert hér og hver hafði gert hvað hvenær. „Ekkert safnanna hafði lagt sig eftir því að safna eða skrá vídeólist,“ segir hún. „Hér fannst heldur ekkert sambærilegt við það sem Steina og Woody höfðu verið að gera vest- anhafs. Ég velti því fyrir mér hvers vegna. Ein leið til að fá svar við þeirri spurningu er að skoða hvaða tækni listamönnum stendur til boða á hverjum tíma. Frumkvöðlarnir voru í Bandaríkjunum, fljótlega fylgdu Frakkar, Hollendingar, Þjóðverjar og fleiri í kjölfarið, en hvers vegna gerðist það sama ekki strax á Íslandi? Líklega ollu því staðbundnar að- stæður; Ríkissjónvarpið var ekki stofnað fyrr en 1966, hér voru innflutningshöft og þótt mikið væri rætt um að þetta væri framtíð- artækni, þá var erfitt að flytja vídeótækin inn. Þau voru of dýr fyrir almennan markað og um leið voru þau utan seilingar fyrir lista- menn. Áttundi áratugurinn varð þess í stað áratugur tilraunakvikmynda, tekinna á 8 mm og 16 mm filmu. Nokkrir listamannanna sem eiga verk á sýningunni voru nemendur Ólafs Lárussonar í MHÍ og gerðu hjá honum kvik- ar myndir á 8 mm filmu. Þegar þau fóru í framhaldsnám erlendis komust þau síðan í kynni við vídeómiðilinn. En þegar þau komu aftur heim voru aðstæðurnar aðrar og erfitt að gera vídeóverk hér og því varð ekki mikið framhald á því.“ Eftir miðjan níunda áratuginn varð mynd- bandið hinsvegar ný leið til að koma dægur- tónlist á framfæri og því má á sýningunni sjá myndband Oxsmá við lagið Kittý og þrjú laga Sykurmolanna. Það er forvitnileg sýning sem Margrét El- ísabet hefur sett saman um þessi uppvaxtarár vídeólistarinnar hér, og nauðsynlegt verður að fylgja henni eftir með annarri þar sem er far- ið nær okkur í tíma, þegar stafræna tæknin er komin til skjalanna. „Stundum var djúpt á þessari sögu, miðað við hvað hún stendur okkur nærri í tíma,“ segir hún þar sem við stöndum á sýningunni. „Þetta voru einhverskonar fornleifarannsóknir í samtímanum.“ MARGRÉT ELÍSABET ÓLAFSDÓTTIR SETTI SAMAN SÝNINGU UM UPPHAF VÍDEÓLISTARINNAR „Einhverskonar fornleifa- rannsóknir í samtímanum“ „STUNDUM VAR DJÚPT Á ÞESSARI SÖGU, MIÐAÐ VIÐ HVAÐ HÚN STENDUR OKKUR NÆRRI Í TÍMA,“ SEGIR MARGRÉT ELÍSABET ÓLAFSDÓTTIR. HÚN HEFUR SÉRHÆFT SIG Í NÝMIÐLUM Í MYNDLISTINNI. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Verk Steinu Vasulka, The West, frá árinu 1984. Steina var merkur frumkvöðull í vídeólist. Verk Sigrúnar Harðardóttur, Dögun, frá 1986.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.