Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2013, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2013, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.10. 2013 Á formum, ákvörðunum og aðgerð- um yfirvalda er iðulega mótmælt af margvíslegum ástæðum. Síð- ustu árin gerir stjórnsýslurétt- urinn beinlínis ráð fyrir þeim þætti og halda má því fram að hann ýti beinlínis undir hann. Lýðræðinu til fyllingar Margvísleg fyrirmæli gilda um opinbera auglýsingu hvers konar áforma. Lög krefjast kynningar og aug- lýsingar og gefa tiltekinn frest til athugasemda og andmæla og veita leiðbeiningar um hvernig skuli bregðast við slíku að formi til. Lýðræðisskipulag valds nær ekki enn til meirihluta heimsbyggðarinnar nema í orði kveðnu. Jafnvel þar sem lýðræðisreglur gilda eða eru sagðar gilda, hafa íbúar iðulega mjög ófullkomnar forsendur til að nýta sér slíkan réttt sinn. Fátækt, menntunarskortur og jafnvel ólæsi eru ekki góður grunnur lýðræðis- skipulags. En í þeim löndum, þar sem lýðræðis- skipun er fastari í sessi og forsendur traustari, þótti mönnum framan af sem hin lýðræðislega aðkoma almennings gæfi lýðræðislega kjörnum fulltrúum umboð til að fara sínu fram, innan marka laganna. Þetta hefur verið að breytast hin síðari ár. Þótt stjórnmálalegt lýðræðisskipulag sé mikilvægast, þá dugir það ekki til, eitt og sér. Því er í lögum ýtt undir aðhald, á milli kosninga, með hinum lýðræðislega kjörnu stjórnvöldum. Að langmestu leyti er það mjög jákvæð þróun. Annmarkar eru þeir helstir að margar fyrirætlanir yfirvalda eru felldar í svo yfirþyrmandi form að aðrir en sérfræðingar standa frammi fyrir óskiljanlegu viðfangsefni. Hið nýja aðalskipulag borgarinnar er gott dæmi um þetta, enda beinir það þróun borgarinnar í óbrúklegan farveg. Hætt er við að það renni ekki upp fyrir borgarbúum fyrr en um seinan. Annar annmarki er sá, að andmæla-farveg- urinn er stundum heltekinn af fámennum hópi ákafa- fólks, sem kann að ná sínu fram með látum og há- vaða, þótt ástæða sé til að ætla að þorri almennings styðji þau áform sem mótmælt er. Hinir skipta líka máli Enn eitt þarf að athuga. Fjölmargir eru í raun og verki enn þeirrar skoðunar að hinir lýðræðislega kjörnu fulltrúar eigi að hafa burði og þroska til að gæta hagsmuna borgaranna af ráðdeild og heil- indum. Kjósendur eigi, á milli kjördaga, að fá óáreitt- ir að sinna því sem skiptir þá persónulega mestu á hverjum tíma: svo sem að koma sér þaki yfir höfuðið; ná valdi á sínu starfi; láta fjárhagslega enda ná sam- an; standa við bakið á sínu ungviði eða þeim fjöl- skyldumeðlimum sem farnir eru að lýjast eftir sitt strit og þurfa stuðning og þar fram eftir götunum. Það sé beinlínis ósanngjarnt að ætla fólki, sem hefur nóg með sig, svo mikið eftirlitshlutverk. Stjórnmála- menn, hvort sem þeir starfa í sveitarstjórn eða á landsvísu, verða að hafa þann stóra hóp í huga. Jafn- vel þótt fyrirætlanir hafi verið kynntar og íbúafundir haldnir, þar sem hlutfallslega fáir mæta, afsakar það ekkert. Þótt langflestir borgarar láti vera að setja sig inn í einstök mál og nota hina tilsniðnu aðkomu almennings, léttir það ekki skyldu af stjórnmála- mönnum að gæta hagsmuna hans í hvívetna. Framkvæmdir kveikja í mótmælendum Mótmæli gegn einstökum framkvæmdum eru hvað fyrirferðarmest og stundum hafa þau nánast einokað almenna umræðu í landinu um langa hríð. Slík bar- átta verður gjarnan tilfinningaþrungin og þá eru stóru orðin og sveru yfirlýsingarnar skammt undan. Baráttan gegn virkjun við Kárahnjúka var svo sann- arlega þeirrar gerðar. Nú stendur sú virkjun þar og hún og sú stóriðja sem var forsenda hennar hafa styrkt stoðir íslensks efnahagslífs þegar þess þurfti mikið við og auðvitað Austurland sérstaklega. Einhverjir kynnu að halda því fram að öll hin miklu mótmæli hafi því verið til lítils, a.m.k. út frá sjón- armiðum þeirra sem voru þar virkastir. En það er þó Það mæla sér fleiri mót og mótmæla en Marteinn Reykjavíkurbréf 25.10.13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.