Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2013, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2013, Blaðsíða 33
FYRIR FJÓRA, 2-3 BRINGUR Affrystið bringurnar í ís- skáp.Takið þær úr ís- skápnum 2-3 klukku- stundum áður en þið eldið þær, þannig að þær nái stofuhita. Hitið ofninn í 200 gráður. Skerið síðan í bringurnar skinnmegin bæði í gegnum húðina og fitulagið alveg niður að vöðvanum. Saltið vel með Maldon-salti og nuddið því ofan í rásirnar sem þið eruð búin að skera. Leggið bringurnar á kalda pönnu með skinnhliðina niður, kveikið undir og steikið á háum hita þar til puran er orðin stökk og fín. Snúið þá bringunum við og steikið í 2-3 mínútur á hinni hliðinni. Það er auðvitað hægt að setja bringurnar á heita pönnu en puran verður stökkari með þessum hætti. Takið bringurnar af pönnunni, setjið í ofnfast form og setjið inn í ofninn í 8-10 mínútur. Takið út og leyfið bringunum að jafna sig undir ál- pappír í nokkrar mínútur. Skerið bringurnar í sneiðar. Þær eiga helst að vera bleikar. Saltið varlega með Maldon-salti. Þegar búið er að steikja bringurnar og setja þær inn í ofn eru kartöflur sem hafa verið forsoðnar og skornar í bita steiktar í andarfitunni sem er eftir á pönnunni. Saltið þær og piprið. RAUÐVÍNSSÓSA 3 skalottlaukar, saxaðir ½ dl balsamikedik 5 dl rauðvín 2½ dl andarsoð eða 2 msk. andarkraftur 2 timíanstönglar smjör Hitið smávegis smjör á pönnu og mýkið skalottlaukinn ásamt timíani í nokkrar mínútur. Hellið balsamediki út á og sjóðið alveg niður í kjarna. Setjið rauðvínið út í og sjóðið niður um 2⁄3. Setjið soðið (eða kraft- inn) út á og sjóðið aftur niður um helming ef þið hafið notað soð. Síið sósuna og sjóðið áfram í potti. Sósan á að vera orðin þykk og nokkuð sæt og góð. Ef ekki er bara að sjóða lengur. Bragðið til með salti og pipar. Pískið matskeið af köldu smjöri út í sósuna í lokin. Þegar andarbring- urnar eru búnar að hvíla sig í nokkrar mínútur eftir að þær komu úr ofninum eru þær skornar í þunnar sneiðar, það má salta þær örlítið og síðan bornar fram með rauðkáli, kartöflum og rauð- vínssósunni. Andarbringur með rauðvínssósu 27.10. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 Fyrstu ryðfríu pottarnir fráRösle gjörbyltu öllu fyrir 70 árum. Í dag eru pottarnirmeðMultiply „samloku“-kerfi þannig að þeir eru fljótir að hitna og kólna og dreifa hitanumeinnig jafnt umpottinn, alveg upp í topp. Rösle pottarnir henta á allar gerðir eldavéla, rafmagns-, gas- og spansuðuhellur . Algjörar samlokur 100 g dökkt súkkulaði með appelsínu (til dæmis Valor 70%) 25 g smjör 2 eggjarauður 2 eggjahvítur 2 msk. sykur 1,5 dl rjómi Skerið súkkulaði og smjör í bita og bræðið yfir vatnsbaði. Takið af hitanum og hrærið eggjarauðurnar út í eina í einu. Stíf- þeytið eggjahvíturnar ásamt sykrinum og blandið þeim varlega út í eggjahræruna. Það er best að gera það með sleif eða sleikju. Þeytið síðan rjómann og bætið honum við blönduna. Setjið í glös eða bolla (passar í fjögur glös) og kælið í ísskáp í nokkra klukkutíma. Frönsk súkkulaðimús með appelsínuívafi Morgunblaðið/Rósa Braga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.